Táknmál eftir Bob Dylan, túlkun á erindi númer 3.

Í Bandaríkjunum er mikill iðnaður að vera Dylanfræðingur, eða menn geta að minnsta kosti gefið út bækur um slíka speki sína, að túlka verk hans og rannsaka ævi hans og list. Á Íslandi er því ekki að heilsa, en samt nýt ég þess að fjalla um verk hans.

Þetta er einn af þessum "neðanjarðartextum", verk sem hann gaf ekki út á sólóplötu en gaf vini sínum Eric Clapton, og er það á hans plötu, "No Reason To Cry" frá 1976.

Ég hef í öðrum pistlum um kvæðið lýst því hvað það er dulúðugt, og erfitt að finna boðskapinn nákvæmlega, ef hann er einhver.

 

Svona er þýðingin á erindinu:

 

"Það var þarna við brauðgerðina, allt í kringum voru svikin/blekkingarnar. Segðu henni sögu mína. Ennþá er ég ennþá þarna. Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"

 

Klaufalegur texti með endurteknum orðum án greinilegs tilgangs, en kannski er þarna einhver merking samt.

Þótt ekki sé ég sammála öllu sem kemur fram í túlkunum Davids Weir er hann mér ákveðin fyrirmynd, því mér finnst hann gera þetta vandlegar en aðrir og skoða jafnvel hvert einasta orð. Það finnst mér til fyrirmyndar. Að vísu reynir hann að túlka allt eftir kristninni, og heldur um of, en þar fyrir utan er margt gott hjá honum.

Hver getur þá merkingin verið?

Í fyrri erindum kom fram að leiksviðið er lítið kaffihús, og nú í þessu erindi fáum við upplýsingar um að bakarí, eða brauðgerð er þarna við hliðina. Ég á erfitt með að skilja að það hafi neina markverða merkingu, en kannski samt. Síðan kemur "fakery" sem rímar við "bakery" og maður veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort þetta sé merkingarlaust rím aðeins rímsins vegna. Það kann að vera.

Síðan kemur þessi kostuglega lína: "Segðu henni sögu mína".

Hvernig á hin mállausa eða heyrnarlausa kona að segja sögu hans, ef sögumaðurinn á við hana?

Margt er þversagnakennt í þessu. Fram að þessu er það næstumþví gefið í skyn í textanum að þau tvö þekkist ekki, sögumaður og manneskjan sem tjáir sig með táknmáli.

Þarna hins vegar fáum við tilfinningu fyrir ástarþríhyrningi, hugsanlega, eða einhverskonar kunningsskap milli persónanna, eða vinskap jafnvel.

Nauðsynlegt er að spóla til baka og rifja upp efni hinna versanna.

Hann sakar manneskjuna sem tjáir sig með táknmáli um að gera sig ekki skiljanlega, að hann geti ekki skilið hana. Einnig segir hann að hún misnoti hann eða geri sig merkilega á hans kostnað og biður um venjuleg orð, ekki táknmál. Allt frekar ótrúlegt miðað við aðstæðurnar.

Svo kemur þetta. Textinn er hreinlega mjög sundurlaus og óskiljanlegur.

Er þetta vinkona konunnar hans og vill hann að hún beri skilaboð til eiginkonunnar? Ef við berum þetta saman við raunverulegt líf Dylans þá var hann ekki skilinn við eiginkonu sína ennþá á þessum tíma, en deilum hafði hann átt í við hana, sem vitað er að einhverjar enduðu með pásum í sambúðinni, samkvæmt heimildum. Sérstaklega þó árið 1977, þegar hann samdi lögin á "Street Legal", en hugsanlega fyrr einnig.

Hins vegar er hægt að halda því fram að manneskjan sem tjáir sig með táknmáli sé karlkyns, því kyn þeirrar persónu kemur ekki fram, né fjöldi. "You" getur þýtt þið eða þú.

Maður er samt engu nær þrátt fyrir slíka túlkun.

Loks er það þessi lína:"Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"

Ekki getur hann verið að tala um eiginkonuna, Dylan sjálfur, því þau voru vissulega enn í sambúð og ekki skilin þegar þetta var ort, annaðhvort 1975 eða 1976. Aðrar skýringar geta því miklu frekar eða eingöngu komið til greina í túlkun kvæðisins.

Raunar er hægt að koma með alveg nýjan vinkil á túlkunina með því að skoða tíðirnar.

Erindi númer 1 og 2 eru í nútíð. Alls eru erindin 4. Erindi 3 og 4 eru í þátíð. Reyndar er erindi 3 bæði í nútíð og þátíð. Erindi 4 virðist allt í þátíð.

Línan:"Segðu henni sögu mína" gæti verið töluð við aðila sem verið er að segja þessa sögu. Sögur eru stundum bæði sagðar í nútíð og þátíð án þess að sögumaður leggi neina sérstaka merkingu í þá frásagnaraðferð. Þetta gæti verið dæmi um slíkt.

Þá vaknar samt spurningin hvers vegna sumt er í nútíð. Ég tel að hann sé að lýsa almennu samskiptaleysi, ástandi sem er vandamál á öllum tímum á meðan þroski mannkynsins er lítill, einstaklinganna.

Enn kemur orðið "fakery" eða flærð og óheiðarleiki. Hvað er hann eiginlega að fjalla um nákvæmlega?

Ég hef lesið áhugaverðan ritdóm um þennan texta þess efnis að óheiðarleikinn sé að hann þykist hafa áhuga á manneskjunni þótt svo sé ekki. Það er bara ein tilgáta af mörgum.

Ef hann er að lýsa almennu vandamáli sem allir eiga við að glíma er þó hægt að fá merkingu í þessi sértæku orð. Brauðgerð er vinnustaður, þar sem mikilvæg vinna fer fram, allir þurfa að borða og því er starfsgreinin ekki óheiðarleg, brauðgerðarmaður eða brauðgerðarkona. Allt í kring er samt einhver mafíustarfsemi á ferðinni samkvæmt þessum texta, hvað sem það nú þýðir.

Leyniþjónustutexti? Brauðgerðin kann að vera lýsing á yfirvarpi, táknmálið kann að vera leyniþjónustumál, og að viðkomandi hafi ekki þorað að tjá sig nema með óskiljanlegum hætti, dulmáli sem sagt.

"Ennþá er ég ennþá þarna". Þetta er svo sérkennileg setning að hún þarfnast frekari umfjöllunar við. Af hverju er orðið "ennþá" tvítekið? (Ég er ennþá þarna hefði verið nóg og betra mál).

Allt þetta ber vott um "Groundhog's Day" syndróm, sögumaður er fastur í einhverju fari sem spólast fram og til baka. Sögumaðurinn er á einhverjum stað í fortíðinni í huganum og endurupplifir atburðina aftur og aftur þótt annað eigi sér stað í raunverulegu, efnislegu tilverunni. Þannig lítur þetta talsvert mikið út.

Sem sagt, manneskjan hefur haldið áfram sem notar táknmálið en sögumaður er staðnaður, eða á sama stað og hann hitti hana á, samkvæmt þessu.

"Veit hún að mér er ekki sama ennþá?"

Þessi setning lýsir nánum samskiptum og ástarsambandi þar sem traust milli einstaklinganna kemur við sögu. Þessi setning gæti verið sögð af einhverjum sem 40 árum eftir skilnað fréttir af makanum og vill koma skilaboðum til hans.

Þannig að hér rekst allt á hvert annars horn. Dylan var ekki búinn að skilja við konuna sína þegar hann orti þetta, og sízt búinn að vera fráskilinn í tugi ára.

Ég er eiginlega talsvert týndur í þessu máli eins og allir aðrir. Eiginlega allir sem hafa fjallað um þetta lag og þennan texta hafa gefið þetta frá sér og gefizt upp, sagzt ekki hafa möguleika á að útskýra þetta betur.

Hins vegar væri hægt að kafa dýpra, og það vil ég að sjálfsögðu gera.

Það eru ýmsar vísbendingar um það að Dylan hafi ekki verið 100% sáttur í þessu hjónabandi. Að vísu var hann það kannski 1969 þegar hann gaf út "Nashville Skyline", en hægt er að gizka á að jafnvel þá hafi einhvern skugga borið á. Lag á þeirri plötu heitir "Tell Me That It Isn't True". (Segðu mér að það sé ekki satt), og "I Threw It All Away", (Ég henti því öllu frá mér).

Þegar menn eru í hjónabandi getur þeim liðið eins og makinn sé í órafjarlægð ef þau ná ekki saman andlega. Það gæti verið tilfellið hér, en það er tilgáta, annað ekki.

Er hann að fjalla um að þjóðfélagið sé allt ein stór blekking og einn skrípaleikur og að viljandi sé fólki meinað að ná saman? Það kann að vera.

"Still I'm still there" kann nefnilega að hafa jákvæða merkingu, að hann sé ekki búinn að láta deyfð þjóðfélagsins ná tökum á sér. Hann gæti verið að minnast æskudaga sinna í þessu ljóði þegar allt var einfaldara, og hann gerði kannski sjálfur mistök í tjáningu eða samskiptum, eða kennir öðrum um slík mistök eða skort á samskiptum í fortíðinni.

Hver er þessi "hún" ef það er ekki konan hans? Það er einhver kvenpersóna sem skiptir hann greinilega miklu máli. Æskuást kannski, einhver sem hann náði aldrei að kynnast en hafði þó mikinn áhuga á?

Táknmálið passar ekki nógu vel inní þá ástarsögutúlkun eða þáþrártúlkun.

Er hér verið að tala um púkana sem sífellt spilla fyrir mannlegum samskiptum, eða eigendur okkar, sem keypt hafa okkur og fara með okkur eins og hunda og tíkur, valda sársauka, og við kennum hvert öðru um, hötumst innbyrðis til að fá útrás?

Já, það passar reyndar mjög vel. Þá er verið að fjalla um geimverur, vélmennin sem reynt er að breyta okkur í, (þrælana, ambáttirnar, drónana) og svo drottnarana sem kannski sköpuðu okkur ekki heldur keyptu okkur til að láta okkur vinna fyrir sig. (Og margt fleira).

Þá er manneskjan sem notar táknmálið æðri sögumanninum og ómennsk, yfirjarðarvera, nokkurskonar djöfull eða guð. Í þeim skilningi er rétt af ljóðmælandanum að spyrja hvort hin æðri vera geti ekki tjáð sig skýrar, því slíkt ætti að vera á færi æðri veru en manninum, ljóðmælandanum, þolandanum, geimveran eða guðinn, djöfullinn eða púkinn er þá gerandinn.

Hér falla púslin saman í heildstæða mynd og skilningur rökréttur fæst á verkinu. Ekki ætla ég samt að fullyrða að hann sé hinn eini rétti, en þetta gengur upp svona að minnsta kosti, smáatriðin í verkinu verða rökrétt, og myndin verður ekki fölsk lengur, heldur skiljanleg, með mörgum skrýtnum litum og smáatriðum, að vísu.

Ástæða er til að fara miklu ýtarlegar ofaní þessa túlkunaraðferð, þar sem hún gæti virkað. Það verður þó ekki gert hér. Ljóðatúlkanir mínar gætu þó hjálpað einhverjum sem vilja vinna meira með þetta efni síðar, meira og betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 272
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 875
  • Frá upphafi: 124958

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 729
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband