Ókeypis kynningar á RÚV fleyta fólki á Bessastaði og ekkert annað. Gullfiskaminni Íslendinga.

Segir lítið um hvað fólki finnst um þessa frambjóðendur. Þessar kannanir segja mest um félagsfræðilega og lýðfræðilega hegðun Íslendinga, að 50-70% Íslendinga hafa enga dómgreind, heldur nota gullfiskaminnið, hverjir hafa verið mest í fjölmiðlum. Jón Gnarr sem skemmtikraftur í Tvíhöfða, bíómyndum, leikritum, sjónvarpsþáttum, sem borgarstjóri, rithöfundur, jú hann fellur í þann flokk að hafa fengið ýkt mikla umfjöllun síðastliðin 30 ár, og Baldur Þórhallsson, jú, fenginn sem álitsgjafi hjá RÚV og Stöð 2 einatt þegar álit þarf í pólitík, mörgum sinnum á viku eða í mánuði, ókeypis auglýsingar fyrir hann í því formi, og Katrín Jakobsdóttir, á sjónvarpsskjánum hverja einustu viku, viðtöl við hana sem forsætisráðherra, eða mynd af henni þegar fjallað er um pólitík.

Samkvæmt þessu ætti Steinunn Ólína að vera vinsælli, en meira en 3% er allnokkuð, en hún var mest í fjölmiðlum fyrir 20 árum eða svo og gullfiskaminnið er því farið að verða óljósara hjá landsmönnum hvað hana varðar.

Arnar Þór fær einnig um 3% í könnunum, hann er virtur lögmaður og hefur fengið einhverja umfjöllun í fjölmiðlum auk þess að eiga stuðningsmenn í flokknum, Sjálfstæðisflokknum, hvað annað? Og er ekki kominn tími á hægrisinnaðan forseta eftir kommúnista eða jafnaðarmann í þessu starfi næstum alltaf?

Guðmundur Felix fær 0.4%, en það er óvenjulegt að sjúklingar, þótt hetjur séu, fái sömu athygli og daglegir gestir á skjám landsmanna.

Ástþór Magnússon er með mjög góðan boðskap, en fær næstum bara athygli í tengslum við forsetaframboð sín ítrekuð. Auk þess fá sumir menn stimpil sem furðufuglar, ranglega eða réttilega, og hann er sennilega einn af þeim. Hann er bara með 0.4%, en persónulega fyndist mér hann eiga rétt á því að fá 40% að minnsta kosti, og verða forseti landsins, hann hefur boðskap sem mætti berast til annarra landa.

Ásdís Rán er vissulega fræg kona, en fær bara 0.9% ennþá, en hún er sennilega hægra megin í landslaginu, kona sem græðir á kynþokka sínum og útliti, og er því sjálfstæður atvinnurekandi en ekki kommúnismagróðafíkill, ríkisbáknsútþenjandi. Það gildir sama með hana og Steinunni Ólínu, að hún var meira í sviðsljósinu fyrir 20 árum eða svo, í glanstímaritum, Séð og heyrt og slíkt, og víðar, og er enn.

Halla Hrund fær um 12%, og hún býður af sér góðan þokka sem kurteis ung kona, sem virðist óflokksbundin, eða ekki rammpólitísk þannig að hún reki mjög pólitísk erindi sem forseti, eins og Vigdís Finnbogadóttir, hún virðist dæmi um hinn heiðarlega og venjulega Íslending, en hún hefur einnig verið í fjölmiðlum í starfi sínu sem Orkumálastjóri.

Halla Tómasdóttir fær 5%, hefur áður verið í framboði og virt kona á alþjóðavettvangi sem fyrirlesari, kennari og rekstrarhagfræðingur. Hún er samt ekki vikulegur gestur á RÚV.

En jafnvel Íslendingar á öllum aldri virðast börn í anda og huga samkvæmt þessu, því það er poppmenningin sem blívur samkvæmt þessu, ekki djúpar hugsjónir, speki eða endilega mannkostir, eða erindi í embættið.


mbl.is Forsetafylgismenn dregnir í dilka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 493
  • Frá upphafi: 106247

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 370
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband