Femínismi og klám eru hluti af sama peningi, verða ekki aðskilin, en góð er nýleg grein um þetta samt.

Ég les stundum pistlana hennar Lindu Baldvinsdóttur, eða eiginlega alltaf. Hún er auðvitað vinur Sverris Storskers, og betri meðmæli finnast varla, eins djúpvitur og hann er, þannig að ég tek mark á henni.

 

Margt djúpspakt og vandað í hennar nýjasta pistli. Svo mjög að hann er innblástur fyrir mig.

 

Sérstaklega nær hún að hitta í mark þegar hún segir að þrjár fíknir muni sennilega verða mesti framtíðarvandinn, netfíkn, klámfíkn og kynlífsfíkn. Erfitt er að spá um framtíðina, en þetta hljómar sennilega.

 

Allt þrennt tengist Alnetinu nú til dags, og aðeins Kínverjar hafa náð árangri í að stjórna netnotkun með umfangsmiklum en umdeildum lokunum og hindrunum í því efni. Efast ég um að Íslendingar feti sömu braut, þótt það sé aldrei að vita.

 

Ég er sammála því að þessar fíknir eru stór hluti af vanda nútímafólks. Hún fjallar sérstaklega um ofbeldi gegn konum sem afleiðingu í grein sinni, en afleiðingarnar eru fleiri.

 

Vagn nokkur er sá eini sem kommentað hefur á pistilinn hennar, en hann er víst nettröll á þessum vettvangi úr kommaalheiminum, og ekki er komment hans upplífgandi heldur háhæðið í mesta lagi.

 

En ég vil draga inní umræðuna fleiri atriði, eins og fréttina stórmerkilegu sem kom nýverið um að Íslendingar væru hættir að fjölga sér, og að innflutningur útlendinga stæði undir allri fólksfjölgun síðastliðin 12 ár eða svo, eða frá hruni, sem eru skelfilegar fréttir, og mestu fréttir þessa árs.

 

Ég tel að klámvæðingin eigi sök á þessu að hluta til, en einnig Metoo og femínisminn, ekki sízt. Málið er að þetta er allt einn vítahringur. Samskipti kynjanna hafa raskazt og truflazt og þau halda áfram að raskast og truflast á meðan andlegum og persónulegum samskiptum fer hnignandi og þau fara á netið, þar sem ýmsar hættur bíða, eins og í kjötheimum raunar líka.

 

En að færa 60% lífsins yfir á netið er stórbreyting, og um hana verður að ræða, en ég tel að við nútímafólk séum búin að færa 60% lífsins yfir á netið, sérstaklega eftir kófið.

 

Ég veit um engar auðveldar lausnir við þessum vanda sem hún lýsir. Ég tel að varla verði fetuð sömu braut og Kínverjar fara.

 

Lausnin er kannski helzt að fólk temji sér sjálfstjórn, og að það stígi til baka, athugi hvað það hefur misst í nútímanum sem það hafði áður.

 

En ég er algjörlega ósammála Vagni, sem segir Lindu komna til ársins 1950 með þessari umfjöllun og grein. Hún er einmitt að reyna að takast á við vandamál í nútímanum sem er tengt nútímatækninni og því erfitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 106413

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 431
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband