Húsbændur á sínum heimilum

Fáir verja eingyðistrú og feðraveldi (líka með afneitun á því síðarnefnda) af eins mikilli hörku og Guðjón Hreinberg, hvort sem fólk trúir honum eða ekki. Það er hægt að virða slík skrif, því einnig þegar maður fer offari getur verið sannleikskorn í því.

Ég held þó að langflestir séu sammála um að feðraveldið sé til, hafi verið til og hafi ríkt á jörðinni, sérstaklega innan trúarbragðanna þriggja sem spruttu uppúr gyðingatrúnni og hún er hluti af.

En sérhver manneskja er aflsvið sannfæringar sem getur verið margskonar. Það er ekki nema með nauðgun, sem byrjar alltaf sem andleg nauðgun, sem það aflsvið er rofið og utanaðkomandi skoðanir drottna yfir persónunni.

Þannig hefur það komið skýrt fram hjá vísindamönnum eða þeim sem um þetta fjalla að kynferðisleg nauðgun er næstum alltaf háð misskilningi og hálfgildings undanlátsemi af konunnar hálfu, sem þó er oft þvingun hálfgildings, og viljaleysi sem síðar er leiðrétt, það er að segja, að ef konan er ekki uppdópuð eða í áfengisvímu eða þannig ófær um að verja sig, þá sparkar hún og lemur ef hún er 100% andvíg samförum.

Af þessu má ljóst vera að mannleg samskipti eru mun meira samkomulagsatriði en margir halda fram. Áður fyrr var sjaldgæft að nauðganir væru kærðar, því menningin var þannig, þetta var hluti af samskiptum, að frekir karlar kæmust upp með flest eða allt, eftir því í hvernig stöðu þeir voru.

Valdefling kvenna og femínisminn hafa búið til menningu þar sem konur kæra nauðganir og kalla sem flest nauðganir, því það bætir félagslega stöðu þeirra, þeim er trúað, og það er hluti af þessu sama, jafnrétti, til að breyta feðraveldinu, sem langflestir eru sammála um að hafi ríkt, þótt leifar þess séu orðnar fátæklegar núna, en það er misjafnt eftir fólki og þjóðfélagshópum að vísu.

Húsbændur ríktu vissulega á eigin heimilum. Nú held ég að konur séu meiri húsbændur en karlar, því húsmóðir er hugtak sem lýsir konu sem býr til matinn, er heimavinnandi og sér um börnin, jafn margir karlar eru þannig í dag, held ég.

Auðvitað voru menn húsbændur á eigin heimilum í feðraveldinu, sem ríkti öldum saman, kannski allt frá landnámi eða lengur.

Hafa ekki allir séð eiginkonur sem læðast eins og hræddar mýs á eigin heimilum, dauðhræddar við eiginmenn sína? Það væri öfugmæli að segja að frekir eiginmenn þeirra séu ekki húsbændur á eigin heimilum. Þessar týpur eru kannski orðnar fágætari en þær voru, en að sjálfsögðu eru þær enn til, því þessu er ekki hægt að útrýma, þetta er hluti af mannssálinni og mannlegum eiginleikum, sumir vilja láta undan drottnun, aðrir vilja stjórna. Það fer ekki svo mjög eftir kyni, en ég held að það sé þó eðilegra að karlar vilji stjórna, hormónin ráða því og menningin líka, hefðir og trúarbrögð sem við öll þekkjum og gefa fyrirskipanir um slíkt.

Að segja að eitthvað hafi aldrei verið til er rangt, sem allir vita að var til og er enn til, eins og feðraveldið.

Þær konur voru uppnefndar rauðsokkur og kvenréttindakonur sem dirfðust að vinna úti fyrir 50 árum eða meira. Þá var það sjaldgæft að ráðsettar konur og heimavinnandi ynnu úti, nema kannski þær yngstu sem voru smám saman að læra nýja siði. Þótt ýmislegt væri komið í lögin þegar ég fæddist, þá var öll alþýða kvenna ekki þannig að hún lifði samkvæmt því, sízt þær sem eldri voru.

En ég man nú samt eftir því í mínum uppvexti að þá voru til ákveðnar konur af öllum tegundum ekki síður en nú, og þessar konur sem voru heimavinnandi höfðu sitt skap, sínar skoðanir, sitt sjálfstæði og pólitíska sannfæringu af margvíslegum toga, og þekkingu, ekki sízt. Þessvegna upplifði ég það sjaldan að konur væru kúgaðar í því samfélagi, því þær höfðu eiginlega sterkari persónuleika en margar nútímakonur.

En þá voru líka til litríkari og ákveðnari karlmenn, sönn karlrembusvín í góðri merkingu þess orðs.

Það má lesa útúr orðum Guðjóns um að karlar hafi aldrei verið húsbændur á sínum heimilum, að konur hafi alltaf ráðið því sem þær vildu ráða í gegnum tíðina, þótt svigrúmið hafi verið minna, og völdin innan heimilisins eingöngu þá jafnan.

Ég skil þannig merkinguna, þótt orðavalið finnist mér ekki rétt.

Ég skil þetta þannig, eins og ég man hvernig þetta var, að innan feðraveldisins voru til óteljandi litbrigði af karlrembu og feðraveldi.

Ákveðin tegund af heimilum voru þó vissulega þannig að konurnar voru undirgefnar í öllum skilningi þess orðs, og þannig konur eru enn til. Sumar þeirra eru lesbískar í dag eða komnar í karlmannslíkama eftir kynleiðréttingu. Aðrar eru í sínum upprunalegu líkömum og stjórna jafnvel sínum eiginmönnum - eða ekki.

Fólk er mjög misjafnt og ég vil ekki halda öðru fram.

Fólk er misjafnt og ólíkt í dag. Málið er bara að búið er að næstum útrýma allskonar sálum og persónuleikum sem voru til áður, flatneskjan er orðin miklu meiri í mannlífinu með allskonar pólitískum rétttrúnaði.

Í stað þess að konur hlýði feðrum og eiginmönnum eins og þær gerðu áður, þá eru þær að hlýða reglum útlendum og innlendum í dag, þær eru ekki frjálsari heldur ófrjálsari.

En það er sama í hvaða þjóðfélagi við lifum. Alltaf verður karlmaðurinn að láta undan konunni að einhverju leyti til að eignast með henni börn og kvænast, ganga inní kvennaheiminn og kvennamenninguna, ef svo má segja, og því skil ég hvað átt er við, þótt ég myndi orða þetta á annan hátt.

Jafnvel í múslimskum samfélögum eru þannig samskiptareglur. Þar er bara meiri áherzla lögð á karlmennskuna, eins og áður tíðkaðist á Vesturlöndum. Menning er margskonar og kimarnir margir og blæbrigðin. En konur á Vesturlöndum eru kallaðar hórur af múslimakonum hefðbundnum oft, því þær karlgera sig. Sú gagnrýni á rétt á sér.

Þegar konur eru útivinnandi og þénandi jafnvel meira en karlar, þá verður ruglingur á ferðinni, sem ekki er búið að fínstilla, því samskipti kynjanna innan feðraveldisins eru aldagömul, og enn er fólk ekki búið að fóta sig á Vesturlöndum í þessum femíníska og breytta heimi, og þunglyndislyfjaátið ein afleiðing af því.

Aðalmálið er að vestrænar konur eru ekkert sérlega hamingjusamar, þótt rangar og falskar niðurstöður í könnunum geti gefið það til kynna. Femínisminn hefur leitt af sér óendanlega margar bölvanir en engar blessanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 106413

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 431
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband