Af hverju er ekki komið byltingarástand í Evrópu gegn sitjandi ríkisstjórnum?

Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að í Danmörku og víðar er fólk við hungurmörk vegna stríðsins við Rússa og Pútín, orkuverð hækkar, matarverð hækkar og þetta kemur skiljanlega við fólk útum allan heim en mjög mikið og kannski mest í hinni sameinuðu Evrópu Evrópusambandsins, sem minnir æ meira á Sovétríki kommúnismans þar sem fólk dó úr kulda og hungri um langt árabil og áratugaskeið. Þetta kemur ofaná það sem hefur verið í fréttum núna í marga mánuði að sumir eru við það að krókna úr kulda, og þannig gæti það orðið, eða kannski hefur það gerzt nú þegar. Þetta er Evrópusambandið sem setur sig á háan hest siðferðislega gagnvart Rússum og öðrum. Þetta eru Bandaríkin (Joe Biden sem fordæmir Pútín er andlit þeirra), með gígantíska misskiptingu innbyggða í þjóðfélagsgerðina, og demókratar nú við stjórnvölinn sem þykjast berjast gegn henni.

Þetta eru Bretar, sem hafa gert sig að athægi fyrir óvenju hæfileikalausa og klaufalega stjórnmálamenn á þessu ári og lengur.

Spurningin er: Hversvegna er ekki búið að velta öllum þessum stjórnvöldum úr sessi, sem kalla sig lýðræðislegar, femínískar, alþjóðavæddar?

Ég hef kallað þetta jafnaðarfasisma. Þessi stjórnmálastefna hefur nefnilega næstum því allt kvenkynið einsog það leggur sig í vasanum, vinstrihreyfingin á alþjóðavísu. Það er vegna þess að saga kvenréttindahreyfinganna og rauðsokkuhreyfinganna, sem voru kallaðar súffragettur í mörgum löndum er samofin verkalýðsbaráttu og þar með vinstriöflunum.

Eða hvað? Vinstristefnan er ekki lengur það sem hún var. Áherzlan er ekki lengur á að bæta kjör öryrkja, eldri borgara eða verkalýðsins, heldur er áherzlan á tvennt: Mannréttindi minnihlutahópanna, og líka þeirra sem búa til fleiri minnihlutahópa til að þurfa ekki að vinna fyrir sér, mannréttindi lágstétta erlendis, það er að segja flóttamanna, og sú dyggðaflöggun er afsökunin að allt nema þessi fasismi, það er að segja jafnaðarfasismi sé rasismi, og þó er staðreyndin sú að mjög fáir eru alvöru rasistar, venjuleg íhaldssemi eða efnahagsskynsemi ræður slíkri íhaldssemi oftar hjá fólki.

Afleiðingin er sú að flestir hafa flúið frá vinstriflokkum og miðjuflokkum í löndum sem ruddu brautina fyrir kratismann. Í staðinn sækja margir í öfgaflokka til hægri og vinstri eða náttúruverndarflokka.

Í dag var það einnig í fréttum að öfgahægrimenn reyndu að gera alvöru valdarán í Þýzkalandi, eða það var sagt í fréttunum. Að vísu kom það fram að þeir aðhylltust konungsstjórn sem var við lýði áður en nazisminn fæddist í Þýzkalandi, þannig að enn er verið að rugla hugtökum á svívirðilegan hátt af fréttafólki.

Alltaf er verið með óttastjórnun, upphrópanir, áróðursfréttir og einhverskonar innrætingu, í stað hlutlausra frétta. Sjálft valið á fréttunum er pólitískt og allar áherzlurnar. Síðan er túlkunin mjög sértæk á öllu sem sagt er frá.

En aðalatriðið og það sem maður hlýtur að undrast er þetta: Af hverju láta Evrópumenn þetta yfir sig ganga? Er það dáleiðsla? Er það sefjun? Múgsefjun? Af hverju er ekki allt orðið vitlaust á götunum, morandi í uppreisnum og mótmælum, eins og manni þætti eðlilegt? Er þetta afleiðing af sprautuherferðinni, að þær hafi gert fólk latt og sljótt, hlýðið og hugsanalaust, dáleitt? ("Við fengum hjarðhegðun en ekki hjarðónæmi").

Eða er þetta bara rétt svo að byrja? Á fólk eftir að gera byltingar vegna ástandsins?

Getur venjulegt fólk í Danmörku og víðar látið þessar þjáningar yfir sig ganga með því að segja við sjálft sig að Pútín sé svona vondur einræðisherra og að þetta sé mannréttindamál, að þjást fyrir jafnaðarstefnuna, fjölmenninguna? Geta konur í stórum stíl í þessum löndum sagt við sjálfar sig að kvenréttindin séu í húfi og stöður þeirra í þjóðfélaginu, að ef Úkraína ekki hreki Rússa í burtu muni kvenréttindin tapa á Vesturlöndum í eitt skipti fyrir öll? Ef svo er þá eru þau kvenréttindi að falli komin og munu falla með eða án Pútíns og Rússa.

Þetta er í raun áhugaverð félagsfræðileg tilraun.

Þetta setur líka Búsáhaldabyltinguna í nýtt ljós og Wintrisbyltinguna (ofsóknirnar gegn Sigmundi Davíð). Eins og segir í grein í Kjarnanum:"Wintris málið snérist bara um að fella Sigmund Davíð", (því hann réðst gegn kröfuhöfum bankanna).

Það er næstum því alveg pottþétt og óhrekjanlegt að bæði Búsáhaldabyltingin og Wintrisbyltingin voru ekki byltingar alþýðunnar heldur byltingar eins prósents öfgafyllsta vinstrisins, sem vildi komast til valda í báðum tilfellum. Rétt eins og í rússnesku byltingunni gegn zarnum á sínum tíma og lýst var í Dýrabæ George Orwells urðu byltingarleiðtogarnir spilltir og latir eftir byltingarnar og nákvæm eftirmynd kúgaranna sem þeir börðust gegn. Er ekki fallandi gengi Vinstri grænna ljós sönnun um þetta hvernig sagan endurtekur sig? Það sama gerðist með Samfylkinguna eftir síðasta hrun.

Þetta sama fólk sem lætur ömurleika Úkraínustríðsins bitna á sér þegjandi og hljóðalaust, hvort sem það er statt inni í Úkraínu sjálfri eða í öðrum Evrópulöndum, sem "aðeins" þola orkuskort,  er þetta gott dæmi um það hvernig pólitísk sannfæring getur heilaþvegið fólk og látið það taka á sig kúgun viljandi.

Ég er ekki að neita því að Pútín beitir sömu aðferðum sjálfur. En hann er ekki peð sem auðvelt er að sigra.

Síðan er næstum helmingur kjósenda sem hefur litlar sem engar skoðanir, leyfir bara öllum svona bylgjum að stjórna sér, og sem leyfir æsingafólki til hægri eða vinstri eða á miðjunni að stjórna sér. Hitler gat virkjað þetta fólk og það gat Donald Trump sömuleiðis. Það getur jafnaðarstefnuelítan að einhverju leyti gert nú um stundir, jafnaðarstefnufasistarnir, en þó má segja að ákveðið hrun sé komið í þá fylgispekt, til dæmis á Ítalíu og í Svíþjóð.

RÚV lætur sem næstum ekkert hafi breyzt frá 1980. Hinn æðsti guð er Mammon þar og englarnir hans eru jafnaðarfasistarnir. Nýfrjálshyggjan er þeirra trúboð og alþjóðavæðingin.

Metoohreyfingin fjallar ekki um kynferðisbrot heldur kúgun minnihlutahóps á almenningi, mannkyninu öllu. Það er engin tilviljun að næstum allir prestar Þjóðkirkjunnar sem hafa verið flæmdir úr starfi fyrir þær sakir eru hefðbundnir, íhaldsamir, sem eru á móti ýmsum tízkustraumum nútímans, annaðhvort ómeðvitað eða meðvitað.

Það er heldur engin tilviljun að Weinstein og aðrir sem hafa lent í hakkavélinni tilheyra feðraveldinu að einhverju leyti, duglegum körlum sem hafa staðið saman, og tilheyra menningu eins og var í fyrstu James Bond myndunum, og hefur verið ráðandi eiginlega alla mannkynssöguna. Enda skiptir það ekki máli fyrir þessa ofstækismenn Metoohreyfingarinnar hvað er gert af sér, heldur hver gerði hvað og af hvaða kyni viðkomandi er, í hvaða stöðu og svo framvegis.

Á meðan brennur Róm, ef svo má segja, og heimurinn á í stríði.

Hvað gerist ef elítan kemst upp með þetta?

Hvað gerist ef konur halda áfram að trúa þeim lygum femínista að þetta sé þeim fyrir beztu?

Hvað gerist ef byltingar munu ekki gjörbreyta stjórnmálaásýnd Vesturlanda?

The Great Reset?


mbl.is Castillo steypt af stóli í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hreint út sagt STÓRKOSTLEGUR PISTILL og algjörlega unun aflestrar.  Og ef þetta hreyfir ekki við mönnum þá veit ég ekki hvað þarf til......

Jóhann Elíasson, 8.12.2022 kl. 01:51

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Jóhann. Mér blöskraði bara svo fréttin í RÚV um skjálfandi og sveltandi Evrópubúa og sagt frá því eins og það væri ekki þeirra ríkisstjórnum að kenna.

Ég vona að sem flestir bloggi um þetta og allir hafa sitt fram að færa með nýju orðalagi.

Takk fyrir.

Ingólfur Sigurðsson, 8.12.2022 kl. 02:12

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sammála.

Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2022 kl. 15:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Ég hef kallað þetta jafnaðarfasisma."

Það er svona eins og að segja að einhver sé vinstrisinnaður leftisti.

"Vinstristefnan er ekki lengur það sem hún var. Áherzlan er ekki lengur á að bæta kjör öryrkja..."

Var það aldrei.  Vinstristefnan var og er niðurbrot á því sem virkar til þess að koma á alræði.

"Af hverju láta Evrópumenn þetta yfir sig ganga?"

Ja... 

https://www.foxnews.com/world/protests-strikes-erupt-across-europe-soaring-inflation-cost-living-drives-winter-discontent

https://www.reuters.com/markets/europe/strikes-protests-europe-over-cost-living-pay-2022-11-08/

https://www.europereloaded.com/anti-nato-protests-in-europe-are-likely-to-increase/

Fólk er alveg að mótmæla.  Það er bara lítið talað um það.  Þð er margt að gerast þarna úti, fleira en RÚV segir þér frá.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2022 kl. 19:37

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir þessi innlegg félagar. Já Ásgrímur, það er margt að gerast þarna úti, fleira en RÚV segir frá. Alveg eins og hann Gunnar Rögnvaldsson skrifaði í nýlegum pistli, það kæmi ekki á óvart að ríkisstjórnir víða verði óvinsælar og verði að segja af sér.

Ingólfur Sigurðsson, 8.12.2022 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 564
  • Frá upphafi: 105988

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 453
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband