Ólafur Ragnar virkjaði stjórnarskrána, skemmdi hana ekki, en notaði listalega vel

Björn Leví Gunnarsson Pírari sýnir sinn innri mann með því að opinbera að hann hafi verið andvígur þessum vinsælu athöfnum Ólafs Ragnars, sem gerðu hann að nokkurskonar þjóðhetju, hjá öllum nema þeim sem ekki höfðu hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Þessi orð Píratans sýna eiginlega við hvað er að etja, í sambandi við það að Guðmundur Franklín Jónsson, sá ágæti maður var hvorki kosinn nýr forseti né hans nýi flokkur inná þing. Guðmundur Franklín er maður sem berst gegn hverskyns spillingu frá hægri og vinstri, en kjósendur láta teyma sig eins og venjulega, og láta telja sér trú um að raunverulegir byltingarmenn eins og hann séu öfgamenn, sem er ekkert nema bannsett kjaftæði.

 

Mér finnst það hin mesta móðgun við það góða fólk sem vann gegn Ice-Slave hryllingnum að viðhafa þessi orð um Ólaf Ragnar, sem hjálpaði mikið með því að hafna Svavarssamningnum.

 

Þetta eru ekki meðmæli með "nýju" stjórnarskránni, sem Píratar og aðrir vilja, að styðja ekki forseta sem virkjaði vald fólksins í landinu með því að gerast milligöngumaður þess.

 

Góður einræðisherra gerir meira gagn en 100 spilltir ráðherrar. En góðir einræðisherrar eru vandfundnir. Ólafur Ragnar var efni í einn slíkan stundum.

 

Því miður bendir flest til þess að Píratar séu gamaldags vinstrimenn sem vilja stækka báknið, og stjórnarskrá þar sem leyfir áframhaldandi spillingu. Ólafur Ragnar opnaði á samtal við þjóðina, með því að fara eftir vilja hennar. Guðmundur Franklín Jónsson var vonin, að halda áfram á þeirri leið, og þeirri von var því miður hafnað.

 

Hvernig var þetta fyrir hrunið 2008? Ekki var þá hlustað á þá sem raunverulega gátu hjálpað.

 

Sem segir manni að tími Guðmundar Franklíns, Íslenzku þjóðfylkingarinnar og Frelsisflokksins sé ekki liðinn. Fólk er bara ekki búið að fatta það ennþá að þessir flokkar eiga erindi við þjóðina, unga fólkið, og allur fjöldinn, sem enn hefur ekki kosið þessa flokka.


mbl.is Segir Ólaf Ragnar hafa skemmt stjórnarskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 559
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 448
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband