Framþróun dægurtónlistar frá venjulegum dægurlögum með endurtekningum

Demóupptökur hef ég gert allt mitt líf frá 1983 þannig að aðeins fyrsta erindið er sungið, en hitt er rappað, eða talað. Mér er farið að líka betur við þessa aðferð en þessa hefðbundnu, að syngja öll erindin.

Upphaflega kom þetta þannig til að ég var með textann fyrir framan mig og mundi ekki lagið sem fylgdi fyrsta erindinu. Þetta er nokkuð sérkennilegur stíll sem segja má að ég hafi fundið upp.

Önnur pæling á bakvið þetta er að reyna að láta dægurtónlist líkjast synfóníum eða klassískri tónlist, með því að forðast endurtekningar, sem mér finnst pirrandi núorðið. Sérstaklega eftir að ég lét til leiðast og syngja alltaf sömu lögin á tónleikum um margra ára skeið, frá 1991 til 2002 umhverfisverndarlögin og svo frá 2009 til 2015 stjörnusambandslögin og ýmis önnur lög.

Sá sem kaupir hljómplötu ætti að fá í hendurnar grip sem hægt er að hlusta á sem oftast. Þessvegna verður þetta þannig ef ég endurútgef mín verk á vinyl, að þá verða þessar svonefndu demóupptökur notaðar, eða prufutökur, þar sem laglínan leikur meira frjáls. Með þeim hætti gefst hlustandanum aukið svigrúm til að skálda í eyðurnar.

Annað sem ég mun vilja endurútgefa eru lögin sem aldrei voru gefin út og voru spunnin á staðnum, án viðlags og án eiginlegrar laglínu eða undirspils, þar sem frjáls sóló eru frekar leikin. Með því að skreyta umrædd lög með flóknum og mörgum gripum eftirá og skrifa upp textann er hægt að búa til forskrift að mörgum lögum, allt eftir útsetningum.

Í dag kunna miklu fleiri á hljóðfæri en áður. Ég er farinn að njóta þess að hlusta á eigin tónlist eins og Bob Dylan eða annað, sérstaklega það sem er flóknara eftir mig, þar sem maður tekur eftir smáatriðum í textum og lagasmíðum eftir því sem oftar er hlustað.

Ég setti eitt slíkt lag á netið í sumar, "Kata rokkar", frá 2019, óútgefið að öðru leyti. Ég er mjög ánægður með þessa tónsmíð og textann. Þótt undirleikurinn sé hljómborð er þessi umrædda aðferð notuð þarna, aðeins fyrsta erindið er sungið, hitt er rappað, í takt við tímann.

Hin lögin á plötunni eru mörg hver enn pólitískari, en ég varð að setja þau saman til að lýsa mikilli óánægju minni með fóstureyðingalöggjöf Svandísar Svavarsdóttur þáverandi heilbrigðisráðherra, sem var gerð að lögum, því miður.

Mér finnst þessi tónlist vera sígild og eiga alltaf erindi við fólk, þótt ort sé út frá málefnum líðandi stundar er sú spurning alltaf brýn hvenær og hvort slíkt er við hæfi.

Tilgangur tónlistar og annarra lista er meðal annars að vera samvizka þjóðanna, að meitla það í stein, ef svo má segja, sem reynt er að breiða yfir og láta fólk gleyma, en gleymist aldrei í raun. Allra sízt ef það stendur í Biblíunni sem er mörgum dýrmæt enn, í upphaflegri mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 102
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 761
  • Frá upphafi: 107223

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 578
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband