Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021
10.7.2021 | 00:10
Táknmál eftir Bob Dylan, túlkun á erindi númer 3.
Í Bandaríkjunum er mikill iðnaður að vera Dylanfræðingur, eða menn geta að minnsta kosti gefið út bækur um slíka speki sína, að túlka verk hans og rannsaka ævi hans og list. Á Íslandi er því ekki að heilsa, en samt nýt ég þess að fjalla um verk hans.
Þetta er einn af þessum "neðanjarðartextum", verk sem hann gaf ekki út á sólóplötu en gaf vini sínum Eric Clapton, og er það á hans plötu, "No Reason To Cry" frá 1976.
Ég hef í öðrum pistlum um kvæðið lýst því hvað það er dulúðugt, og erfitt að finna boðskapinn nákvæmlega, ef hann er einhver.
Svona er þýðingin á erindinu:
"Það var þarna við brauðgerðina, allt í kringum voru svikin/blekkingarnar. Segðu henni sögu mína. Ennþá er ég ennþá þarna. Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"
Klaufalegur texti með endurteknum orðum án greinilegs tilgangs, en kannski er þarna einhver merking samt.
Þótt ekki sé ég sammála öllu sem kemur fram í túlkunum Davids Weir er hann mér ákveðin fyrirmynd, því mér finnst hann gera þetta vandlegar en aðrir og skoða jafnvel hvert einasta orð. Það finnst mér til fyrirmyndar. Að vísu reynir hann að túlka allt eftir kristninni, og heldur um of, en þar fyrir utan er margt gott hjá honum.
Hver getur þá merkingin verið?
Í fyrri erindum kom fram að leiksviðið er lítið kaffihús, og nú í þessu erindi fáum við upplýsingar um að bakarí, eða brauðgerð er þarna við hliðina. Ég á erfitt með að skilja að það hafi neina markverða merkingu, en kannski samt. Síðan kemur "fakery" sem rímar við "bakery" og maður veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort þetta sé merkingarlaust rím aðeins rímsins vegna. Það kann að vera.
Síðan kemur þessi kostuglega lína: "Segðu henni sögu mína".
Hvernig á hin mállausa eða heyrnarlausa kona að segja sögu hans, ef sögumaðurinn á við hana?
Margt er þversagnakennt í þessu. Fram að þessu er það næstumþví gefið í skyn í textanum að þau tvö þekkist ekki, sögumaður og manneskjan sem tjáir sig með táknmáli.
Þarna hins vegar fáum við tilfinningu fyrir ástarþríhyrningi, hugsanlega, eða einhverskonar kunningsskap milli persónanna, eða vinskap jafnvel.
Nauðsynlegt er að spóla til baka og rifja upp efni hinna versanna.
Hann sakar manneskjuna sem tjáir sig með táknmáli um að gera sig ekki skiljanlega, að hann geti ekki skilið hana. Einnig segir hann að hún misnoti hann eða geri sig merkilega á hans kostnað og biður um venjuleg orð, ekki táknmál. Allt frekar ótrúlegt miðað við aðstæðurnar.
Svo kemur þetta. Textinn er hreinlega mjög sundurlaus og óskiljanlegur.
Er þetta vinkona konunnar hans og vill hann að hún beri skilaboð til eiginkonunnar? Ef við berum þetta saman við raunverulegt líf Dylans þá var hann ekki skilinn við eiginkonu sína ennþá á þessum tíma, en deilum hafði hann átt í við hana, sem vitað er að einhverjar enduðu með pásum í sambúðinni, samkvæmt heimildum. Sérstaklega þó árið 1977, þegar hann samdi lögin á "Street Legal", en hugsanlega fyrr einnig.
Hins vegar er hægt að halda því fram að manneskjan sem tjáir sig með táknmáli sé karlkyns, því kyn þeirrar persónu kemur ekki fram, né fjöldi. "You" getur þýtt þið eða þú.
Maður er samt engu nær þrátt fyrir slíka túlkun.
Loks er það þessi lína:"Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"
Ekki getur hann verið að tala um eiginkonuna, Dylan sjálfur, því þau voru vissulega enn í sambúð og ekki skilin þegar þetta var ort, annaðhvort 1975 eða 1976. Aðrar skýringar geta því miklu frekar eða eingöngu komið til greina í túlkun kvæðisins.
Raunar er hægt að koma með alveg nýjan vinkil á túlkunina með því að skoða tíðirnar.
Erindi númer 1 og 2 eru í nútíð. Alls eru erindin 4. Erindi 3 og 4 eru í þátíð. Reyndar er erindi 3 bæði í nútíð og þátíð. Erindi 4 virðist allt í þátíð.
Línan:"Segðu henni sögu mína" gæti verið töluð við aðila sem verið er að segja þessa sögu. Sögur eru stundum bæði sagðar í nútíð og þátíð án þess að sögumaður leggi neina sérstaka merkingu í þá frásagnaraðferð. Þetta gæti verið dæmi um slíkt.
Þá vaknar samt spurningin hvers vegna sumt er í nútíð. Ég tel að hann sé að lýsa almennu samskiptaleysi, ástandi sem er vandamál á öllum tímum á meðan þroski mannkynsins er lítill, einstaklinganna.
Enn kemur orðið "fakery" eða flærð og óheiðarleiki. Hvað er hann eiginlega að fjalla um nákvæmlega?
Ég hef lesið áhugaverðan ritdóm um þennan texta þess efnis að óheiðarleikinn sé að hann þykist hafa áhuga á manneskjunni þótt svo sé ekki. Það er bara ein tilgáta af mörgum.
Ef hann er að lýsa almennu vandamáli sem allir eiga við að glíma er þó hægt að fá merkingu í þessi sértæku orð. Brauðgerð er vinnustaður, þar sem mikilvæg vinna fer fram, allir þurfa að borða og því er starfsgreinin ekki óheiðarleg, brauðgerðarmaður eða brauðgerðarkona. Allt í kring er samt einhver mafíustarfsemi á ferðinni samkvæmt þessum texta, hvað sem það nú þýðir.
Leyniþjónustutexti? Brauðgerðin kann að vera lýsing á yfirvarpi, táknmálið kann að vera leyniþjónustumál, og að viðkomandi hafi ekki þorað að tjá sig nema með óskiljanlegum hætti, dulmáli sem sagt.
"Ennþá er ég ennþá þarna". Þetta er svo sérkennileg setning að hún þarfnast frekari umfjöllunar við. Af hverju er orðið "ennþá" tvítekið? (Ég er ennþá þarna hefði verið nóg og betra mál).
Allt þetta ber vott um "Groundhog's Day" syndróm, sögumaður er fastur í einhverju fari sem spólast fram og til baka. Sögumaðurinn er á einhverjum stað í fortíðinni í huganum og endurupplifir atburðina aftur og aftur þótt annað eigi sér stað í raunverulegu, efnislegu tilverunni. Þannig lítur þetta talsvert mikið út.
Sem sagt, manneskjan hefur haldið áfram sem notar táknmálið en sögumaður er staðnaður, eða á sama stað og hann hitti hana á, samkvæmt þessu.
"Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"
Þessi setning lýsir nánum samskiptum og ástarsambandi þar sem traust milli einstaklinganna kemur við sögu. Þessi setning gæti verið sögð af einhverjum sem 40 árum eftir skilnað fréttir af makanum og vill koma skilaboðum til hans.
Þannig að hér rekst allt á hvert annars horn. Dylan var ekki búinn að skilja við konuna sína þegar hann orti þetta, og sízt búinn að vera fráskilinn í tugi ára.
Ég er eiginlega talsvert týndur í þessu máli eins og allir aðrir. Eiginlega allir sem hafa fjallað um þetta lag og þennan texta hafa gefið þetta frá sér og gefizt upp, sagzt ekki hafa möguleika á að útskýra þetta betur.
Hins vegar væri hægt að kafa dýpra, og það vil ég að sjálfsögðu gera.
Það eru ýmsar vísbendingar um það að Dylan hafi ekki verið 100% sáttur í þessu hjónabandi. Að vísu var hann það kannski 1969 þegar hann gaf út "Nashville Skyline", en hægt er að gizka á að jafnvel þá hafi einhvern skugga borið á. Lag á þeirri plötu heitir "Tell Me That It Isn't True". (Segðu mér að það sé ekki satt), og "I Threw It All Away", (Ég henti því öllu frá mér).
Þegar menn eru í hjónabandi getur þeim liðið eins og makinn sé í órafjarlægð ef þau ná ekki saman andlega. Það gæti verið tilfellið hér, en það er tilgáta, annað ekki.
Er hann að fjalla um að þjóðfélagið sé allt ein stór blekking og einn skrípaleikur og að viljandi sé fólki meinað að ná saman? Það kann að vera.
"Still I'm still there" kann nefnilega að hafa jákvæða merkingu, að hann sé ekki búinn að láta deyfð þjóðfélagsins ná tökum á sér. Hann gæti verið að minnast æskudaga sinna í þessu ljóði þegar allt var einfaldara, og hann gerði kannski sjálfur mistök í tjáningu eða samskiptum, eða kennir öðrum um slík mistök eða skort á samskiptum í fortíðinni.
Hver er þessi "hún" ef það er ekki konan hans? Það er einhver kvenpersóna sem skiptir hann greinilega miklu máli. Æskuást kannski, einhver sem hann náði aldrei að kynnast en hafði þó mikinn áhuga á?
Táknmálið passar ekki nógu vel inní þá ástarsögutúlkun eða þáþrártúlkun.
Er hér verið að tala um púkana sem sífellt spilla fyrir mannlegum samskiptum, eða eigendur okkar, sem keypt hafa okkur og fara með okkur eins og hunda og tíkur, valda sársauka, og við kennum hvert öðru um, hötumst innbyrðis til að fá útrás?
Já, það passar reyndar mjög vel. Þá er verið að fjalla um geimverur, vélmennin sem reynt er að breyta okkur í, (þrælana, ambáttirnar, drónana) og svo drottnarana sem kannski sköpuðu okkur ekki heldur keyptu okkur til að láta okkur vinna fyrir sig. (Og margt fleira).
Þá er manneskjan sem notar táknmálið æðri sögumanninum og ómennsk, yfirjarðarvera, nokkurskonar djöfull eða guð. Í þeim skilningi er rétt af ljóðmælandanum að spyrja hvort hin æðri vera geti ekki tjáð sig skýrar, því slíkt ætti að vera á færi æðri veru en manninum, ljóðmælandanum, þolandanum, geimveran eða guðinn, djöfullinn eða púkinn er þá gerandinn.
Hér falla púslin saman í heildstæða mynd og skilningur rökréttur fæst á verkinu. Ekki ætla ég samt að fullyrða að hann sé hinn eini rétti, en þetta gengur upp svona að minnsta kosti, smáatriðin í verkinu verða rökrétt, og myndin verður ekki fölsk lengur, heldur skiljanleg, með mörgum skrýtnum litum og smáatriðum, að vísu.
Ástæða er til að fara miklu ýtarlegar ofaní þessa túlkunaraðferð, þar sem hún gæti virkað. Það verður þó ekki gert hér. Ljóðatúlkanir mínar gætu þó hjálpað einhverjum sem vilja vinna meira með þetta efni síðar, meira og betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2021 | 16:02
Tengsl milli hneykslunargirni og drepsótta í sögunni.
Nýlega fundust bakteríurnar sem ollu svartadauða í líkamsleifum hirðingja frá miklu eldri tíma í Evrópu. Að vísu voru þær í einfaldara formi þar og ekki eins banvænu. Nýlega las ég slíka grein, en er ekki nógu iðinn við að vista slóðir. Það má finna með leitarorðum tengdum þessu. Engu að síður fræddi þessi vísindagrein mig um að vísindamenn hafa komizt að því að þessi baktería hefur fylgt lífkeðjunni lengur en talið var.
Um kórónuveiruna má það segja að sumir vísindamenn telja elztu afbrigði hennar 55 milljón ára gömul. Telja þeir hana hafa komið úr leðurblökum og öðrum flugdýrum. Merkilegt er það að frásagnir af Víti hafa lýst því þannig að þar svifu "sviðnir fuglar" (svartir fuglar) og eru því leðurblökur tengdar Víti, eins og þekkt er af plötunni "Bat Out Of Hell" með Meatloaf.
Á sjöunda áratug 20. aldarinnar var kórónaveiran fyrst greind í mönnum, en í dýrum á þriðja áratug þeirrar aldar.
Það er merkilegt að geimskipið í Roswell hrapaði 1947, Akureyrarveikin geisaði skömmu síðar og kórónuvírusar byrjuðu að dreifast á sjötta áratugnum, það er að segja OC43 kórónuveirustofninn komst í það horf sem hann þekkist nú.
Sá kórónuveirustofn er tengdur taugaveiki í mönnum og allskyns undarlegum aukaverkunum, banvænar geta afleiðingarnar verið, en langvinnar miklu oftar þó án þess að drepa. Það fer saman við einkenni Akureyrarveikinnar.
Nú er það merkilegt að sumir vísindamenn telja lífið hafa byrjað á jörðinni með einföldum RNA sameindum eins og þeim sem sprautað er í menn núna og nefnt bóluefni gegn kófinu. Það er því ekki úr vegi að álykta að hægt sé að búa til nýjan stofn manna með þessum genasprautum, eða breyta mönnum í aðra tegund.
Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur skrifaði grein þar sem þetta kemur fram í bókinni "Líf um víðan stjörnugeim", sem fjallar annars um Giordano Bruno að mestu leyti.
Metoohreyfingin á eitt sameiginlegt með hugarfarinu sem ríkti á jörðinni þegar svartidauði útrýmdi fólki á hrottalegri hátt en þekkzt hefur áður. Metoohreyfingin byggist á hneykslunargirni á eðli mannsins, kynhvötinni, sem heldur fólki á lífi. Kirkjan gerði þessa hneykslunargirni að sinni stefnu um langt skeið, og má segja að hún hafi ekki orðið kirkjunni eða kristnu fólki til framdráttar í sögulegu samhengi.
Sverrir Stormsker orðaði þetta vel einu sinni, þegar hann sagðist "hneykslast á engu nema hneykslunargirninni". Vel mælt var það og eftir slíkum snillingi.
Það má með rökum segja að samstillingin minnki sem er svo lífsnauðsynleg okkur mannfólkinu þegar hneykslunargirnin og mannhatrið nær hæstum hæðum. Samstilling er annað og vísindalegra orð yfir kærleikann, ef menn vilja það nota frekar.
Það er því hneykslunargirni Metoostefnunnar sem rýrir ónæmiskerfin, og drepur fleiri en breytt kórónuveira. Það var því sú banvæna hugsun sem drap flesta í pestum miðalda að kynlíf væri syndsamlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi mál hafa færzt í þessa átt smám saman í áranna rás, að ásökun jafngildir sakfellingu. Hvert ár færir okkur meiri reiði í garð karla, meira af Metoo og femínisma. Sem mótvægi við konurnar sem urðu fyrir ofbeldi í fortíðinni kannski, sem aldrei var hlustað á nema í litlum hópi vinkvenna eða vina. Þar með er réttarríkið ónýtt. Í síðustu færslu minni um þetta mál stóðu tölurnar þannig samkvæmt annarri frétt DV að fleiri vildu heyra hann syngja. Ég tók það fram að það gæti breyzt. Það er vegna þess að þetta hefur gerzt áður. Konur stjórna stilliaflinu, sérstaklega ungar stúlkur. Sá sem stjórnar þeim stjórnar heiminum.
Ennþá er ekkert sannað, en samt fer þetta svona að hann verður fyrir gríðarlegum skaða. Meiðyrðamál meintra gerenda hafa unnizt af minna tilefni. Það er samt slæmt fyrir réttarkerfið ef dómstólar eru farnir að þróast í samræmi við kjaftasögur.
Þegar svona mál koma upp reglulega, núorðið í hverri viku eða hverjum mánuði, þá vaknar spurningin í sál hvers mann: Viltu bæta á þá kúgun sem konur hafa orðið fyrir í gegnum tíðina með því að leyfa hugsanlegum fanti af (fyrrverandi) valdakyninu að njóta vafans? Svo kemur hin spurningin: Viltu brjóta þær reglur að allir séu saklausir þar til sekt er sönnuð fyrir dómstólum?
Þetta eru erfiðar spurningar. Við lifum á femínískum tímum og því er skiljanlegt að þróunin sé í þá átt að dómstóll götunnar ráði. Samt getur sá dómstóll gert hræðilega hluti. Þjóðin er að feta villimannlega braut, réttarkerfið í klessu, lýðræðið í klessu.
Þegar þessi Metoobylting hjaðnar vaknar bara spurningin hvað næst? Þegar búið verður að sópa burt helling af vinsælum söngvurum, hvað verður gert næst? Við sigrum tæplega óttann svona í brjósti karla eða kvenna. Mannlegt eðli verður áfram samt við sig. Við bælum málin svolítið meira, ýtum þeim undir yfirborðið, en þetta er tæplega sigur réttlætisins, nema á yfirborðinu.
Borgarastyrjaldir valda gríðarlegum skaða. Bezt að átta sig á því. Þær minna á heimsstyrjaldir því þær eru svo grunntækar, þær fara inn að innsta kjarna mannverunnar, samskiptunum sem allir þurfa á að halda, traustinu, óttinn getur vaxið en ekki minnkað í samfélaginu í heild.
Staðreyndin er sú að kvíðaröskun og andlegir erfiðleikar eru að þjaka gríðarlega marga. Metoobylgjurnar eru sennilega birtingarmynd vandamáls samfélags sem er í krísu en ekki síðasta svarið við réttlæti og óréttlæti.
Er þá ekki bara hagstæðara fyrir stráka og karla að fara útá glæpabrautina strax, ef þeir eru dæmdir fyrirfram? Það verður fróðlegt að sjá hvernig samfélagið þróast á næstu árum.
Íslenzkt samfélag er að molna og hrynja innanfrá. Það er tæplega að bæta sig. Kirkjan var stoðin og styttan, hún var samfélagslímið. Ætlar fólk að hafa kvenrembugoðið sem hið nýja viðmið? Hvaða andlit hefur þetta kvenréttindagoð?
Færri styðja Ingó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byltingar geta verið bæði vinstribyltingar og hægribyltingar. Ég tel nazismann hafa verið hægribyltingu og að fólkið hafi viljað þetta. Hægt er að tala um sex skeið byltinga og hugmyndafræðiskeið. Fyrst er heimspekilega skeiðið, þegar þörfin fyrir byltingu er útskýrð og sett fram fræðilega, annað skeiðið er svo kynningin og félagslega hreyfingin, þegar hugmyndirnar eru kynntar og gerðar vinsælar eða ekki, ef það tekst ekki, þriðja skeiðið er svo byltingin sjálf, með ofbeldi eða friðsamleg, þegar því gamla er velt úr sessi, fjórða skeiðið er svo velmegun og aðlögun, valdataka og spilling, þegar status quo kemst á, byltingarhugmyndirnar eru gerðar að normi. Fimmta skeiðið, er svo hnignunartíminn og ofbeldistíminn. Sjötta og síðasta skeiðið er svo ósigurinn, þegar hugmyndafræðinni er velt úr sessi fyrir aðra, ný bylting er gerð, eða gagnbylting þess gamla sem fyrir var. Í ákveðnum tilfellum, þegar hin sigrandi hreyfing hefur völd og er ekki skoruð á hólm af nægilega sterku valdi heldur hún áfram að vera ríkjandi og við höldum áfram á fjórða skeiðinu en sleppum því fimmta og sjötta.
Marx var maður fyrsta skeiðsins. Hann var heimspekingur kommúnismans.
Lenín var maður fyrsta, annars og þriðja skeiðsins. Hann sameinaði það að vera hugmyndafræðingur, skipuleggjandi og byltingamaður.
Trottský var það líka, nema hann náði eitthvað að lifa það að sjá hugmyndirnar blómstra og verða að veruleika.
Stalín var kommúnisminn holdi klæddur, sá sem sat að krásunum allt til enda, eða næstum því. Komúnisminn var nefnilega dauður þegar hann gaf upp öndina, stirðnaður og fastmótaður í íhaldssamar hefðir. Gorbasjov og fleiri sáu svo um að grafa líkið af kommúnismanum og undirbúa jarðveginn fyrir það nýja.
Það sem er merkilegast við þetta allt saman er sá lærdómur að gripið er til ofbeldis til að viðhalda því sem er hugmyndafræðilega dautt og tapað.
Ef við furðum okkur á því hvers vegna aðrar hugmyndafræðistefnur hreyfast eins og uppvakningar þótt þær séu dauðar, þá er svarið þetta, að gripið er til fasismans þegar allt annað þrýtur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2021 | 16:33
Fleiri vilja enn hlusta á tónlist en femínisma, samkvæmt könnun DV
Þjóðin klofin, í nafna-míns-veðurguðs-málinu, 53% vilja heyra hann spila í Eyjum, 46% vilja láta femínista ráða, samkvæmt könnun í DV. Miðað við að DV hallast til vinstri er augljóst að femínistar koma ekki feitir frá þessari keppni og tölurnar gætu orðið ýktari í öðrum könnunum. Annars veit maður aldrei með sveiflukenndan almenning sem lætur stjórnast, yfir 90% almennings er áhrifagjarn. Það sér maður í úrslitum kosninga, eins og að Guðni skyldi verða forseti en ekki Guðmundur Franklín, til dæmis.
Annars er lögmálið svona: Sekt er sönnuð á meðan er viðkomandi er karlkyns og hefur ekki farið í kynleiðréttingu, sakleysi er sannað á meðan viðkomandi er kona og vill vera það.
Þetta snýst auðvitað um kynjabaráttu sem aldrei að eilífu endar með jafnrétti. Þetta er barátta uppá líf og dauða um yfirráð og leyfi til að kúga hitt kynið, um forréttindi, vinstri og hægripólitík, og margt fleira blandast inní þessa deilu.
Ég hef stundum haft yndi af öfgum, bæði í grínu og alvöru. Þess vegna segi ég: Þetta er ástæða til að leyfa engum konum að syngja eða taka þátt í tónlist. Þær vilja einoka markaðinn, bransann. Vilja þær að hreyfing eflist þar sem inntakið verður: Bönnum atvinnuþátttöku og námsþátttökukvenna ásamt kosningarétti þeirra? Sígildu reglurnar lifi?
Ég hef rökrætt við fólk um það sem skrifað stendur í Biblíunni. Fyrrum kristið fólk (og nokkrir sem telja sig enn kristna) segja að það séu mannanna verk sem stendur í Biblíunni, að hún sé ekki orð Guðs á meðan samfélagið brýtur gegn henni og boðskap hennar. Hins vegar vill það fólk viðurkenna að Biblían sé Guðs orð ef samfélagið beygir sig undir lög hennar og boðskap. Vindar tíðarandans eru almáttugir, þeir stjórna miklu.
Á þessum kvenréttindatímum eru nefnilega margir komnir á þá skoðun að leiðinleg karlrembusvín hafi skrifað Biblíuna til að halda völdum. Jafnvel fólk sem er ennþá í Þjóðkirkjunni heldur þessu fram.
Í Biblíunni stendur þetta skýrt, að karlar eigi að drottna yfir konum, en bæði kynin eigi svo að hlýða Guði. Þar stendur einnig að konur eigi að þegja á samkomum og annað þesslegt.
Ef menn vilja afneita eftir hentugleika boðskap Biblíunnar er kannski einmitt tímabært að athuga hvort það gildi um kærleiksboðorðið. Fari menn útí villimennsku og kjósi þeir frekar að hata náungann en elska hann, eins og ýmsir sem forframazt hafa í háskólum í æðri fræðum, er þó réttara að telja sig yfirlýstan heiðingja en ekki kristinn mann.
P.S.:
Ég hef lesið það sem Hannes Hólmsteinn skrifar um frjálslega notkun mína og margra annarra á hugtakinu fasismi. Ég vildi að ég hefði setið í tíma hjá honum, hann er einn af okkar betri fræðimönnum. Hans fræðimennskulega notkun á orðinu fasismi er auðvitað réttari, (fræðilega séð), ég viðurkenni það, en ég verð að vera sammála Eiríki Rögnvaldssyni þó hér þegar hann fullyrðir:"Málið breytist".
Ég nota þetta orð til að vekja sterkari viðbrögð, og hafa boðskapinn skýrari. Hitt finnst mér algjörlega sagnfræðilega rangt að tala um femínazisma, því nazisminn er bundinn annarri skilgreiningu, um kynþáttahyggju germanska, sem ekki fylgir femínismanum.
Megas skilgreindi fasisma þannig í útvarpsþætti: Hrísvöndunarstefna. Hann kann sína ítölsku og latínu nefnilega og skilur orðin þarna á bakvið. Fasismi er samkvæmt þessu sá sem refsar og hýðir með vendi til að fá sínu framgengt, beitir ofbeldi til að framfylgja sinni sannfæringu (og flokks síns).
Sagnfræðilega er fasisminn bundinn atburðum í mannkynssögunni. Hvað á þá að kalla hreyfingar sem minna á hann? Þá er skárra að tala um femínismafasisma en femínazisma, sem er ennþá meiri þverstæða kenningarlega séð, stríðir meira gegn inntakinu.
Hrísvöndunarstefna er gott orð. Það er nauðsynlegt að endurskoða mannkynssöguna í ljósi nútímans.
Skora á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða ekki valið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2021 | 13:56
Er þróunarkenningin á undanhaldi?
Nú er víða í heiminum fjallað um merkilegan steingervingafund í Ísrael sem byltir þeirri kenningu að uppruni mannsins sé í Afríku. Það skyldi þó aldrei vera að þjóðin sem gaf okkur Biblíuna gefi okkur sönnun þess að maðurinn var skapaður af æðri vitsmunaverum, geimverum eins og Erich von Däniken hélt fram, en hafi ekki þróazt af öpum í Afríku.
Í íslenzkum vefritum er fjallað um þetta á Stundinni, DV og sennilega víðar.
Þróunarkenningin á við í ýmsum tilfellum, en það er hægt að hjálpa henni með genablöndun, eða spilla fyrir henni. Það veit Kári Stefánsson og það vita fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg augljóst að yfirvöldin á Íslandi stjórna ekki atburðarásinni. Þau vita varla hvað er að gerast en hlýða fyrirskipunum um að "bólusetja" eigi heimsbyggðina - með því sem sumir kalla þó ekki bóluefni heldur erfðabreytingaefni.
Fréttir eru misvísandi. DV greindi frá því nýlega að manneskja hafi látizt eftir bóluefni frá Jansen. Ekki fór það hátt í RÚV eða meginstraumsfréttaveitum.
Nú kemur þessi frétt, að smitið á laugardag var bólusettur einstaklingur. Hjördís upplýsingafulltrúi reynir að útskýra það í þessari frétt, en sennilega eru margir ringlaðir út af þessu.
Alltaf ákveðið hlutfall bólusettra sem smitast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2021 | 00:11
Gunnar Smári vill komast inná þing
Í kvöldfréttum RÚV 4. júlí 2021, í kvöld, fékk Gunnar Smári Egilsson að segja nokkur orð. Ekki lízt mér á að hann útiloki Sjálfstæðisflokkinn eins og Samfylkingin og Píratar, ef hann kemst í að mynda ríkisstjórn, sem auðvitað mjög ólíklegt er, en það er aldrei að vita, aldrei að segja aldrei í pólitíkinni. Úrslit geta komið á óvart.
Annars finnst mér honum hafa farið aftur. Þegar hann var fastagestur Péturs á útvarpi Sögu fyrir nokkrum árum þá hataðist hann jafn mikið útí vinstriflokkana og hægriflokkana og sagði aðeins sinn flokk trúverðugan, Sósíalistaflokkinn. Mér fannst það býsna heiðarlegt og gott af honum að viðurkenna að VG, Samfylking og Píratar eiga margt sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum og fleiri flokkum sem hann telur versta og auðhyggjusinnaðasta.
Speki Gunnars Smára fyrir síðustu kosningar var þannig að vinstriflokkarnir væru hættir að hugsa um alþýðuna. Sagðist hann vera bjargvætturinn í því efni og fylgismenn hans. Annars er það algengt að málflutningur mildist hjá fólki þegar það reynir að mynda kosningabandalög.
Það eru talsvert miklar líkur á að næsta stjórn verði vinstristjórn. Merkileg eru orð ungs stjórnmálafræðings, konu sem vitnað var í nýlega í grein í DV, sem sagði Sósíalistaflokkinn eina flokkinn sem nú býður fram sem notar orðræðu popúlista, ekki Miðflokkurinn hans Sigmundar, þótt óvinir hans fullyrði það.
Ætli unga fólkið hafi spáð í þetta sem nú ætlar að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata, sem mér finnst stundum líka popúlistalegir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2021 | 05:40
Er "vígahnötturinn" geimskip?
Kom ekki Súpermann með loftsteini til jarðarinnar? Hvað með óvini hans frá Krypton? Komu þau ekki líka með loftsteini? Þetta virðist passa við lýsingarnar á þessum síðustu tímum.
Vígahnötturinn líklega stærri en venjulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2021 | 01:57
Vondur er þessi heimur.
Allt mitt líf hef ég átt móður sem hefur látið vorkenna sér. Nú eru báðir hennar foreldrar dánir þannig að hún þarf að leita annað. Nú gekk henni alltaf vel í skóla, en hvers vegna valdi hún sér þá sambýlismenn og barnsfeður sem léku hana grátt? Ekki fékk hún slæmt uppeldi, heldur var dekrað við hana.
Spurningin er, hvers vegna lenda konur í þessum aðstæðum? Eftir að mamma og pabbi skildu eignaðist pabbi aðra konu og þar hefur hann verið undir ægivaldi hennar, látið hana stjórna sér, eldað matinn til móts við hana og verið henni góður. Þannig að þetta sem mamma og hann rifust um hefur ekki komið upp á yfirborðið í samskiptum hans og nýju konunnar.
Það sama er með seinni barnsföður mömmu. Það er almennt mál manna að mamma kalli á neikvæð viðbrögð.
Margir karlar þjónuðu mömmu og gerðu allt fyrir hana. Hún misnotaði þá bara, lét þá þjóna sér en henti þeim í burtu um leið og þeir gerðu kröfur um kynlíf eða eitthvað á móti. Hins vegar var hún svo ástfangin af mönnum sem lúbörðu hana að þeir urðu að hætta með henni.
Ekki skrýtið að ég flúði til ömmu og afa og kaus að alast upp þar að mestu.
Þessar fullkomnu kvenréttindakonur, skyldi hegðun þeirra vera fullkomin við þeirra nánustu? Eitthvað grafið sem kemur uppá yfirborðið eða allt lýtalaust og fullkomið?
Nú er spurning í sambandi við menn sem eru sagðir glæpamenn allt í einu, hvar eru afrek femínistanna? Miðað við að konur eru komnar fram úr körlum í háskólunum, og jafnhliða í vinnu, hvers vegna eru nauðganir ekki kærðar um leið og þær fara fram?
Flestar konur fyrri alda lifðu af allt þær ofbeldi sem þær voru beittar. Þegar ég var barn stóð ég með mömmu. Framferði femínista hefur gert mig sífellt andsnúnari þeirra boðskap. Þær konur sem þjónuðu heimilinu, börnunum og manni sínum í gegnum aldirnar voru holdtekjur kærleikans og krossdauða Krists. Þær umbáru ofbeldið og lifðu af þrátt fyrir það, tóku það sem hvert annað hundsbit. Þegar egóisminn er búinn að sigra eins og hjá þeim sem setja eigin völd og egó í fyrsta sæti er ekkert nógu gott, sízt einstaklingur af hinu kyninu. Hjá slíku fólki finnst alltaf ástæða til að hata hitt kynið.
Enginn kemst undan áreitum því allt sem dynur á skynfærum okkar eru áreiti og án þeirra þroskast enginn eða lifir. Hvenær verða þau að kúgun? Þegar hægt er að tala um andlega eða kynferðislega nauðgun, þegar hótunum eða öðrum þrýstingi er beitt sem tekur burt einstaklingsviljann og einstaklingsfrelsið. Þá er farið yfir mörk þess löglega, þegar fólk er neytt til að gera það sem það vill ekki, eða ef hinn aðilinn upplifir eitthvað sem óþægilegt, en hversu óþægilegt? Getur fólk komizt undan öllu sem er óþægilegt í lífinu með kærum? Hvaða forréttindahópar hafa efni á slíku eða eru færir um slíkt? Ekki allir, aðeins lítill hluti fólks, og langfæstir falla í þann hóp sem geta slíkt eða hafa erindi sem erfiði. Lögreglan hefur einfaldlega ekki mannskap, tíma eða peninga til að sinna of mörgum málum.
Þeir sem eru frægir, hvítir karlmenn eru undir smásjá og í sérstakri hættu hvað þetta varðar. Femínistar vilja ryðja þeim öllum úr vegi og fylla öll embætti með kvenrembum, helzt af kvenkyni, mjög fáum körlum er treyst, jafnvel þótt þeir bugti sig og beygi og segi alla réttu frasana í gríð og erg.
Þegar búið er að losna við alla þessa frægu karla þá kemur röðin að hinum sem eru minna áberandi. Ekki skiptir máli hvað er gert heldur upplifunin sjálf, alltaf er hægt að færa skörina lengra, þetta er allt spurning um að breyta skilgreiningum, og skilgreiningarnar breytast á sífellt meiri hraða.
Í þessum aðstæðum og í þessari menningu fara karlar að hata konur meira, og svo hinir sem lúffa sífellt meira. Þetta er vítahringur sem engan enda tekur, hvorki hér né í vítunum sem taka við eftir að sálirnar skreppa úr þessum skrokkum inní framlífið, í vítin sem þar taka við í rökréttu framhaldi af þessu víti. Fólk hefur búið sér til þetta, eða það lætur stjórna sér.
Tónlistarbransinn er maðkagryfja sem Satan ræður yfir. Það þarf mikið til að hafa geð í sér til að taka þátt í honum. Satan teygir sig inná sífellt fleiri svið menningarinnar. Satan lætur bæði konur og karla fremja glæpi og svo að hata hvert annað.
Þegar búið verður að glæpavæða alla karla og stráka og þeirra atferli hlýtur að koma að því að innan ákveðinna samfélagshópa verði ofbeldi upphafið sem eftirsóknarvert, sexý og spennandi, til dæmis meðal unglinga. Hætt er við því að vegferð þjóðfélagsins leiði í þá átt.
Þessar konur og stúlkur eiga ekki að þurfa að lifa í ótta. Þeir sem sannarlega hafa gert á þeirra hlut verða að sjálfsögðu dæmdir.
En mikil er óhamingjan í þjóðfélaginu. Hvernig stendur á því að vondir menn verða frægir?
Ingó veðurguð sakaður um kynferðisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 134
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 818
- Frá upphafi: 129933
Annað
- Innlit í dag: 119
- Innlit sl. viku: 630
- Gestir í dag: 108
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar