Ógleymanleg íslenzk jólalög, menningarverđmćti.

Ţegar ég ólst upp á Álfhólsvegi 145 hjá mömmu og stjúppabba frá 5-10 aldurs var plötuspilarinn á heimilinu í miklu uppáhaldi hjá mér. Plötuspilarar og grćjur voru mikil galdratćki í mínum augum á ţeim árum enda hafđi ég alltaf mikinn áhuga á tónlist.

 

Vissulega var til sjónvarp og útvarp á heimilinu, en ég hafđi unun af tónlist. Mamma hafđi unniđ í hljómplötuverzlun Sigríđar Helgardóttir í Vesturveri (Neđsta hćđ Moggahallarinnar í Ađalstrćti) ţegar ég var 3 ára og keypt helling af hljómplötum, og svo auđvitađ áđur og eftir ţađ líka.

 

Ţađ var ákveđin rútína hvađa jólaplötur voru spilađar og í hvađa röđ. Gáttaţefsplöturnar hans Ómars Ragnarssonar voru fyrir okkur krakkana ásamt Halla og Ladda ţar sem ţeir gera grín ađ ýmsum jólalögum og Glámur og Skrámur eru í ađalhlutverki. Ţessar plötur voru gjarnan spilađar talsvert fyrir jólin. Svo ţegar ađfangadagur kom voru spilađir sálmar, jólaplatan međ Ellý og Vilhjálmi og jólaplata Silfurkórsins ásamt erlendum plötum. Svo var auđvitađ útvarpiđ alltaf í gang međ jólalögunum ţar.

 

Ég man ekki eftir ađ hafa fariđ á jólaskemmtun ţar sem Ómar var í hlutverki jólasveinsins Gáttaţefs, og kannski hefur hann veriđ hćttur ţví á ţeim tíma, tíu árum eftir útkomu platnanna eđa svo, en ég man eftir Ragnari Bjarnasyni á Hótel Sögu og einhverjum barnaskemmtunum ţar sem ég var á.

 

Mamma átti engar plötur međ Bob Dylani eđa Megasi á mínu ćskuheimili, og sennilega hafa ţeir alltaf veriđ utangarđsmenn á mörgum heimilum, annađhvort í uppáhaldi miklu uppáhaldi eđa alls ekki.

 

Ţađ var ekki fyrr en međ pönkbylgjunni sem ég kynntist ţeirra tónlist. Ţađ hefur veriđ 1980 eđa 1981, ţá var einn strákur í bekknum mínum međ nýútkomna hljómplötu, "Geislavirkir" međ Utangarđsmönnum, og var hún látin ganga milli krakkanna eins og einhver dýrgripur eđa furđuverk, ţví eldri bróđir hans hélt mikiđ upp á ţessa hljómsveit og var pönkari. Ég vissi ekki hvađ pönkarar voru ţá, en seinna komst ég ađ ţví ađ ţeir vćru ţessir unglingar sem mađur var hálfsmeykur viđ á Hlemmi, í hergráum jökkum međ stríđsklippingu og nćlur hér og ţar.

 

Umsjónarkennarinn okkar í íslenzku, hann Skafti Ţ. Halldórsson sagđi ţessa setningu sem vakti áhuga minn á Megasi og Bob Dylan. Hann sagđi ađ ef viđ hefđum áhuga á Bubba Morthens ćttum viđ ađ hlusta á Megas, sem hefđi kennt honum allt, og ef viđ hefđum áhuga á Megasi ćttum viđ ađ hlusta á Bob Dylan, sem hefđi kennt honum allt.

 

Ţađ var mikil opinberun ađ kynnast kommúnisma og umhverfisvernd á ţessum árum, og mótmćlasöngvum ţessara meistara. Á mínu íhaldsheimili var svona tónlist ekki vel séđ, sem gerđi hana enn meira spennandi fyrir mig.

 

Ţannig ađ tveir bloggarar hérna voru í miklu uppáhaldi hjá mér í ćsku, Ómar Ragnarsson og Jens Guđ(mundsson), ţví Poppbókin eftir hann sem kom út 1983 var mér ákveđin biblía í ađ kynnast betur íslenzkri tónlist. Ţá var ég líka farinn ađ semja sjálfur.

 

Ég var ţví mikiđ jólabarn eins og margir. Svo á ákveđnum tímapunkti fékk ég ógeđ á ţessu jólastandi, fannst ţetta orđiđ endurtekning á ţví sama, einhver rútína sem veriđ vćri ađ ţröngva uppá mann. Ţá var ég líka kominn á ţá skođun ađ mađur ćtti ekki ađ vera einsog vél sem ýtt vćri á takka, ađ sýna ákveđnar tilfinningar viđ ákveđin skilyrđi.

 

Samt kemst ég oft í jólaskap enn yfir jólalögunum, til dćmis. Ţau vekja upp hlýjar og góđar minningar. Jólalögin hans Ómars Ragnarssonar vöktu samt sum dálítinn óhug hjá mér ţegar ég var barn, sérstaklega kvćđin eftir Ţorstein Ö. Stephensen. Ţađ var kannski vegna ţess ađ fullorđna fólkiđ sagđi oft ýktar sögur til ađ skelfa okkur krakkana um tröllin í fjöllunum. Ţessar einföldu sögur sem Ómar söng um á Gáttaţefsplötunum vöktu upp spurningar í barnssálinni hjá manni. Mađur vildi vita meira um ţessa skrýtnu karaktera sem voru jólasveinarnir.

 

Jólasyrpan međ Glámi og Skrámi var samt í enn meira uppáhaldi hjá mér ţegar ég var 9 ára eđa svo, örfáum árum seinna. Ţađ var vegna ţess ađ ţá var ég farinn ađ verđa fyrir áhrifum frá jafnöldrum mínum í einhverskonar uppreisnarhug, og Jólasyrpan međ Glámi og Skrámi er í ađra röndina uppskrúfađ háđ gagnvart allri jólamenningunni, og ţađ fannst 9 ára krakkanum svo töff í ţá daga. Enda voru Halli og Laddi, Elvis Presley og Bítlarnir í mestu uppáhaldi hjá mér áđur en Bob Dylan og Megas tóku ţann sess.

 

Ţađ eru nokkrir textahöfundar á Íslandi sem ćttu ađ gefa út textana sína í bókum, og fara ađ dćmi Megasar. Ţađ eru höfundar sem ćttu ađ fá verđskuldađa athygli sem fullkomnir rithöfundar, fyrir framlag sitt til íslenzkrar textagerđar.

 

Munum eftir ţví sem einhver gagnrýnandi sagđi um Bubba og Megas fyrir nokkrum árum, ađ ţeir eins og ađrir textahöfundar vćru hin nýju ţjóđskáld nútímans, vegna vinsćlda söngtextanna. Margt til í ţeirri fullyrđingu.

 

Ţessa textahöfunda vil ég fá bćkur eftir og allt textasafniđ ţeirra á bókum: Bubba Morthens, Kristján frá Djúpalćk, Jón Sigurđsson (bankamann), Ţorsteinn Eggertsson, Ómar Ragnarsson, Iđunni Steinsdóttur, Jónas Friđrik. Ţetta er reyndar ekki tćmandi listi, en allt ţetta fólk hefur lagt drjúgan skerf til menningarinnar okkar á Íslandi, og gott vćri ađ hafa ţetta allt á prenti svo fólk sé ekki ađ syngja ţessa texta vitlaust.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 452
  • Frá upphafi: 106206

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 339
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband