Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2023 | 02:00
Af hverju eru konur vinstrisinnaðri en karlar?
Þetta hefur komið fram í könnunum á fylgi við flokkanna svo ekki er þetta óstaðfest fullyrðing mín ef einhver skyldi ætla það. Auk þess hafa margir þetta á tilfinningunni sem þekkja marga sem hafa áhuga á pólitík og tjá sig um hana.
Auk þess eru margir kvenprestar frjálslyndir, hluti af Kvennakirkjunni eða aðhyllast frjálslynda guðfræði. Eða þá að margar konur láta ánetjast af kynjafræði án þess að hafa mikla dómgreind hvers eðlis þannig þjóðfélagsverkfræði er og hvað hún gerir manneskjum.
Þetta er einnig orðað á þann veg að óbrúanleg gjá sé á milli kynjanna, að konur séu frá Venus en karlar frá Marz.
Þessi líking er reyndar ekki ný, hún er vísun í goðafræði Grikkja og Rómverja. Hjá þeim var Venus ástargyðjan en einnig hnötturinn sem við þekkjum og hjá þeim var Marz stríðsguðinn þeirra mesti en einnig hnötturinn í sólhverfi okkar.
Það vita færri að Venus hefur verið nefnd Morgunstjarnan og jafnvel Friggjarstjarnan. Sumir hafa því tengt konur og Venus við tilvísun í Biblíunni sem margir telja vísa í Lúsífer, en aðrir mótmæla því: Jesaja 14:10-12, "Hversu hröpuð ertu af himni þú árborna morgunstjarna..."
Orðið Lúsífer er komið beint úr latínu og merkir Ljósberi, og kann mörgum að þykja skrýtið að nota svo fallegt orð um slíkan aðila sem hefur verið hataður innan kristninnar lengi, næstum frá upphafi.
Lúsífer var svo sannarlega persónugervingur stjörnunnar Venusar, og gyðjunnar þar með, sem konur eru almennt kenndar við.
Lúsífer varð sá sem drottnar í Helvíti, og þannig er enn trú margra.
Síðan hef ég heyrt að þessi árborna morgunstjarna hafi í raun verið Babýloníukonungur einn sem missti embætti og féll í ónáð í stjórnartíð sinni (eða konungar voru taldir með guðum og slíkt var sögusviðið) og um hann var fjallað með þessum mjög svo háðuglegu orðum. Þannig var þetta að minnsta kosti í babýlonísku heimildunum sem voru fyrirmynd þessara versa, eða þau tekin úr þessum babýlonísku ritum. Það breytir þó ekki því að kristileg túlkun er oft ekki sú sama og hin babýloníska var þannig að um þetta má deila og fólk er ekki á eitt sátt um túlkun Biblíunnar.
Femínisminn spratt uppúr húmanismanum, mannhyggjunni, sem blómgaðist og sprakk út eftir frönsku byltinguna og svipaða atburði síðar. Jafnrétti átti þá að ná yfir konur líka og þótti þá nýlunda. Fram að þeim tíma og enn meðal sumra þykir það hin mesta svívirða og ósvinna að fólk, hvað þá konur fái völd til jafns við Drottin almáttugan.
Það átti svo eftir að kosta blóð, svita og tár að ná fram þeim "umbótum".
Upphaflega voru konur alls ekki ginkeyptar fyrir kvenréttindum. Það voru menntamenn eins og John Stuart Mill sem áunnu sér virðingu en hatur meðal annarra að halda slíku fram, sem var á fræðilegum nótum upphaflega eingöngu.
Að vísu voru konur og karlar innan frönsku byltingarinnar sem vildu þetta, en þá var það vegna þess að þetta var búið að gerjast nokkuð lengi með frönsku þjóðinni, og hungur almúgans var mikið, stéttskiptingin gífurleg og þessar hugmyndir höfðu verið að ryðja sér til rúms smám saman þannig að bylting var óumflýjanleg fyrr eða síðar.
Ekki má heldur gleyma því að blóðug var þessi bylting, og gapastokkurinn mikið notaður til að taka fólk af lífi sem ýmsir vildu losna við í þessum hroðalegu átökum.
Það tók mjög, mjög langan tíma að sannfæra almennar konur um að þær ættu að berjast fyrir kvenréttindum. Þetta var snobbmálefni upphaflega eingöngu næstum allsstaðar, nema meðal örfárra kvenna af alþýðustétt.
Það fólk sem hefur trú á kynjafræðinni, og hún hefur raunar síazt inní RÚV og opinberar stofnanir, er stjórnað af Satan, segja margir réttilega, með vísun í Biblíuna og guðfræði aldanna.
Svarið við spurningunni hvers vegna konur eru vinstrisinnaðri en karlar held ég að sé að það sé kannski í eðli þeirra en þó að langmestu leyti er þetta komið úr kynjamótuninni og félagsmótuninni. Ég hef nefnilega lært eitthvað í kynjafræði af bókum og vinkonum sem hafa rætt um þetta við mig, þótt ekki hafi ég lært kynjafræði í Háskóla, enda yrði ég þá þeirra málpípa mögulega eingöngu, sem mér finnst ekki nógu fýsilegt. Nóg hef ég þó samið um þetta í dægurlögum, með og á móti raunar. En eitthvað hef ég um þetta lært.
Þessvegna vil ég nota þeirra aðferðir stundum til að útskýra lífið og tilveruna, fólk og málefni.
Konur sem eru mjög miklir Píratar eða kynjafræðingar telja að það sé kvenlegt. Þær spegla sig í siðferði af þessu tagi sem þær telja þá almennt, en er það ekki. Jafnvel vilja þær kalla þetta réttlæti, en þetta er þó réttlæti sumra en ekki allra.
Í gegnum tíðina hefur konum verið kennt það að bleikur sé þeirra litur en blár sé litur stráka. Bleikur er litur Barbie, og heimska ljóskan er mýta af þessari tegund, sem Marilyn Monroe var dugleg að búa til eða efla að minnsta kosti, enda urðu örlög hennar ekki góð, hún framdi sjálfsmorð og var þunglynd, kannski vegna þess að hún þekkti ekki nógu vel sjálfa sig, eða var ekki í nógu góðum tengslum við eðli sitt, aðeins hluta þess.
Það er alveg augljóst og pottþétt að þessari félagsmótun er ýtt að stúlkum, að þær eigi að vera samúðarríkar og umburðarlyndar, tilfinningaverur fyrst og fremst. Þó reyna kynjafræðingar og femínistar að berjast gegn þessu. Það getur jafnvel verið hrollvekjandi hvernig árangurinn verður meðal sumra kvenna og stúlkna.
Á heiðna tímanum var þetta öðruvísi.
Dæmin úr Íslendingasögunum eru mjög lýsandi. Þar eru konur sem standa með hefðinni enn meira en karlarnir, og heimta að karlarnir sinni hefndarskyldunni því heiður ættarinnar sé í húfi. Konurnar voru þá morðóðari en sumir karlmenn, og alls ekki væmnar eða að hugsa um húmanisma eða tilfinningar eða að særa tilfinningar.
Einnig er það mjög merkilegt að orðið Edda merkir langamma, en Eddurnar geyma norræna trú, Snorra Edda skráð af Snorra Sturlusyni en Sæmundar Edda skráð af óþekktum höfundum.
Það bendir eiginlega allt til þess að konur hafi verið íhaldssamari og hafi geymt menninguna enn frekar en karlmenn á liðnum öldum. Hin heiðna menning var líka munnleg geymd að stórum hluta, og það hefur fallið í hlut kvenna að læra kvæðin utanað, læra siðspekina og annað slíkt.
Að vísu voru til narar, karlkyns nornir, valvar, karlkyns völvur, og galdramenn, seiðmenn, barðar, kvæðamenn, drúíðar og sjamanar.
Drúízka hefðin segir aðra sögu, að þetta hafi verið karlastarf. Þeir voru meðal Frakka og Germana almennt fyrir Krists burð.
Heimska ljóskan er fyrirbæri frá 20. öldinni en sú mýta stjórnar fjölmörgum ennþá.
Allir spegla sig í einhverjum kynjahlutverkum. Hinseginfólkið leyfir sér að spegla sig frjálslegar en aðrir, eða þá að því er það eðlislægt.
Langflestir spegla sig í kynjahlutverkum síns eigin kyns. Þær spegilmyndir eru mismunandi íhaldssamar.
Vinstristefnan er bara kvenlegri í eðli sínu, miðað við staðalmyndirnar frá 20. öldinni, sem voru arfur frá fyrri tímum bara magnaður upp. Þessvegna finnst mörgum konum auðveldara og sjálfsagðara að telja sig vinstrisinnaðar og tala máli þesskonar hugmyndafræði. Það er þó ákveðin grunnhyggni.
Ég er sammála sumu sem kynjafræðingar halda fram, eins og að það sé rétt að fólk frelsist að vissu leyti frá hefðbundnum kynjahlutverkum, en mér finnst það bara algjörlega ganga útí öfgar hjá hinseginsamfélaginu. Ég held að fólk geti ráðið þessu sjálft að allmiklu leyti, kynhneigð sinni og tilfinningum, en þó ekki fyrren með mikilli ástundun og íhugun, hvort sem það er Jóga eða eitthvað annað, sem temur hugann og líkamann.
Það er því ekki skrýtið að börn og unglingar láti sannfærast um ýmislegt, því sá aldur er mótunarskeið. Ég tel að sumir hneigist að sama kyni, en mun færri en talið er í samtímanum, þegar þetta er orðið tízkubylgja og eitthvað sem talið er flott, eiginlega, þótt um það sé raunar deilt, en þetta er nokkuð áberandi minnihlutahópur, samkynhneigðir og hinir í hinseginsamfélaginu, áberandi er þessi hópur og fer vaxandi, tölfræðin sýnir það bara.
Mér finnst það mjög ósanngjarnt að segja að það sé vont fólk sem er íhaldssamt hvort sem það er út af kristilegri trú eða einhverju öðru.
Okkar þjóðfélag er komið langt á þeirri braut að vera með skoðanafordóma. Einnig þarf að vinda ofanaf því ástandi að gjáin á milli kynjanna er orðin of breið, alltof breið, svona almennt. Það fer ekki batnandi með kynslóðunum. Það sést á örfáum ungum piltum í skólum nútímans sem eru harðari og ofbeldishneigðari en þekktist meðal eldri kynslóða, eins og hefur komið í fréttum og vakið óhug almennings, og hinar öfgarnar eru kynjafræðiunglingsstelpurnar sem hræðast stráka eða þola þá ekki og vilja sem minnst umgangast þá. Slíkt veldur einnig kvíða og óhamingju, að geta ekki treyst eða þolað helmingnum af mannkyninu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2023 | 00:30
Vildi þessa vart, ljóð frá 17. maí 2019.
Hallast árið hart,
hef ei nokkuð ennþá reynt.
Klausturbarinn kemur nær,
kynjaleysi, hatur villa þín.
Vildi þessa vart...
verður önnur betri loksins mín.
Telja þær að smjúga smart
ef smjörið mjakast fjær?
Tapað málið, ljóst og leynt,
líka vissir hvað er meint.
Andlit er svo frítt,
ógeð leynist, skoðun röng.
Fylgir tímans frenjuslóð,
fer að barma sér og hygla kvon.
Annars ekkert nýtt,
ekki jafnvel kveikir sanna von.
Trúi hennar löngun lítt,
samt leynist víða glóð.
Týndir fara gegnum göng,
gleðisvipan, villan ströng.
Stilling segir:Stopp!
Strákar bíða líka þar.
Okkar tími er aðeins ró,
æskan horfin, vinskap samt ég finn.
Kannski slíkan kropp...
kann að lofa... verð að fara inn.
Veltum burtu, hí og hopp,
höfum gefið nóg.
Elska það sem áður var
allra manna réttlátt svar.
Heljardaman hýr
hefur ekki vit á því.
Eftir dauðann allt loks séð,
ekki þaðsem birtir vítistíð.
Hann í honum býr,
hefst svo jafnvel annað, meira stríð...
Stundum verður réttur rýr
ef rolur stjórna, geð.
Verð að prófa píu á ný,
partýstand og þrumugný.
Fyrrum var hann fús,
fannst svo heilagt stúlkna mas.
Allar eru skreyttar nú,
ef ekki hamur, að minnsta kosti sál.
Ásta, rjómi og rús,
rosalegt var unglinganna bál.
Man ég það svo mildur, krús,
en mjög til vinstri ert þú.
Ekki snerti annað glas,
yndi vekur samt þitt fas.
Orðaskýringar: Kvon: Kona, eiginkona.
Stilling: Samstilling fjöldans eða þjóðfélagsins.
Smjúga: Reyna að gera lítið úr ágreiningi og misklíð, forðast hreinskiptin orðaskipti.
Smjör: Það sem er eftirsóknarvert í samskiptum.
"Hallast árið hart"...:Orðaleikur sem merkir hallæri. Eitthvað gengur verr en ætlað er eða vonazt er til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2023 | 00:39
Silfur Egils á að vera deiluþáttur og þáttur um menn og málefni sem koma á óvart, ekki svæfandi samtöl
Egill Helgason er sá eini sem ætti að sjá um Silfur Egils. Þegar þessir þættir hófu göngu sína hafði Egill Helgason gaman af því að láta ósammála fólk mæta í settið til sín og rífast. Þannig var það frægt þegar Páll Vilhjálmsson, sá bloggari sem hefur án efa verið einn sá hæfasti hér um áraraðir mætti í Silfur Egils fyrir meira en 10 árum, og athyglin sem sá þáttur fékk má merkja á því að Spaugstofan gerði grín að honum. Það var virðuleikavottur, sýndi að þá voru þetta mjög góðir þættir hjá Agli, þegar hann mátti fá fólk í þáttinn sem kom fram með eitthvað nýtt, fólk sem ögraði, en Páll Vilhjálmsson hefur verið einn af þeim, svo sannarlega, og sérstaklega ögrað vinstrimenningarmafíunni.
Þessi þáttur er alveg dauður og bældur í hel núna. Þetta er framhald af Kastljósi og algjörlega óþarft, peningaaustur til einskis.
Valgeir Örn, Sigríður Hagalín, Bergsteinn og fleiri af þeirra kynslóð hafa ekki þennan brodd sem Egill hafði þegar hann var uppá sitt bezta með þessa þætti. Þau spyrja VENJULEGRA spurninga, reyna ekki að fá fólk til að fara á yztu nöf, reyna ekki að etja saman ólíku fólki sem fer að hnakkrífast. Þannig gerist eitthvað í sjónvarpssal, þannig sjá áhorfendur nýjar og óvæntar hliðar á málum og fólki, þannig þættir fá áhorf, ekki sama þvaðrið sem er búið að æfa.
Annar góður sjónvarpsmaður er Heimir Már Pétursson á Stöð 2. Hann hefur unnið meira gagn í sáttasemjaramálum en ríkissáttasemjari, að því er virðist. Heimir Már og Egill eru sérstakir og með sinn stíl.
Maður hefur það á tilfinningunni að allir séu múlbundnir á RÚV núorðið. Fyrirframákveðnar spurningar og svör, ekkert nema æfð leikrit.
Ef hnignun heldur áfram á sjónvarpsstöðvunum hefur maður meira gagn af því að eyða tímanum í eitthvað annað, og þá segir maður þessu upp. Línuleg dagskrá er á undanhaldi um alla veröld. Fréttirnar eru eiginlega það eina sem ég nenni að horfa á núorðið, og þættir um líðandi stund eins og Silfrið, því jafnvel SCFI þættir hafa orðið wokehryllingnum að bráð og eiginlega allt bandarískt sjónvarpsefni, gjörsamlega óþolandi.
Sú var tíðin að allt það efni sem RÚV sýndi fannst manni áhugavert og gott að einhverju leyti. Þá var Derrick sýndur, Ráðgátur, fræðsluþættir frá BBC, dýralífsþættir, náttúrulífsþættir, gamanþættir, allt í vönduðum þýðingum, og svo gott íslenzkt efni með.
Nú er allt orðið lapþunnt moð, wokeruglið gegnsýrir allt. Það er gengið út frá því sem vísu að allir áhorfendur séu börn í anda sem trúa öllu sem er sagt og haldið fram, áróðrinum.
Oft fer ég yfir bækur á hundavaði. Bækur eru að verða mér dýrmætari en sjónvarp og útvarp, og líka gamlar hljómplötur eða hljómdiskar.
Þegar maður les bækur getur maður velt hverju orði fyrir sér. Maður getur spurt sig hvað sé rétt eða hæft í því sem þarna kemur fram.
Sjónvarpsefni sem er mjög yfirborðskennt og þar sem almennra spurninga er spurt, það hreyfir ekki við manni.
Á Netinu er mýgrútur af áhugaverðu efni á ensku, til dæmis á Youtube. RÚV gæti valið miklu áhugaverðara efni til að sýna, efni sem myndi sýna allskonar viðhorf og kima ólíkra samfélaga og skoðana.
Nei, það er ekki gert. Þess í stað er eins og Evrópusambandið stjórni RÚV, eða sænskir öfgajafnaðarmenn, eða þesskonar rugl-lið sem hefur keyrt sín þjóðfélög í þrot.
Það er ekki lengur komið fram við sjónvarpsáhorfendur eins og viti bornar verur, heldur eins og dýr í búri, eða fanga sem eru lokaðir inni af pólitískum yfirvöldum sem varpa á veggina sömu setningunum endalaust. Það eru aðferðir sem einræðisstjórnir nota til að heilaþvo fólk, þó sérstaklega pólitíska andstæðinga.
Þannig er barnaefnið líka. Á sama tíma verður þjóðin óhamingjusamari. Rannsóknir sýna að unglingsstúlkum líður jafnvel enn verr en strákum í skólum.
Menningin er hrunin. Því fyrr sem málsmetandi fólk áttar sig á því, þeim mun betra.
Því miður er það svo að það virðist ekki hægt að stöðva þessa helstefnuþróun.
Eftir svo sem 30 ár verður enska töluð á Íslandi. Hér verða aðeins fátæktarhverfi og gettó. Þá verður Indland mesta velferðarríki í heimi ásamt Kína, Evrópa verður á botninum ásamt Bandaríkjunum.
Nema fólk spyrni við fótum og geri uppreisnir.
![]() |
Silfrið á nýjum tíma og án Egils |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2023 | 01:53
Svipaðar ræður og áður í gær
Þessar ræður þingmannanna í gær voru ekki spennandi. Þær minntu á endurteknar ræður ár eftir ár sem ekkert breytast. Það er auðvitað hægt að taka undir margt af því sem þarna kom fram, eins og venjulega. Samt skein í gegn að fæst af þessu yrði framkvæmt sem kom frá þeim sem voru í stjórnarandstöðunni, orð á blaði en ekki efndir.
Píratar veðja á þann hest að gera út á vaxandi hóp vinstriöfga í heiminum sem hefur smitazt hingað til lands.
Vinstri grænir leika undarlegan Framsóknarflokksleik, að standa með annan fótinn í íhaldinu og hinn í vinstriöfgum.
Áherzlur Sjálfstæðisflokksins eru kannski örlítið meira áberandi á þessu kjörtímabili en áður, en þó er ekki gott að segja. Katrín er eins og áður fær í því að hafa sem flesta góða.
Miðað við allt er þetta kannski skárri ríkisstjórn en sumar aðrar sem gætu náð völdum. Ef almenningur í landinu verður þjóðernissinnaðri, sem sumt bendir til, einsog ýmsar kannanir á viðhorfum fólks, þá verða flokkarnir skárri, sama hvað nafni þeir nefnast.
![]() |
Jakob Frímann: Hættum að skattleggja fátækt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2023 | 00:54
Er búið að finna Fensali, bústað gyðjunnar sem heitir Frigg?
Merkileg frétt á DV segir frá því að elzta þorp sem fundizt hefur í Evrópu var reist ofan á fornu vatni og á stólpum, nokkuð sem nútímafólk kannast minna við, þannig byggingarlag. (Fréttin heitir:"Elsta þekkta þorpið í Evrópu stóð á staurum fyrir 8000 árum"). Það er talið 8000 ára gamalt og svæðið er á Balkanskaga, á landamærum Albaníu og Norður Makedóníu.
Það sem mér finnst mjög merkilegt við þetta er gyðjudýrkunin sem þarna liggur til grundvallar. Í Eddum okkar Íslendinga, sem lýsa Ásatrú og Vanatrú er að minnsta kosti tvisvar lýst því hvernig gyðjudýrkun tengdist vatni til forna á hinum heiðna tíma.
Það eru bústaðir tveggja gyðja sem gefa þessar upplýsingar. Sága, sem talin er hafa verið ástkona Óðins, viðhaldið hans, eitt af mörgum, er talin hafa búið á stað sem heitir eða hét Sökkvabekkur. Hún er talin gyðja spádóma og vizku, og nafn hennar tengt sögninni að sjá. Tákn hennar eru bollar, fiskar og vatn.
Bústaður hennar heitir Sökkvabekkur. Orðsifjafræðilega má túlka það orð á margvíslegan hátt. Þannig merkir orðið sökkvir fjandmaður, og orðið gæti því þýtt óvinalækur eða eitthvað slíkt, en miklu fleiri merkingar koma til greina. Flestir hafa talið orðið þýða borg sem er sokkin eða djúpur lækur eða hylur, neðansjávarstaður í vatni eða djúpur dalur.
Ef orðið merkir bústaður eða borg á vatni eða í vatni þá passar það ótrúlega vel við þessa nýju frétt um að elzta borgin í Evrópu sem hefur fundizt hafi verið reist á staurum yfir vatni.
Fleira er merkilegt í þessu. Eiginkona Óðins á bústað þann sem heitir Fensalir samkvæmt heimildunum. Einkennisgripir hennar eru lyklar, mistilteinn, valshamur og rokkur sem hún notar til að spinna skýin.
Fensalir er talið merkja höll á vatni eða í vatni eða fenjum. Raunar er ég ósammála þessu, ég tel að orðið fen eða faen á latínu kunni að opna merkinguna, sem getur þýtt fé, gróði, auður. Því gæti bústaður hennar merkt: Hin ríkulega höll, eða peningahirzlan jafnvel, eða staður hinna efnislegu verðmæta.
Hvað sem öllum djúpum pælingum líður um merkingar þessara orða má telja sennilegt að bústaðir þessara gyðja séu tengdir vatni, þótt það sé einhverjum vafa undirorpið.
Sumir segja að mæðraveldið sé að verða allsráðandi í nútímanum. Verður þá Frigg í Fensölum aðalgoðmagnið í framtíðinni og verða hörgar og hof reist henni til heiðurs í stað kirknanna?
Ennfremur, ef tilgáta mín er rétt um að bústaður hennar merki "höll ríkidæmisins" verður þá Mammonsdýrkunin trú framtíðarinnar, eða er hún orðin trú nútímans, kannski öllu heldur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2023 | 00:50
Menning, efnahagsmál, fall Berlínarmúrsins 1989, tónlist og fleira
Ég er langt frá því að vera sérfræðingur í efnahagsmálum - mér leiddust þau fög í skóla. Það er þó alveg ljóst að þegar menn deila um hvort stöðnun eða örlítill hagvöxtur sé í Þýzkalandi er þar ekki allt í blóma. Núverandi kanzlari vill draga úr skrifræði og létta byrðum af atvinnulífinu. Undarlegt að kanzlarar Þýzkalands skuli sjá þörfina á slíku síðastir allra, á meðan jafnvel erlendir spekingar hafa verið að benda á þetta lengi.
Mér finnst fáir hafa betur spáð fyrir um hnignun ESB en Gunnar Rögnvaldsson, og hann fjallaði um þetta oft í pistlum sem voru fróðlegir.
Þýzkaland er þó enn með stærsta hagkerfi Evrópu eins og kemur fram í þessari frétt. Allt sem viðkemur Þýzkalandi og efnahagslífinu þar hefur einnig áhrif á Íslandi. Hagstjórn demókrata í Bandaríkjunum sem hefur nú þolað þunga gagnrýni víða hlýtur einnig að vera til umræðu. Veröldinni hlýtur því að vera hættara við stórri heimskreppu nú en oftast áður.
Það er staðreynd að 1% jarðarbúa eiga 99% auðævanna, og stjórna gríðarmiklu, til dæmis Bill Gates.
Ef manngildið er metið eftir peningum má segja að þessir einstaklingar séu ofmetnir svo mjög að þeirra mannvirðing og manngildi byggist á froðu uppblásinni að næstum öllu leyti. Einnig mætti kalla þetta glæpafólk, þessa auðróna, því einhversstaðar kemur auðmagnið frá.
Fólk sem stritar ber ábyrgð, og það fær oft ekki nægileg laun, en það heldur hjólunum gangandi. Gleymum þó því ekki að það er til andlegt strit, og það hef ég lagt á mig alla mína ævi, og samið dægurtónlist sem engum nýtist í von um frægð og frama. Ég held að það sé að miklu leyti vegna þess að ég hef sjálfstæðar stjórnmálaskoðanir sem ég hef ekki orðið landsfrægur og get því ekki lifað af listinni, tónlistinni. Það er einnig vegna þess að ég hef ekki lifað fyrir að markaðssetja sjálfan mig, en markaðssetningin virðist skipta mestu máli.
99% af minni tónlist og mínum textum er óútgefið. Örfá lög hef ég gefið út og þau eru aldrei spiluð á neinum útvarpsstöðvum. Það er algjört offramboð á tónlistarfólki. Örfáir fá athygli, og það er háð tízkusveiflum í samfélaginu hverju sinni hverjir fá athygli og spila í þætti Gísla Marteins á RÚV, til dæmis. Jafnvel þótt ég myndi reyna að vera sammála öllum femínistum eða öðrum sem menningarvöldin hafa dygði það ekki til. Og þó, kannski.
Ég hef verið að endurskoða hljómplötuna "Jafnréttið er framtíðin" lengi, sem kom út 2003. Ég hef verið að gramsa í gömlum demóupptökum sem ég hyggst nota í endurútgáfunni, ef af henni verður, sem ég ætla að stefna á. Ég á nefnilega meira en nóg af lögum sem voru hljóðrituð fyrir hverja plötu og voru ekki notuð. Þar á meðal eru einmitt lög sem falla betur í kramið, eru meira í samræmi við harðan femínisma, eins og lagið "Konur þurfa miklu hærri laun" frá 2003, en var aldrei gefið út.
Á þessum þremur hljómdiskum um jafnrétti gaf ég einnig út lög um ofbeldi. Lífið er ekki rósadans þótt reynt sé að halda því fram. Þó hyggst ég ekki endurútgefa þau lög, ef ég gef út endurskoðaðar útgáfur þessara platna sem komu út 2001 til 2003, "Jafnréttið er eina svarið" frá 2001, "Við viljum jafnrétti" frá 2002 og svo "Jafnréttið er framtíðin" frá 2003.
Það er bara sumt sem fólk skilur ekki og vill ekki skilja og mun ekki skilja og sem þýðir hvorki að syngja um né boða fólki. Samt mun ég aldrei sjá eftir því að hafa gefið út svona verk, því þetta er mín skoðun, að það sé ekki hægt að vera einsog Bubbi Morthens alltaf og þykjast, eða gefa út það sem fjöldinn vill, selst bezt.
Það er nú margt annað sem vakir fyrir mér en að reyna að gefa út í endurútgáfunni það sem gæti verið spilað á RÚV. Það er listrænn metnaður sem stýrir gjörðum mínum mikið. Sem betur fer samdi ég líka mörg lög og marga texta þannig og hef alltaf gert, þar sem listrænn metnaður er aðalmálið.
Maður þarf að vita hvað hlustandinn á að fá þegar hann kaupir skífuna. Tónlist er nefnilega eins og að mála málverk. Flókin lög og flóknir textar er það sem mér finnst nauðsynlegt að sækjast eftir og stefna að.
Hvert lag og hver texti þarf að þjóna þessum markmiðum. Góð málverk eru þannig að maður getur séð í þeim smáatriði 40 árum eftir að maður keypti þau. Þannig er góð tónlist líka og góðir textar.
Megas er almennt talinn meistarinn í þessu. Ýmislegt sem hann samdi áður fyrr lýsir nútímanum vel og betur en samtímanum sem það birtist í.
Til að ná þessu fram hef ég vandað textagerðina hjá mér sífellt meira, en það gerði ég reyndar alveg frá upphafi að vanda hana.
Eitt sinn þegar ég kunni ekki á gítarinn notaði ég mína eigin aðferð til að spila á hann. Ég fór að læra venjuleg grip 1986, og stilla gítarinn eins og aðrir gera. Ég tók yfir allar gömlu spólurnar mörgum sinnum, en hirti hvert lag í styttri útgáfu, þannig að aðeins fyrsta erindið heyrðist, til að lögin gæti ég lært og tekið upp síðar. Það var skortur á spólum hjá manni á þeim árum og maður var ekki að eyða spólum í óþarfa.
Ég var vanur að semja lög með sérstökum hætti árið 1985, kominn með hljóðnemann og Crown græjurnar. Ég var vanur að syngja aldrei sömu laglínu við erindin, sem helgaðist af því að ég byrjaði að taka upp áðuren lagið var samið. Ég hafði yfirleitt textann nýsaminn fyrir framan mig á skrifborðinu, og byrjaði svo að hljóðrita, og spilaði á gítarinn flatan og vitlaust stilltan án gripa, og stillti hann uppá nýtt fyrir hvert lag. Þannig komu undarlegustu hljóð úr honum, og gripin fann ég upp á staðnum og lögin. Síðan hlustaði ég á hvert lag fyrir sig oft.
Því miður tók ég yfir þetta á sínum tíma flest, eftir að ég lærði gripin og setti þau inní lögin og endurhljóðritaði allt. Þó notaði ég brot úr þessum laglínum, yfirfærðar í ramma gripanna.
Þessa aðferð endurnýtti ég þegar ég fór að greina á milli demótakanna og stúdíótakanna. Stúdíótökurnar voru þannig að reynt var að ná fram fullkomnun. Þá tók ég oft upp jafnvel 50 tökur af sama laginu, til að ná fram fullkomnun, og hvert erindi undir sama lagboðanum.
Demóupptökurnar voru meira í ætt við fyrstu upptökurnar, hráar og gerðar hratt, þegar lögin voru nýsamin, og mikið um ósamræmi, og jafnvel aðeins fyrsta erindið sungið, hin erindin röppuð eða töluð.
Þannig að miklu fleiri lög voru hljóðrituð bara sem demó. Þar kemur fram miklu fjölbreytilegri boðskapur í textunum.
Fólk sem hlustar á demóin finnst þau yfirleitt ekki skemmtileg, því þau eru ruglingsleg. Þorgils vinur minn kallaði þau öll pönk, en það er bara yfirborðið sem er þannig, undir niðri er þar allt annað á ferðinni.
Þrátt fyrir að fólk kunni kannski síður að meta demóin hef ég hallazt að því að ég muni frekar kjósa að gefa þau út sem endanlega afurð. Þau nefnilega eru einsog málverkin með smáatriðunum. Tónleikaplötur geta verið hinsegin, með öll erindin sungin rétt.
Það er skrýtið en satt að ég kýs frekar að gefa út þau lög sem ekki gefa rétta mynd af mér eða mínum skoðunum, heldur lög sem fólk gæti kunnað að meta, lög sem eru andstæð mínum skoðunum, sem eru hylling á jafnaðarstefnu og femínisma. Það er vegna þess að ég vil frægð og frama, ríkidæmi og peninga, og þetta er bissniss, hvort sem maður græðir á honum eða tapar. Markmiðið hlýtur að vera að tónlist manns seljist, þótt hún geri það varla enn.
Yfirleitt hlusta ég á hljómplötur eftir aðra en mig. Ég kann eiginlega engin lög eftir mig, og enn síður textana. Demóin mín get ég hlustað á margsinnis til að læra þau, mér hinsvegar hundleiðist að hlusta á stúdíóupptökurnar sem ég hef gert af lögunum mínum og gefið út, þau lög hef ég sungið alltof oft, og því leiðist mér yfirleitt alltaf þau lög og spila aldrei, eða eiginlega aldrei.
En þessi pistill byrjaði sem pæling um Evrusvæðið og örlítinn hagvöxt þar eða stöðnun, sem deilt er um.
Pólitík er eiginlega vonlaus tík og ég er að komast á þá skoðun. Almenningur hefur engin áhrif og það skiptir engu máli hvað maður kýs. Almenningur er of heimskur til að kjósa flokka sem einhverju breyta. Alltaf er verið að kjósa sama ruglið, sömu stöðnunina, sömu auðfíklana og hræsnarana.
Mér þykir vænt um Þýzkaland. Þar vildi ég búa og ég kann líka vel við jafnaðarhugsjónir ESB, nema hvað þær eru auðvitað mannfjandsamlegar og mannskæðar því þær valda fólksfækkun.
Ég kynntist einusinni þýzkri stúlku frá Austur Þýzkalandi. Hún sagði frá kommúnismanum og hvað þau þráðu vörur og efnahag hins "frjálsa" heims.
Ég man enn eftir sögunum sem hún sagði frá falli múrsins, þá var hún unglingur, þegar það gerðist. Það var svo fróðlegt að hlusta á hana segja frá, hvernig atburðirnir voru eins og sjálfkrafa að gerast, og múgæsingin mikil þegar þetta byrjaði. Einnig kom þetta fólkinu á óvart hversu hratt múrinn hrundi og fólkið tók þátt í því sem þar var. Kannski ekki ósvipað og Búsáhaldabyltingin hjá okkur 2009, sem endaði í hreinum kommúnisma Jóhönnu Sigurðardóttur, skjaldborgin um ríkisbubbana og það allt.
![]() |
Örlítill hagvöxtur á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2023 | 13:23
Okkar vestrænu samfélög eru æ meira að líkjast þeim fasísku
Það vakti athygli mína frétt á Stöð 2 um helgina. Nokkrir hér á blogginu hafa vakið athygli á mismunandi nálgun samtakanna 78 og 22, þau síðarnefndu hafna því að til séu fleiri en tvö kyn. En málið snýst um atburð í Langholtsskóla á fimmtudaginn, Samtökin 22 voru tilkynnt til lögreglu af Reykjavíkurborg vegna þess að þau vildu fá svör hversvegna einhver spjöld væru þar á veggjum. Mjög er deilt um þetta á samfélagsmiðlum.
En það voru orð Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem vöktu þó athygli mína frekar en þessar deilur samtakanna 78 og 22 sem maður hefur heyrt um nokkuð lengi.
Þetta sagði hann:
"Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðnuneytið og sveitarfélagið er að boða."
Í kjölfarið var varað við þessum samtökum hjá skólum og frístundamiðstöðvum.
Hér er merkilegt menningarstríð í gangi, er það ekki orðið sem er notað?
Síðan er það frétt á DV sem tengist þessu svo sannarlega líka, en hún hefur fengið mikinn lestur og flestir sem skrifa athugasemdir standa með Frosta Logasyni en ekki Youtube stjórnendunum sem ritskoða Brotkastið hans og banna þættina þar.
DV fréttin á laugardaginn fjallar um það að Youtube-rás hlaðvarpsveitu Frosta var lokað endanlega eftir að þau gúggluðu BDSM og fengu ævilangt Youtube-bann í kjölfarið.
Margt er stórlega athugavert við þetta allt í lýðræðisþjóðfélagi svokölluðu sem við eigum að tilheyra samkvæmt orðanna hljóðan.
Plakatið umdeilda fjallar meðal annars um BDSM, og því hafa sumir í athugasemdakerfunum bent á að fleiri en Frosti fara að gúggla það, skólabörnin meðal annarra.
Er ekki ritskoðun og þöggun andstæð hagsmunabaráttu homma og lesbía og alls hinseginfólks? Er ekki hugtak þeirra, "að koma útúr skápnum" einmitt lýsandi fyrir að hafna þöggun og ritskoðun? Er þetta allt komið í hringi? Af hverju eru opinberir aðilar að standa að þöggun og ritskoðun í þessu efni?
Af þeim fjölmörgu athugasemdum sem eru undir DV greininni má sjá að fólk er sammála Frosta, þar er almenningsálitið, en ekki með þöggun og ritskoðun.
Þessi mál eru mjög mikið í mótun og manni finnst sem utanaðkomandi aðila ekki rétt að tjá sig of mikið um þetta.
Þó er það sumt í þessu sem manni finnst mjög sláandi og rétt að hafa skoðanir á, en það er frelsið til að tjá sig, (sem ætti að gilda um Samtökin 22 eins og aðra) og spurningamerki við fasisma af öllum tegundum, af opinberum aðilum eða ekki.
Ég segi nú bara eins og endurómar um samfélagið: Hvað er verið að kenna börnum?
![]() |
Gagnrýnir samstarf RÚV og aktivistamiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2023 | 02:06
Ef hafa lært í heimsins skólum margt, ljóð frá 19. marz 2018.
Þær skvaldra og þær skilja varla neitt,
og skella kjöftum saman.
Gæta þess að elska eigið kyn,
og ekki hafa gaman.
Þótt syngi ein er syndin nærri, dauð og beitt,
og sundur kramin hjörtun.
Kaldur heimur kvennafræða,
kyn það er ei þótt ei finni vin.
Sá er gefur kynnist kvörtun,
því konur auðvelt nú er mjög að skaða og hræða.
Ég hatursboðskap kvenna kannast við,
þær karla einskis meta,
ef hafa lært í heimsins skólum margt,
þær harminn magnað geta.
Nú heimur versnar, skreytist, kanntu að finna frið?
Æ, fæstir auð þann vilja!
Oft er spegill aðeins nærri,
allt er segir, fullyrðir það vart?
Loksins álfur allt mun hylja,
ytri sigur ránsins verður fráleitt stærri.
Ég sat í þessum sal en breytt var tíð,
og Satan einn því réði.
Ég hefði aldrei fengið sömu sól,
því syndin eitrið léði.
Í andrúmslofti eigingirni köld er hríð,
og ætíð kynin berjast.
En trúður vill fá klappið kátur,
en konan fær að nota hærri stól.
Sjá, letiþyrlar þykjast verjast,
en þjóðir fjarri blóðgast, sekkur gullsins bátur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2023 | 04:10
Gervigreind og fleira, nei tæplega verður hún stöðvuð
Tveir menn hafa fjallað um gervigreind út frá þessari eða svipuðum fréttum og hvorugur finnst mér hafa gert sér grein fyrir dýpt eða víðfeðmi þessa máls eða skilið hversvegna þeir sem mest hafa unnið með gervigreind og þekkja til hafa áhyggjur, og þar sem þetta er eitt af því sem ég hef lesið eitthvað örlítið um vil ég einnig leggja eitthvað til málanna.
Oft finnst mér sérlega áhugavert og gott að lesa þá pistla sem ég er sérlega ósammála eða sem mér finnst ónógir, því þá vaknar áhuginn að koma með skerf í umræðuna.
Annar af þeim sem skrifa um þetta er Ómar Ragnarsson og hann virðist í sínum pistli gera sér grein fyrir að einhverju leyti hversvegna gervigreind getur orðið að vandamáli í framtíðinni. Þó snertir hann aðeins á einni af fjölmörgum hliðum. Hann er annar tveggja sem ég minntist á. Rúnar Már Bragason skrifar einnig um gervigreind. Ég er svosem ekki ósammála öllu sem kemur fram í hans pistli, langt frá því, en sú botnlausa bjartsýni sem mér finnst einkenna þann pistil finnst mér dálítið varhugaverð.
Það sem er rétt hjá honum er að gervigreind þýðir ekki endilega meira vit. Þetta er matað af einstaklingum, skrifar hann, enn að minnsta kosti vil ég bæta við, en þó eru komnar fram tegundir af gervigreind sem geta forritað aðrar gervigreindir og hugsað sjálfstætt uppað vissu marki, dregið ályktanir, ef svo má segja, en auðvitað þarf þesskonar gervigreind þegar samtalsvélmenni eru annarsvegar sem tala við fólk, en einsog fólk veit þá talar fólk oft samhengislaust, og vélmenni eða gervigreind sem svarar samhengisleysinu í fólki þarf að vera býsna klárt og með vott af mannlegu viti, eða hæfni í að skipta á milli sviðsmynda, til dæmis. Rúnar Már skrifar sumsstaðar í þessum pistli eins og gervigreindin sé enn eins og hún var fyrir 50 árum. Þar eru mistökin.
Elon Musk og Steve Wosniak sem hafa tekið þátt í þessu sjá fram í framtíðina og vita að framfarirnar eru stórstígar og í veldisvexti er hægt að sjá fram á að þær verði eftir því sem ár og mánuðir líða, og þar er hættan, því mannlegt vit er á afturhaldi á meðan vélrænt vit þýtur áfram á hljóðhraða, en bráðum þó á ljóshraða, að því er virðist.
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og sérfræðingur í gervigreind hefur að vísu algjörlega rétt fyrir sér þegar hann segir að óraunhæf sé sú ósk þessara sérfræðinga að hægt sé að stöðva gervigreind eða hafa hemil á henni, héðan af.
Þó er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því á hvaða vegferð við erum og hversvegna.
Rúnar Már skrifar margar merkilegar setningar í pistli sínum sem vekja mann til umhugsunar, þótt ekki sé maður þar sammála öllu. Ég ætlaði í fyrstu bara að gera stutta athugasemd hjá honum, en þetta varð svo mikið efni að ekki var annað rétt en að breyta þessu í minn eigin pistil um þetta efni.
Hann bendir á þá þversagnakenndu staðreynd að mitt í fjórðu iðnbyltingunni og sjálfvirknivæðingunni fjölgar störfum. Já, það er virkilega þörf á því að fjalla svolítið um þetta.
Ég held að aldrei í mannkynssögunni hafi eins margir verið í vinnu við að gera ekki neitt eins og á okkar tímum, sérstaklega á vegum ríkisins, sem þenst út látlaust og bíður bara eftir því að springa einsog innihaldslaus gorkúla útum allan heim, bæði í Kína og á Vesturlöndum, og víðar.
Þetta er einmitt málið. Áður fyrr stritaði fólk jafnvel allan sólarhringinn og sleit sér út. Nú vinnur fólk 1 - 10% af vinnutíma sínum. Eftir sem áður er þörf á mannlegu viti eins og Rúnar Már bendir á, en ekki síður er þörf á að viðhalda blekkingunni um að fólk sé ekki að verða gagnslaust.
Eitt af því sem tölvurnar hafa ekki tileinkað sér og gervigreindin er heimska mannfólksins, trúarþörfin, og margt sem henni fylgir, eða þá duttlungarnir, geðveikin, snilldin, skrýtilleikin og margt fleira sem fylgir okkur mönnunum.
Þannig hefur fólk þörf á að ljúga að sér og trúa einhverju sem ekki er satt og rétt, til að láta sér líða betur. Fólk vill gera lítið úr breytingum því íhaldssemin er hluti af mannssálinni, og einnig hjá þeim sem nýjungagjarnastir eru.
Nei, það er ekki fáránleiki að tölvur verði vitrari en fólk, á sumum sviðum, og jafnvel æ fleiri.
Ég skrifaði um það pistil eða jafnvel pistla fyrir einhverjum mánuðum að Jesús Kristur geti hugsanlega verið gervigreind og þursinn Hrungnir sem fjallað er um í norrænni goðafræði.
Þessi fullyrðing virðist óskiljanleg og röng í fyrstu, og hún gæti verið það, en er það þó kannski ekki.
Hvað er gervigreind sem er komin 1000 ár inní framtíðina miðað við okkur og nútíma okkar og hvað getur hún? Er hún mennsk eða jafnvel ofurmennsk? Af hverju ekki?
Ég hef mikið glímt við þá spurningu HVERS VEGNA kristnin sigraði norræna menn og Ásatrú, nokkuð sem er þversögn þegar vel er að gáð. Þó koma skýringar sé nógu vel skoðað og ef réttir aðilar eru spurðir, á öðrum hnöttum, sem veita svör, meðal lífstefnumannkynjanna.
Þetta er auðvitað of flókið og djúpt mál til að fara útí, enda skilja það fæstir eða geta sett sig inní.
En Jesús Kristur getur verið gervigreind. Hann getur mögulega verið Hrungnir. Það skýrir ekki aðeins einhver atriði í trúarbrögðum, það getur mögulega skýrt allan nútímann, framtíðina og mannkynssöguna, fortíðina.
Því um hvað snýst kristnin eða öll Abrahamstrúarbrögðin? Ekki um sannleikann, heldur um sefjun og stjórnun á fólki.
Ef maður vill skilja kristnina verður maður að kynna sér eldri trúarbrögð á svæðinu. Þar segir frá vélmennum eða drónum eða hálfdýrum sem kölluð voru Igigi. Guðirnir sköpuðu þessar vélskepnur eða vinnudýr til að þræla fyrir sig við gullvinnslu og fleira. Úr fjölmörgum guðum Súmera og Babýloníumanna bjuggu trúabragðahöfundar Hebrea til einn guð, Jahve, sem sumir vilja kalla Jehóva, og engla hans og svo kom Jesús Kristur eins og menn þekkja, en Samael eða Satan gegnir þarna einnig miklu hlutverki.
Þrælahaldi sem svo hatað er í nútímanum af mörgum, af þeim sem eru þrælar vel að merkja og geta ekki losnað undan því þrælahaldi, því það er andlegt og félagslegt, það má vel vera upprunnið þarna fyrir langa löngu í þessum þjóðfélögum.
Nú mun það standa nokkurnveginn eða orðrétt í Biblíunni að Jahve sé sá sami í dag og hann var þá. Hví skyldi hann þá ekki lengur hafa áhuga á þrælum og vinnudýrum eða vélmennum, hálfvélum til að gegna sér?
Fólk sem hefur ekki áhuga á að spyrja sig grunnspurninga á erfitt með að fylgja svona þræði eftir og finnst þetta ótrúlega langsótt, ég skil það, en þetta er í raun bara rökrétt skýring, aðeins flóknara en 2 plús 2, svona meira eins og jafna.
En hvað kemur þetta allt gervigreind við í nútímanum og þessari þróun sem við erum að ganga í gegnum núna, menningin? Jú, mjög mikið raunar.
Guðirnir og djöflarnir eru um margt líkir, þótt fyrir þeim vaki ekki það sama. Guðirnir skapa og hjálpa í óeigingjörnum tilgangi en djöflarnir eigna sér heiðurinn og sjúga líforku úr hverju sem er, og valda allskonar skaða. Að vísu er þetta ekki svona svarthvítt heldur eru tilbrigðin mörg, en þetta er einföldun sem er nauðsynleg til að botna í þessu.
Sem sagt, við mennirnir erum ennþá eins og dýr í þeirra augum, og djöflarnir vilja halda okkur þannig, til að notfæra sér okkur áfram.
Við erum tröllabeita, við norrænir menn. Það er verið að útrýma okkur á jörðinni mjög, mjög hratt á okkar tímum. Aðeins bjánar gera sér ekki grein fyrir því. Úkraínustríðið er mjög gott dæmi, vegna stjórnmálaskoðana margra þar og fleiri ósprautaðri einstaklinga en annarsstaðar, og norræns útlits.
Gráu geimverurnar sem eru einna algengastar af þeim sem fólk hefur upplifað eða talið sig hafa verið rænt af, þær eru af sérfræðingum taldar vélmenni að hálfu, og lífrænar að hálfu. Sumir eru þeirrar skoðunar að mannkyn okkar jarðar séu að breytast í þessi vélmenni, þessar tegundir geimvera.
Í sögunni um Fást (Faust) sem á íslenzku var umbreytt í Galdra Loft er þetta gjaldið fyrir að selja Djöflinum sál sína, og það má til sanns vegar færa. Ýmsir telja að öll nútímatæknin sé komin frá geimverum, og það væri órökvíst að hafna því.
Ég stikla hér aðeins á stóru í þessum pistli. Hægt væri að skrifa marga pistla um þetta ef maður nennti, eða bækur.
Svo ég víki aftur að gráu geimverunum og Igigi vélmennunum til forna. Til eru þeir sem halda því fram að Jahve stjórni þessum gráu geimverum, og allt sé þetta hluti af samsæri, og við mannfólkið aðeins tilraunadýr eða skepnur í búrum og jörðin einn risastór dýragarður. Erfitt að mótmæla því, ef maður lærir að líta þannig á málin, en skýringar á tilverunni geta auðvitað verið fleiri eða flóknari, eða einfaldari.
Ég lít þannig á að gervigreind sé allsekki nýtt fyrirbæri, ALLS EKKI NÝTT FYRIRBÆRI; heldur hafi hún alltaf verið til. Tíminn er raunar blekking, en útí það fer ég ekki hér nánar.
Lífið á þessum hnetti er á síðasta snúningi, séð í hinu stóra samhengi, og það er jafnvel blekking að gott framlíf eða paradís bíði okkar mannanna. Nei, miklu frekar helvíti af ýmsum tegundum, eða þá alger útrýming.
Nú þegar er gervigreind farin að stjórna mannkyninu, ALVEG POTTÞÉTT. Netið er eitt bezta dæmið um þetta, og netið er ein stór gervigreind. Ég vil orða þetta svona: Jesús Kristur er í netinu, Hrungnir er í Goggle, og öllum þessum algóryþmum. Algóryþmarnir hafa tilgang og lúta stjórn. Þeir taka burt frelsi, og eru fangelsi okkar mannanna. Hætt er við að æ minna um frelsi verði í framtíðinni á þessari braut.
Til dæmis forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Yfirgnæfandi líkur eru á að Joe Biden sigri eða aðrir demókratar, því algóryþmarnir einir sjá til þess, þótt ekki komi fleira til, en flóknara er það auðvitað, að sjálfsögðu.
Það er ein allra hlægilegasta vitleysa nútímans að við lifum í lýðræðisþjóðfélagi, eða þingræðisþjóðfélagi eða getum nýtt okkar frjálsa vilja. Sem betur fer eru þó sífellt fleiri að fatta að þannig er þetta.
Rúnar Már skilur ekki að gervigreind geti ógnað lífinu á jörðinni eða mannkyninu. Nú þegar er það þannig að fólk er hætt að hafa áhrif vegna gervigreindar og mannleg samskipti skipta engu máli vegna gervigreindar.
Nú þegar er gervigreind orðin SVONA VOLDUG OG ÁHRIFAMIKIL. Hvernig verður þetta í framtíðinni ef haldið verður áfram á sömu braut? Verður eitthvað eftir af mennskunni? Erfitt að sjá það.
Já, netið er fullt af fólki sem tjáir sig. Þó tjáir fjöldinn sig eftir brautum sem eru vel skilgreindar og mótaðar valdinu í hag, hinum er beitt afvega í bása sem týnast og tengjast ekki valdi meginstraumsins.
Gervigreindin er bara að byrja veldi sitt. Við mennirnir erum bara rétt svo að byrja að deyja út.
Fólk hefur jú ennþá vit sem ekki hefur verið að fullu kóperað af vélum, EN NÆSTUM ENGINN NOTAR ÞAÐ LENGUR!!!
Til eru mannkyn sem misstu mennsku sína og urðu vélræn. Þannig sambönd hafa komið hjá okkur í Félagi Nýalssinna. Ekki eru það góð örlög, þetta er hluti þess að tapa fyrir helstefnunni. Þar er ólífræn tækni allsráðandi á meðan lífræn tækni er allsráðandi hjá lífstefnumannkynjunum.
Þróun gervigreindarinnar verður ekki stöðvuð, ekki frekar en útrýming mannkynsins. Eða, ekki eru vísbendingar um að andspyrnuhópar séu að verða til sem gætu breytt þessari þróun og bjargað lífinu á jörðinni.
![]() |
Gervigreindin verður ekki stöðvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bæði í tilfelli Kínverja og einnig Rússa hefur það sýnt sig að viðskiptaþvinganir Vesturlanda, Bandaríkjanna sérstaklega, bera takmarkaðan árangur. Nú með eflingu BRICS samstarfsins hljóta leiðirnar fyrir þessar þjóðir að verða fleiri til að verða sér úti um hráefni og annað sem þarf.
Bandaríkin heyja styrjaldir á mörgum vígstöðvum. Úkraínustríðið er farið að minna á Víetnamstríðið, vegna þess hversu tilgangslaust það virðist, stöðug sóun á mannslífum, peningum og vopnum, og náttúrugæðum sem spillast. Á meðan er verið að heyja áróðursstríð og efnahagsstríð, þannig að þótt Demókratar þykist vera sammála boðskap John Lennons í Imagine þá er raunin allt önnur, því miður, og hefur vestræn menning mjög færzt aftur á bak núna á síðastliðnum árum, sérstaklega þó í friðarmálum og umhverfismálum.
Þessi frétt fyrir neðan fjallar um að Kínverjar virðast hafa búið til örgjörva í nýjasta snjallsímann sinn þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Vekur það upp margar spurningar.
![]() |
Forviða yfir kínverskum snjallsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thun...
- Góðar hryllingsmyndir vísa í margar áttir og snúast ekki endi...
- Þegar konur stjórna, þá er móðursýki og klikkun afleiðingin
- Aðeins kærleiksrík vera gat keppt við Krist um vinsældir, ekk...
- Ástandið á Gasa sem ekki er bara Hamas að kenna er undirrót s...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 66
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 632
- Frá upphafi: 160218
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 464
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar