Útvarp Saga leyfir öllum að tjá sig

Þessi Samfylkingarkona sem segir Arnþrúði "básúna hatursorðræðu gegn hinseginfólki og innflytjendum" ýkir mjög það sem hún heyrir. Auk þess er rangt sem hún segir, "útvarpskonu sem hefur verið dæmd fyrir hatursorðræðu", eins og kemur fram hér í fréttinni var Pétur sýknaður og Arnþrúður var ekki ákærð, þannig að hún hefur ekki lýst þessu rétt, þessi Samfylkingarkona. (Sem hefur sagt sig úr veigamiklum embættum í flokknum vegna stefnubreytingar Samfylkingarinnar eða þessu máli).

Pétur á Útvarpi Sögu leyfði hlustanda að tjá sig en var ekki með níð, og var því sýknaður, alrangt að stöðin breiði út fordóma, hún leyfir bara fleiri skoðunum að blómstra en flestar aðrar stöðvar, sem boða rétthugsun/ranghugsun nútímans

Það er greinilegt að framboð Baldurs Þórhallssonar hefur verið eins og vítamínsprauta fyrir samkynhneigða, hún talar um að Samfylkingin hafi "sofnað á verðinum í veigamiklum mannréttindamálum", en sjálf er hún samkynhneigð sem ber Arnþrúði sökum og stöð hennar.

Ef þetta er það sem koma skal ef Baldur verður næsti forseti, þá vita landsmenn hvernig næstu ár verða, pólitísk rétthugsun/ranghugsun sett á oddinn, og hvert smáatriði túlkað þeim í óhag sem vilja hefðbundið fjölskyldumynstur,  og tjá það með hætti sem ögrar heimsmynd samkynhneigðra og annarra sem falla undir hinseginleikann á einhvern hátt.

Konur yzt til vinstri, við mannréttindapól hinseginleikans virðast háværastir gegn Útvarpi Sögu, Arnþrúði, Margréti Friðriksdóttur og þannig kvenskörungum. Þær gleyma, eða neita að horfast í augu við þá staðreynd að Arnþrúður, Margrét og fleiri þannig kvenskörungar eru líka femínistar, bara af öðru tagi en þær sjálfar. Þær eru með eigin rekstur og kvenkyninu til sóma og sjálfstæðinu, bera réttindum kvenna glögg merki, og hvernig þær nota þau réttindi til góðs.

Ég hef hlustað talsvert á Sögu, og þetta viðtal var oft endurtekið enda Pétur ekkert að fela dómsmálið og var stoltur þegar hann komst frá því óskaddaður, og vissi allan tímann að hann var órétti beittur.

Hlustendur Útvarps Sögu hafa allskonar skoðanir. Átti Pétur að slíta samtalinu þegar þessi ákveðni hlustandi sagði eitthvað sem sumir kunna illa við? Erum við þá ekki komin inná ritskoðunarbraut sem líkist meira kommúnísku eða fasísku samfélagi?

Er ekki einmitt meira gæfumerki að leggja niður ritskoðun eins mikið og hægt er?

Það er ekki víða þar sem í fjölmiðlum er boðaður efi gagnvart stefnu Samtakanna 78. Nú veit ég til að Páll Vilhjálmsson og Helga Dögg Sverrisdóttir hafa verið ákærð fyrir eitthvað svipað, því þau boða eitthvað annað en hinn nýi rétttrúnaður hljóðar uppá. Er það nokkuð skrýtið þótt einhversstaðar heyrist hljóð úr horni þegar búið er að breyta þjóðfélaginu eins mikið og hefur verið gert á síðastliðnum 30 árum af hinseginfólki og með stuðningi margra inni á þingi lengst til vinstri? Katrín Jakobsdóttir hefur gert margt fyrir hinseginfólk en einnig Jóhanna Sigurðardóttir, svo dæmi séu tekin, og þær hafa gegnt æðsta embættinu, sem forsætisráðherra þjóðarinnar, svo þessi breyting á valdi hefur komið frá æðstu stöðum.

Það er gott að Samtökin 22 komu fram, því þau sýna vel fram á hversu klofin samstaða hinseginfólks er, og ekki eru þar allir eins eða sammála í þessum málum. Í Samtökunum 22 eru svipaðar hugmyndir og Helga Dögg hefur viðrað. Hversvegna ákæra þá ekki Samtökin 78 Samtökin 22 og fólk þar inni?

Annars er það mín skoðun að maður eigi að læra um þetta hljóður, og athuga hvort maður geti lært eitthvað nýtt eins og af Samtökunum 78.

Ég er aðallega ósáttur við þegar verið er að ráðast á Arnþrúði og Útvarp Sögu, á þeim forsendum að þar sé farið yfir strikið. Mér finnst einmitt að fjölmiðlun þurfi að verða meira eins og á Útvarpi Sögu, eins og RÚV var fyrir 40 árum.

Þöggun og ritskoðun, það þarf að víkja fyrir frelsi í skoðunum og allskonar tjáningu.

 


mbl.is Arnþrúður svarar Ingu Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 729
  • Frá upphafi: 106811

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband