Þrumir þögn - ljóð frá 18. febrúar 2017.

Þrumir þögn í fremstu röð,

þó er hún að syngja valdsins óð.

Lof í lausum henglum, tröð,

liggur inn í hliðartóm við slóð.

Hlynsóley, hlymur á endum,

hlæðir við botnvörpu dýra.

Þar skín vit, bátana á bendum,

biðgjóla, fengsæla lýra.

 

Hún er máttur, heljartign,

hafið miklast, tafir birtast enn.

Horf með lagi, döf og dign,

dýflar opnast, mörk og bakrót senn.

Stólarnir brosandi birta

bjargsæla fláræðu tapsins.

Losnar úr skotinu skyrta,

skrapandi upplýsing hrapsins.

 

Upp svo hefur eina raust,

yfir salinn geysist straumur minn.

Draumur gegnum bölið brauzt,

brúður þagnar, hliðin skín og kinn.

Allt sem þú ætlar að halda

í örendu stolti þess liðna.

Því máttu gýgjunum gjalda

glötun þess hrunda og skriðna.

 

Sérðu andlit eigin hams

eða bara skipun djöfla í rör?

Það er sjaldnast gleði grams,

gjölta fleiri, miklast barinn sör?

Öllu skal óðara tjalda,

ónýtt þó sé fyrsta gilið.

Gjölp er svo gjörn á að halda,

getur því veröldin skilið?

 

Fangar þar sem frelsið er,

fyrstu trúðar, andstæð hreyfing kyrrð.

Sokkið landsins syndasker,

sennileikinn fæstra stendur, virð.

Einn mun þó allt lofið hljóta,

undarleg tíð þarna nálgast.

Fæst mun það ferðast til bóta,

fyrr en manns skynsemi sálgast.

 

Slær á hópinn heljarþögn?

Hún er sú er lokatóninn slær.

Safnast jafnvel glötuð gögn,

gauð í tapi skapið léttir, hlær.

Allt sem þar eyðist fyrr varðist,

örlögin koma til baka.

Lokaspil meitlaðist, marðist,

mun því að jöfnu allt næst saka.

 

Hvílík ást og æskudýrð!

Allt hún nær að færa í skilin mín.

Þú sem enn í brúnni býrð,

balinn fegurð, sólarbjarta vín,

Aftur sem örkornin þjóta,

upphafið bíður hið sama!

Mun ekki rykinu upp róta,

reynist því skárri mín dama.

 

Dró mig þaðan, mistök manns,

mikla þögn í hljómsins dýra blæ!

Stúlkan nýja, hyggjan hans,

hefur drukkið jafnvel guðsins sæ.

Lægðu svo raunirnar ríku,

rammlegu, fyrst það er máttur.

Innhverfing alheimsins klíku,

aftur þá kemur hann sáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 109
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 106191

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband