Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna - þrátt fyrir kreppuna, og Trump kennt um allt sem miður fer.

Ég er ekki sérlega bjartsýnn á að Trump verði endurkjörinn, en þessi frétt er stórmerkileg, mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna og það á þessum tímum. Áróður þess efnis að Trump beri ábyrgð á dauðsföllum þeim sem orðið hafa í farsóttinni miklu er mjög svo litaður af löngun Demókrata til að komast til valda.

 

Ég tek það fram að ég tel að gróði og efnahagsbati eigi ekki að vera mikilvægari en mannslíf og verndun mannslífa. Hins vegar eins og bent hefur verið á þá helzt þetta tvennt í hendur, þegar lönd verða fátæk eða þegar efnahagskreppa verður þá verða ótímabær andlát fleiri út af ýmsum ástæðum, sjálfsmorðum, svo dæmi sé tekið.

 

Þess vegna má segja að þessi efnahagsbati á þessum ársfjórðungi sem er Trump að þakka bjargi einhverjum mannslífum, að öllum líkindum.

 

Segjum sem svo að Joe Biden hefði verið forseti á þessu ári. Hann hefði lokað Bandaríkjunum mikið og lengi, og efnahagssamdrátturinn þar hefði orðið gríðarlegur. Hann hefði bjargað mannslífum í upphafi, en hvað svo? Bóluefnis er ekki að vænta fyrr en á næsta ári, segir Kári Stefánsson, og það þýðir að lokun Bandaríkjanna undir stjórn Joe Bidens hefði ekki enzt til lengdar, fyrr eða síðar hefðu smitin seytlað inn, og sennilega komið stigmögnun smita fram, eins og átt hefur sér stað nú þegar, þrátt fyrir allar tilraunir til að hemja óskapnaðinn sem þessi farsótt er.

 

Þannig að Bandaríkin hefðu alltaf verið fátækari undir stjórn Joe Bidens, og vafasamt hvernig tölurnar um mannfallið hefðu litið út. Þó býst ég við, eins og ég hef oft sagt, að vinstrimönnum sé betur treystandi og þeirra lokunarstefnu til að takmarka mannfall í svona farsóttum.

 

Samt getur það ekki verið eini mælikvarðinn. Einkaneyzla hefur aukizt mikið í Bandaríkjunum upp á síðkastið, enda hefur aflétting reglna og takmarkana skilað sér drjúgt þar vestanhafs undir stjórn Trumps.

 

Andstæðingar hans hamra á mannfallinu mikla í farsóttinni. Hvað með kenningarnar um að Kína eða pólitískir andstæðingar hafi komið Covid-19 af stað? Tæknin á okkar dögum er orðin slíkt að það hlýtur að vera mögulegt. Gætum þess, að allir þeir vísindamenn sem þykjast geta hrakið þá kenningu geta átt hagsmuna að gæta, og því vísvitandi farið með rangt mál.


mbl.is Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það merkilega við þessa frétt tel ég vera þá staðreynd að CNN og MSNBC fjölluðu um þennan hagvöxt í gær og gáfu Trump þar með heiðurinn af því. Það eitt og sér að tala jákvætt um Trum á þessum nótum og á þessum fjölmiðlum og það rétt fyrir kosningar segir mér að þessi fjölmiðlar eru orðnir hræddir, trúverðugleiki þeirra fram að þessu er í hættu. Fjölmiðlanir hafa gert allt til að tala Trump niður, logið uppá hann alls konar vitleysu og hæðst að honum, en þegar hann er búinn að vinna í annað sinn sjá þeir sæng sína útreidda, fólk hættir að taka mark á þeim og ýmsir gætu misst vinnuna. Það hefur ekki farið framhjá þessum fjölmiðlum að tugir þúsunda fólks flykkist á kosningafundi Trumps en nokkrar hræður, vel innan við hundrað manns, á fundi Bidens. Trump verður endurkjörinn. Bandarískir kjósendur upp til hópa eru engir kjánar, þeir sjá hvað Trump hefur áorkað á fjórum árum. Trump gerði meira á fyrstu þrem mánuðum í embætti en Obama á átta árum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.10.2020 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 559
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 448
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband