Varð ritskoðun til þess að Sovétríkin yrðu eilíf?

Bók sem opinberlega fær andúð og kannski bann? Jón Steinar Gunnlaugsson segir að allt sé hægt að útkljá með samræðu. Það er samkvæmt grísku heimspekingunum sem okkar þjóðfélag byggist á. Hræðslan er auglýsing. Ég er hissa á því að opinberir aðilar ljái yfirleitt máls á ritskoðun í nokkru efni. Ég stend í þeirri bjargföstu trú að það bannaða verði meira spennandi, og að svona viðbrögð séu bezta auglýsingin fyrir þessa bók. Ég er hissa á því að ekki fari fram gagnrýnin og yfirveguð umræða um þetta mál og önnur í þjóðfélaginu, heldur sé gefin út ein rétttrúnaðarlína sem allir verða að fylgja til að verða ekki fyrir samskonar ofsóknum og þegnar Sovétríkjanna sálugu fyrir að fylgja ekki einu sönnu flokkslínunni.

 

Það er ekki laust við að þetta sé að gerast á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Svo er verið að gagnrýna Kína, Norður Kóreu, Rússland... maður fer næstum því að trúa því sem samsærismenn segja um heimsfaraldurinn, að hann sé uppspuni frá rótum, eða búinn til af mönnum...

 

Opinberlega eru menn ekki að læra af Jóni Steinari Gunnlaugssyni eða mönnum honum sammála, heldur þessum vitleysingum sem komið hafa sínum samfélögum í þrot með ritskoðun.

 

Jæja, þetta er þó alla vega bezta auglýsingin sem þessi bók getur fengið. Ef menn eru svona hræddir við innihald hennar, hvað skyldi standa í henni?


mbl.is „Ógeðfellt á allan hátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er eitthvað verið að tala um að "banna"?

Hér er verið að tala um hvort svona ógeð eigi erindi inn í auglýsingabækling sem borinn er inn á hvert heimili - hvort Félag Bókaútgefenda eigi að greiða fyrir því að menn geti auglýst með þessum hætti nasistaáróður og hatursboðskap.

Skeggi Skaftason, 28.10.2020 kl. 15:27

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt er það Skeggi, ekki er í fréttinni talað um að bannað bókina, en manni finnst slík viðbrögð ekki fjarri sumum. 

Nú hélt ég að búið væri að afgreiða það sem þvætting fyrir löngu að helförin hefði ekki átt sér stað, og hún er auðvitað staðreynd, en um hvað fjallar bókin þá, fyrst hægt var að skrifa heila bók um þetta sem hefur hlotið þessa athygli, að vera gefin út á íslenzku svona löngu seinna, rúmlega 40 árum seinna?

Það er annað atriði svolítið áhugavert við þetta, en ég hef á undanförnum árum margsinnis orðið þess var að oft vantar ýmsar bækur inní Bókatíðindin, og eru það oft litlar útgáfur sem ekki hafa efni á að auglýsa sig.

Það bendir til þess að þessi ákveðna bók, sem upphaflega kom út 1976 og er nú búið að þýða og gefa út víða hafi hlotið alþjóðaathygli nýlega. Fréttin hefði kannski mátt vera ítarlegri, hvers vegna verið er að gefa út bókina núna og hvaða forlag standi fyrir því. Ég hef ekki lesið þessa bók, veit ekkert hvað í henni stendur nema þetta sem í fyrstu virðist þvættingur, um að helförin hafi verið uppspuni. 

Málið vekur forvitni og vekur upp spurningar. 

Ingólfur Sigurðsson, 28.10.2020 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 559
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 448
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband