Af hverju eru konur vinstrisinnaðri en karlar?

Þetta hefur komið fram í könnunum á fylgi við flokkanna svo ekki er þetta óstaðfest fullyrðing mín ef einhver skyldi ætla það. Auk þess hafa margir þetta á tilfinningunni sem þekkja marga sem hafa áhuga á pólitík og tjá sig um hana.

Auk þess eru margir kvenprestar frjálslyndir, hluti af Kvennakirkjunni eða aðhyllast frjálslynda guðfræði. Eða þá að margar konur láta ánetjast af kynjafræði án þess að hafa mikla dómgreind hvers eðlis þannig þjóðfélagsverkfræði er og hvað hún gerir manneskjum.

Þetta er einnig orðað á þann veg að óbrúanleg gjá sé á milli kynjanna, að konur séu frá Venus en karlar frá Marz.

Þessi líking er reyndar ekki ný, hún er vísun í goðafræði Grikkja og Rómverja. Hjá þeim var Venus ástargyðjan en einnig hnötturinn sem við þekkjum og hjá þeim var Marz stríðsguðinn þeirra mesti en einnig hnötturinn í sólhverfi okkar.

Það vita færri að Venus hefur verið nefnd Morgunstjarnan og jafnvel Friggjarstjarnan. Sumir hafa því tengt konur og Venus við tilvísun í Biblíunni sem margir telja vísa í Lúsífer, en aðrir mótmæla því: Jesaja 14:10-12, "Hversu hröpuð ertu af himni þú árborna morgunstjarna..."

Orðið Lúsífer er komið beint úr latínu og merkir Ljósberi, og kann mörgum að þykja skrýtið að nota svo fallegt orð um slíkan aðila sem hefur verið hataður innan kristninnar lengi, næstum frá upphafi.

Lúsífer var svo sannarlega persónugervingur stjörnunnar Venusar, og gyðjunnar þar með, sem konur eru almennt kenndar við.

Lúsífer varð sá sem drottnar í Helvíti, og þannig er enn trú margra.

Síðan hef ég heyrt að þessi árborna morgunstjarna hafi í raun verið Babýloníukonungur einn sem missti embætti og féll í ónáð í stjórnartíð sinni (eða konungar voru taldir með guðum og slíkt var sögusviðið) og um hann var fjallað með þessum mjög svo háðuglegu orðum. Þannig var þetta að minnsta kosti í babýlonísku heimildunum sem voru fyrirmynd þessara versa, eða þau tekin úr þessum babýlonísku ritum. Það breytir þó ekki því að kristileg túlkun er oft ekki sú sama og hin babýloníska var þannig að um þetta má deila og fólk er ekki á eitt sátt um túlkun Biblíunnar.

Femínisminn spratt uppúr húmanismanum, mannhyggjunni, sem blómgaðist og sprakk út eftir frönsku byltinguna og svipaða atburði síðar. Jafnrétti átti þá að ná yfir konur líka og þótti þá nýlunda. Fram að þeim tíma og enn meðal sumra þykir það hin mesta svívirða og ósvinna að fólk, hvað þá konur fái völd til jafns við Drottin almáttugan.

Það átti svo eftir að kosta blóð, svita og tár að ná fram þeim "umbótum".

Upphaflega voru konur alls ekki ginkeyptar fyrir kvenréttindum. Það voru menntamenn eins og John Stuart Mill sem áunnu sér virðingu en hatur meðal annarra að halda slíku fram, sem var á fræðilegum nótum upphaflega eingöngu.

Að vísu voru konur og karlar innan frönsku byltingarinnar sem vildu þetta, en þá var það vegna þess að þetta var búið að gerjast nokkuð lengi með frönsku þjóðinni, og hungur almúgans var mikið, stéttskiptingin gífurleg og þessar hugmyndir höfðu verið að ryðja sér til rúms smám saman þannig að bylting var óumflýjanleg fyrr eða síðar.

Ekki má heldur gleyma því að blóðug var þessi bylting, og gapastokkurinn mikið notaður til að taka fólk af lífi sem ýmsir vildu losna við í þessum hroðalegu átökum.

Það tók mjög, mjög langan tíma að sannfæra almennar konur um að þær ættu að berjast fyrir kvenréttindum. Þetta var snobbmálefni upphaflega eingöngu næstum allsstaðar, nema meðal örfárra kvenna af alþýðustétt.

Það fólk sem hefur trú á kynjafræðinni, og hún hefur raunar síazt inní RÚV og opinberar stofnanir, er stjórnað af Satan, segja margir réttilega, með vísun í Biblíuna og guðfræði aldanna.

Svarið við spurningunni hvers vegna konur eru vinstrisinnaðri en karlar held ég að sé að það sé kannski í eðli þeirra en þó að langmestu leyti er þetta komið úr kynjamótuninni og félagsmótuninni. Ég hef nefnilega lært eitthvað í kynjafræði af bókum og vinkonum sem hafa rætt um þetta við mig, þótt ekki hafi ég lært kynjafræði í Háskóla, enda yrði ég þá þeirra málpípa mögulega eingöngu, sem mér finnst ekki nógu fýsilegt. Nóg hef ég þó samið um þetta í dægurlögum, með og á móti raunar. En eitthvað hef ég um þetta lært.

Þessvegna vil ég nota þeirra aðferðir stundum til að útskýra lífið og tilveruna, fólk og málefni.

Konur sem eru mjög miklir Píratar eða kynjafræðingar telja að það sé kvenlegt. Þær spegla sig í siðferði af þessu tagi sem þær telja þá almennt, en er það ekki. Jafnvel vilja þær kalla þetta réttlæti, en þetta er þó réttlæti sumra en ekki allra.

Í gegnum tíðina hefur konum verið kennt það að bleikur sé þeirra litur en blár sé litur stráka. Bleikur er litur Barbie, og heimska ljóskan er mýta af þessari tegund, sem Marilyn Monroe var dugleg að búa til eða efla að minnsta kosti, enda urðu örlög hennar ekki góð, hún framdi sjálfsmorð og var þunglynd, kannski vegna þess að hún þekkti ekki nógu vel sjálfa sig, eða var ekki í nógu góðum tengslum við eðli sitt, aðeins hluta þess.

Það er alveg augljóst og pottþétt að þessari félagsmótun er ýtt að stúlkum, að þær eigi að vera samúðarríkar og umburðarlyndar, tilfinningaverur fyrst og fremst. Þó reyna kynjafræðingar og femínistar að berjast gegn þessu. Það getur jafnvel verið hrollvekjandi hvernig árangurinn verður meðal sumra kvenna og stúlkna.

Á heiðna tímanum var þetta öðruvísi.

Dæmin úr Íslendingasögunum eru mjög lýsandi. Þar eru konur sem standa með hefðinni enn meira en karlarnir, og heimta að karlarnir sinni hefndarskyldunni því heiður ættarinnar sé í húfi. Konurnar voru þá morðóðari en sumir karlmenn, og alls ekki væmnar eða að hugsa um húmanisma eða tilfinningar eða að særa tilfinningar.

Einnig er það mjög merkilegt að orðið Edda merkir langamma, en Eddurnar geyma norræna trú, Snorra Edda skráð af Snorra Sturlusyni en Sæmundar Edda skráð af óþekktum höfundum.

Það bendir eiginlega allt til þess að konur hafi verið íhaldssamari og hafi geymt menninguna enn frekar en karlmenn á liðnum öldum. Hin heiðna menning var líka munnleg geymd að stórum hluta, og það hefur fallið í hlut kvenna að læra kvæðin utanað, læra siðspekina og annað slíkt.

Að vísu voru til narar, karlkyns nornir, valvar, karlkyns völvur, og galdramenn, seiðmenn, barðar, kvæðamenn, drúíðar og sjamanar.

Drúízka hefðin segir aðra sögu, að þetta hafi verið karlastarf. Þeir voru meðal Frakka og Germana almennt fyrir Krists burð.

Heimska ljóskan er fyrirbæri frá 20. öldinni en sú mýta stjórnar fjölmörgum ennþá.

Allir spegla sig í einhverjum kynjahlutverkum. Hinseginfólkið leyfir sér að spegla sig frjálslegar en aðrir, eða þá að því er það eðlislægt.

Langflestir spegla sig í kynjahlutverkum síns eigin kyns. Þær spegilmyndir eru mismunandi íhaldssamar.

Vinstristefnan er bara kvenlegri í eðli sínu, miðað við staðalmyndirnar frá 20. öldinni, sem voru arfur frá fyrri tímum bara magnaður upp. Þessvegna finnst mörgum konum auðveldara og sjálfsagðara að telja sig vinstrisinnaðar og tala máli þesskonar hugmyndafræði. Það er þó ákveðin grunnhyggni.

Ég er sammála sumu sem kynjafræðingar halda fram, eins og að það sé rétt að fólk frelsist að vissu leyti frá hefðbundnum kynjahlutverkum, en mér finnst það bara algjörlega ganga útí öfgar hjá hinseginsamfélaginu. Ég held að fólk geti ráðið þessu sjálft að allmiklu leyti, kynhneigð sinni og tilfinningum, en þó ekki fyrren með mikilli ástundun og íhugun, hvort sem það er Jóga eða eitthvað annað, sem temur hugann og líkamann.

Það er því ekki skrýtið að börn og unglingar láti sannfærast um ýmislegt, því sá aldur er mótunarskeið. Ég tel að sumir hneigist að sama kyni, en mun færri en talið er í samtímanum, þegar þetta er orðið tízkubylgja og eitthvað sem talið er flott, eiginlega, þótt um það sé raunar deilt, en þetta er nokkuð áberandi minnihlutahópur, samkynhneigðir og hinir í hinseginsamfélaginu, áberandi er þessi hópur og fer vaxandi, tölfræðin sýnir það bara.

Mér finnst það mjög ósanngjarnt að segja að það sé vont fólk sem er íhaldssamt hvort sem það er út af kristilegri trú eða einhverju öðru.

Okkar þjóðfélag er komið langt á þeirri braut að vera með skoðanafordóma. Einnig þarf að vinda ofanaf því ástandi að gjáin á milli kynjanna er orðin of breið, alltof breið, svona almennt. Það fer ekki batnandi með kynslóðunum. Það sést á örfáum ungum piltum í skólum nútímans sem eru harðari og ofbeldishneigðari en þekktist meðal eldri kynslóða, eins og hefur komið í fréttum og vakið óhug almennings, og hinar öfgarnar eru kynjafræðiunglingsstelpurnar sem hræðast stráka eða þola þá ekki og vilja sem minnst umgangast þá. Slíkt veldur einnig kvíða og óhamingju, að geta ekki treyst eða þolað helmingnum af mannkyninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ítarlegur pistill Ingólfur, -ég satt að segja efast um að háskólalærður kynjafræðingur hefði gert hann áhugaverðari.

Hvað mitt nærumhverfi varðar þá fæðast flestir drengir bláir og stelpur bleikar, svo kemur innrætingin.

Þau sem fæðast bleik en eru blá og öfugt eiga nákvæmlega sama rétt til lífsins og aðrir, þau koma í þennan heim til að öðlast sína reynslu.

Að kynlífsgreina og kynlífsvæða alla reynslu er klám, flest okkar hafa engan áhuga á að auglýsa kynlífsathafnir okkar hvort sem við erum bleik eða blá, því þá fótum troðum við kærleikann.

Hvort konur hafa meiri tilhneigingu til að vera vinstrisinnaðri en karlar hefurðu svarað sjálfur í þessum góða pistli, -þar kemur innrætingin til.

Þeir eru ekki margir hér á blogginu, ef þá nokkur, sem skrifa betri pistla um þessi svo kölluðu kynjafræði en þú, þegar þú ferð aftur í söguna og dregur fram í dagsljósið áhrifavalda innrætingarinnar.

Magnús Sigurðsson, 17.9.2023 kl. 06:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svei mér þá ÞESSI GREIN ÆTTI AÐ VERA SKYLDULESNING Í KYNJAFRÆÐINNI en sennilega "má ekki lesa neitt þar sem er skrifað af einhverju viti þar á bæ". Mér fannst sérstaklega áhugavert að lesa um Lúsífer og fall hans svo er ég algjörlega sammála þér um það að FEMÍNISMINN hafi leitt af sér mikið böl og þar sést engan veginn til lands og jafnvel að  afleiðingarnar geti orðið' mun alvarlegri en nokkurn órar fyrir.....

Jóhann Elíasson, 17.9.2023 kl. 07:48

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Magnús. Þetta er ítarleg athugasemd og rétt. Maður tekur þátt í umræðu sem hefur margar hliðar og þversagnakenndar.

"Góða fólkið" er ekki endilega svo kærleiksríkt og gott þegar allt kemur til alls. Enginn er góður nema Guð sagði Jesús Kristur eða eitthvað slíkt. Merkileg orð. Góða fólkið skilgreinir sig sjálft gott en aðra ekki. Þar er mjög vel skilgreint hverjum á að sýna kærleika og hverjum ekki. Það sama hafa ógnarstjórnir alltaf gert.

Já, maður spyr sig eins og Guðjón Hreinberg, eru vættirnir raunverulegir, eins og Lúsífer til dæmis? Getur verið að nútímanum sé stjórnað af þeim? Af hverju ekki?

Takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Ingólfur Sigurðsson, 19.9.2023 kl. 16:18

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Fallegt lof Jóhann og ég þakka innilega fyrir það. 

Já ég held að það verði að viðurkennast að femínisminn er ekki smærri bylgja en kommúnisminn, hefur ekki haft minni áhrif. Ekki búið að gera upp og ekki öll kurl komin til grafar því enn er verið að vega mann og annan innan femínismans.

Þú ert þó einn af þeim bloggurum sem hjálpa manni að hafa áttavitann í lagi og mjög góðir pistlarnir þínir.

Takk fyrir, beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 19.9.2023 kl. 16:21

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Konur elska kerfi. Einfalt. Sósíalismi er félagsleg kerfisdýrkun.

Guðjón E. Hreinberg, 19.9.2023 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 108413

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband