Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2023 | 01:20
Fólk sem þolir ekki skoðanir annarra hefur í sér einræðisherra/einræðisfrúaeinkenni og galla
Einræðisherrar einsog Pútín þola ekki gagnrýni. Þeir koma jafnvel óvinum sínum fyrir kattarnef, drepa þá. Á Fésbókinni hefur það tíðkazt að konur sem femínistar hafa skólað til og fyllt af hroka og steigurlátum afvina alla þá sem ekki eru öfgafemínistar eða sem ekki hafa skoðanir sem þeim eru þóknanlegar. Þetta er slaufunarmenningin svonefnda, nema að ekki er fullvíst hvenær hún hófst, og hvort hún sé hluti af rauðsokkuómenningunni frá upphafi.
Karlar hinsvegar búa að aldatugareynslu og áratugareynslu og telja þetta ekki góða latínu.
Oft á Fésbókinni hef ég orðið var við það að erfitt er fyrir karlmann eða dreng að hrósa einhverri nógu mikið, því kynsystur hennar hlaða á hana slíku oflofi að það hálfa væri nóg, þannig að viðkomandi kona eða stúlka þróar ekki með sér gagnrýna hugsun og þol fyrir gagnrýni og andstæðum skoðunum heldur krefst þess að vera með sífellda slefandi jámenn í kringum sig, og stundum helzt aðeins af sínu eigin kyni, því Metoovitleysan hefur alið þær upp í þeirri firru að tortryggja karlmenn og stráka að fyrra bragði hvort sem þær heyra eða frétta eitthvað misjafnt um þá eða ekki, og þó sérstaklega ef þeir hafa það orð á sér að vera ekki hlýðnitamir hundar.
Þetta eru stúlkur og konur sem einangrast í fílabeinsturnum valds síns, og þær eru ótrúlega margar. Viðhlæjendurnir og gervivinirnir eru líka oft ótrúlega margir og af mörgum þjóðernum, ekki vantar það, því þetta er bara hluti af gervimenningu nútímans, sem samfélagsmiðlarnir ala fólk upp við.
Ekki vantar það að drengir og karlar eru hluti af þessu líka, en þar sem ótrúlega stór hópur af þeim hefur lent í slaufun, bara misgrófri, verða þeir að sækja á brattann og sanna sig félagslega, stundum innan hópa sem spila tölvuleiki, eða í skólum og í atvinnulífinu. Þetta eru svosem aðeins nokkur dæmi um samfélagskima, en þetta veitir ljósi inní ákveðna galla í samfélagsmynstri nútímans, sem útskýra ótrúlega mikið af samskiptavandamálum kynjanna og fólks almennt.
Linda Baldvinsdóttir hefur komið inná þessi mál og margar konur aðrar sem eru menntaðar í svona samskiptum, og karlar einnig.
Slaufun er ofbeldi, og það er mikilvægt á okkar tímum þegar kúgun og ofbeldi er mikið í umræðunni að hún verði flokkuð sem ofbeldi. Það er erfitt að ímynda sér þjáningar og höfnunartilfinningu þess sem verður slaufað, og hversu mikill skaðinn er fyrir samfélagið allt eins og þann sem verður fyrir slíku.
Nú er ég fullviss um að þagnarkúgunin sem manni virðist ríkja í þessari ríkisstjórn á sér fyrirmynd í því sem hér var lýst á undan, hver ráðherrar þumbast við sitt og tilkynnir stundum ekki öðrum ráðherrum hvað er á seyði, og notar þögnina sem ógn, frekar en að hafa samskiptin liðug og mikil.
Hversu oft hefur maður ekki heyrt á umliðnum árum að eitthvað er útskýrt svona:"Mér var ekki sagt frá því!"
Þegar foreldrar ætla að gera börnum sínum gott með sífelldu hrósi eru þeir ekki að gera þeim greiða heldur að búa til vandamál, eða mögulega að minnsta kosti. Ef við segjum að kynin séu hundrað, þá þurfa öll kyn að kynnast misjöfnum skoðunum og að ekki geta allir verið sammála manni.
Þar hinsvegar eru mörkin, að ef barnið eða hinn fullorðni einstaklingur verður hræddur og taugaveiklaður eða með lélegt sjálfsmat þarf að nota hrós og jákvæðni til að byggja upp. Hroki og steigurlæti eru hinar öfgarnar.
Við eigum svo auðvelt með að gagnrýna herstjóra og einvalda í fjarlægum löndum. Þetta eru samt eðliseinkenni sem þekkja má úr nærumhverfinu. Það fá bara ekki allir tækifæri til að stjórna her eða löndum og þjóðfélögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagur B. Eggertsson er einn öflugasti leiðtogi Samfylkingarinnar hvaða skoðun svo sem fólk hefur á honum. Það mætti vel kveða sterkar að orði og fullyrða: Hann er þeirra langsterkasti leiðtogi. Þetta sést bezt á því að hann keyrir áfram áætlarnir sem margir eru mjög andvígir og er fær um það, þótt hrikti mjög í stoðunum að vísu.
Hann hefur sannfært mig talsvert um að hann hafi gert eitthvað rétt í Reykjavík. Helzt var ég efins um stjórnsýslu hans þessi ár þegar miðbærinn var sundurgrafinn og erfitt að komast leiðar sinnar. Það verður nú að viðurkennast að margt er glæsilegt sem eftir hann liggur og frágangurinn snyrtilegur og aðlaðandi. Nýju hverfin nálægt Hörpu eru sérlega útlend í útliti og glæsileg, en snobbbragurinn á þeim er ekki ógagnrýniverður.
Ég held að það sé alveg pottþétt að Dagur B. Eggertsson hefur gert meira fyrir ferðaþjónustuna í landinu en flestir aðrir, miðað við að Reykjavík er langstærst bæjanna íslenzku (við eigum tæplega eða ekki borg á erlendan mælikvarða) og helzti segullinn á túristana sennilega, og bölva honum ábyggilega margir fyrir það, sem láta túristaflauminn ógurlega fara mjög í taugarnar á sér, og það eru sífellt fleiri samkvæmt könnunum, að vísu.
Samt þegar ég les svona fréttir eins og þessa finnst mér hann öfgamaður, þegar hann talar um að "frekari þétting sé sízt of mikil." Ég er bara sammála þeim sem vilja dreifbýli frekar en þéttbýli, og mér finnst rangt að herma eftir útlöndum og fá hér alveg sömu vandamálin og í útlöndum. Af hverju getum við ekki haft okkar land öðruvísi, og verið sjálfstæðari en önnur lönd, eins og grunnstefna Sjálfstæðisflokksins er?
Samt endar þetta yfirleitt alltaf eins, að þegar Dagur B. Eggertsson er búinn að nauðga sínum áætlunum í gegn með hjálp ráðherranna og ráðfrúnna, þá verða flestir til að lofa hann og prísa og komast á hans skoðun, að allt sé þetta flott hjá honum.
Hvað gerist þegar næsti borgarstjóri tekur við? Vaknar þá fólk upp af þessari vímu persónudýrkunarinnar á Degi B. Eggertssyni og fer fólk meira að spá í hvað þetta kostar, svona ekki ósvipað og þegar miklir faraóar í Egyptalandi liðu undir lok?
![]() |
Frekari þétting síst of mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2023 | 02:19
Fyrirsjáanlegur fréttaflutningur af mótmælum gegn hvalveiðum
Vonbrigðin við kvöldfréttir hjá RÚV og Stöð 2 er að þar er gert ráð fyrir því að allir séu vinstrisinnaðir sem njóta efnisins. Fréttir eru valdar til að gleðja vinstrimenn, hinar hunzaðar, þaggaðar niður. Þær fréttir eru lengstar sem varða áhugamál vinstrimanna.
Að þessu sinni voru það fréttirnar um "kvenhetjurnar" tvær sem fóru uppí möstur hvalveiðiskipanna sem tóku mest pláss.
Jú ég viðurkenni réttinn til að mótmæla og er ekki hissa á að erlendir mótmælendur hafi látið til sín taka, en eins og Björn Bjarnason hefur skrifað um var þetta fyrirsjáanlegt og hefði átt að hafa viðbúnað á svæðinu til að fyrirbyggja slíkt.
Í þessum fréttum voru orð látin falla, sem ég man ekki hver sagði, eitthvað á þá leið að hvert hvalslíf væri dýrmætt og að engan hval mætti fella. Hm... það minnti mann ósjálfrátt á eitthvað annað, sem oft er mótmælt vestanhafs, einmitt í Bandaríkjunum, en það eru fóstureyðingar.
Já, þetta er svolítið kómískt. Hér eru erlendar konur að mótmæla hvalveiðum, og gera má ráð fyrir að þær séu því vinstrisinnaðar. Þurfum við því að búast við því að bandarískar konur mótmæli fóstureyðingum sem Vinstri grænir hafa kosið yfir þjóðina, með stuðningi Pírata, en þeim er greinilega miklu meira annt um hvali en mannslíf, hvað þá börn, varnarlaus og ófædd sem geta enga björg sér veitt?
Annað sjónarhorn á þessu er einnig svolítið mikilvægt: Hægrimenn mótmæla fóstureyðingum en vinstrimenn mótmæla hvalveiðum. Af hverju eru vinstrimenn alltaf duglegri en hægrimenn að mótmæla? Þurfa ekki hægrimenn að taka sig á í því?
![]() |
Sögðust aldrei hafa séð langreyði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2023 | 07:01
Skrotturnar, upp frá afgrunninu, teiknimyndasaga gefin út 1980 eftir Louis-Michel Carpentier, óútgefin á íslenzku, bókagagnrýni.
Þessi bókaflokkur er með þeim lítt þekktari. Aðeins komu út 6 bækur á sínum tíma, og flestar árin 1980 og 1981.
Ég fann þessa bók á norsku í Góða hirðinum fyrir nokkrum dögum á vægu verði. Hún vakti athygli mína. Ég bjó til nýyrðið skrotturnar yfir þessa dýrategund sem þarna er fjallað um. Jåttene heitir þetta dýrakyn á norsku í bókunum, bækurnar fjalla um dystópíska framtíð mannkynsins með húmorískum hætti.
Fyrsta bókin byrjar á því að mannkynið hefur sprengt sig í loft upp og útrýmt sjálfu sér í kjarnorkustríði og með mengun. Engin mannvera er eftir lifandi á jörðinni. Einu verurnar sem lifa af eru stökkbreyttar rottur sem ganga uppréttar á tveimur fótum ofaní jörðinni, sem haga sér eins og skrattar og líta þannig út. Orðið skrotturnar bjó ég til með því að skeyta saman tveimur orðum, rotturnar og svo skrattarnir. Úr því kom orðið skrotturnar, sem nýyrði yfir þessa dýrategund sem lifir ein eftir gjöreyðingu mannkynsins og fjallað er um í bókunum.
Mér finnst full ástæða til að kynna þennan bókaflokk því þetta er svo sérstæður húmor, sem um leið byggist á raunsæi á þeirri helstefnubraut sem mannkynið er á og hefur verið lengi.
Þrátt fyrir allt fyllist maður ekki af þunglyndi eftir að hafa lesið þessar bækur. Þessar mannrottur eru gæddar mannlegum eiginleikum, en dauðasyndirnar sjö og þesskonar lestir og syndir eru mest áberandi, auk þess sem klaufaskapurinn er áberandi. Bækurnar flokkast því sem mjög svartur húmor og grimmur. Sjálfir brandararnir eru allir endurunnir úr öðrum myndasögum og því eru þetta venjulegar myndasögur að flestu leyti, miðað við hversu algengt er að dýr séu gædd mannlegum eiginleikum, eða manndýr í þessu tilfelli.
Grænn dreki kemur einnig við sögu sem hefur lifað af dómsdag. Allt er þetta líf mjög frumstætt og minnir á miðaldir að einhverju leyti, skrotturnar lifa við konungsveldi, og allt er þetta í mjög húmorísku ljósi.
Þessar verur, skrotturnar, eru firrtar öllum náungakærleika eða dyggðum, kristilegum eða heiðnum. Hver er sér næstur og þeirra ríki er sannkallað víti, sem þó er fyndið vegna klaufaskaparins og heimskunnar sem einkennir vesalings lífverurnar. Snemma í bókinni skríða þær upp á yfirborðið á jörðinni og bókin lýsir hrundri siðmenningunni og rústunum á yfirborði jarðarinnar líka, engin mannvera er lifandi á yfirborðinu, en nóg af eyðilögðum byggingum og öðrum rústum.
Bækurnar heita Les Toyottes á frummálinu. Aðeins komu út 6 bækur og vinsældir bókanna hafa verið takmarkaðar, höfundurinn meðal þeirra litlu, sem lítið seldi og lítið varð frægur. Hann hjálpaði við frægar teiknimyndir um Tinna og fleiri sögupersónur, einn af mörgum. Raoul Cauvin kom að sköpun þessara bóka og samdi handritið að þeim, þótt hans sé ekki getið í þessari norsku bók.
Húmor Cauvins nýtur sín í þessum bókum. Sá afkastamikli handritshöfundur gerði meðal annars handritin að Samma og Kobba bókunum, en þær komu út fjölmargar, alls 40 stykki frá 1973 til 2009. Cauvin lézt 2021 82 ára en Carpentier lifir enn 79 ára.
Húmor Cauvins var alltaf frekar svartur og gráglettinn, kaldhæðnin mikil en hugmyndaauðgin líka.
Það má lesa bjartsýni útúr þessum bókum, að menn eða skepnur eða hálfmenn einsog þarna er fjallað um verða að gera það bezta eða skásta úr ástandinu, hversu húmorísk sem útkoman verður eða dapurleg.
Þessar bækur minna okkur á að þegar búið er að fórna því bezta og eyðileggja það þarf að þola það versta og umbera það, draga fram lífið og skrimta, eins og þessar bágu verur gera, skrotturnar.
Án efa hafa þessar bækur sprottið uppúr sama hugmyndaheimi og fyrstu hljómplötur Bubba Morthens og Utangarðsmanna þar sem hann söng mikið um heimsendi, helsprengjuna og slíkt.
Gjemselen á norsku þýddi ég sem afgrunn, til heiðurs Einari Benediktssyni skáldi með meiru. Hann notaði þetta orð yfir hyldýpi, og það er svo sérstakt að það má vel nota, og lýsir fyrirbærinu vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2023 | 01:27
Samfylkingin færist nær miðjunni, mildari ásýnd stjórnmálanna og meiri samvinna held ég sé það sem fólk vill
Spurningin um það hvort áherzlur Helgu Völu, sem hverfur af þingi hverfi með henni hlýtur að vera áleitin og þótt mér finnist stjórnmálaprófessorinn Eiríkur svara mörgu vel og skýra hér er ég þar ekki sammála.
Að minnsta kosti má fastlega búast við að þær áherzlur þurfi ekki alltaf að vera það fyrsta sem kemur í kvöldfréttunum næstu árin og mánuðina, eitthvað um flóttamenn og umburðarleysi Sjálfstæðisflokksins, eða það væri óskandi að slík leiðindi í garð hægrimanna verði grafin og gleymd sem mest.
Vinsældir Samfylkingarinnar núna eru enginn mikill leyndardómur. Samfylkingin er miðjan í stjórnmálunum núna þegar fólk er orðið dauðþreytt á togstreitunni sem allir verða varir við en fæstir færa í orð, það er bara vitað mál að ríkisstjórnin gengur ekki ákveðnum skrefum, hvorki til vinstri né hægri, heldur er reynt að horfa í gegnum fingur við ráðherrana þegar þeir fikra sig áfram í málum sem stundum eru öfgamál og stundum útvatnað sull til að geðjast sem flestum, og eins og Sigmundur Davíð spáði, ekki það sem hjálpar fólkinu í landinu, eða finnst ekki flestum það úr því að ríkisstjórnin er í litlu fylgi?
Helga Vala er næstum jafnaldra mín, það munar tveimur árum, og ég og þótt ég sé næstum aldrei sammála henni ber ég virðingu fyrir dugnaði hennar og ákveðni í vonlausum málum, sem ætti ekki að berjast fyrir.
Hún hefur reynslu og menntun í leiklistinni eins og foreldrar hennar. Það kæmi mér ekki á óvart að hún gæti blómstrað einhversstaðar í menningunni ef hún fengi leiða á lögmennsku og pólitík. Hún hefur sannfærandi talandi eins og pabbi hennar hafði, og gæti verið sannfærandi leikkona, ímynda ég mér, jafnvel þótt hún sannfæri ekki pólitíska andstæðinga. Að minnsta kosti var hún andlit ákveðinna sjónarmiða í hugum margra á meðan hún var á þingi, og þyrnir í augum sjálfstæðismanna margra. Það er ákveðið afrek út af fyrir sig.
Ég hef bara haldið því fram strax og Samfylkingin hrifsaði til sín fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Vinstri grænum, Viðreisn og jafnvel fleiri flokkum, að þarna væri að teiknast upp samstarf sem liggi í augum uppi, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
![]() |
Kristrún með alla þræði flokksins í hendi sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2023 | 01:25
Souls Of Seven, ljóð frá 3. janúar 1986.
Feel the wind blow, fallen over,
frantic needs and terror through my eyes.
Frozen do I stare so still,
stunned all through the furthest will.
How come, endless sorrow, she was nice,
soon no more we're easy, live in clover.
Save the planet, soon I make it,
saviour, there's the faulty human kind.
Stick to truths in wicked winds,
wait to get them beat, the sins.
Sorrow for the siblings, what I find,
sad and blind when they must deny, take it.
In my song this all is better.
antic moods of fallen church in vain.
Can't be gone, the queen of love,
cunning wolves are high above.
In my soul the darkness put this pain.
prehistoric, too much, will regret her.
Save me from the mistakes maiden,
merry feasts are clinging to her breast.
Darkness rests with rigid arms,
rolls of fat without the harms.
Will I ever find the waiting, best?
warfare in the country being laden.
Future, repeat souls of seven,
sewer humble give him strength and will!
Kiss in life the longest pride,
lust and faults shall never hide.
Saw him there, the power, fortress, fill!
Feel like they must also go to heaven.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2023 | 10:52
Hvalveiðar
Það hefur komið í fréttum að Svandís Svavarsdóttir muni leyfa hvalveiðar að nýju með skilyrðum, og heyrzt hefur að hún hafi leyft þær vegna þrýstings frá sjálfstæðismönnum og jafnvel Katrínu forsætisráðherra til að ógna ekki ríkisstjórninni enn frekar, sem mér finnst hljóma trúverðugt mjög.
Inní þetta koma svo hótanir frá kvikmyndaleikurum og mógúlum um að minnka umsvif á Íslandi ef Íslendingar hlýða ekki demókrötunum og þeirra vilja. Maður spyr sig: Var það ekki einmitt tilgangurinn með því að veita Íslandi athygli og tökustöðum hér, að fá vogarafl til að hóta og stjórna?
Nenni ekki að pæla í því. Sömu kúgunartaktík má finna útum allt í viðbjóðsmenningunni, sem kúgar og meiðir í nafni falskra mannréttinda.
Hér vil ég svara þeirri spurningu hvort hvalveiðar séu dýraverndunarmálefni eða umhverfismálefni. Mér virðist hvalveiðar vera femínískt málefni fyrst og síðast.
Það að veiða dýr er ekki það sama og að menga plánetuna. Dýrategundum hefur verið útrýmt með ýmsum hætti, og það er alveg á hreinu að á okkar tímum er hindrað að ofveiði sé stunduð á hvölum. Ef taprekstur er á veiðunum er það vegna áróðursins heimskulega að utan. Á meðan Bandaríkjamenn sjálfir veiða mikið af hval undir merkjum frumbyggjaveiða vilja þeir dyggðaflagga sig með því að atast í smáþjóðum sem gera slíkt það sama, og fá þannig réttlætingu, sem allir vilja.
Ég er á móti ofveiði af öllum tegundum, en treysti vísindamönnum nú til dags til að meta hvaða tegundir eru í útrýmingarhættu og hverjar ekki. Þessir kvikmyndaleikarar ættu að snúa sér að brýnni verkefnum; það eru tegundir sífellt að deyja út, og þessi ofurathygli á hvalina er algjörlega útí hött: Hún tekur athyglina frá raunverulegum og brýnum verkefnum í umhverfisvernd og dýravernd.
Það er búið að auglýsa hvalveiðihatrið niður í drasl þannig að fávitavæðingin í umræðunni er orðin algjör, og virði ég sjálfstæðismenn fyrir að standa í lappirnar í þessu eina máli þótt þeir láti vinstrimenn og jafnaðarmenn kústa sig til og tuska í öðrum málum, mörgum, því miður.
Auk þess mun innlendur og alþjóðlegur áróður fyrir neyzlu á þessum afurðum gera veiðarnar arðbærar, úr því að þetta var mikið selt og borðað áður. Þetta er spurning um markaðssetningu.
Hér er þetta spurningin að treysta vísindamönnum. Ég tek ekki mark á þessu tali um ómannúðlegar veiðar. Hefur þetta fólk aldrei verið í sveitum og séð hvernig náttúran er? Ekki snyrtileg, heldur blóðug og grimm?
Hefur þetta fólk sem talar um ómannúðlegar veiðar aldrei verið á sjónum? Veit það ekki að dráp á dýrum er náttúrulegt og eðlilegt ferli?
Ég hef heyrt það hlægilega rugl að hvalkjöt sé ekki mannamatur??? Hvernig væri þá að útskýra það hversvegna svo ætti að vera. Hvalkjöt minnir á nautakjöt á bragðið, nema það er tægjufrírra og ekki eins seigt, jafnvel bragðbetra, en það er smekksatriði. Auk þess er lítil fita í því. Sé það rétt matreitt er það frábærlega gott og ábyggilega hin bezta mannafæða.
Við verðum að átta okkur á því að allskonar áróðursrugl er í gangi, og ekki er einusinni spurt hvaðan það áróðursrugl kemur og hver hefur hag af slíkum áróðri, eins og að hvalkjöt sé síður mannafæða en dýrafæða.
Ég man nú hversu oft hvalkjöt var í matinn hjá ömmu og afa því eiginmaður systur mömmu vann við það á sumrin að verka hvali og flá. Ætti barn sem er 10 ára ekki að hafa smekk fyrir því hvort því finnst eitthvað kjöt gott eða vont? Hvalkjöt er með því betra sem finnst, sé það rétt matreitt. Það þarf oft að venjast því bragði sem er ögn öðruvísi en fólk á að venjast.
Eftirskrift og eftirmáli:
Þessi pistill var skrifaður 31. ágúst 2023, um fjögurleytið, en svo fór ég að gúggla þetta málefni og sérstaklega las ég vel wikipediagreinina um þetta, vegna þess að ég reyni alltaf að vera eins hlutlaus og mér er fært, miðað við að hafa þó pólitískar skoðanir einsog aðrir, og vilja tjá þær.
Þessi eftirskrift er skrifuð um tíuleytið 2. september.
Samkvæmt tölfræði sem er ný kemur þetta fram og er í wikipediunni:
Bandaríkin veiða 1887 hvali á ári, og flokkast það allt undir FRUMBYGGJAVEIÐAR.
Íslendingar veiða 648 hvali á ári og flokkast þær undir VEIÐAR Í ATVINNUSKYNI.
Canadamenn veiða mest í heimi, en þeir eru umþaðbil hluti af Bandaríkjunum, 4510 hvali veiða þeir á ári, og teljast þær veiða FRUMBYGGJAVEIÐAR.
Hér er ný fyrirsögn á pistli sem ég ætlaði að skrifa um þetta í dag, en vildi frekar birta pistilinn upprunalega:
Við, upprunalegir Íslendingar erum frumbyggjar í útrýmingarhættu og ættum því að stunda hvalveiðar þannig skilgreindar, frumbyggjaveiðar eins og stórþjóðirnar
Þetta gæti verið lausnin fyrir sjálfstæðismenn sem vilja berjast fyrir þessu máli, og þannig má skáka rökum vinstrisinnanna að miklu leyti.
![]() |
Kvikmyndaframleiðendur harma ákvörðun ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2023 | 00:08
Kunni málmsins mál, ljóð frá 18. maí 2015.
Engin móðir allt það getur,
eins og rykið bætir sig.
Hann var stofninn sterki,
stóð að mörgu verki.
Ætt mín er að falla,
ekkert þolir slíkt.
Klukkur Kölska gjalla,
kallar geðið ríkt.
Allt er annars sýkt
enginn skilur þig.
Mikils ekki metur
meyjan starfið þitt.
Eyðist einnig hitt.
Hátign þeirra hefur fallið,
hættu að styðja bölvíst par.
Afi allt það kunni,
ást bjó þar í grunni.
Frændur mínir fara,
finna enga rót.
Oft þá áttu að svara
er þitt meitlað hót.
Varla bragarbót
birtan þarna var.
Eftir aðeins gjallið,
oft hann barði stál,
kunni málmsins mál.
Minning tapar lit og lögun,
liggja vegir þangað ei.
Bý í höll úr hamri,
heiðin fylltist glamri.
Fólk nú deyr og daprast,
dettur héðan brátt.
Næturmyrkrið naprast
nefnir enga sátt.
Annað kannski átt
undarlega mey.
Bíð og bið um dögun,
blessun fyrir mig
og alla, einnig þig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrr á þessu ári lenti póstþjónustan brezka í netárás sem kostaði mikið og olli töfum og leiðindum. Það veit ég því það olli töfum á pakka til Íslands sem ég pantaði þótt ekki hafi það verið í fréttum hér á Íslandi. Hér er vitnað í frétt um truflun á brezkum flugsamgöngum, sú mesta í tæpan áratug og sem mun kosta flugfélög tæpa 17 milljarða íslenzkra króna, eða um 100 milljónir punda. Menn spyrja sig að ástæðunni og fá víst ýmis ólík svör, því verið er að rannsaka hvað þarna var í gangi og það er ekki fullkomlega vitað enn.
Brezka stjórnin gefur út þá tilkynningu að bilunin hafi ekki verið vegna netárásar en hefur fyrirskipað rannsókn á málinu, að sjálfsögðu.
Nú er það svo að Rússar hafa verið sakaðir um að vera alltaf að gera netárásir á Bandaríkin og önnur vestræn ríki, sérstaklega þegar kemur að forsetakosningum og slíku og taldir bera ábyrgð á "röngum" úrslitum kosninga, sem varð þó alveg heimsfrægt þegar Trump varð forseti og uppi voru raddir um að það væri Rússa sök, en fólk hefði því tæplega kosið hann í svona miklum mæli, 2016.
Hvernig skyldi þá standa á því að Bretar lenda í fleiri netárásum eftir að þeir hafa yfirgefið ESB heldur en áður? Eru þar Rússar á ferðinni eða Evrópusambandið, einhverjir hópar innan þess sem gera slíkar árásir með eða án samþykkis yfirvalda?
Hvað á fólk að halda? Í hvernig heimi lifum við? Hvernig er menningin orðin? Margt er rétt í orðum Guðjóns Hreinberg um að menningin sé hrunin, og vert að halda þeim til haga.
Það sem kemur stundum fram í íslenzkum fréttum á RÚV og víðar um að Rússar beri ábyrgð á netárásum á vestræn ríki kann að vera mikil einföldun á miklu flóknara máli, eða þá hreinlega röng áherzla og frétt.
Vesturlönd eru í miklum kröggum og vanda ef þau eru farin að berjast innbyrðis þótt ekki sé nema að þessu leytinu til, að ríki sem fór útúr ESB sé kannski gert erfitt fyrir með þessum hætti.
Svo mikið er víst, að brestir eru víða og þeir eru miklir, og undarlegri eru fréttir ýmsar nú til dags, um veikleika og hnökra þar sem áður maður hélt að allt væri fullkomið, og hafði tröllatrú á þeim löndum og kerfum.
![]() |
Sextán milljarða truflun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2023 | 00:02
Maiden fair, you're starting to be right, ljóð frá 3. október 2017.
Love is further, lost for trains,
leftists made me suffer for the deed.
Ásta baby, if I would,
ever maybe, then I should...
Finding furlong need,
first they leave you, worthless gains...
Like a friend you chatter child,
chieftain of the past that was so great.
I hear the words, but how I'm lost,
heaven maybe, too I'm bossed,
around and met the mate,
more than lost her, going wild.
Yes I like just you, and them,
youth is spent on fools and we're so old...
Life is maybe like this, babe,
lions don't no more go ape.
Easy, only cold,
even so, you're beauty, gem!
Look back on the life I have
lost, and house, and grandpa, friends there too.
Life has passed me by, oh bride,
brittle kiss on hand, I might...
Loving life and you?
Likewise, where should someone nav?
Would I miss you? More than so!
Maiden fair, you're starting to be right...
Just my type, but time is wrong,
take yourself out of nice throng!
Nice we'd meet tonight
naked, trust me, then just go!
Gotta make this mine and say,
maiden what I need and also feel...
Still I'm shy and stranded here,
strongly maybe in the fear...
Baby, beauty real,
born to make it right, each day!
Between doubt and lust I lie,
like you now but they are many still.
Pass you'd really make at me,
maybe I would love you free.
Strive for strongest will...
stiff they go to mountains... why?
Films they make this wrong and rough,
reset what you've learned, 'cause I'm no drone.
Hit the moment home with me,
heaven there if both are free.
On you girl I've grown
give the rest, but life is tough!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Mannkynssagan er mörkuð af frægum persónum eins og Gretu Thun...
- Góðar hryllingsmyndir vísa í margar áttir og snúast ekki endi...
- Þegar konur stjórna, þá er móðursýki og klikkun afleiðingin
- Aðeins kærleiksrík vera gat keppt við Krist um vinsældir, ekk...
- Ástandið á Gasa sem ekki er bara Hamas að kenna er undirrót s...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 101
- Sl. sólarhring: 162
- Sl. viku: 667
- Frá upphafi: 160253
Annað
- Innlit í dag: 93
- Innlit sl. viku: 498
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar