Menning, efnahagsmál, fall Berlínarmúrsins 1989, tónlist og fleira

Ég er langt frá því að vera sérfræðingur í efnahagsmálum - mér leiddust þau fög í skóla. Það er þó alveg ljóst að þegar menn deila um hvort stöðnun eða örlítill hagvöxtur sé í Þýzkalandi er þar ekki allt í blóma. Núverandi kanzlari vill draga úr skrifræði og létta byrðum af atvinnulífinu. Undarlegt að kanzlarar Þýzkalands skuli sjá þörfina á slíku síðastir allra, á meðan jafnvel erlendir spekingar hafa verið að benda á þetta lengi.

Mér finnst fáir hafa betur spáð fyrir um hnignun ESB en Gunnar Rögnvaldsson, og hann fjallaði um þetta oft í pistlum sem voru fróðlegir.

Þýzkaland er þó enn með stærsta hagkerfi Evrópu eins og kemur fram í þessari frétt. Allt sem viðkemur Þýzkalandi og efnahagslífinu þar hefur einnig áhrif á Íslandi. Hagstjórn demókrata í Bandaríkjunum sem hefur nú þolað þunga gagnrýni víða hlýtur einnig að vera til umræðu. Veröldinni hlýtur því að vera hættara við stórri heimskreppu nú en oftast áður.

Það er staðreynd að 1% jarðarbúa eiga 99% auðævanna, og stjórna gríðarmiklu, til dæmis Bill Gates.

Ef manngildið er metið eftir peningum má segja að þessir einstaklingar séu ofmetnir svo mjög að þeirra mannvirðing og manngildi byggist á froðu uppblásinni að næstum öllu leyti. Einnig mætti kalla þetta glæpafólk, þessa auðróna, því einhversstaðar kemur auðmagnið frá.

Fólk sem stritar ber ábyrgð, og það fær oft ekki nægileg laun, en það heldur hjólunum gangandi. Gleymum þó því ekki að það er til andlegt strit, og það hef ég lagt á mig alla mína ævi, og samið dægurtónlist sem engum nýtist í von um frægð og frama. Ég held að það sé að miklu leyti vegna þess að ég hef sjálfstæðar stjórnmálaskoðanir sem ég hef ekki orðið landsfrægur og get því ekki lifað af listinni, tónlistinni. Það er einnig vegna þess að ég hef ekki lifað fyrir að markaðssetja sjálfan mig, en markaðssetningin virðist skipta mestu máli.

99% af minni tónlist og mínum textum er óútgefið. Örfá lög hef ég gefið út og þau eru aldrei spiluð á neinum útvarpsstöðvum. Það er algjört offramboð á tónlistarfólki. Örfáir fá athygli, og það er háð tízkusveiflum í samfélaginu hverju sinni hverjir fá athygli og spila í þætti Gísla Marteins á RÚV, til dæmis. Jafnvel þótt ég myndi reyna að vera sammála öllum femínistum eða öðrum sem menningarvöldin hafa dygði það ekki til. Og þó, kannski.

Ég hef verið að endurskoða hljómplötuna "Jafnréttið er framtíðin" lengi, sem kom út 2003. Ég hef verið að gramsa í gömlum demóupptökum sem ég hyggst nota í endurútgáfunni, ef af henni verður, sem ég ætla að stefna á. Ég á nefnilega meira en nóg af lögum sem voru hljóðrituð fyrir hverja plötu og voru ekki notuð. Þar á meðal eru einmitt lög sem falla betur í kramið, eru meira í samræmi við harðan femínisma, eins og lagið "Konur þurfa miklu hærri laun" frá 2003, en var aldrei gefið út.

Á þessum þremur hljómdiskum um jafnrétti gaf ég einnig út lög um ofbeldi. Lífið er ekki rósadans þótt reynt sé að halda því fram. Þó hyggst ég ekki endurútgefa þau lög, ef ég gef út endurskoðaðar útgáfur þessara platna sem komu út 2001 til 2003, "Jafnréttið er eina svarið" frá 2001, "Við viljum jafnrétti" frá 2002 og svo "Jafnréttið er framtíðin" frá 2003.

Það er bara sumt sem fólk skilur ekki og vill ekki skilja og mun ekki skilja og sem þýðir hvorki að syngja um né boða fólki. Samt mun ég aldrei sjá eftir því að hafa gefið út svona verk, því þetta er mín skoðun, að það sé ekki hægt að vera einsog Bubbi Morthens alltaf og þykjast, eða gefa út það sem fjöldinn vill, selst bezt.

Það er nú margt annað sem vakir fyrir mér en að reyna að gefa út í endurútgáfunni það sem gæti verið spilað á RÚV. Það er listrænn metnaður sem stýrir gjörðum mínum mikið. Sem betur fer samdi ég líka mörg lög og marga texta þannig og hef alltaf gert, þar sem listrænn metnaður er aðalmálið.

Maður þarf að vita hvað hlustandinn á að fá þegar hann kaupir skífuna. Tónlist er nefnilega eins og að mála málverk. Flókin lög og flóknir textar er það sem mér finnst nauðsynlegt að sækjast eftir og stefna að.

Hvert lag og hver texti þarf að þjóna þessum markmiðum. Góð málverk eru þannig að maður getur séð í þeim smáatriði 40 árum eftir að maður keypti þau. Þannig er góð tónlist líka og góðir textar.

Megas er almennt talinn meistarinn í þessu. Ýmislegt sem hann samdi áður fyrr lýsir nútímanum vel og betur en samtímanum sem það birtist í.

Til að ná þessu fram hef ég vandað textagerðina hjá mér sífellt meira, en það gerði ég reyndar alveg frá upphafi að vanda hana.

Eitt sinn þegar ég kunni ekki á gítarinn notaði ég mína eigin aðferð til að spila á hann. Ég fór að læra venjuleg grip 1986, og stilla gítarinn eins og aðrir gera. Ég tók yfir allar gömlu spólurnar mörgum sinnum, en hirti hvert lag í styttri útgáfu, þannig að aðeins fyrsta erindið heyrðist, til að lögin gæti ég lært og tekið upp síðar. Það var skortur á spólum hjá manni á þeim árum og maður var ekki að eyða spólum í óþarfa.

Ég var vanur að semja lög með sérstökum hætti árið 1985, kominn með hljóðnemann og Crown græjurnar. Ég var vanur að syngja aldrei sömu laglínu við erindin, sem helgaðist af því að ég byrjaði að taka upp áðuren lagið var samið. Ég hafði yfirleitt textann nýsaminn fyrir framan mig á skrifborðinu, og byrjaði svo að hljóðrita, og spilaði á gítarinn flatan og vitlaust stilltan án gripa, og stillti hann uppá nýtt fyrir hvert lag. Þannig komu undarlegustu hljóð úr honum, og gripin fann ég upp á staðnum og lögin. Síðan hlustaði ég á hvert lag fyrir sig oft.

Því miður tók ég yfir þetta á sínum tíma flest, eftir að ég lærði gripin og setti þau inní lögin og endurhljóðritaði allt. Þó notaði ég brot úr þessum laglínum, yfirfærðar í ramma gripanna.

Þessa aðferð endurnýtti ég þegar ég fór að greina á milli demótakanna og stúdíótakanna. Stúdíótökurnar voru þannig að reynt var að ná fram fullkomnun. Þá tók ég oft upp jafnvel 50 tökur af sama laginu, til að ná fram fullkomnun, og hvert erindi undir sama lagboðanum.

Demóupptökurnar voru meira í ætt við fyrstu upptökurnar, hráar og gerðar hratt, þegar lögin voru nýsamin, og mikið um ósamræmi, og jafnvel aðeins fyrsta erindið sungið, hin erindin röppuð eða töluð.

Þannig að miklu fleiri lög voru hljóðrituð bara sem demó. Þar kemur fram miklu fjölbreytilegri boðskapur í textunum.

Fólk sem hlustar á demóin finnst þau yfirleitt ekki skemmtileg, því þau eru ruglingsleg. Þorgils vinur minn kallaði þau öll pönk, en það er bara yfirborðið sem er þannig, undir niðri er þar allt annað á ferðinni.

Þrátt fyrir að fólk kunni kannski síður að meta demóin hef ég hallazt að því að ég muni frekar kjósa að gefa þau út sem endanlega afurð. Þau nefnilega eru einsog málverkin með smáatriðunum. Tónleikaplötur geta verið hinsegin, með öll erindin sungin rétt.

Það er skrýtið en satt að ég kýs frekar að gefa út þau lög sem ekki gefa rétta mynd af mér eða mínum skoðunum, heldur lög sem fólk gæti kunnað að meta, lög sem eru andstæð mínum skoðunum, sem eru hylling á jafnaðarstefnu og femínisma. Það er vegna þess að ég vil frægð og frama, ríkidæmi og peninga, og þetta er bissniss, hvort sem maður græðir á honum eða tapar. Markmiðið hlýtur að vera að tónlist manns seljist, þótt hún geri það varla enn.

Yfirleitt hlusta ég á hljómplötur eftir aðra en mig. Ég kann eiginlega engin lög eftir  mig, og enn síður textana. Demóin mín get ég hlustað á margsinnis til að læra þau, mér hinsvegar hundleiðist að hlusta á stúdíóupptökurnar sem ég hef gert af lögunum mínum og gefið út, þau lög hef ég sungið alltof oft, og því leiðist mér yfirleitt alltaf þau lög og spila aldrei, eða eiginlega aldrei.

En þessi pistill byrjaði sem pæling um Evrusvæðið og örlítinn hagvöxt þar eða stöðnun, sem deilt er um.

Pólitík er eiginlega vonlaus tík og ég er að komast á þá skoðun. Almenningur hefur engin áhrif og það skiptir engu máli hvað maður kýs. Almenningur er of heimskur til að kjósa flokka sem einhverju breyta. Alltaf er verið að kjósa sama ruglið, sömu stöðnunina, sömu auðfíklana og hræsnarana.

Mér þykir vænt um Þýzkaland. Þar vildi ég búa og ég kann líka vel við jafnaðarhugsjónir ESB, nema hvað þær eru auðvitað mannfjandsamlegar og mannskæðar því þær valda fólksfækkun.

Ég kynntist einusinni þýzkri stúlku frá Austur Þýzkalandi. Hún sagði frá kommúnismanum og hvað þau þráðu vörur og efnahag hins "frjálsa" heims.

Ég man enn eftir sögunum sem hún sagði frá falli múrsins, þá var hún unglingur, þegar það gerðist. Það var svo fróðlegt að hlusta á hana segja frá, hvernig atburðirnir voru eins og sjálfkrafa að gerast, og múgæsingin mikil þegar þetta byrjaði. Einnig kom þetta fólkinu á óvart hversu hratt múrinn hrundi og fólkið tók þátt í því sem þar var. Kannski ekki ósvipað og Búsáhaldabyltingin hjá okkur 2009, sem endaði í hreinum kommúnisma Jóhönnu Sigurðardóttur, skjaldborgin um ríkisbubbana og það allt.


mbl.is Örlítill hagvöxtur á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góður pistill og ætti að vekja marga til  umhugsunar.  Það er oft mikill munur á því sem maður les og svo atur á því sem RAUNVERULUGA GERIST eins og til dæmis er "JAFNAÐARSTEFNA" ESB flott að lesa á heimasíðu sambandsins, en svo er raunveruleikin allt annar (ESB einkennist bara af einræði, það er ósköp einfalt að það hefur enginn kosið einn einasta aðila þar inni og það er framkvæmdastjórn ESB sem öllu ræður og formaður framkvæmdastjórnar ESB, Ursula Gertrud Von Der Layen er allt að því einráð þar innandyra).  Því miður er efnahagsástandið í Þýskalandi ekki mög burðugt í dag og ekki skrítið að kanslarinn þar vilji gera eitthvað, en ég er bara ekki viss um að hann "geti" gert nokkuð af viti, því Þjóðverjar eru orðnir svo flæktir í neti ESB.........

Ég vona að þér gangi vel við að gefa tónlist þína út, því eftir að hafa lesið mörg ljóðin þín, sem þú hefur settá bloggið, er ég sannfærður um að þetta á fullt erindi og margir hefðu ánægju af.

Jóhann Elíasson, 12.9.2023 kl. 11:06

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir gott og gáfulegt innlegg Jóhann og vinsamleg orð í minn garð, hvatningu. Já, ég fékk góðar viðtökur í litlum hópum á tónleikum en vantar þessa landsfrægð að lögin slái í gegn eða séu gefin út í stærra upplagi. Ef maður gefst ekki upp og heldur áfram eru jú meiri möguleikar á árangri, einu möguleikarnir.

Ég er þér algjörlega sammála með ESB, það er stöðnun sem fylgir því afþvíað þetta er of líkt skrifræðisbákninu Sovétríkjunum sem féllu. Bandaríkin hinsvegar eru samansafn ólíkra ríkja með meiri rætur í einstaklingsfrelsi einsog stjórnarskráin leggur áherzlu á. Nema Wokeisminn er búinn að draga þar þjóðina niður í hryllilega kreppu og lægð, og heimsbyggðina alla.

Beztu kveðjur og takk fyrir gott innlegg.

Ingólfur Sigurðsson, 12.9.2023 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband