Djúpar skilgreiningar á þremur alþekktum orðum, fyrirgefa, friður og afsaka

Fyrir meira en 10 árum las ég skilgreiningu á orðinu friður sem var snilldarleg og vísindaleg, á enskri víkingavefsíðu sem nú er löngu horfin, en þetta skrifaði ég niður og bætti við. Þá var ég að grúska í gömlum fræðum og skrifa með ósjálfráðri skrift ýmislegt merkilegt.

Orðið friður var samkvæmt þessu í fornmáli heiðinna manna notað þegar þremur skilyrðum er fullnægt:

 

1. Friður við guðina.

2. Friður við samvizkuna.

3. Friður við þjóðina (þá sem mæta á þingið að minnsta kosti).

 

Þetta þýðir á nútímamáli að vestrænn friður er ekki friður heldur svikalogn.

 

Ættbálkahöfðingi á heiðnum tíma varð að liggja undir feldi og ráðfæra sig við guðina hvort þeir væru sáttir við niðurstöður þinganna og vilja höfðingjanna. Aðeins eftir leiðslu og vímu eða miðilsdá eða sambandstengingu við guðina og jákvætt svar um frið var hægt að lýsa yfir friðir. Hræsnifriður var og er aldrei alvöru friður.

Af hreinskilni þurfti goðinn eða goðorðsmaðurinn að spyrja sál sína miskunnarlaust hvort nokkuð væri ótrúverðugt við málavöxtu. Ef svarið var neikvætt yrði að berjast um frið, lifa eða deyja, því að falla í orrustu var heiðvirt og kæmi fólkinu til Valhallar.

Ef nokkur ættbálksleiðtogi taldi brotið á sínu fólki vegna samninga yrði að berjast, þar sem ekki var hægt að ganga á bak vilja fólksins til forna. Rétturinn til að tjá sig og mótmæla var heilagur, og menn gátu varið sig með vopnum væri ekki tekið mark á þeim.

 

Í dag er aldrei friður við samvizkuna hjá nútímafólki, aldrei. Allt samfélagið byggist á lygum og blekkingum við glæpaöfl fjær og nær.

Allir stjórnmálamenn á okkar tímum eru að sama skapi meira og minna svikulir, samvizkulausir og ekki í þjónustu við fólkið, og hefðu verið settir af áður fyrr af undirmönnum sínum fyrir slíkt þegar allt var í lagi.

Nóg er að lesa Biblíuna til að vita að enn síður eru hinir heiðnu guðir sáttir við mannfólkið, því þeirra lög voru og eru sízt vægari en hin kristnu lög. Snorri Sturluson og aðrir á hans tíð skrifuðu enn ritstýrðari útgáfu af heiðinni trú en sú útgáfa Biblíunnar sem var ritskoðuð á Nikeuþinginu og öðrum slíkum þingum.

 

Að fyrirgefa þýðir að steli einhver frá þér lífi eða auðæfum þá sértu svo gjafmildur að hefna þín ekki í staðinn, að þú gefur önnur auðævi þín í skarðið og inní eigin missi, eða gefir misgjörðarfólkinu það sem það gerði á þinn hlut. Gjöf þýðir að þú sættir þig við það sem var gert á þinn hlut og verður meðvirkur, samsekur ef svo má segja. Þetta er aðferð sem gengur upp ef sá sem brotið er á er nógu ríkur til að þola slíkt, eða ef drepinn var einhver sem hægt var að fylla uppí skarðið með öðrum, - maður kemur í manns stað pælingin.

 

Að fyrirgefa þýðir að maður reiðist hvorki né telji missinn skaða mann að ráði.

 

Að afsaka þýðir í raun að viðurkenna að sök sem maður bar á einhvern er dregin til baka, að maður viðurkenni mistök sín að hafa ranglega talið eitthvað gert á manns hlut. Að draga sök í burtu er það sama og að afsaka. Það er jafnvel sterkara orð en að fyrirgefa.

 

Hægt er að bíða með hefnd, en hefndarskyldan er ófrávíkjanleg. Geri heilt þjóðfélag á þinn hlut verður þú persónulega að hefna þín á samfélaginu fyrir eða eftir dauðann, með eða án aðstoðar. Að beita sjálfan sig órétti og að sætta sig við misrétt sem maður er beittur það er jafn slæmt og að beita aðra órétti, eða verra.

Hefndarskyldan er því ófrávíkjanleg og óhjákvæmileg. Langflestir eða allir ljúga því til að þeir fyrirgefi. Nútíminn er troðfullur af reiði og hefnd sem þarf að fullnægja. 90% eða meira af öllum sjúkdómum sem drepa norrænt og germanskt fólk eru vegna ófullnægðrar hefndar, sem beinist að manni sjálfur nái maður ekki að hefna sín á öðrum. Þetta er staðreynd. Vélræn læknisfræði nútímans nær aldrei að breyta þessu, bara að ýta vandanum dýpra inní andaheimana, sem gerir vandamálin verri.

 

Það er réttlæti ríkjandi í alheiminum. Þau stjórnvöld sem andsetinn skríllinn kyssir í dag og krýpur fyrir eru minna en 1% af stjórnsýslu alheimsins. Þeir sem eru ofsóttir á okkar dögum fyrir glæpi gegn mannkyninu eru miklu frekar í samræmi við það sem á að vera og verða.

Það er ekki hægt að fyrirgefa það sem aðrir sjá ekki um að hefna fyrir mann. Það er hægt að fresta hefndinni.

Það er mikill misskilningur að fjöldinn ráði, eða sá fjöldi sem er í kringum mann. Það er nokkuð til sem heitir samvizka.

 

Það orð merkir fleira en einhverjir duttlungar sem maður trúir á sjálfur af tilviljun eða duttlungar djöflaríkisins sem maður tilheyrir.

 

Samvizkan er orðræðan við fortíðina, forfeður, formæður, ekki endilega fíflin og glæpahyskið sem maður neyðist til að þjóna.

 

Friður við samvizkuna merkir friður við þessa löngu gengnu spekinga, meðal annars, og friður við andaheiminn, fólkið framliðna á öðrum hnöttum og fleiri.

 

Samvizkan er sameiginleg vizka en ekki samsekt og samsæri. Bara af því að þau sem lemja þig og berja eru fleiri en þú og sterkari gefur það þeim ekki vizku, en hugsanlega þó er vizkan þeim megin, ef sektin er þín megin í raun og veru, sem getur verið líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 108
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 693
  • Frá upphafi: 106190

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 539
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband