Ýmislegt sem við höfum tekið hrátt uppúr bandarískri menningu okkur til skaða

Mannlegt eðli er þannig að ákveðin prósenta er alltaf líkleg til ofbeldisverka. Án þess værum við vélar en ekki verur sem hafa frjálsan vilja.

Gamla fólkið talaði um blessað stríðið, seinni heimsstyrjöldina, því þá kom Kaninn með alla peningana og gerði okkur rík. Já, á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar var offjölgun í Reykjavík og í sveitunum, og fátæktin mikil og húsaskjól skorti og mat til að metta fólkið. Þegar afi og amma fluttu til Reykjavíkur um 1940 leigðu þau á Tjarnargötunni, en voru öll þau tíu ár næstum því sem þau bjuggu þarna að leyfa öðru fólki að búa hjá sér líka af náungakærleika og miskunnsemi, svona voru margir í Reykjavík á þessum tíma bláfátækir og áttu erfitt með að eiga fyrir mat og húsaskjóli.

Margir litu á Bandaríkjamenn sem frelsandi engla, og amma var eins og margar konur af hennar kynslóð dálítið skotin í dátunum á þessum tíma, en hún sagði margsinnis frá því stolt að hún stundaði ekki framhjáhald þótt freistingarnar hafi verið til staðar. Samkvæmt frásögnunum hennar var "ástandið" svonefnda ekki ýkt heldur staðreynd. Hún lifði þessa tíma sjálf.

Fastar og ákveðnar hendur íslenzkra ráðamanna fram eftir öllu voru þess valdandi að íslenzka samfélagið var saklaust og verndað mjög lengi. Það var feðraveldið og kirkjan, verndaröflin sem femínistar hafa linnulaust brotið niður með bölvuðum afleiðingum.

Það sem mannréttindafrömuðir skilja ekki er að ótti getur af sér ótta. Þannig að afleiðingin af því að sjá hatur í fólki sem er ekki til staðar skapar hatur í því sama fólki. Það er vegna þess að um leið og maður fer að vanttreysta fólki þá skapar maður óvild.

Þessir strákar sem hafa skapað ótta í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu hafa án efa alizt upp við bandarískar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, en Hollywoodmenningin gengur öll meira og minna útá ofbeldi og klám.

Hollywoodmenningin er skaðleg að stórum hluta og hana höfum við flutt inn, í gegnum kvikmyndahúsin og sjónvarpsefnið. Jafnvel sá siður að búa til glæpasögur á Íslandi er aðfluttur siður, sem spenntur var upp í Bandaríkjunum og gerður ýktur, en var orðinn nokkuð öflugur í Bretlandi og víðar, til dæmis með sögum Agöthu Christie.

Vímuefnanotkunin er einnig aðflutt, hörðu vímuefnin sem nú eru á götunum og leiða til dauðsfalla og hræðilegrar óhamingju. Drykkjumenningin íslenzka var viðráðanleg, sérstaklega þegar sterk urðu samtökin gegn henni, SÁÁ og fleiri.

Um leið og farið er að fórnarlambsvæða alla, sérstaklega konur, er verið að búa til skrímsli, sérstaklega úr körlum, en glæpir kvenna hafa þó einnig meira komizt í sviðsljósið uppá síðkastið, ekki sízt í DV pressunni þar sem allskonar viðbjóður vekur athygli lesenda.

Breytingar á mannréttindaköflum stjórnarskrárinnar tel ég sumar hafa verið óþarfar og gjörsamlega til skaða. Um leið og reynt er að þefa uppi eitthvað refsivert samkvæmt veruleikanum í Bandaríkjunum er verið að stilla íslenzk ungmenni inná að verða eins og gangsterarnir í Bandaríkjunum, því þetta er sýnt í bíómyndum og framhaldsþáttum á öllum sjónvarpsstöðvum. Áður voru foreldrarnir fyrirmynd, nú eru það bíómyndirnar.

Skiljum við fólk um tvítugt og þaðan af yngra, hvað því finnst flott og eftirsóknarvert? Skiljum við hversvegna þessir góðlyndu kommúnistar fyrri alda breyttust í tröllin á samfélagsmiðlunum sem hata sitt eigið þjóðerni og mannkynið í heild?

Í Bandaríkjunum eru allir samankomnir úr öllum heimshornum. Vegna þess að Bandaríkin eiga mesta vopnabúr í heimi, Hollywood sem fer inná hvert heimili, alþjóðatungumálið enskuna og forskot í viðskiptum má segja að bandaríska menningin sé eins og sú rómverska áður fyrr, hún er innflutt allsstaðar, einnig í Kína og Rússlandi, sem sýna andstöðu, misharkalega.

Hin geysiflókna og þversagnakennda og ruglingslega flóra af lögum og tilmælum sem kemur frá ESB hefur mótazt eftir bandarískum veruleika og einnig ýmsar lagagreinar íslenzkar.

Með því að brjóta niður þjóðríkin hefur margt gott verið brotið niður einnig. Við skiljum ekki hvað veldur því að nemendur eru drepnir í framhaldsskólum í Bandaríkjunum og jafnvel víðar. Einhver mjög svo grunnstæð óhamingja hlýtur að liggja þar til grundvallar. Sífelldar fréttir um aukinn kvíða hjá nemendum á Íslandi hlýtur að benda í þessa átt, að einhverjar slíkar árásir geti hafizt í skólum á Íslandi líka. Ég tel að þetta sem ég hef verið að telja upp í þessum pistli sé ekki tæmandi útlistum á ýmsum vandamálum sem við höfum tekið hrá upp frá Bandaríkjunum, en ég tel að fræðimenn og aðrir ættu að horfa í þessa átt til að vinda ofanaf því sem hefur færzt til verri vegar í okkar menningu.

Þetta er ekki einfalt og skyndilausnir ekki til, en margt í speki aldanna og fyrri kynslóða sem hlýtur að vera til aðstoðar.

Þótt ég sé ennþá í Þjóðkirkjunni hef ég einnig haft áhuga á öðrum trúarbrögðum. Góður vinur minn sem er guðfræðingur segir að það sé ekki til neinn dæmigerður kristinn maður og að efinn sé til marks um lifandi og eðlilega kristna trú.

 


mbl.is Stóraukið eftirlit í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kanarnir komu hér vissulga eins og frelsandi englar, vegna þess að hér var allt rekið af nákvæmlega eins moðhausum og núna.  Ekkert nema yfirgangur smákónga.  Þeir höfðu bara gott af smá samkeppnu um vinnuafl.

Vímuefni hefðu borist okkur (og voru að berast okkur) frá Evrópu þá.  Bjórbannið bjó till sukk-menninguna sem er smám saman að hverfa núna, þó ríkið þráist við og reyni að viðhalda henni með reglugerðum.

"Skiljum við hversvegna þessir góðlyndu kommúnistar fyrri alda breyttust í tröllin á samfélagsmiðlunum sem hata sitt eigið þjóðerni og mannkynið í heild?"

Hefur alltaf verið svo.  Það er ekkert gott við kommúnsita, þeir eru og hafa alltaf verið hrein illska holdi klædd.  Ef Kaninn hefði ekki verið hér með bækistöð hefðu þeir selt okkur í Sovétið, og 10-20% landsmanna hefðu horfið.  Allir í Gúlagið eða þaðan af verra.

Feminisminn og fórnarlambavæðingin núna er á þeirra vegum.  Það er verið að mola menninguna hægt en örugglega.

Svo er það svo, og hefur verið ansi lengi, að það eru talsvert fleiri fjöldamorð framin á Íslandi en í USA, svo vi ættum frekar að horfa til þeirra í að fyrirbyggja þau en þeir til okkar.

Munurinn er margfaldur.  Alls ekkert okkur í hag.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2022 kl. 14:52

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú setur þetta upp sem Sovétríkin og Bandaríkin séu andstæður, Ásgrímur. Sovétríkin eru hrunin, í fyrsta lagi. Rússland nútímans er þekkt fyrir allt annað en femínisma, og Sovétríkin voru heldur ekki þekkt fyrir hann.

Hvar femínisminn byrjaði mætti líta á Evrópu, frönsku byltinguna. Þar megum við sjálfum okkur um kenna að hér var aldrei almennileg menning, eftir landnámið og kristnitökuna, heldur þrælamenning hinna kúguðu.

Þessi fullyrðing um að fleiri fjöldamorð séu framin á Íslandi en í Bandaríkjunum þarf að vera studd með tölum. Við vorum sem þjóð alveg laus við slíkt mjög lengi. Aðeins á síðustu árum fjölmenningar og þjóðfélagsbreytinga er það að versna. Að hluta til eru það áhrif frá Hollywood og Bandaríkjunum, einnig Evrópu. Skortur á staðfestu innanlands er vissulega um að kenna líka.

Að öðru leyti finnst mér ágætt að halda uppá Bandaríkin, enda eigum við þeim uppgang í fjármálum að þakka og fleira.

Ingólfur Sigurðsson, 26.11.2022 kl. 16:07

3 Smámynd: Loncexter

Ef íslenskir foreldrar vilja ,,rækta" alvöru börn sem gera alvöru hluti í framtíðinni, ættu þeir að passa vel upp á að börnin sjái aldrei bandaríska þætti eða bíomyndir.

Loncexter, 26.11.2022 kl. 18:20

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er ágæt tillaga Loncexter, en gæti verið erfitt að framkvæma. Hægrisinnaðir og kristnir Bandaríkjamenn ættu að stofna nýja Hollywood, því þessi er alveg komin á vald Woke-fólksins. Ég hef lengi sagt að umræðan um að sniðganga Hollywood mætti fara fram, það er nóg af sjónvarpsefni úr öllum heiminum. Svo þurfum við að framleiða efni innanlands með góðan boðskap, uppbyggilegt, fræðandi og skemmtilegt. 

Ingólfur Sigurðsson, 27.11.2022 kl. 16:26

5 Smámynd: Loncexter

Eftir því sem meira er horft á Hollywood efni, minnkar og minnkar áhugi íslendinga á Kristni og Biblíunni.

Loncexter, 27.11.2022 kl. 18:56

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Þú setur þetta upp sem Sovétríkin og Bandaríkin séu andstæður"

Voru.

Feminisminn sem er að grassera núna er gegnsýrður Marxisma.  Þetta er orðið svokallað "critical theory."

"Þessi fullyrðing um að fleiri fjöldamorð séu framin á Íslandi en í Bandaríkjunum þarf að vera studd með tölum."

Fyrir ~40 árum myrti gaur 2 eða 3 um boðr í varðskipi og stökk svo í sjóinn.  Svo fyrir stutti kveikti annar í húsi með þeim afleiðingum að 3-4 aðrir brunnu til ösku.

2 tilvik á 40 árum með 6 dauðsföllum eða svo.

Kaninn þarf þá 2000 tilvik og 6000 dauðsföll.  Þeir eru ekki enn búnir að ná þessu.  Mig minnir að þeir þurfi 1800 tilvik og 5500 dauðsföll í viðbót.

Aðgengilegt hjá FBI, ef þú nennir að leita.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2022 kl. 20:23

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta var rösklega gert Ásgrímur og er Bandaríkjunum í hag, það er að segja tölfræðin. Þetta passar nokkurnveginn við það sem ég skrifaði á síðu Ómars Ragnarssonar í vikunni þegar hann fjallaði um þetta, að þetta gæti verið málið, miðað við smæð okkar samfélags. 

En svo eru það andlegu áhrifin af bíómyndum, þau eru ekki mælanleg með svona tölfræði, þannig að eitt útilokar ekki annað, að einhver unglingamenning sé núna að krauma á Íslandi sem byggist á því ljótasta úr bandarísku sjónvarpsefni og kvikmyndum.

En hvernig á ég að svara þessari tölfræði? Ein frænka mín sagði að við tækjum það versta frá öðrum löndum og ýktum það. Dálítið til í því hjá henni, því miður. Þessvegna þeimmun meiri ástæða til að efla lögregluna og yfirvöld sem fást við þessu mál eins og var fjallað um í Silfrinu í dag.

En ég efast ekki um tölfræðina og takk fyrir að staðfesta þínar fullyrðingar. Útaf fámenninu hérna verðum við líka heimsmeistarar í því ljóta. 

En sumir krakkar halda kannski að ofbeldið í erlendum kvikmyndum sé NORMIÐ, sem þau eigi að herma eftir.

Ingólfur Sigurðsson, 27.11.2022 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 106065

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 456
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband