Guðinn Baldur Óðinsson og forsetinn verðandi?

Guðinn Baldur var hinn góði guð í fornri og heiðinni trú norrænna manna. Um það leyti sem Ísland var numið og til þess tíma er Snorri Sturluson skrifaði sín meistaraverk var hann friðarins guð og kærleikans guð. Fræðimenn eru þó á því að löngu fyrr hafi hann verið stríðsguð mikill, og þar áður jafnvel sólarguð, og jafnvel hinn eini sanni sólarguð. Auk þess var hann guð spásagna, véfrétta, sönglistar og lækninga, jafnvel sjúkdóma, eins og Apollo hinn gríski, og rómverski. Heiðin trúarbrögð voru samhangandi og svipuð milli landa í vestrinu, þetta var hin forna og klassíska hámenning, og þótt mest sé fjallað um Grikkland og Róm í sögubókunum kemur fram eins og í lýsingum Sesars að aðrar þjóðir voru einnig heiðnar og tignuðu svipuð goð og Rómverjar, og Grikkir þar með.

Þannig að fyrirsögn þessarar fréttar kallaði mjög til mín, fyrirsögnin minnti mig svo á heiðna trú og trúna á Baldur Ás.

Kristnir menn bíða eftir endurkomu frelsarans Jesú Krists. Heiðnir menn biðu eftir endurkomu sólarinnar að vetri til, og Baldursblótið, seint í desember, kannski sama hátíð og jólin, átti að hjálpa uppá endurkomu sólarinnar, eða endurkomu Baldurs frá Helju.

Ekki eru til ritaðar heimildir frá Norður Evrópu sem eru 2000 ára gamlar eða meira, en án efa myndu þær vera nær uppruna jólanna heldur en trúin á sólina ósigrandi frá því fyrir og eftir Krists burð, og var uppruni jólanna í Róm. Sú trú ber með sér merki þess að vera innflutt frá öðrum löndum, og nafnið er norrænt eins og vísindamenn viðurkenna, og því trúarbrögðin öll frekar norræn en frá Sýrlandi, en vegna skorts á heimildum um trúarbrögð norðar í Evrópu á þeim tíma er talið að trúin komi frá syðri þjóðum. Slík niðurstaða þarf ekki að vera rétt, þar sem heimildir skortir um trúarbrögð víðar og á lengri tíma.

Andlitsfall Baldurs forsetaframbjóðenda minnir á Lenín, ekki ætti það að vera verra sé maður vinstrisinni, þannig að vinstrimenn ættu að kætast því margir þeirra aðhyllast heiðin trúarbrögð, sem mótvægi við hina kristilegu hreyfingu sem er öflug meðal hægrimanna. Þar sem ekki eru skráð bönn gegn hinu og þessu í heiðnum trúarbrögðum, þótt kannski hafi það verið þannig upphaflega, þá finna margir sér skjól í heiðnum trúarbrögðum og telja þar umburðarlyndið meira en annarsstaðar.

Ég er ekki frá því að einhver ómeðvituð hugrenningatengsl alls þorra almennings á Íslandi af þessu tagi hjálpi Baldri Þórhallssyni að auka fylgi sitt, að vaxandi áhugi landsmanna á heiðninni á Íslandi sé ókeypis auglýsing fyrir hann. Gleymum þó ekki boðorðinu kristna:Leggið ekki nafn guðs við hégóma (mannlegan ófullkomleika). Það passar við það bann sem heiðnir menn lögðu við því að nefna fólk guðanöfnum eða gyðjunöfnum, en ekki var bannað að kenna fólk við guði og gyðjur í samsetningum nafna.

Baldur Ás var frelsari í öllum réttum skilningi þess orðs, og er enn fyrir þá sem trúa á hann. Hann frelsaði undan vetrinum, undan hungri og dauða, hann boðaði líf og frið, og trúin á hann var eitt af því sem gerði sigur kristninnar mögulegan.

En við tilheyrum Helvíti hér á þessari jörð. Samkvæmt þeirri skilgreiningu snýst allt hið bezta uppí andhverfu sína hjá okkur, og sjálf sólin er uppspretta sjúkdóma, þurrka og hungurs ekki síður en uppspretta þess góða, frjósemi og gleði. Eins og Swedenborg sagði, þá er sólin í Himnaríki Guð sjálfur en sólin í Helju er skaðræði, og við erum vissulega í Helju, því ríki hennar er stórt og víðfeðmt, nær yfir margar vetrarbrautir og meira til.

En bjartsýni er það sem hjálpar fólki. Baldur, Katrín eða Jón Gnarr gætu orðið góðir forsetar, það er ekki útilokað.

Þegar Baldur guð boðaði komu sína mátti búast við betri tíð þegar næstum allir landsmenn voru heiðnir. Við skulum vona að ef Baldur Þórhallsson verður forseti muni það boða sælutíð, eins og með komu guðsins Baldurs, og sumarkomunni, sólarkomunni, enn sem fyrr.


mbl.is Baldur boðar komu sína á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 773
  • Frá upphafi: 107031

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband