Yfirborðsmennskan sem kreppan getur orðið tilefni til að yfirvinna.

Elínrós Líndal kemst að svipaðri niðurstöðu og ég, að í ferðatakmörkunum og frelsissviptingu í kófinu gefist ágætt tækifæri til sjálfsskoðunar og að lækka kröfurnar, þetta sem austræn speki kennir svo vel, þaðan sem einmitt farsóttin kom fyrst, hvort sem það er nú tilviljun eða ekki.

 

Okkar samfélag var komið á mikinn yfirsnúning og það er engin ný speki. Um það hefur verið talað lengi á meðan lífsgæðakapphlaupið hefur gert okkur að sífellt meiri skepnum á hlaupahjólum yfirborðsmennskunnar og tízkunnar.

 

Ein setning í spurningunni frá konunni sem spyr Elínrósu er merkileg:" Það er svo sem ekkert að koma upp á annað en að ég á erfitt með að vera í lífinu mínu alltaf. Mér líður eins og ég þurfi reglulega frí frá því". (Hún á við utanlandsferðir).

 

Þarna er firringunni vel lýst, að þurfa frí frá sjálfum sér. Hvort sem menn leita í ferðalög, vinnufíkn, vímuefni, trúarbrögð, kynlíf, ást, eða eitthvað annað, þá er það ljóst að þetta kemur upp á hjá eiginlega öllum.

 

Samstilling er það orð sem ég lærði ungur, þegar ég las rit dr. Helga Pjeturss, Nýalana, þess mikla heimspekings, sem er alltof vanmetinn og lítt þekktur enn þann dag í dag, enda óvanalegt að Íslendingar eigi mikla snillinga eins og heimspekinga á heimsmælikvarða, eins og hann var.

 

Þetta orð skil ég á ýmsa lund. Ef ég ætti að útskýra það myndi ég segja að fólk sem er sammála og samhuga sé samhent og samstillt. Það á því miður ekki við um okkar þjóð, nema síður sé. Sú þjóð sem nú er í örum vexti og uppgangi er Kínverjar. Þeim verð ég að hrósa, þeir finnst mér framúrskarandi samstilltir.

 

Þessu fylgir, að til að halda slíkri samstillingu á meðan þroski manna er ekki sérlega mikill þarf mannréttindabrot, til að halda öllum á mottunni sem skyldi.

 

Jæja, ég vil ekki víkja of langt frá meginefninu. Hvernig get ég hjálpað fólki að fá þessa lífsfyllingu sem konan skrifar um í bréfi sínu?

 

Samstillingin er það sem ég vil koma á hér á landi. Það þýðir að við Íslendingar eigum að reyna að elska náungann meira og betur. Rökræður og rifrildi, ég er ekki að segja að bæla þetta niður, heldur er ég að segja að það verður að fara dýpra í málin, þora að nálgast þann sem maður er ósammála, það getur verið erfitt og sárt, en skilar sér margfalt til baka.

 

Sem dæmi vil ég nefna fólk sem maður hefur fjarlægzt eða fengið andúð á og jafnvel farið að hatast út í, til dæmis eftir skilnað eða eitthvað slíkt. Ég tel að þarna eigi orð Jesú Krists svo vel við, þegar hann talaði um að maður ætti að elska óvini sína. Ekki kannski þá óvini sem eru manni virkilega vondir, heldur þá sem maður á erfitt með að umbera vegna léttvægra hluta eins og skoðanaágreinings eða einhvers hégómlegs atriðis.

 

Hvernig er þetta hægt, að bæta líf sitt með því að sættast við sjálfan sig og aðra? Maður þarf að finna ákveðna punkta til að vinna með. Getur maður rifjað upp orð eða athafnir annarra sem hafa sært mann, eða orð og athafnir manns sjálfs sem gætu hafa sært aðra kannski? Hvort tveggja þarf að skoða í samhengi, ekki gera of mikið af einu án hins.

 

Ég myndi halda að þetta sé langt ferðalag, að auka samstillingu þjóðarinnar, en byrja á því smæsta sem stendur manni næst, en sem betur mætti fara, eins og miklir spekingar hafa ráðlagt.

 

Maður getur pirrað sig á svo mörgu, sem maður kannski getur litlu um ráðið. Mér finnst gaman að skoða gömul ljóð eftir mig, þá rifjast margt upp, hvernig fortíðin var, og maður kannski sér hlutina í nýju ljósi, hvað maður hefði getað gert betur.

 

Ég hef oft vonað að verða frægur listamaður. Það hefur bara verið grýtt braut að vera lærisveinn Megasar, Bob Dylans og Sverris Stormskers, þeir eru svo oft að koma fólki á óvart.

 

Ég vil hvetja fólk til að lesa rit dr. Helga Pjeturss, Nýalana, þau kenna fólki að sjá hlutina í nýju ljósi. Hann kom með kenningar sem sameina andlega fræði og efnisleg vísindi, að mörgu leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góða og innihaldsríka hugleiðingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 773
  • Frá upphafi: 107031

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband