Baldur Þórhallsson hefur góða möguleika á að verða næsti forseti Íslands, hvort sem tölurnar hjá RÚV og Heimildinni eru alveg nákvæmar eða ekki.

Heimildin sýnir hærri  tölur en hjá RÚV sem Baldur Þórhallsson fær í skoðanakönnunum, RÚV sýnir hann með 37%, og líka langmesta fylgið í skoðanakönnunum fyrir þessar forsetakosningar. Heimildin sýnir Baldur Þórhallsson með 56% fylgi og því langmest fylgi, svo mikið að sigur hans virðist vís samkvæmt þeirri könnun og erfitt að sigra slíkan frambjóðenda.

Halla Tómasdóttir er næstefst í báðum könnunum, og síðan Arnar Þór Jónsson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir þar á eftir.

Arnar Þór Jónsson er langefstur á Útvarpi Sögu, og því má sjá að þessar tölur eru sennilega eitthvað hærri fyrir suma og lægri fyrir aðra.

Annars var ég búinn að spá í það áður en þessar tölur birtust að Baldur Þórhallsson yrði með þeim hæstu og líklegur til að vinna. Ég byggi það á ýmsu. Hann er auðvitað vinstrisinnaður fræðimaður eins og Guðni Th. sem nú er forseti, og er oft spurður af RÚV um stjórnmál. Auk þess er hann samkynhneigður, og hvort sem fólk hefur þannig kynhneigð eða styður þannig málstað þá er það líklegt til árangurs, eins og sjá má á því að Vinstri grænir leiða þessa ríkisstjórn, meðal annars með því að hafa sett þessi mál á oddinn fyrir tæplega tveimur kjörtímabilum.

Þetta er því tízkumálefni ennþá, og hefur verið það í 30 ár á Íslandi að minnsta kosti, eða frá því að Páll Óskar Hjálmtýsson sló í gegn, að minnsta kosti. Það er einmitt merkilegt einkenni á tízkunni að oft verður það töff og efst á baugi sem fyrri kynslóðir hötuðu, og reynsla Harðar Torfasonar er dæmi um það, þegar hann var ofsóttur fyrir kynhneigð sína og aðrir af hans kynslóð.

Síðan er það annað lögmál í lýðfræðunum eða félagsfræðinni sem virkar mjög sterkt í svona aðstæðum. Þegar ákveðinn hópur kjósenda missir trúverðuga erindreka sína á ákveðnu sviði spretta þeir einatt fram á öðru sviði menningarinnar eða þjóðfélagsins, til að jafnvægi skapist.

Þetta er vafalaust of fræðilegt orðalag fyrir marga. Ég get útskýrt þetta á annan hátt.

Vinstri grænir eru um það bil dauður flokkur. Hvort sem Katrín Jakobsdóttir segir skilið við flokkinn eða ekki og gerist forsetaframbjóðandi, sem hlýtur að vera freistandi fyrir hana, úr því að hún er búin að brenna aðrar brýr að baki sér í stjórnmálunum miðað við 6% fylgi Vinstri grænna í sumum könnunum, þá hlýtur það að vera áfall fyrir "frjálslegt" fólk, frjálslynt, fjölmenningarsinnað, að Vinstri grænir hefur ekki lengur vinsældir eða burði til að vera þeirra málpípa, með svipað mikið fylgi og smáflokkar sem ekki komast inná þing, hvað þá meira.

Þetta fólk, sem vill opin landamæri og húmanismann sem mestan, það hlýtur að notfæra sér tækifærið og reyna að koma Baldri Þórhallssyni á Bessastaði. Hann tryggir áframhaldandi mannréttindi af þessu tagi, á meðan bylgjur í andstæða átt skella á heimsbyggðinni og okkar landi líka.

Einmitt vegna þess að Vinstri grænir eru deyjandi fyrirbæri held ég að Baldur verði næsti forseti Íslands. Það eru miklar líkur á að svo verði að minnsta kosti.

Að vísu er erfitt að vera viss um hvort 56% sem hann fær hjá Heimildinni sé rétt tala eða komi uppúr kjörkössunum. Hún kann þó að vera nærri lagi, það er alls ekki útilokað.

 


mbl.is Helga ætlar í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Ingólfur sýnist mér að þetta sé einmitt það sem við erum að horfa uppá núna og þetta sé bara hárrétt ályktað hjá þér.  Það sem mér finnst dapurlegast við þetta er að þau framboð sem halla sér MEST (undir rós eða meðvitað) AÐ ÞVÍ AÐ SETJA SJÁLFSTÆÐI LANDSINS UNDIR ERLEND YFIRRÁÐ, ERU ÞAU FRAMBOÐ SEM NJÓTA MEST FYLGIS SAMKVÆMT "SKOÐANAKÖNNUNUM".  ER EKKI EITTHVAÐ AÐ ÞEGAR SVO ER?????

Jóhann Elíasson, 28.3.2024 kl. 05:47

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og góða athugasemd Jóhann. Já, einmitt þessvegna hallast ég mikið að því að trúa því sem fram kemur á síðu Guðjóns Elíasar og Geirs Ágústssonar og fleiri góðra manna um samsæriskenningar og slíkt. Það er bara svo margt sem blasir við sem ekki er í þjóðarhag. 

Hver sem skýringin er þá er það rétt sem dr. Helgi Pjeturss hélt fram, að helstefna ríkir og fólki fækkar sem er af norrænum, íslenzkum ættum. Víða á Vesturlöndum er ríkissjóður skuldsettur og þar fram eftir götunum.

Ég held að þetta fylgi femínismanum. Þjóðarsálin er sál óþroskaðs barns, því feðraveldið er liðið undir lok og látið eftir sem flestum frekjuröddum.

Menningin er hrunin, eins og endurtekið var á blogginu af einum okkar.

Ef það eina sem kennir fólki "gildi Biblíunnar" er algert efnahagshrun sem ekki verður risið upp af fyrren að löngum tíma liðnum, þá er ekki við okkur að sakast sem höfum bent á óstjórnina. Vinstristefnan er ekki lengur bara áróður fyrir fátæka, heldur eitthvað sem ekki gengur upp.

Ingólfur Sigurðsson, 28.3.2024 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 595
  • Frá upphafi: 106071

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 460
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband