Bloggfærslur mánaðarins, október 2020

Frjálslyndi, frjálshyggja eða stjórnleysi?

Það kemur fram í frétt frá RÚV, sem stendur sig vel í þessu tilfelli, að Ármann Jakobsson, formaður íslenzkrar málnefndar og bróðir forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, telji að alþingismenn ættu að láta moldviðrið gegn mannanafnanefnd sem vind um eyru þjóta.

 

Ég held að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé í hjarta sínu og eðli sammála bróður sínum í þessu máli eins og svo fjölmargir aðrir. Það er mér því mikið undrunarefni að innan Sjálfstæðisflokksins sé dómsmálaráðherra sem alveg eins gæti verið meðlimur í Píratahreyfingunni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn á sér langa sögu spillingar og sérhagsmunagæzlu eins og Ólína Þorvarðardóttir fjallar um í nýrri bók sinni um Skuggabaldur.

 

Hver verður trúverðugleiki flokksins ef hann tekur undir stjórnleysi ungra ráðherra sinna? Ég hef lesið umsögn Eiríks Rögnvaldssonar um frumvarpið og er hún um margt merkileg. Þar skrifar hann á einum stað að hefð breytist í nauðung ef henni er framfylgt með lögum. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur segir nýja frumvarpið hafi að leiðarljósi jöfnuð og lýðfrelsi frekar en forræðishyggju, valdboð og mismunun. Einnig segir hún að núgildandi lög dragi fólk í dilka eftir stétt eða menningarlegum uppruna, með því að leyfa sumum en ekki öllum að bera ættarnöfn. Ný og frjálslegri hugsun en tíðkazt hefur sem sagt. Þetta má til sanns vegar færa.

 

Lög og reglur landsins eru ákveðin nauðung að sama skapi. Vill þetta fólk afnema þessi lög sem vinstrafólkið er að setja og vill setja eða almenn lög landsins? Þetta er munurinn á stjórnleysi og frjálslyndi. Frjálslyndið viðurkennir ákveðna nauðung sem felst í valdboði og lögum að utan, en ekki stjórnleysið.

 

Þetta er ekkert flókið mál, og ekki þarf að harma Sjálfstæðisflokkinn, ef hann fer þessa leið. Þá hefur hann þjónað hlutverki sínu. Þá taka aðrir flokkar við hlutverki hans, og ýmsum deildum mismunandi viðhorfa.

 

Þá fyrst finnst mér að ásakanir um spillingu fari að bíta sem sannleikur, þegar flokkur hefur svikið sjálfan sig og uppruna sinn, en hefðverndarstefna er uppruni Sjálfstæðisflokksins, ásamt ýmsu öðru sem henni tengist.

 

Munu því flugur sækja á hræið, flugur sem nefnast Píratar og margt annað, og dafna vel á hræinu.


Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna - þrátt fyrir kreppuna, og Trump kennt um allt sem miður fer.

Ég er ekki sérlega bjartsýnn á að Trump verði endurkjörinn, en þessi frétt er stórmerkileg, mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna og það á þessum tímum. Áróður þess efnis að Trump beri ábyrgð á dauðsföllum þeim sem orðið hafa í farsóttinni miklu er mjög svo litaður af löngun Demókrata til að komast til valda.

 

Ég tek það fram að ég tel að gróði og efnahagsbati eigi ekki að vera mikilvægari en mannslíf og verndun mannslífa. Hins vegar eins og bent hefur verið á þá helzt þetta tvennt í hendur, þegar lönd verða fátæk eða þegar efnahagskreppa verður þá verða ótímabær andlát fleiri út af ýmsum ástæðum, sjálfsmorðum, svo dæmi sé tekið.

 

Þess vegna má segja að þessi efnahagsbati á þessum ársfjórðungi sem er Trump að þakka bjargi einhverjum mannslífum, að öllum líkindum.

 

Segjum sem svo að Joe Biden hefði verið forseti á þessu ári. Hann hefði lokað Bandaríkjunum mikið og lengi, og efnahagssamdrátturinn þar hefði orðið gríðarlegur. Hann hefði bjargað mannslífum í upphafi, en hvað svo? Bóluefnis er ekki að vænta fyrr en á næsta ári, segir Kári Stefánsson, og það þýðir að lokun Bandaríkjanna undir stjórn Joe Bidens hefði ekki enzt til lengdar, fyrr eða síðar hefðu smitin seytlað inn, og sennilega komið stigmögnun smita fram, eins og átt hefur sér stað nú þegar, þrátt fyrir allar tilraunir til að hemja óskapnaðinn sem þessi farsótt er.

 

Þannig að Bandaríkin hefðu alltaf verið fátækari undir stjórn Joe Bidens, og vafasamt hvernig tölurnar um mannfallið hefðu litið út. Þó býst ég við, eins og ég hef oft sagt, að vinstrimönnum sé betur treystandi og þeirra lokunarstefnu til að takmarka mannfall í svona farsóttum.

 

Samt getur það ekki verið eini mælikvarðinn. Einkaneyzla hefur aukizt mikið í Bandaríkjunum upp á síðkastið, enda hefur aflétting reglna og takmarkana skilað sér drjúgt þar vestanhafs undir stjórn Trumps.

 

Andstæðingar hans hamra á mannfallinu mikla í farsóttinni. Hvað með kenningarnar um að Kína eða pólitískir andstæðingar hafi komið Covid-19 af stað? Tæknin á okkar dögum er orðin slíkt að það hlýtur að vera mögulegt. Gætum þess, að allir þeir vísindamenn sem þykjast geta hrakið þá kenningu geta átt hagsmuna að gæta, og því vísvitandi farið með rangt mál.


mbl.is Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landvarnir

Ekki er hægt að segja að fréttirnar fylli mann af bjartsýni, dráp á kristnu fólki í tilefni af 1450 ára afmæli spámannsins Múhameðs. Óhugnanlegar eru þessar síendurteknu árásir múslima á kristna menn, og nú í tilefni þess að 1450 ár eru liðin frá fæðingu spámannsins þeirra.

 

Í ljósi þess hvaða hópar haga sér svona er auðvitað rétt að yfirvöldin hér á landi séu gagnrýnin á hvaða flóttamenn fá hér landvistarleyfi. Ekki er hægt að láta öfgahópa eins og No Borders stjórna því.


mbl.is Leitaði skjóls á krá og lést af sárum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurbjartsýni og Pollýönnuháttur í farsóttinni?

Þessi veira var ekki tekin nógu sterkum tökum í upphafi. Þetta er óvenjulegir tímar. Tilslökunin í sumar og haust virðist ástæðan fyrir þessum ósköpum núna.

 

Er annað hægt en að spyrja sig hvort niðurstöður vísindamanna um að veiran ráðist helzt á gen Neanderdalsmanna séu ekki að segja manni að hún sé tilbúin til að fækka vesturlandabúum?

 

Hvað um aðra eiginleika veirunnar, eins og hvað hún er ofursmitandi? Því var haldið fram mjög snemma að hún hafi verið búið til og vísbendingar eða sannanir séu til um það. Er það ekki nokkuð viðurkennt að ekki er hægt að taka mark á öllu sem opinberlega er talið rétt í heimspressunni, eins og til dæmis því að veiran sé náttúruleg?

 

Þetta er eins og í stríði. Það þarf að hugsa leiki fyrirfram, búast við því að veiran sé verri og hættulegri en haldið er fram, til að minnka smithættuna. Það þarf að gera harðari áætlanir fram í tímann, með því að ýkja það versta sem getur gerzt þá er frekar hægt að gera gagnráðstafanir og hernaðaráætlanir gegn veirunni.

 

Ofurbjartsýni og Pollýönnuháttur er ekki málið, en þeir sem geta komið með raunhæfar tillögur um að verja viðkvæma hópa eiga auðvitað að mega tjá sínar útfærslur og hugmyndir.


mbl.is Smitum fjölgar á ógnarhraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð ritskoðun til þess að Sovétríkin yrðu eilíf?

Bók sem opinberlega fær andúð og kannski bann? Jón Steinar Gunnlaugsson segir að allt sé hægt að útkljá með samræðu. Það er samkvæmt grísku heimspekingunum sem okkar þjóðfélag byggist á. Hræðslan er auglýsing. Ég er hissa á því að opinberir aðilar ljái yfirleitt máls á ritskoðun í nokkru efni. Ég stend í þeirri bjargföstu trú að það bannaða verði meira spennandi, og að svona viðbrögð séu bezta auglýsingin fyrir þessa bók. Ég er hissa á því að ekki fari fram gagnrýnin og yfirveguð umræða um þetta mál og önnur í þjóðfélaginu, heldur sé gefin út ein rétttrúnaðarlína sem allir verða að fylgja til að verða ekki fyrir samskonar ofsóknum og þegnar Sovétríkjanna sálugu fyrir að fylgja ekki einu sönnu flokkslínunni.

 

Það er ekki laust við að þetta sé að gerast á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Svo er verið að gagnrýna Kína, Norður Kóreu, Rússland... maður fer næstum því að trúa því sem samsærismenn segja um heimsfaraldurinn, að hann sé uppspuni frá rótum, eða búinn til af mönnum...

 

Opinberlega eru menn ekki að læra af Jóni Steinari Gunnlaugssyni eða mönnum honum sammála, heldur þessum vitleysingum sem komið hafa sínum samfélögum í þrot með ritskoðun.

 

Jæja, þetta er þó alla vega bezta auglýsingin sem þessi bók getur fengið. Ef menn eru svona hræddir við innihald hennar, hvað skyldi standa í henni?


mbl.is „Ógeðfellt á allan hátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir ófæddu fá málsvara, þökk sé Trump

Það eru mikil fagnaðartíðindi fyrir þá sem styðja lífið að hin ágæta Barrett skuli hafa verið samþykkt sem hæstaréttardómari í Bandaríkjunum þrátt fyrir andstöðu vinstriaflanna. Afvegaleiddu spillingarvitarnir á RÚV sögðu Bandaríkin hætt að taka forystu. Þetta er forysta sem eftir er tekið, stefnubreyting frá þeirri helstefnu og jafnaðarstefnu sem ríkt hefur.

 

Eftir því sem góðir menn ógna djöflinum meira lætur hann andsetlinga sína hreyta meiri ónotum í þá. Þessi 4 ár sem Trump hefur setið að völdum hafa sagt mér að þetta mannkyn á enn von þrátt fyrir allt. Það er sennilega til of mikils ætlazt og vænzt að búast við að forseti vonarinnar, þótt mannlegur sé, geti fengið endurkjör, enda með alla samfélagsmiðlana á móti sér og samsærisöfl spillingarinnar. Þar með er ég ekki að segja að hann hafi ekki gert mistök.


mbl.is Þingið samþykkir Barrett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gætu næstu alþingiskosningar litið út eftir ár?

Við vitum að flokkarnir verða margir sem verða í framboði, eitthvað um tíu talsins, meira eða minna.

 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti sveiflazt mjög mikið, vegna ýmissa þátta. Fylgið á hægrivængnum hefur ýmsa möguleika, með fleiri flokkum á bláa litrófinu, ef við tölum um litrófið frá bláu yfir í rautt, þar sem kommarnir eru jafnan kallaðir rauðir.

 

Það sem ég á við er þetta, að ég býst fastlega við því að Sjálfstæðisflokkurinn geti mælzt og komið út í könnunum með fylgi frá 15-18% og upp í 40%.

 

Í fyrsta lagi má búast við því að mikil vinstrisveifla verði áfram í gangi eins og núna. Samanlagt fylgi allra hægriflokka verður því tæplega meira en 40%, en ekkert er þó víst í pólitíkinni, hún sveiflast sitt á hvað eftir tízkustraumum og umræðumálum.

 

Ef íhaldsmenn innan Sjálfstæðisflokksins taka flestir ákvörðun um að kjósa aðra flokka býst ég við að hann fari niður í 15-18% fylgi. Ákveðið kjarnafylgi myndi ekki fara, það eru traustir kjósendur sem kjósa ekki út af pólitískri sannfæringu heldur af vana, tryggð, ættrækni og slíku.

 

Þetta er vegna þess að margir flokkar eru tilbúnir að taka við íhaldsfylginu hægramegin, þeir eru orðnir fimm, ef Guðmundi Franklín tekst að setja saman sitt framboð. Þeir eru: Flokkur fólksins, Íslenzka þjóðfylkingin, Lýðræðisflokkur Guðmundar Franklíns, Miðflokkurinn og Frelsisflokkurinn. Mögulegt er reyndar að þeir bjóði alls ekki allir fram.

Allir þessir flokkar gætu fengið allt að 10% fylgi, og sumir meira, eins og Miðflokkurinn. Sökum þess að í hugum vinstrimanna sem stjórna miklu eru tveir þeirra taldir öfgaflokkar svo þeim er haldið niðri og komast ekki inn á þing, sem er mikill skaði. Það geta einnig orðið örlög fleiri flokka í þessum hópi, því ofstækið er mikið í Píratagreyjunum sem óttast að þessi öfl geti orðið ráðandi í heiminum, og æpa "úlfur, úlfur" við hvert tækifæri. Þetta er dauðhræddi minnihlutinn sem æpir sig hásan sem víðast og virðist fjölmennari en hann er. Sennilega hræðast margir þessar sjóræningjatýpur sem hafa hátt.

 

Á frjálslynda endanum eru svo flokkar eins og Viðreisn, Píratar og jafnvel Vinstri grænir sem gætu hirt fylgi af Sjálfstæðisflokknum eftir samkrullið í þessari stjórn, þar sem enginn veit hvað snýr upp og hvað snýr niður, og einkenni beggja flokka hafa blandazt.

 

Annar möguleiki er þó einnig fyrir hendi. Flokkurinn gæti hirt mikið fylgi vinstrisinnaðra kjósenda og miðjusækinna. Það myndi ég kalla "Framsóknarflokksheilkennið", að harðlínuvinstrifólk hefur í sér hægrisinnaða íhaldstaug sem fær útrás svona, það hugsar sem svo, að úr því að næst valdamesta manneskja flokksins skuli herma eftir Pírötum, í dómsmálaráðuneytinu, sé flokkurinn nú ekki svo forhertur afturhaldsflokkur eftir allt saman, og rétt sé að kjósa hann.

 

Þannig getur Áslaug Arna bæði haft jákvæð eða neikvæð áhrif á fylgi flokksins. Það er happadrætti að leika sér svona að gæfunni og hefðunum.

 

Framsókn spái ég svipuðu og venjulega, einhverju á milli 5 og 10%. Það virðist eitthvað náttúrulögmál að Framsókn á alltaf sína aðdáendur og sitt stuðningsfólk. Það er kannski bara ágætt, því það framsóknarfólk sem ég þekki er indælt upp til hópa og er saklausara lím miðjupólitíkur en Evrópusambandsfíklarnir í Samfylkingunni.

 

Ég tel mjög sennilegt að Samfylkingin geti fengið frábæra kosningu og orðið næststærsti flokkur landsins, ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur því að haldast stærstur áfram, sem auðvitað er ekki lengur víst. Jafnvel er ekki útilokað að Samfylkingin verði stærsti flokkur landsins eftir ár.

 

Hann er traustvekjandi, og margir trúa þeim orðum að þeir ætli að hækka örorkubætur, ellilífeyri og hjálpa öllum minnihlutahópum, hvort sem það verður nú mögulegt eða ekki.

 

Sósíalistaflokkurinn er annar flokkur sem gæti stækkað og komið á óvart. Talsvert miklar líkur eru á því að Vinstri grænir geti þurrkazt út af þingi. Það er alþekkt að vinstrafylgið er ekki traust, og sízt þegar nóg er um aðra flokka að velja um, og gremjan er mikil í þeirra fylgismönnum í þessu stjórnarsamstarfi. Samt gætu þeir fengið svipað fylgi og síðast, og Sósíalistaflokkurinn jafn lítið og síðast. Allt er mögulegt.

 

Mér finnst sem sagt mjög sennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin myndi næstu stjórn, með aðstoð tveggja flokka eða eins flokks. Það gæti orðið Viðreisn, Píratar eða Framsókn, jafnvel mögulega Miðflokkurinn, eða einhver nýr flokkur.

 


Hvernig þróast Evrópusambandið eftir kreppuna?

Evrópusambandið minnir á stóra og þunga vígvél sem er að falli komin. Það byggist á þeirri reginfirru og blekkingu að sagan endurtaki sig nákvæmlega aftur og aftur.

 

Þýzkaland í annarri heimsstyrjöldinni var svona frekt á mannslíf vegna þess að það byggðist á hernaðarsögu fortíðarinnar, en fram að þeim tíma hafði hernaðarhyggjan byggzt upp hægt og bítandi raunar á jörðinni allri, og endaði í þessum fræga hápunkti sem við öll þekkjum. Þýzkaland nútímans er eitt friðsamasta land í heimi og því mikil firra að Þjóðverjar myndu aftur leggja út í svipaðan hernað ef það væri sjálfstætt og ekki í Evrópusambandinu.

 

Evrópusambandið byggist þess vegna á fortíðarsöguskoðun og forsendum sem eru ekki lengur til staðar. Því er haldið saman vegna hagsmuna, þeir sem græða á því vilja ekki missa spón úr sínum aski. Það sýnir raunar enn hversu mikil herraþjóð Þýzkaland er, að hin þýzka forysta Evrópusambandsins nýtur sín í þessu forystuhlutverki og konungshlutverki, eða drottningarhlutverki, fyrst um Angelu Merkel er að ræða. Lítið hefur þó farið fyrir henni að undanförnu, einhverra hluta vegna. Hvað skyldi valda því?

 

Rétt eins og ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurðardóttir sprakk ekki þótt ástæður væru nægar má búast við að Evrópusambandið hangi saman eftir þessa krísu.

 

Samt má búast við að andinn sjálfur eða tiltrúin á fyrirtækið sem slíkt fari þverrandi. Þannig var þetta með Sovétríkin. Efasemdirnar höfðu nagað það að innan lengi áður en það féll. Allt sem gert er með ofbeldi til að þagga niður í slíkum mótmælum og efasemdum er til að staðfesta að brestir aukast í fyrirbærinu.

 

Sá tími kemur að Evrópusambandið fellur, eins og Rómarveldi til forna. Þvert ofaní túlkun þeirra sem telja þjóðernishópa innan Evrópu ógn við lýðræðið eru þeir einu raunverulegu lífsmörkin innan Evrópu. Það er líka þekkt að þegar valdið telur sér ógnað gerir það árásir.

Andinn lifir allt slíkt af hins vegar, og brýtur sér farveg eftir margskonar erfiðleika og þrengingar.

 

Ég hef lengi haft áhyggjur af því að Evrópusambandið sé að útrýma Evrópubúum. Pillan var sögð mikið framfaraskref fyrir atvinnuþátttöku kvenna í samfélaginu, en hún var einn fyrsti líkkistunaglinn fyrir hið vestræna samfélag.

 

Ef allt þetta mannréttindarugl væri ekki búið að úrkynja hinn vestræna heim væri staðan ekki svona slæm fyrir ríku löndin. Drepsóttir hafa alltaf komið og nartað í stóran hluta mannfjöldans í hverju landi. Eina ráðið hefur verið að fylla uppí skörðin. Nú er það ekki gert lengur, því það er búið að forrita konur til sjálfseyðileggingar og karla líka.

 

Það er engin hatursstefna að óska þess að samband eins og Evróppusambandið líði undir lok, það er ekki manneskja eða persóna með tilfinningar heldur skrímsli, eins og mörg önnur kúgunarsambönd fyrri tíma.

 

Svo til að kóróna fáránleikann og glæpsamlega framgöngu forystumanna Evrópuríkjanna þá héldu menn fram þeirri firru að hægt væri að slaka á sóttvarnarkröfum, þrátt fyrir reynsluna sem fékkst í fyrstu bylgjunni sem var hræðileg.

 

Margir furða sig á því að Svíar skuli ekki rísa upp gegn skoðanakúgun jafnaðarfasismans og fleiri þjóðir. Nei, eðli fasismans er einmitt svona. Nákvæmlega eins og í Norður Kóreu eða í Kína, Evrópa með sín jafnaðarstefnusamfélög er alveg eins, fólkið þorir ekki að mótmæla neinu nema einhverju sem engu máli skiptir, eða hefur ekki gáfur í það.

 

Það er áhugavert að koma með framtíðarspár. Joe Biden mun sennilega vinna forsetakosningarnar og hin þrúgandi alþjóðavæðing leggjast yfir Bandaríkin að nýju ásamt stríðsvæðingunni, til að hafa peningaöflin ánægð.

 

Eitthvað hlýtur þó að láta undan. Fólk hlýtur að reiðast þegar það missir ástvini sína að óþörfu, sé litið til Kína og þeirra árangurs, og þeirra ströngu aðgerða sem var gripið til þar. Sá samanburð er ekki hagstæður fyrir vesturlönd. Sagan sýnir það svo oft, að einmitt þar sem allt virðist leika í lyndi getur eitthvað óvænt gerzt. Ég er að bíða eftir raunverulegri lýðræðisþróun, þar sem fólk spyr krefjandi spurninga en er ekki leitt áfram af múgsefjun eða tízkustraumum.

 

Raunveruleg lýðræðisþróun á sér stað þar sem andlegur þroski er kominn á hátt stig og fólk er samstillt. Það á ekki við um Íslendinga, því miður.


Svíþjóð skiptir máli. Virðingarverð viðleitni til að standa gegn risaþjóð.

Mér er mjög annt um frænda okkar Svía, og vona að þeim vegni sem bezt. Maður hlýtur að fagna því að þeir vinni með þeim sem vilja hindra að völd kínverska heimsveldisins verði of mikil.

 

Svíþjóð verður þó ekki bjargað ef Svíþjóðardemókratar komast ekki til valda. Það má heldur ekki dragast mikið lengur, því svo mikil hnignun hefur orðið þar víða. Þeir fordómar sem þessir bjargvættir þjóðarinnar, sem eru Svíþjóðardemókratar, og landsins hafa mætt eru hræðilegir og fyrir neðan allar hellur.

 

Þessi frétt sýnir að enn er dugur í Svíum að einhverju leyti. Bara ef þeir stæðu sig betur í fleiri málum, þá væri ástæða til að fagna fyrir þeirra hönd og annarra sem þeim tengjast sterkum böndum.


mbl.is Kína hótar Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargar miðstýring og hlýðni við flokkinn Kínverjum frá veirunni?

Ef Evrópa og Bandaríkin hefðu gripið til eins harkalegra og róttækra aðgerða gegn veirunni og Kína hefðu fjölmörg mannslíf bjargazt. Ef maður trúir því ekki að veiran sé búin til af Kínverjum til að ná heimsyfirráðum og að hún ráðist frekar á gen Neanderdalsmanna, sem algengari eru hér og næstum alls ekki í Afríku og Asíu hlýtur maður að telja það undarlegt hvernig tekizt hefur að hemja hana í Kína en ekki í vestrinu.

 

Hver ber ábyrgðina á þessum miklu hamförum? Stundum hef ég haldið að andrasismaöflin fasísku sem þola ekki að tapa og vilja stjórna börnum og ungmennum, og trúgjörnu fólki, hafi komið veirunni af stað til að Donald Trump næði ekki endurkjöri, sem sagt að veirunni sé beint eingöngu að Trump og öðrum frelsisöflum, eða öflum sem vilja frelsi þjóðanna og landanna, en ekki miðstýrðar einingar stjórnað af þeim sem hafa kommúnískt vit fyrir öðrum. Það hvernig hún virðist sérhönnuð til að bana gömlu fólki bendir í þá átt, en kjósendur Trumps eru vissulega miklu frekar í eldri kantinum, og því hafa þúsundir tilvonandi fylgismanna hans látizt í Bandaríkjunum í þessari hryllilegu plágu.  Samt virðist það ekki ganga upp, nú er Evrópa að ganga í gegnum mikinn hrylling, svo varla getur það verið að Evrópusambandið hagnist á þessari skelfilegu þróun.

 

Getur maður annað en líkt stjórnmálamönnum í vestrinu við fjöldamorðingja, þegar borin eru saman kínversku, bandarísku og evrópsku viðbrögðin við drepsóttinni, sem af ýmsum er nefnd Kínaveira? Ljótar sögur gengu um að kínversk stjórnvöld hafi lokað fólk inni með valdi og beitt allskyns gerræðislegum ráðum. Það eru sögusagnir, en þær kunna að vera sannar. Víst er að fréttaflutningurinn þaðan er mjög af skornum skammti, og kannski kemur ekki nema 1% af sannleikanum frá þeim, hver veit, eins og margir halda fram.

 

Hitt finnst mér óafsakanlegt og þess vegna glæpsamlegt að setja manngildið og mannslífin skör neðar en fjárhagsábata til að minnka hugsanlegt fjárhagstjón, eins og hryllingsstjórnvöldin sumsstaðar hafa gert.

 

Hvernig geta stjórnvöld eins og í Svíþjóð, sem kenna sig við húmanisma, lýðræði, manngildi, jöfnuð, eitthvað sem þau túlka andstæðu rasismans og stefnu Hitlers, afsakað allt mannfallið þar í landi út af veirunni? Þetta er argasta þversögn og móðgun við alla sem vilja aðhyllast mannúð, húmanisma og manngildi.

 

Það er kannski skiljanlegt að hægrisinnuð yfirvöldin í Bandaríkjunum skelli skollaeyrum við ógninni, það hefur alltaf verið þeirra stíll.

 

Það má færa rök fyrir því að stjórnmálin fari í hring, að þegar jöfnuðurinn sé kominn út í öfgar eins og í Svíþjóð bíti hann í halann á sér eins og dreki í hring, og breytist í mannhatursstefnu, þar sem kapítalisminn sé dýrmætari mannslífunum.

 

Hvort sem viðbrögðin við farsóttinni eru mikil eða lítil verða breytingar. Það er ekki hægt að komast hjá fjárhagstjóni með litlum aðgerðum og miklu mannfalli, eins og Svíar virðast halda og sumir aðrir.

 

Andstæðingar Evrópusambandsins hljóta að fá hrollkennda sannfæringartilfinningu þess efnis að nú komi þeir upp um sig sem hafa grafið undan þjóðríkjunum og heimatilbúnum landbúnaði.

 

Heimsmyndin verður breytt eftir heimsfaraldurinn og þessa kreppu, nákvæmlega hvernig vitum við ekki. Mikilvægt er að koma með sannfærandi framtíðarspár um það.


Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 596
  • Frá upphafi: 106072

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 461
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband