Búast má við að Samfylkingin sé á uppleið

Það er á vissan hátt skárra að kjósa yfirlýsta sjálfstæðisafneitunarsinna en flokka sem eru á undanhaldi með upphaflega stefnu og hugsjón. Mér er þó frekar stirt að skrifa um Samfylkinguna og ESB með jákvæðum hætti og trúverðugum í senn, en nýleg grein Gunnars Rögnvaldssonar þar sem hann spyr sig hvort XD sé misheppnað fyrirbæri eins og sú fyrirmynd sem hefur breyzt í víti til varnaðar, Svíþjóð, hefur hjálpað mér við að koma orðum að því sem ég vil sagt hafa.

 

Samfylkingin er blómstrandi flokkur, það virðist manni af nýlegum fréttum að minnsta kosti, allt þetta fræga fólk sem vill starfa fyrir flokkinn nægir mér til að hrífast með, ef ég get gleymt ákveðnum hugsjónum sem ég ólst upp við í sambandi við hægristefnuna.

 

Svo á ég góðar minningar um Samfylkinguna. Langflestir af því fólki sem opnaði fyrir mér dyrnar að minni takmörkuðu frægð og mínum litla frama innan tónlistarbransans var einhversstaðar á Samfylkingarlitrófinu.

 

Það er bara þetta með Evrópusambandsaðildina sem er svolítið að vefjast fyrir mér og blinda þjónkun við alþjóðavæðingu og fjölmenningu sem er mér sízt að skapi.

 

Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera deyjandi flokkur, því ég þekki upprunalega stefnu hans of vel til að ég geti látið sannfærast af framgöngu Áslaugar Örnu, til dæmis, sem er einna mest áberandi af ungum Sjálfstæðismönnum. Hún ætti að skora útlendingadekrandi vinstriflóruna á hólm til að endurræsa flokkinn og færa líf í hann. Ég held að fólk vilji þetta, það er að segja raunverulegir kjósendur og fylgjendur flokksins, ekki þetta miðjumoð og auðsveipni við hugsjónir andstæðra flokka.

 

Þrátt fyrir að ég sé enn að hrærast í þessum heimi míns uppvaxtarheimilis sjálfstæðrar þjóðar og fólks er ég æ meira farinn að efast um að það sé mikil framtíð í að treysta þeim flokkum sem einu sinni fylgdu þeirri stefnu, og eru enn stórir, en hafa gefið mikið eftir, þá tek ég með Framsókn, sem lengi hefur verið aukahjól í þessu sambandi og flokkarnir litlu sem eru á sömu slóðum, Viðreisn núna, að hluta til, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins.

 

Ég hef oft rætt um pólitík við pabba, en hann styður Samfylkinguna, og hann hefur kennt mér margt. Það sem sumum finnst vera eigingjarnir og spilltir hægrimenn finnst öðrum vera hugrakkir verndarar þjóðarinnar og sjálfstæðisins.

 

Föðuramma mín var systir Guðmundar G. Hagalíns rithöfundar, sem starfaði fyrir Alþýðuflokkinn. Ég kynntist mikilli jafnaðarmenningu hjá því fólki, og hversu stolt það var af sínu fólki, og Guðmundi Hagalín ekki sízt. Þegar maður er mjög ungur finnst manni þetta ekki skipta máli og maður pælir ekki í þessu. Svo þroskast maður og munurinn verður augljósari, andstæðurnar.

 

Hvað sem öllum rökum líður, eða sjálfstæðistilfinningum er það staðreynd að ungt fólk í dag er næstum allt vinstrisinnað, eða hlynnt jafnaðarstefnu. Hægristefnan hefur varla verið kynnt fyrir því og hvað þá þjóðernisstefnan, sem búið er að sverta kerfisbundið áratugum saman með djöfullegum áróðri vondra púka sem ekkert vilja fremur en að útrýma fólki. Rökræður um svona efni fara útí barnaskap og tilfinningaklám mjög oft því búið er að koma inn klisjum og kreddum og taka burt rökhugsun, enda skólakerfið sovézk og kommúnísk ítroðslustofnun miklu frekar en hlutlaus fræðslustofnun.

 

Úr því að unga fólkið hefur valdið mér svona miklum vonbrigðum skoðanalega séð finnst mér ekkert svo afleitt lengur að styðja Samfylkinguna og þóknast pabba og hans fjölskyldu.

 

Það má orða þetta svona: Úr því að þjóðin er svona heimsk þýðir ekkert annað en að taka þátt í heimskunni með henni. Hún hlustar ekki á rödd sannleikans og því fer sem fer.

 

Tvö mál sýna að allir eru á leið fram af hengifluginu: Umhverfismálin og femínisminn.  Femínisminn útrýmir mannkyninu, fyrst fólki á vesturlöndum og svo öllum öðrum, og jafnaðarflokkarnir sem eru allsráðandi grípa ekki til aðgerða sem duga í umhverfismálum.

 

Evrópa ætti þó að standa saman í fallinu. Evrópusambandið snýst einmitt um þetta, að búa til eitt stórt elliheimili fyrir þjóðirnar sem eru að hjálpa öðrum þjóðum að sigra sig. Unga fólkið er rangsnúnast og frábitnast þjóðernisstefnunni, svo vonin er ekki til. Gömlu kynslóðirnar hverfa með Covid-19, sem hefðu eitthvað getað gert eða bjargað einhverju.

 

Það er ekki vottur af skynsemi í ungu fólki. Ekki vottur. Ekki til. Ungu ráðherrarnir, utan flokka eða innan sjá bara einhver fáránleg mál sem eru smáatriði en skipta engu í stóra samhenginu, og skemma fyrir íslenzka kynstofninum frekar en hitt. Það er því aðeins öfugþróun, helstefnuþróun og ekkert annað.

 

Það er því aðeins eitt að gera: Taka hnífana af óvitunum, völdin, og komast í Evrópusambandið, en vitfirringarnir þar eru svolítið íhaldssamari en stjórnleysingjarnir sem snúast gegn öllu því sem hjálpar. Það kaupir því tíma fyrir glataða þjóð að láta sjálfstæðið af hendi og ganga í Evrópusambandið.

 

Auðvitað ekki lengi, því Evrópusambandið er hnignandi risi.

 

Það er því ekki með glöðu geði sem ég tel Samfylkinguna skárri en margt annað og tek undir með þeim sem ég hef oft áður verið ósammála.

 

Þar er þó góðmennska á ferðinni, sem er allnokkuð, en líka einfeldni. Þar eru líka völd á ferðinni, völd fjöldans sem hefur misst vitið og dómgreindina og lætur börnin hafa vit fyrir gamalmennunum, og óskhyggjuna drottna yfir aðgæzlunni.


mbl.is Hróp og frammíköll í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 608
  • Frá upphafi: 106032

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband