Hvað stjórnar pólitískri hegðun?

Ég spyr mig hér í þessum pistli hvers vegna svo margir kjósa vinstriflokka. Þetta er eiginlega heimspekileg spurning og erfið er hún. Í nýlegum pistli fjallaði ég um að mér fyndist of mikið af unglingum sem kysu vinstriflokka án þess að hafa velt fyrir sér mikilvægi sjálfstæðisins og þjóðernisstefnunnar. Hér væri rétt að fara ítarlegar útí þetta.

 

Ég man að þegar ég var í menntaskóla og barnaskóla heyrði maður af tízkustraumum, eitthvað sem var flott og umtalað í hverri viku. Ég var aldrei eins mikill fíkill í að fylgja almenningsálitinu og flestir, þannig að ég til dæmis sá ekkert sniðugt við reykingar þegar þær þóttu töff, en það var merkilegt að um leið og byrjað var að boða skaðsemi reykinga í kringum fermingaraldurinn komst þetta í tízku hjá mínum jafnöldrum.

 

Það er bara eitt gott orð sem við eigum yfir þetta, það er áhrifagirnin. Í sambandi við endurkjör Guðna forseta finnst mér þetta hugtak lýsa aðstæðum óvenju vel. Guðmundur Franklín virtist miklu fjölfróðari maður, og hugrakkari, Guðni minnti á vélmenni eða trúð. Hvað hafði hann þá fram yfir Guðmund Franklín? Jú, almenningsálitið. Þeir voru báðir komnir með opinbera en ósýnilega stimpla á sig áður en að kosningunum kom.

 

Stimplarnir voru eftirfarandi, samkvæmt almenningsálitinu: Guðni, hlutlaus, fagmannlegur, fróður, virðulegur, forsetalegur, rétti forsetinn fyrir endurkjör, og svolítið vinstrisinnaður, sem ekki þótti verra.

 

Guðmundur Franklín: Stofnandi Hægri grænna, maður sem var að daðra við hægriöfga og þekkti menn úr stjórnmálaflokkum sem elítan var á móti. Maður sem minnti á Trump og var hrifinn af Trump, óútreiknanlegur og snjall, en ekki treystandi. Maðurinn sem minnihlutinn var hrifinn af. Forseti sem myndi gera vandræðalega hluti og verða þjóðinni til skammar. Þetta var það almenningsálit sem hann þurfti að þola.

 

Veruleikinn var þó annar sem kom fram í viðtölunum. Það var mörgum kvalræði sem áttu aðeins fordómana að styðjast við. Guðni kom fram sem barnalegur, einfaldur, vélrænn, hlýðinn og vandræðalegur forseti. Guðmundur Franklín kom fram sem fyndinn, yfirvegaður, fróður og snjall forseti, sem stóð með þjóðinni eins og Ólafur Ragnar, sem sagt réttur forseti til að kjósa. Þó var hann ekki kosinn. Hvers vegna?

 

Svarið er einfalt. Langfæstir hugsa sjálfstætt eða hafa kjark til að fylgja samvizku sinni. Langflestir líta á sig sem hlýðna sauði en ekki sjálfstæðar manneskjur sem geta gert uppreisn. Þetta á ekki síður við um konur, enda hafa þær verið aldar svona upp í gegnum aldirnar. Þótt femínistar séu að reyna að tugta þær til og gera sjálfstæðari breytist hegðun þeirra ekki, það eina sem breytist er að þær hætta að hlýða körlum, íhaldssömum hægriöflum og fara að hlýða konum, femínistum, vinstriöflum, þessum örfáu konum við völd.

 

Búsáhaldabyltingin var vinstribylting einsog aðrar byltingar á Vesturlöndum. Hún var skipulögð af Vinstri grænum og Hreyfingunni, stjórnleysingjum, femínistum, kommúnistum og jafnaðarmönnum, húmanistum í stuttu máli sagt.

 

Sem sagt, hún var skipulögð ofanfrá en ekki hjá grasrótinni, þótt kveikiþráðurinn hafi verið orðinn stuttur hjá almenningi vegna svika bankafólksins við það.

 

Undir niðri verða þó breytingar. Konur gera sér grein fyrir því að femínisminn hefur kvíslazt í margar áttir, sumar góðar og aðrar umdeildar. Það er farið að renna upp fyrir mörgum femínistum að með því að ráðast á feðurna er verið að ráðast á dæturnar og eiginkonurnar eða makana líka. Allt verður þetta þó að renna sitt skeið, og á meðan það er réttlæti fyrir einhvern hóp eða einstakling að fara fram með einhverjum hætti og á meðan peningar og sannfæring eru fyrir hendi til að láta slíkar lögsóknir hafa sinn gang verður það varla stöðvað. Það er þó ekki fyrir fátæklinga að sækja sinn rétt, (ímyndaðan eða ekki) eða síður, sé á þeim brotið. Það er alltaf erfiðara og allt að því ómögulegt, því gjafasóknir eru líka langsóttar sóknir og ekki allir hafa kjark, nennu, þrautseigju eða þrek til að standa í slíku.

 

Um Friggjarblótið fjallaði ég nýlega. Góður túlkandi fer út fyrir mýtuna. Það er mögulegt bæði með Baldursblótið og Friggjarblótið að fórnin fari ekki fram, og þá erum við á hættusvæði, þar sem hrun er yfirvofandi. Þessar fórnir hafa nefnilega farið fram eftir kristnitökuna, fátt breyttist, blótin hafa farið fram þótt siðirnir hafi breyzt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 111
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 696
  • Frá upphafi: 106193

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 540
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband