Vinstri grænir hafa ALDREI mælzt lægri samkvæmt Gallup, 4.4%, dottnir út af þingi!

Það voru heldur betur fréttir sem komu í kvöldfréttunum, Vinstri grænir myndu ekki ná inná þing ef kosið yrði nú, með 4.4% fylgi! Ég læt mig málið varða því ég hef kosið Vinstri græna áður fyrr, þegar ég taldi hann trúverðugan flokk umhverfisverndar og hagsmunagæzlu hinna fátækari í landinu, en nú lítur svo tæplega út, rétt eins og endurspeglast í ömurlega rýru fylginu.

Ég læt mig málið enn fremur varða því Vinstri grænir er eini flokkurinn sem hefur umhverfisvernd í nafni sínu og gefur sig út fyrir slíkt aðallega, og mér finnst það ömurlegt að slíkur flokkur sé að þurrkast út.

Þetta var kannski fyndið á tímabili en er það ekki lengur. Vinstri grænir standa fyrir dýrmætar hugsjónir. Til dæmis kom það einnig fram í Silfrinu í gærkvöldi að Vinstri grænir eru með það á sinni stefnuskrá að virkja helzt ekki, en Samfylkingin vill að virkjað sé, þegar rammaáætlun er fylgt.

Hverju er um að kenna að fylgi Vinstri grænna dregst sífellt meira saman? Er það bara út af þessari mjög svo umdeildu stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum? Auðvitað ekki! Frammistaðan hjá þeim fær greinilega þessa dóma hjá fólki sem áður trúði á þetta fólk og flokkinn, en hefur flúið hann!

Á sama tíma er fylgi Sjálfstæðisflokksins í 18%!!! Stuðningur við ríkisstjórnina dregst einnig ENN MEIRA saman og mátti varla við því!!!

Nú má spyrja sig að ýmsu. Hvers vegna eru Vinstri grænir með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í þessari hryllilegu stjórn, ef árangur þeirra er ekki meiri en þessi?

Flokkur sem er á móti virkjunum í orði er þó með öðrum flokki í stjórn sem er mesti virkjanaflokkurinn??? Sjálfseyðingarhvöt eða hvað?

Svo eru það NATÓmálin. Vinstri grænir eru með annan fótinn sem herstöðvaandstæðingar, á móti NATÓ og veru Íslands í NATÓ, og þó hefur Katrín talað fyrir framgangi NATÓ á alla lund, í tengslum við stríðið í Úkraínu og stuðning við Úkraínu!!! Er það skrýtið að Vinstri græn mælast með 4.4%? Nei.

Þetta er hið skelfilegasta mál, þegar flokkar geta ekki verið trúverðugir gagnvart kjósendum sínum og stefnu sinni!

Þessi stjórn ER HREIN NIÐURLÆGING fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna!

Málamiðlanir til þess eins að ráðherrarnir (og ráðfrýrnar) fái fín laun og semji frá sér æru og traust kjósenda og vinni sízt til gagns fyrir land og þjóð, eins og margir halda fram!

Reynslan af þessu er sú, að kannski ættu vinstriflokkar að prófa það sem gert er á hinum Norðurlöndunum, að ganga bundnir til kosninga í blokkum eða flokkaheildum, sem þá annaðhvort fá nægilegt fylgi til að setjast á þing eða ekki!


mbl.is Vinstri græn aldrei mælst með minna fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða vinstri flokkar?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2024 kl. 01:32

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þú segir nokkuð Guðmundur. Tja þetta er kannski orðið loðið. Að minnsta kosti Sósíalistaflokkurinn, pottþétt. Hann er reyndar enn minni en VG þannig að það myndi ekki gagnast til stjórnarmyndunar. Nei, ég á við jafnaðar og miðjuflokka sem eru þó frekar nær vinstalitrófinu en Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn. Það eru Samfylkingin, Píratar, hugsanlega Flokkur fólksins, kannski ekki Viðreisn, en þó, það fer eftir málefnum og samkomulagi. Eða í stuttu máli sagt, Reykjavíkurlistamódelið. Veit ekki með Framsókn - en þeir starfa bæði til vinstri og hægri. 

Það bara hefur ekki virkað að flokkar lengst til vinstri og hægri starfi saman, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir. Stefnumálin þynnast út, og skemma fyrir báðum flokkum.

Alla vega, VG myndi ábyggilega ná eitthvað betri árangri með einhverjum flokkum sem ég nefndi, og eru þó eitthvað nær þeim. 

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2024 kl. 02:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkur fólksins er ekki vinstri flokkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2024 kl. 09:29

4 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Þetta sýnir bara best hvað Katrín var mikilvægur hlekkur bæði í VG og ríkisstjórninni. Henni var nær að stinga alla svona af og skilja allt og alla eftir munanarlausa. Ætli henni hafi virkilega fundist þetta vera þess virði, þegar hún sér afleiðingarnar núna? Það er nú spurningin.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 30.4.2024 kl. 10:16

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott og vel Guðmundur, mér skilst að þú hafir unnið fyrir flokkinn svo ég trúi þér.

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2024 kl. 23:41

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdina og heimsóknina Guðbjörg Snót. Já, ég get tekið undir þetta sem þú skrifar. Enda tók hún sér tíma. En verst ætti henni að þykja það sem gerðist og var samþykkt og þarf að ganga til baka, eins og í gegn fór að fóstureyðingar eru leyfðar fyrr, og svo ófrjósemiaðgerðir og fleira og fleira, ekki var samþykktur þjóðgarður, málamiðlanir í umhverfismálum, og flokkurinn hefur eiginlega horfið í þessu samstarfi. Kjósendur sjá afleiðingarnar af stjórninni, meira selt af landi, frelsið minna, alþjóðahyggjan meiri, græðgin og allt það, og verri stjórn er varla hægt að finna. Kemur allt fram á plötu Varnarliðsins frá 1979, "verri stjórn er varla til", og "Ísland úr Nató" og fleira.

Auk þess ekkert sérstakt gert fyrir þá sem lægst eru launaðir. 

Margt af því fólki sem er efst á blaði sem forsetaefni finnst manni sízt hafa unnið til þess eða vera merkilegri persónur en aðrir, almenningur.

Ingólfur Sigurðsson, 30.4.2024 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 745
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband