Samfylkingin á bullandi siglingu, Sjálfstæðisflokkurinn minnkar á sama tíma

Eftir Hrunið var Samfylkingarfólk að afsaka sig og tilveru sína í mörg herrans ár og skammaðist sín ægilega. Síðan kemur Kristrún þessi fram og er stolt af því að vera jafnaðarkona, en þó með sterkar rætur í íhaldi, frjálshyggju og þannig menntuð, sem hagfræðingur. Árangurinn lætur ekki á sér standa og fylgi Samfylkingarinnar stóreykst.

Samfylkingin hefur því verið að ná sér í fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Hluti af skýringunni gæti legið í því að Bjarni Benediktsson hefur ekki verið sækjandi formaður heldur hækjandi, hækja vinstriaflanna og femínismans. Hann hefur gert Sjálfstæðisflokkinn að Kvennalistanum númer 2, segja sumir. Hann hefur einnig ekki kvartað yfir því að starfa í stjórn þar sem forsætisráðherrann er kona úr andstæðum flokki, Vinstri grænum. Til eru skemmtileg rímorð fleiri sem lýsa þessum andstæðum, þolandi eða bolandi. Sumt fólk áttar sig oft ekki á því að ekki er um neitt annað að ræða en þetta tvennt, að vera annaðhvort þolandi eða bolandi, eða líðandi eða stríðandi. Passive and aggressive er þetta á ensku, og lengi hef ég glímt við að þýða þessi orð sæmilega á okkar ylhýra mál þannig að fólk njóti þeirra þýðinga vel.

Ég er sáttastur við orðin líðandi og stríðandi sem andheiti rímandi.

Það er svo mikið talað um þolendur í okkar samtíma, en furðulegt nokk það er ekki verið að pæla mikið í hvað getur komið í staðinn og hvað það kostar að vera ekki þolandi, fyrir aðra, og hvort aðrir verða þá þolendur ef nýir bolendur koma fram.

Ég hef stundum verið sammála því sem kemur fram á síðu Óðins Þórissonar, hann er einn af þessum sjálfstæðismönnum sem muna eftir gömlu gildunum. Því hrökk ég við þegar hann kallaði Þórdísi Kolbrúnu "v. formann", verðandi formann.

Ég held að það sé augljóst að það verður að rífa Sjálfstæðisflokkinn uppúr deyfð, kyrrstöðu og meðvirkni með jafnaðaröflum og vinstriöflum, ef hann á að standa fyrir hægrimennsku áfram en ekki nákvæmlega það sama og Samfylkingin eða Vinstri grænir, til dæmis.

Ef Þórdís Kolbrún verður næsti formaður, mun hún verða fær um þetta, eða mun hún halda áfram að breyta Sjálfstæðisflokknum og samlaga hann jafnaðarflokkum og vinstriflokkum?


mbl.is Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf misst fylgið þegar fjármála fólkið hefur ráðið flokknum. Bjarni hefur ekki fengið að leysa húsnæðis málin. 

Þar er álagningin á byggingakostnað 300% eða meira? Það er búinn til skortur á húsnæði svo að fólkið þurfi að berjast um íbúðirnar. 

Öll vitum við að þegar búið er að borga verkmönnunum sem byggðu húsið og þeim sem komu með efnið, er húsið skuldlaust.

Þá á framleiðslu geta þjóðarinnar húsið.

Bannkinn á ekkert í húsinu nema að hann skrifaði töluna. 

Bannkinn á ekki að fá vextina af engu, hann lánaði ekki neitt. 

Lánið, bókhaldið á alltaf að taka frá SJÓði-0. 

Svo kemur húsið sem eign í sjóðnum. 

Full verðtrygging á eigninni, og fólkið fái prósentu eign í húsinu og eignin sé friðhelg.

Fólkið á að fá íbúðina með hugsanlega 25% greiðslu af launum fyrir viðhaldi og eignamyndun. 

Ef vel er farið með íbúðina verður hugsanlega eignamyndun. 

Lesum um orkuskortinn í Kaliforníu, þar var rofunum slegið út og ekki settir inn aftur fyrr en greiðslur höfðu verið hækkaðar. 

Orku pakkarnir í EB, Þjóðverjar hringdu í Danmörku og vildu kaupa allt vindorku rafmagnið.

Þið slökkvið á vindorkuverunum til að búa til skort, þá getum við hækkað verðið. 

Þetta var í fréttum. 

Auðvitað er hægt að búa til kerfi eins og var hér áður, þá var sagt að flokksdindlarnir, ég og allir vildu vera flokksdindlar til að geta eignast hús. 

Þá var búin til verðbólga og húsin hækkuðu í verði en lánin voru óverðtryggð og fastir vextir ef til vill 2% og skuldin hvarf á nokkrum árum.

Ef eitthvað þessu líkt verður búið til, þá fái allir þá gjöf líka.

Egilsstaðir, 15.10.2023   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.10.2023 kl. 23:56

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir áhugaverða athugasemd Jónas. Já, það er rétt að flestir eru sammála um það að sjálftökuliðið sé núna við völd eins og fyrir síðasta hrun. Þarf ekki að leita langt til að finna það út. Síðan voga bankarnir sér til að minnka þjónustuna og færa næstum allt á netið, það vita auðvitað allir að þannig er verið að minnka sjálfstæði landsins. Ef erlendir auðrónar eiga netþjónustuna og stefnt er að banna peningaseðla þá hafa aðrir ráð landsmanna í höndum sér, frelsið horfið og sjálfstæðið.

Hvar eru nú þeir menn í Sjálfstæðisflokknum sem töluðu fyrir einfaldara regluverki og lægri sköttum og gjöldum?

Ég hef orðað þetta þannig að yfirvöldin eru skipulögð glæpastarfsemi gegn fólkinu í landinu. Þú skilur þetta mjög vel. 

Hægt og rólega er búið að sigla í þessa átt með aukinni tækni og auðsöfnun þeirra ríkustu.

Ég þakka fyrir gott innlegg. Tel að gott sé fyrir fólk að kynna sér þetta nánar.

Ingólfur Sigurðsson, 16.10.2023 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 106073

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband