Ef Megas hefði gefið út tónlist 1981

Mig dreymdi skemmtilegan draum sem viðkemur tónlist. Draumurinn endaði á því að ég heyrði lag sungið af Megasi frá árinu 1981, en eins og menn vita kom ekkert lag með honum frá því ári.

 

Ég man yfirleitt bara hvernig draumar enda, og þannig var líka með þennan, nema ég man kringumstæðurnar og umhverfið, allt var þetta mjög skýrt. Það voru ruslahaugar í Hafnarfirði á árum áður sem fólk fór með ruslið sitt til en þetta var einhver slíkur staður, nema ruslið heillegra og fólk að leita að nýtilegu drasli til að hirða.

Ég tók eftir mörgum litlum ferðaútvörpum í hrúgu, og eitt vakti athygli mína því það var sjaldgæft, Marantz merki og ég dró það fram. Í því var segulbandsspóla sem ég tók út og skoðaði betur. Hún var með svörtum stöfum, "Útlög" stóð á báðum hliðum og Gramm, ártalið 1981 undir. Ég setti hana aftur í tækið og það byrjaði að spila lag með Megasi sem ég hafði aldrei áður heyrt. Undirleikurinn minnti á Tolla Morthens og Íkarus árið 1983, þegar meistarinn fékk að spila nokkur lög með þeim á plötur.

Lagið var í moll og fjallaði eitthvað um verbúðalíf, þannig að kannski var það ekki eftir hann sjálfan. Röddin var svona hæfilega hrá og mjúk eins og þegar hann söng um "Svo skal böl bæta" 1983. 

 

Þarna vaknaði ég, en þetta lag hefði ég viljað eiga á plötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 106888

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 495
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband