Hitamet og hamfarahlýnun - vekibjalla, ný stefna sjálfstæðra Íslendinga nauðsynleg

Það var frétt í DV sem lýsti því að þjóðir Evrópu eldast hratt, en fréttin var sérstaklega um Ítala og lækkandi fæðingartíðni þar, sem var lág fyrir. Það sama á við um alla Evrópu og fleiri lönd.

Þegar ég og aðrir umhverfissinnar reyna að sannfæra um hamfarahlýnun þá eru stundum margir sem mótmæla, en stundum eru viðbrögðin engin.

Ef maður hefur menntað sig þar sem framfaratrú er ríkjandi og markaðurinn eða kommúnískur almenningur eða Elíta reddi málunum eða er í ábatasamri vinnu sem byggir á bjartsýni markaðarins finnst manni oft það vera afturhald og niðurrif að vera með heimsendaspádóma á reiðum höndum um hamfarahlýnun. Það er skiljanlegt.

En ef maður tekur allt með í reikninginn, og einnig að vestræn heimsmynd kunni að líða undir lok innan kannski mannsaldurs, og Kína taka við eða Afríka sem auðugustu heimsálfurnar, með nægan mannfjölda, þá spyr maður sig stóru spurninganna, eins og:"Höfum við gengið vegin fram á við til góðs - eða ekki?"

Þá er þessi spurning um hamfarahlýnunina ekki bara spurning um manns eigið egó og sannfæringu (hver hefur rétt fyrir sér tæknilega) heldur börnin og framtíðina, hvað við skiljum eftir okkur, hverjar eru framtíðarhorfurnar?

Svona fréttir slá mig alltaf þannig að hinn ábyrgðarfulli kemur upp sem vill efast um að mannkynið sé á réttri leið.

Varnaglar eru fyrir hendi og hljóma svona: Ein frétt lýsir ekki endilega heimsmyndinni rétt. En... þegar svona fréttir eru orðnar nokkuð alkunnuglegt stef undanfarinna ára fer að myndast hljómkviða svona frétta sem verður nokkuð sannfærandi.

Til er það að fólk geri grín að Grétu Thunberg. Oft fá þeir á sig árásir eru áberandi og skipta máli.

Ef litið er til stærstu málanna, þá kemur í ljós að mannkynið er á rangri vegferð, og maður er meðvirkur ef maður ekki gagnrýnir. Mannkynið gæti dáið út. Spillingin á lífkerfi hnattarins er miklu meiri glæpur heldur en stríð eða glæpir gegn þjóðabrotum.

Sem sagt: UMHVERFISMÁLIN eru stærsta málið.

Til eru hægrimenn sem hafa áhyggjur af því að kristnin deyi út með norrænu og germönsku fólki.

Lausnin er lýðfræðilegs eðlis, að hverfa aftur til fortíðarinnar, til minni tækni og framfara, til sveitalífs, og hafna borgum og tækni. Þá ættu börnin að fæðast fleiri og minni mengun að vera hleypt útí umhverfið.

Þegar maður les svona fréttir:"Hitamet slegið í Austurríki", þá ætti maður ekki að yppta öxlum og láta sér standa á sama. Svona fréttir eru ástæða til að snúa við byggðaþróun á Íslandi, flytja frá Reykjavík og nágrenni í dreifbýlið, segja upp alþjóðasamningum og gera allt til að landið verði sjálfstætt og þjóðin, laus undan hrunstefnu kapítalisma eða öfgavinstrisins.

 

Orðskýringar, nýyrði: Vekibjalla - wakeup call, sem kallað er svo á ensku.


mbl.is Hitamet slegið í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 106256

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband