Mansal á Íslandi?

Enn vakna spurningar um veruna í EES, hvort rétt sé að ganga lengra, alla leiðina í ESB, eða ganga jafnvel úr EES og Schengen.

EES reglurnar um vinnutíma samræmast greinilega ekki íslenzkri vinnumenningu sem hefur lengi verið til og þykir ekki til fyrirmyndar heldur bera vott um vinnuþrælkun, skorpuvinna og erfiðar, slítandi tarnir fram úr öllu hófi.

Þar að auki er greinilegt að réttindi verkamanna sem oftast eru erlendir snerta mjög þetta mál, og mansalshugtakið er oft notað í því sambandi, þegar vinnuaðstæður eru ekki góðar. Kárahnjúkavirkjun varð nokkuð alræmd fyrir að þar voru aðstæður verkamanna ekki góðar. Auk þess var hún mjög umdeild innanlands.

Ég held að þetta sé enn eitt af því sem krefur þjóðina svara um hvort hún vilji vera í EES, ESB, Schengen eða ekki.

Að skrá ekki niður vinnutíma er nokkuð sem þekkist á Íslandi og er mjög algengt, eða var það. Vinir og kunningjar eru fengnir til að hjálpa, lítið eða ekkert borgað og unnið nótt sem dag við verkefni og störf sem ættu að taka lengri tíma til að vel sé farið með fólk.

Spurning hvort ekki þurfi nýtt ráðuneyti fyrir þetta eða nýja eftirlitsstofnun opinbera, þannig að þetta sé tekið alvarlega og heilarsýn yfir málaflokkinn. Nú vantar duglegan mann eins og Steingrím J. Sigfússon, og jafnvel Jóhönnu Sigurðardóttir! Eða að yfirgefa EES og Schengen.


mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA aðvarar íslensk stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Eins og Árni Finnson ritar í Morgunblaðinu í dag
"Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa sett sér ný markmið um losun"
Það nægir engan veginn að ESB geri eitthvað t.d. banni kaffirækt þar sem áður var regnskógur líkt og var í fréttum RUV um daginn
Aðildarríkin verða staðfesta - annars er höfðað mál gegn þeim

Grímur Kjartansson, 7.12.2022 kl. 16:23

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér líkar illa við þetta orð: "mansal."

Það veit enginn lengur hvað "man" er.

Segjum frekar "þrælasala."

Allir vita hvað þræll er.

Þrælasala var afnumin hér af katólikkum, en eftir varð í staðinn hellingur af leiguliðum og landlausum vinnuhjúum.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.12.2022 kl. 18:43

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Grímur, já vissulega á yfirstjórn ESB í stöðugu stríði við aðildarríki sem vilja ekki samþykkja hvað sem er. Þó má segja að ESB er ekki hrunið enn, og með harðari reglum og með meiri miðstýringu er verið að neyða aðildarríkin og draga úr valdi þeirra. 

Eins og ég hef oft skrifað um er ég gagnrýninn á Evrópusambandið. En við sjáum líka að það hefur völd til að gera Bretum lífið leitt, sem fóru þaðan út. 

Á endanum er þetta alltaf hagsmunamat. Við þykjumst vera sjálfstæð þjóð en veruleikinn er sá að við höfum alltaf verið undir valdi stórra ríkja, eftir sjálfstæðið 1944 sérstaklega, því við höfum verið undir bandarísku verndarsvæði. Eini tíminn sem við vorum sjálfstæð þjóð er frá 874 og þangað til við gerðumst þegnar Noregskonungs og svo Danakonungs. Það er ekki auðvelt að segja að víkingarnir, fornmennirnir hafi verið undir erlendu valdi.

Jafnvel þótt margir og ég þar með séu gagnrýnir á ESB kann að vera að þjóðin fari þangað inn samt að lokum.

En athugsasemdin var skynsamleg og takk fyrir það.

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 22:09

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ásgrímur, já, mansal er fyrir mörgum undarlegt orð. Þrælasala þykir of ljótt og nakið og lýsandi. Auk þess er farið að nota orðið mansal yfir ýmislegt annað en hefðbundið þrælahald, eins og lélegan aðbúnað, vændi, og svik í viðskiptum þegar annar aðilinn getur ekki varið sig og neyðist til að þola vonda viðskiptahætti. 

Fjölmiðlamenn á Íslandi elska svona tízkuorð sem fáir skilja.

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2022 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 106019

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband