Bloggfærslur mánaðarins, október 2023

Fáhyggjar

Orðið fáviti var áður notað yfir börn og var ekki sérlega neikvætt. Svo fór orðið að ná yfir þá sem hafa greindarskerðingu, og nú hefur Sólborg Guðbrandsdóttir gefið út bækur þar sem orðið er notað yfir feðraveldunga sem efast ekki um yfirburði kynferðis síns og hegða sér samkvæmt því. Augljóst er að fávitar eru þá ekki síður mæðraveldungar sem efast ekki um yfirburði kvenkynsins til að kúga, drottna og beita ofbeldi.

Bjáni er orðið sem fyrst finnst í rituðum heimildum frá 18. öld en gæti verið eldra. Það er annaðhvort myndað af orðinu bjának, bjannak, sem er blessun, orð sem er myndað úr fornírsku, beannact, sem er aftur komið úr latínu, og merkir blessun, eins og orðið bjának, sem kemur fyrir í fornritunum frá fyrstu öldum ritunar Íslandsbyggðar, eða úr sögninni að bjá, sem fyrst kemur fram á 17. öld í heimildum og merkir að bagsa, strita. Ásgeir Blöndal taldi það jafnvel skylt orðinu bjáa, sem merkir kvenmannsrola, konukind, en það er úr nýíslenzku og tel ég það því ólíklegt, fyrst orðið bjáni er frá 18. öld.

Þannig að orðið bjáni merkti upphaflega annaðhvort sá sem biður bæna eða sá sem bagsar og stritar til ónýtis og einskis, nema hvort tveggja hafi verið. Orðið fábjáni hefur sennilega orðið til sem áherzluaukaorð sem varð til fyrir áhrifum frá orðinu fáviti, forskeytið fá- hefur þá einnig skeyttzt við orðið bjáni til áherzluauka og þar sem vitað var um svipað orð sömu merkingar.

Fáhyggi er nýyrði mitt á þessum vettvangi. Skólarnir búa til margvita og fjölvita sem þó eru fáhyggjar upp til hópa. Þú getur vitað allt um bóluefni en ekkert um virkni þeirra því þú hyggir ekki að samsæriskenningum og ert því fáhygginn, fáhyggi.

Sumir hópar eigna sér jákvæð hugtök og gera þau neikvæð. Fræg er notkunin á hakakrossinum en hann mun vera eldra trúartákn en kristni krossinn, eða mögulega. Bæði kristni krossinn og hakakrossinn eiga upphaf sitt í sólartákninu, sem var táknað með hakakrossi frekar en venjulegum, kristnum krossi. Þannig tákn voru skiljanlega mjög algeng í heiðnum trúarbrögðum af margvíslegum tegundum.

Femínískir öfgahópar og aðrar marxistahreyfingar reyna að eigna sér orðræðuna og hugtakanotkunina.

Útrýming mannkynsins verður afleiðingin.


Bann við efa, var nokkuð sem tengt var við trúaröfga, og miðaldir hér áður fyrr, þegar Upplýsingin var búin að blómstra

Það er slæmt þegar einhver menning verður fasísk. Það hugtak merkir ekki það sama fyrir fólki, en það er einföldun á því sem mætti nefna stjórnlyndi, en það er sterkara. Það orð getur lýst því þegar ríkið reynir að stjórna fólki meira en góðu hófi gegnir. Guðjón Hreinberg hefur lýst því yfir að svonefndir hægriöfgar séu vinstristefna í dulargervi, og allur fasismi sé hluti af einhverskonar ríkisafskiptum og vinstriöfgum. Mér finnst það mjög merkileg skýring og rétt að mörgu leyti.

Mér blöskrar þær fyrirætlanir verkamannaflokksins brezka að ætla að stinga fólki í steininn fyrir að hafa skoðanir á hinseginfólki sem ekki eru þessar nýju skoðanir, að allt sé það eðlilegt sem fólk telur sig vera burtséð frá líffræði sem ásköpuð var.

Af sama meiði er að Ríkissjónvarpið gerir það að fréttaefni að Helga Dögg Sverrisdóttir lendir í að til er fólk er ósátt við hana fyrir að tjá sig um þetta, og haldið er fram að skoðanir hennar særi einhverja. Það á bara við um svo margt. Alltaf hljóta að vera til þeir sem hafa andstæðar skoðanir og særast mögulega við það að kynna sér það sem þeim er framandi. Ýmsir fréttamenn RÚV eru það ósvífnir að vera í bullandi pólitík og í sjónvarpi allra landsmanna fá að beita sér og koma á framfæri einhverju sem á að heita hinn eini rétti sannleikur, eða reynt að láta líta þannig út.

Ég veit varla um neina meiriháttar þjóðfélagsbreytingu sem ekki hefur kallað á andmæli, mótmæli og jafnvel gagnbyltingar og átök.

Ég er svosem ekki sáttur við allt hjá hægrimönnum, en heldur ekki vinstrimönnum. Það bara er fráhrindandi þegar svona aðferðir þarf að nota.

Vel mætti kalla J.K Rowling baráttukonu og frelsishetju, á meðan aðrir kalla hana fordómapúka og vonda manneskju.

Það sem vekur upp andstæðinga Rowlings og Helgu og fleiri er að rök þeirra eru skynsamleg, sá hópur kemur fram með þetta sem trúað hefur verið í gegnum aldirnar, að kynin séu tvö.

Ef menn skoða meiriháttar stríð og átök í mannkynssögunni þá kemur í ljós að einatt er barizt um það sem er á jaðrinu, eða svo ég orði þetta öðruvísi, hatrammlegast er oft barizt af þeim sem eiga í vök að verjast.

Hitler vissi að ofurtrú hans á aríska kynstofninn var hugmyndafræði sem var ekki enn orðin viðurkennd allsstaðar. Fasisminn og ofbeldið varð því aðferð sem var notuð í þeirri von að slíkt dygði.

Stalín vissi það sama, að kommúnisminn var að berjast fyrir rétti sínum og sigri í heimsbyggðinni.

Fólkið sem heldur því fram að kynin séu fleiri en tvö vita að sú kenning hljómar ótrúlega. Þessvegna er gripið til þess ráðs að reyna að þagga niður í þeim sem eru ósammála.

Fjöldinn stóri og fjölmenni lætur sér fátt um finnast. Til eru þó þau mál sem eru þannig vaxin að eftir því sem athyglin vex og kastljósið beinist meira að þeim verða fylkingarnar stærri, og jafnvel með þeim málstað sem talinn er vondur af einhverjum, sem ekki endilega hafa rétt fyrir sér.

Um leið og við erum komin með mál þar sem ekki má hafa ákveðna skoðun (sem þó var 100% útbreidd og allir sammála um í gegnum aldirnar) þá má segja að eitthvað undarlegt sé á ferðinni.

Páll Vilhjálmsson og fleiri skrifa um að gyðingahatur sé bundið við vinstrimenn og þeir sameinist um það. Ef það er rétt - sem er umdeilt - þá eru þarna hreyfingar á vinstrivæng stjórnmálanna sem eiga margt skylt við slíkt í fortíðinni.

Burtséð frá túlkunum sem stjórnast af pólitískri afstöðu er það almennt viðurkennt, og maður heyrir það frá sérfræðingum á RÚV, að öfgahyggja til vinstri og hægri er á blússandi siglingu nú um stundir.

Það er sorglegt að mannkynið þurfi alltaf að finna upp ný deilumál, og jafnvel endurvekja þau sem talið var að meiri sátt væri farin að ríkja um. Helstefna er það sem dr. Helgi Pjeturss kallaði það, og rættist hans spá um það að helstefnan verði sífellt meiri og verri, eftir því sem lengra á helstefnubrautina farið er.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ráðastað, ljóð frá 19. marz 2013.

Ef krafan ýtir kúpli á ráðastað,

við kunnum hann þó vel að meta.

Hitti þig úti, svo einstök var búð,

æskan var liðin, þau skilið það geta.

Harmar þar við hennar gerði,

hafnir kveðja trúð.

Einhverf ekki lengur

unga stúlkan verði.

Kúrerar og kemst á blað,

kurfa vill þig drengur.

 

Ef heilsar stúlkan hann það gleður víst,

en hortugleikinn innar smýgur.

Mandölur, samvizkan, monsér og korn,

moldvörpulærdómur, trauðla svo vígur.

Enginn verður viss af þessu,

vængfrú ber þau horn.

Lærir, skilur lýður?

loks að einni klessu?

Það er aðeins þorstans tíst,

þeim svo hafnar stríður.

 

Sjá vöxtur getur glatt hann, birtu sköp!

Er gæfan undir mælikeri?

Reglurnar hefta þig, óttinn þar allt,

endalaus hefting á valdfirrtu skeri?

Finndu vin sem líka leyfir

lostann, treysta skalt!

Ertu að opna faðminn

eða lokast, reyfir?

Loksins einsemd heyrði um hröp,

en heimskan leyfir baðminn.


Gera stjórnmálamenn aldrei mistök?

Titill þessarar fréttar ("Frelsishetja eins hryðjuverkamaður annars") opnar augu þeirra sem taka einn málstað fram yfir annan um hvað friðarmál snúast og margvísleg heimspeki, nema hvað heimspeki er flókin og snýst ekki um eitt málefni heldur margvísleg málefni, en hún kennir oft að losna úr hjólförum einstefnunnar og kreddufestunnar, trúarkredda eða stjórnmálakredda. Þegar maður byrjar að setja sig inní hvað stríð snúast um þá getur endað með því að maður eigi erfitt með að taka afstöðu. Deilur um landsvæði geta verið flóknar og erfiðar. Jafnvel hugtak eins og sjálfstæði er ekki eins einfalt og maður gæti haldið.

Ég hef haldið því fram og verið viss um það að við Íslendingar séum ekki sjálfstæðir. Við erum undir bandarísku áhrifavaldi, eða Nató áhrifavaldi, ef menn vilja orða það þannig frekar.

Menn ættu ekki að vantmeta (þetta orð hef ég viljandi svona) áhrif bandaríska hersins og hernámsliðsins jafnvel þótt hann sé farinn núna.

Ég nefnilega hef myndað mér skoðun á þessu máli eftir að hafa kynnzt mörgum af þessari kynslóð foreldra minna. Einnig vegna þess að ég man eftir því hvað fólk af kynslóðinni þar á undan hafði að segja og fussaði sumt og sveiaði yfir þessum útlendu hernámsliðum.

Bandaríski herinn gerði Íslendinga ríka og svo Marshallaðstoðin og svo öll þessi viðskiptabandalög, auknar fiskveiðar og fjölmargt af því taginu.

Nú er það svo að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa notað þetta til að hreykja sér hátt í ræðum á 17. júní og um áramót allar götur síðan. Renna tvær grímur á suma að vísu þegar ljóst er hvernig heimsmálin hafa þróazt fyrir botni miðjarðarhafs og sumt af því vegna Íslendinga.

Já, ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segja að Ísland hafi farið úr því að vera eitt fátækasta land í heimi yfir í að verða eitt ríkasta land í heimi - og eitt spilltasta land í heimi vilja sumir bæta við, að vísu, sérstaklega Gunnar Smári Egilsson og fólk sem er sammála honum. Hann gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn miskunnarlaust, og ég tek eftir þeim málflutningi, hef alltaf verið þannig að andstæður málflutningur vekur áhuga minn, og finn oft þar einhver sannleikskorn.

En Íslendingar eru fyrst og fremst kúguð þjóð og ósjálfstæð í eðli sínu, smáir og fullir af minnimáttarkennd. Það hefur ekkert breyzt með komu Nató og bandaríska hersins eða auðsins og þátttökunnar í því sem þykir merkilegt.

Ef eitthvað sjálfstæði fannst í þjóðinni á landnámsöldinni er búið að berja það úr okkur fyrir löngu, og kúga það úr okkur með erfiði og þrældómi aldanna, þjáningu og niðurlægingu.

Þessvegna finnst mér það alltaf jafn fyndið þegar Selenskí í Úkraínu talar um frelsi og sjálfstæði frá Rússum, það er að segja vestrænt sjálfstæði. Það er svo augljóst að þetta er ofbirta þess sem þekkir ekki málin innanfrá, heldur hefur alizt upp við Hollywoodmenninguna og fyrirlítur hina rússnesku og hefðbundnu menningu sem hreyfist eftir öðrum lögmálum og er rótfastari nú um stundir í kristinni trú, eða þeim hefðum sem þar hafa mótazt í gegnum aldirnar, frekar en kvennaguðfræði Vesturlanda sem er allt annað fyrirbæri.

Þegar Hollywoodmenningin hefur gert almenning að þrælum og ambáttum fýsna og hvata, eða þrælum dauðasyndanna sjö, þá er erfitt að sjá mikið frelsi í þeirri menningu eða sjálfstæði.

Það er svo augljóst þegar þannig stendur á að Selenskí er keyptur til að þruma sitt rugl yfir heimsbyggðinni og sínu fólki. Maður þarf ekki að lesa samsærissíður á netinu til að vita það, það eina sem þarf er að draga ályktanir af málflutningi hans og skorti okkar Íslendinga á sjálfstæði á sama tíma og við eigum að kallast sjálfstæð þjóð, jú, efnislega og samkvæmt lögunum, en alls ekki menningarlega eða andlega.

En mér finnst margt skrýtið við þessi bankasölumál. Ef maður líkir ríkissjóði við heimili sem er rekið þá er það svo að stórar eignir eru seldar þegar kreppir að á stórum búum eða heimilum.

Fyrir síðustu kreppu voru bankar einkavæddir og seldir og í hrunskýrslunum er því lýst hvernig það gerðist í aðdraganda Hrunsins og ýtti undir það. Einkavinavæðingin, sjálftökuliðið og allt það.

Sigmundur Davíð eða einhver annar held ég að hafi bent á það hvernig það hefði verið óþarfi að selja ríkiseignir ef kófið hefði ekki komið til, rándýr "bóluefni" keypt að utan sem sumir segja að hafi verið stórhættuleg eða gagnslaus að minnsta kosti. Auk þess þjóðfélagið í lamasessi lengi.

Sko, titill þessa pistils er, "Gera stjórnmálamenn aldrei mistök?" Þeir afsaka sig og vilja ekki viðurkenna mistök. Jafnvel í Svíþjóð vilja menn ekki læra af reynslunni. Jafnaðarfasistarnir vilja ekki hleypa Svíþjóðardemókrötum að, á meðan hægt er að brenna landið enn meira til grunna og græða á því.

Menn segja af sér, jú, en samt ekki. Það er semsagt öðrum að kenna samt.

En fyrst og fremst ætti fólk að íhuga hvað felst í sjálfstæði þjóðar.

Ég ber virðingu fyrir mönnum eins og Jónasi Hallgrímssyni, Einari Benediktssyni, Hannesi Hafstein, og fleiri slíkum. Þeir börðust nefnilega margir uppúr fátækt og erfiðum kjörum og hættu ekki fyrr en árangri var náð, í gegnum heilsuleysi oft og þrátt fyrir margskonar erfiðleika.

Síðan eru það ábyrgðarlausar konur í pólitík sem láta undan lýðskrumi. Þeirra stjórnmál snúast um lægsta samnefnarann. Samvizkan er ekki til sem slík, heldur hvötin til að vera sem mestur lýðskrumari.

Þær gleyma ömmum sínum og formæðrum sem misstu fjölmörg börn og áttu jafnvel 10 börn um ævina, og þurftu að takast á við erfiða karla og allskonar aðstæður aðrar.

Harðræðið þroskar og herðir, býr til hetjur.

Okkar nýríku þjóð hefur ekki að ástæðulausu oft verið líkt við þjóðir Suður Ameríku, þar sem spilling hefur sumsstaðar verið mikil. Menningarþjóð verður íslenzka þjóðin ekki af því einu að eiga fræg fornrit, heldur að búa að alþýðumenningu sem er auðug og rík og sem ekki er varpað fyrir róða heldur er virt sem heilagt vé.

Þannig var Evrópumenningin. Þessvegna var Evrópa nefnd Gamli heimurinn í nokkurskonar virðingarskyni. Það vita allir hvert Hollywoodmenningin hefur leitt heimsbyggðina og hvernig ástandið er núna. Þjóðir Evrópu eiga mjög erfitt með að búa til mótvægi, og ef þær gera það fá þær á sig stimpla sem Elítan hefur búið til, og eiga alls ekki vel við oft.


mbl.is Frelsishetja eins hryðjuverkamaður annars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólsku kosningarnar

Lög og réttlæti heldur enn sterkri stöðu í Póllandi þótt fylgið hafi lítið eitt dalað. Flokkurinn er enn stærstur (samkvæmt útgönguspá) og það eru stærstu tíðindin, því svona flokkar eru hinir einu sönnu byltingaflokkar, en ekki þeir flokkar sem hafa stuðlað að úrkynjun Evrópu í áratugi og  lúta jafnaðarfasismanum.

Á RÚV er jafnan talað við þá Pólverja sem eru ekki hlynntir flokknum Lög og réttlæti, og tala um hann sem afturhvarf til fortíðarinnar, öfgaflokk, og svo framvegis. Þó finnst mér Pavel Bartoszek tala vel og af skynsemi og án öfga, sem sé af kurteisi um alla frambjóðendur og flokka sem þarna bjóða fram, þótt hann styðji Tusk.

Í raun hefur þetta verið merkilegur tími í Póllandi frá 2015 þegar Lög og réttlæti hefur verið stærsti flokkurinn og stjórnað. Um svipað leyti komst Trump til valda og svo kom Brexit til sögunnar af svipuðu tagi, sjálfstæðisalda reið yfir heiminn og and-fjölmenningarleg alda.

Má kalla þetta bakslag í sjálfstæðisbaráttunni og bakslag í þjóðernisvakningunni hjá Pólverjum? Kannski. Það eru fleiri en hinseginmálefnin sem verða fyrir bakslagi nefnilega og þó er barizt áfram og árangri náð.

Ég hef öfundað Pólverja af skynsamari almenningi en hjá okkur, að koma slíkum flokki til valda og Lög og réttlæti. En góðir hlutir gerast hægt, og þær breytingar sem svona flokkar hrinda í framkvæmd verða að vera endanlegar og varanlegar, ekki er nóg að um sé að ræða duttlunga.

Þessi mikla kosningaþátttaka endurspeglar sömu atburði og urðu þegar Joe Biden var kosinn í Bandaríkjunum. Vinstrisinnaða, ofdekraða jafnaðarliðið flykktist á kjörstaðina og kaus, unga fólkið sem lifir í Hollywoodbúbblum og telur lífið Disneykvikmynd sem fjallar um verndun á hvölum, hvalveiðibönn, Metoo og annað. Á sama tíma stækkar ózongatið og raunveruleg umhverfismál verða hornreka og allskonar alvöru vandamál.

Já, fátt er skelfilegra en að þurfa að fara að vinna eins og fyrri kynslóðir eða fjölga einstaklingum kynstofnsins og hætta að lifa á framfærslu frá Elítunni sem fleytir froðupeningum af ránum sínum yfir á siðspillta og meðvirka, ef maður neitar sér um rökréttar ályktanir, samvizku og mennsku, eða aðra kosti.

Borgaravettvangur Donalds Tusk fékk minna fylgi en frjálslyndir vonuðust til, þótt hann hafi fengið allmikið fylgi. Það er jú vel líklegt að stjórnarskipti verði í Póllandi eftir þessar kosningar eins og Björn Bjarnason hefur spáð og skrifað um nýlega.

Pavel Bartoszek var spurður að því hvort þetta myndi þýða aukin réttindi hinseginfólks á ný og femínískari fóstureyðingalöggjöf, eins og hún var áður. Hann taldi að slíkar breytingar myndu gerast seint, því enn væru Lög og réttlæti með mikið fylgi og annað teldist meira áríðandi, eins og að liðka fyrir ESB málunum og ESB samskiptunum, eftir að Lög og réttlæti komust til valda.

Mér finnst mjög merkilegt hvað Pólverjar fylgjast vel með heimsmálunum og eru í raun hluti af sömu þróun og á sér stað í Bandaríkjunum og Bretlandi, þótt þeim sé oft líkt við Ungverja og jafnvel enn hægrisinnaðri þjóðir. Það eru miklu frekar Íslendingar sem eru seinir á sér og sljóir að fatta það sem er að gerast úti í heimi. Hér erum við í sömu kommúnista/jafnaðarfasista gryfjunum og Evrópa var fyrir 20 árum. Jú, Evrópusambandið er ennþá sterkt, en það er farið að sýna klærnar og herða reglur sínar svo undan svíður vegna þess að óvinsældir þess aukast og andstaðan magnast gegn því víðast hvar. Þannig er sjálft Þýzkaland farið að minna á Þýzkaland nazismans í andstöðunni við þjóðernishreyfingar innan Þýzkalands, og þeim er einatt líkt við natzismann gamla, nema allt er það mildara í dag en var þá, og er þó mætt af brjálæðislegri hörku, og fasisma, jafnaðarfasisma, vel að merkja.

Kosningaúrslitin í Póllandi eru örlítið bakslag í þjóðernisstefnuáttina, en þó ekkert sem ekki var hægt að búast við miðað við þær miklu pólitísku skriður sem hafa skekið Bandaríkin og komið afgömlu gamalmenni til valda sem styðzt við lýtaaðgerðir og sennilega yngingarlyf af nýjasta tagi til að standa sig sem skást í fjölmiðlum og fréttum.

Nauðsynlegt er að skoða þetta í hnattrænu ljósi, eins og sagt er.

Reglan er frekar einföld sem segir til um hvenær "hægrilýðskrum" nær árangri og til fólksins. Það er yfirleitt eftir erfiðleika, og flóttamannabylgjur gætu talizt til þesskonar erfiðleika sem vekja almenning af dvala.

Einmitt þessvegna eru áhyggjur viðraðar afátökum fyrir botni Miðjarðarhafs og árásum á báða bóga, áhyggjurnar snúast um auðræðið, blekkingaræðið, efnahagsmál Vesturlanda, það er það eina sem auðrónar kvíða fyrir, að slíkar aðstæður verði ekki hagfelldar fyrir blekkingaiðnaðinn ógurlega og mikla, baráttuna gegn "falsfréttum", (gegn raunveruleikanum).

Já, heimsmyndin er orðin flóknari en áður og erfiðara að sjá fyrir afleiðingarnar af öllum þessum stríðum. Það er málið.

Við vitum það nefnilega að ef ofdekraður almenningur þarf að þola það sem öryrkjar, ellilífeyrisþegar, flóttamenn og stríðshrjáðir verða að þola þá er hægt að búast við byltingum og uppreisnum, og það vill Elítan forðast öllu öðru fremur. Þar gætu atriði komið upp á yfirborðið sem flokkast undir hægriöfga, og þeir hægriöfgar gætu orðið vinsælir meðal almennings. Elítan er hlynnt vinstriöfgum, því hún varð til af þeim, samsærum gegn almenningi, fólkinu sjálfu.

Nei, það er erfitt að spá fyrir um það hvort niðurstöður pólsku kosninganna skipta máli í hinu alþjóðlega samhengi. Nema það má benda á eina reglu í viðbót, eða tendens, tilhneigingu, svo notuð sé betri íslenzka.

Það er sú tilhneiging, að ef hægristefnan bíður afhroð í langan tíma víða hefur hún tilhneigingu til að spretta upp fílefld á hinum ólíklegustu stöðum. Þannig að það væri hægt að spá því að ef þjóðernisflokkar dala í Evrópu gæti verið að meiri líkur verði til þess að hetjan mikla Donald Trump verði kosinn forseti Bandaríkjanna á næsta ári. Það myndi hafa mikil áhrif og sprauta lífi í þjóðernishreyfingar víða um heim aftur.

Eitt í viðbót: Pólskir Íslendingar standa sig betur en letidauðir og helskólaðir, norrænir Íslendingar í mörgum störfum. Uppeldið er ónýtt, ofdekur ríkjandi, helmassaður femínismi sem eyðileggur þjóðina.

Kristileg gildi bjarga því sem bjargað verður meðal fjölmargra Pólverja. Er það yfirleitt mögulegt að innleiða hin kristilegu gildi aftur meðal ungra Íslendinga, þannig að Viðreisn, Píratar, Vinstri grænir og fleiri öfgaflokkar fái aðeins örlítið fylgi, en flokkar eins og Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn komist til valda?


mbl.is Frjálslyndir ná meirihluta í Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrasúla, ljóð frá 15. október 2023.

Ef heilagleikinn hendir þig í stríði,

mun heldur ráð að skilja bakatil.

Oft hann annað tér

en æstur maður hyggur, bil.

Bið þeim friðar, bágum heimi,

bara mínum reglum gleymi.

Græt ég hjartna hörku,

nær hefur glatað vörku.

Sá er tapar Seimur kannski ver,

segðu þeim að utar jafnvel bíði.

 

Nær enginn skilur ertu að fara að þegja,

í afli því er myrkrið skárra en ljós.

Ef stöndum saman, staur,

mun starfið birta aðra rós.

Taka þau um Súrusúlu,

senn til himins, inn um búlu.

Bannið tryggir tízku,

táknin fljúga á lýðzku.

Móðir Drottins mannsins nýtir kaur,

mikla Eva kemur, heim mun beygja.

 

Þú mætir fólki á mörgum skrýtnum slóðum,

hvar metin verða jöfnuð, falin þó.

Oft er auðmýkt bezt,

svo yfir falli græðsla, ró.

En Vili hefur hliðar margar,

þú helming metur, nokkrar argar.

Enginn öllu ræður,

þá aftur stillast bræður.

Menn glíma í tjörnum, villt og verst

að vita en geta ei ljáð þeim fat af bjóðum.

 

Hvern guð þú tignar þarftu ekki að þylja,

þagnamálin veita einnig rétt.

Fléttan faðmar þig

og furðumyndir skapar grett.

Svo fjarri er viljinn, Vili talar,

en veidda paddan aftur galar.

Mun nokkur tengja trega

við trölldóm allra vega?

Ef bið ég, kannski bæti mig,

og bölið sem vill auðnu góða mylja...

 

Ef lofið aðeins líknað betur gæti,

það lynghús birtist sem mér auðnu gaf.

Ég þegi fyrir þá

sem þjást af öðrum sannleiksstaf.

Því mundu, maður ei að dæma,

meðan hinir pöddur flæma

burt með bræði og sárum,

og blaðurfengnum tárum.

Trúin gefur þraut og þrá,

en þolið einnig, sem ég vona að bæti...

 

Orðaskýringar:Kaur, muldur.

Seimur: Guð auðsins, kannski Njörður. Vanaguð sennilega.

Varka, Varkárni, eftirtekt, athygli.

Súrasúla: Stöng sem tignuð var sem gyðja til forna, eða sem líkneskja í stað gyðjumynda eða gyðja. Kannski tengd ákveðnum lögmálum. Sagnir frá gleymdri forneskju fjalla um þetta, og fátt er vitað með vissu. Hluti af Biblíuhefð og enn eldri, heiðnum goðsögnum og hefðum. Bann er við því að tigna slíkar súlur í Biblíunni, í Gamla testamentinu, vegna þess að þær tengjast heiðindómi, eða gerðu það þá að minnsta kosti.


Samfylkingin á bullandi siglingu, Sjálfstæðisflokkurinn minnkar á sama tíma

Eftir Hrunið var Samfylkingarfólk að afsaka sig og tilveru sína í mörg herrans ár og skammaðist sín ægilega. Síðan kemur Kristrún þessi fram og er stolt af því að vera jafnaðarkona, en þó með sterkar rætur í íhaldi, frjálshyggju og þannig menntuð, sem hagfræðingur. Árangurinn lætur ekki á sér standa og fylgi Samfylkingarinnar stóreykst.

Samfylkingin hefur því verið að ná sér í fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Hluti af skýringunni gæti legið í því að Bjarni Benediktsson hefur ekki verið sækjandi formaður heldur hækjandi, hækja vinstriaflanna og femínismans. Hann hefur gert Sjálfstæðisflokkinn að Kvennalistanum númer 2, segja sumir. Hann hefur einnig ekki kvartað yfir því að starfa í stjórn þar sem forsætisráðherrann er kona úr andstæðum flokki, Vinstri grænum. Til eru skemmtileg rímorð fleiri sem lýsa þessum andstæðum, þolandi eða bolandi. Sumt fólk áttar sig oft ekki á því að ekki er um neitt annað að ræða en þetta tvennt, að vera annaðhvort þolandi eða bolandi, eða líðandi eða stríðandi. Passive and aggressive er þetta á ensku, og lengi hef ég glímt við að þýða þessi orð sæmilega á okkar ylhýra mál þannig að fólk njóti þeirra þýðinga vel.

Ég er sáttastur við orðin líðandi og stríðandi sem andheiti rímandi.

Það er svo mikið talað um þolendur í okkar samtíma, en furðulegt nokk það er ekki verið að pæla mikið í hvað getur komið í staðinn og hvað það kostar að vera ekki þolandi, fyrir aðra, og hvort aðrir verða þá þolendur ef nýir bolendur koma fram.

Ég hef stundum verið sammála því sem kemur fram á síðu Óðins Þórissonar, hann er einn af þessum sjálfstæðismönnum sem muna eftir gömlu gildunum. Því hrökk ég við þegar hann kallaði Þórdísi Kolbrúnu "v. formann", verðandi formann.

Ég held að það sé augljóst að það verður að rífa Sjálfstæðisflokkinn uppúr deyfð, kyrrstöðu og meðvirkni með jafnaðaröflum og vinstriöflum, ef hann á að standa fyrir hægrimennsku áfram en ekki nákvæmlega það sama og Samfylkingin eða Vinstri grænir, til dæmis.

Ef Þórdís Kolbrún verður næsti formaður, mun hún verða fær um þetta, eða mun hún halda áfram að breyta Sjálfstæðisflokknum og samlaga hann jafnaðarflokkum og vinstriflokkum?


mbl.is Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál sem söluvarningur

Oft er það svo að fólki sem líður verst lætur á engu bera og segir ekki frá því. Hinn greiði aðgangur sem Sölvi þessi hefur að fjölmiðlum sýnir ósköp vel að þeir sem eru óvinnufærir vegna andlegra sjúkdóma eða lítt vinnufærir vegna þeirra eru flokkaðir í margar stéttir þeirra sem merkilegir teljast og þeir sem lítt merkilegir teljast. Sem sagt, langflestir sem hafa einhverjar svona sársaukafullar sögur að segja vilja það ekki eða fá það ekki, eða fá ekki tækifæri til þess.

Það má í sjálfu sér þó gleðjast yfir því að hann opnar þennan málaflokk sem hefur verið fullur af skömm og fordómum, geðsjúkdómar og geðraskanir af margvíslegu tagi.

Hér er maður sem er áberandi í fjölmiðlum, og hann ætti að veita þeim sjálfstraust sem burðast með þennan sama kross eða svipaðan kross.

Annars getur þetta stundum orðið yfirborðskennt eins og hjá Bubba Morthens, þegar fólk fer að lýsa erfiðleikum sínum. Athyglisýki getur verið til grundvallar, en þó ekki alltaf, stundum spilar hún einhverja rullu. Fjölmiðlarnir eru allavega orðnir þannig að þeir ýta undir þannig hvatir og að eitthvað sé blásið upp sem áður var dílað við í leynum.

Engu að síður þarf virkilega að fjalla um sjálfsvígsvandann, eiturlyfjavandann, geðraskanavandann og margt þessu tengt.

Geðveikir eða þroskahamlaðir geta unnið mismikið, en algjör óvinnufærni er kannski undantekningin.

Nýleg rannsókn sýndi að Íslendingar hafa ekki eins mikla fordóma gagnvart útlendingum eða hinseginfólki og bólusetningarandstæðingum, geðveikum og öfgafólki í stjórnmálum.

Það kann mögulega að stjórnast af því að RÚV og aðrir fjölmiðlar hafa keyrt á þeirri stefnu að útrýma sumum fordómum en ekki öðrum. Sölvi Tryggvason gerir þó góða hlaðvarpsþætti þar sem hann einmitt leyfir fólki að tjá sig sem er ekki að tjá sig alla jafna eða fær lítil tækifæri til þess, og þar koma oft fram öðruvísi sögur sem koma á óvart. Það er prýðilegt hjá honum.

En bókin fjallar um óréttlætið í öfgaliði Metookvenna og femínista, og hvernig mistök eru þar gerð og ranglæti á sér stað og finnst mér einnig mikilvægt að fjalla um það.


mbl.is Sölvi fagnaði með ástinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirmaður Bjarna? Lilja? Svandís? Guðlaugur Þór?

Eins og margt annað þessa dagana er erfitt að vera viss um hvað Bjarna gengur til að segja af sér sem fjármálaráðherra, úr því ráðherrar gera það sjaldan þótt ástæður séu til þess.

Bjarni er þungavigtarmaður í íslenzkum stjórnmálum. Hann getur ekki farið úr þessari ríkisstjórn án þess að jafnvægið raskist milli flokkanna. Því hlýt ég að styðja að hann taki við öðru embætti í stjórninni - ef henni er enn stætt.

Ole Anton Bieltvedt skrifar í DV grein að þetta geri Bjarni til að setja þrýsting á Svandísi sjávarútvegsráðherra og jafnvel losna við hana. Þannig mætti segja að hann sé að reyna að leiðrétta þau mistök að koma henni til valda, nema meira þarf til, það þarf að ógilda svo margt, og einnig mistök miklu fleiri ráðherra en hennar. Hvalveiðibann hennar og grimmileg fóstureyðingalög gefa þó tilefni til að byrja á endurskoðun þar.

Ef Svandís mun segja af sér og fá samskonar álit frá Umboðsmanni og ef Bjarni tekur við embætti hennar mætti segja að það myndi friða sjálfstæðismenn, en ekki Vinstri græna. Þetta er allt í hnút og erfitt að sjá hvernig á að leysa þetta þegar flokkarnir eru svona ólíkir og áherzlurnar.

Annars er ég á því að Lilja Alfreðsdóttir ætti að valda þessu embætti vel, að vera fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytið gæti einnig hentað Svandísi Svavarsdóttur, því samúð með fátækum er kostur í slíku embætti, og vinstri menn gefa sig út fyrir það að vera þannig, hvernig svo sem reyndin er eða verður. Ekki er vantþörf á því að bæta kjör þeirra verst stöddu í landinu, og því eru allir nema sjálfstæðismenn góðir í það, sérstaklega vinstrimenn þó, og ætti því Vinstri grænn að fá fjármálaráðuneytið næst.

En þegar Katrín forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin standi tryggum fótum finnst mér það ekki sannfærandi. Mig minnir að það hafi verið sagt áður rétt áður en ríkisstjórnir sprungu.

Annars er ekki líklegt að sjálfstæðismenn hafi hannað þessa atburðarás sér í hag. Það er mjög léleg samsæriskenning. Það er erfitt að sjá að þeir græði á þessu, nema kannski við að koma umdeildu fólki frá völdum í ríkisstjórninni úr öðrum flokkum, en það er frekar langsótt að það takist þannig.

Ríkisstjórnin er í miklum vanda. Það er lítið að marka Katrínu forsætisráðherra sem segir að allt sé í himnalagi þegar fleytan er við það að sökkva. Þó er ekki útilokað að ríkisstjórnin þrauki í gegnum þetta, enda Katrín þaulvön í þessu fagi, að halda saman svona ríkisstjórnum, eins og í Jóhönnustjórninni.

Lengi var sagt að Katrín Jakobsdóttir væri langvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Það á ekki lengur við, langt frá því. Ekki ósvipað og þegar heilög Jóhanna missti sinn heilagleika eftir að landsmenn fóru að reiðast henni eftir að Jóhönnustjórnin varð mjög óvinsæl.

Það er eiginlega sama hvernig reynt verður að hrókera ráðherrum og gera hrossakaup fram og til baka. Bjarni Benediktsson var límið í ríkisstjórninni og naut mikils trausts í þessu embætti fjármálaráðherra. Þeir ráðherrar sem eftir sitja eru að einhverju leyti rúnir trausti einnig því óvinsæl mál hefur stjórnin reynt að keyra í gegn.

Ef stjórnin ætlar að lifa þetta af þarf kannski meiriháttar hrókeringar, stólaskipti og jafnvel nýtt fólk inní stjórnina. 

Stjórnin var löskuð fyrir eins og kannanir hafa lengi sýnt, og það verður því púsluspil að koma þessu aftur saman og að fólk fari að sýna þeim traust aftur.


mbl.is Uppstokkun á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 777
  • Frá upphafi: 127473

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 555
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband