Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
24.5.2021 | 03:40
Mengandi efni miða að sama takmarki og andleg, niðurbrjótandi áhrif
Rétt eins og fólk stjórnast ekki af frjálsum vilja í þessu lífi þannig er það ekki einstaklingsviljinn sem ræður næstu lífum. Það er vefnaðurinn sem er þannig. Allt þetta er of stórfenglegt í eðli sínu til að þetta geti verið tilviljun allt niður í alsmæstu hversdagslegu viðburðina eða líf dýra og jurta eða hins "dauða" efnis.
Það eru margir sem hafa atvinnu af okkur. Eins fánýt og nútímatilveran getur virzt þannig hafa hin andlegu störf orðið meira ofaná með aukinni tæknivæðingu. Með nútímavitsmunum og þekkingu þeirri sem fólk hefur öðlazt í þessu menningarsamfélagi er auðvelt að skilja að dagleg tilvera eigenda okkar snýst ekki um að hlaupa út um víðan völl eða sinna líkamlegum störfum heldur í því að stjórna smáatriðunum og stóru atriðunum líka. Ég er ekki þar með að segja að andleg sé tilvera þeirra, heldur þvert á móti líkamleg og efniskennd, en andleg er okkar tilvera orðin vegna blekkinganna sem við lifum í.
Við byrjum oftast tilveru okkar á eigingjörnum grundvelli sem börn en þroskumst svo, ekki þó allir. Einstaklingshyggjan ríkir á vesturlöndum og einstaklingseðlið, en það er þó skert af sameiginlegum blekkingum og ranghugmyndum sem flestar hafa verið með okkur í menningunni lengi og eru notaðar til að stjórna okkur. Við hafa svo bæzt efni, jafnvel örplastið, sem mengar og virkar með X-2000 efninu til að taka burt sjálfræði og sjálfstæði ásamt öðrum mengandi efnum, og andlegum áhrifum sem vinna saman að þessu eina markmiði, að gera okkur að hlýðnum skepnum og auðsveipum en ekki frjálsum manneskjum eins og okkur var ætlað að verða.
Í hvert sinn sem aðall mannkynsins skarar fram úr og sýnir frelsisviðleitni eða framför er hann barinn niður af hörku og ofbeldi, Covid-19 síðasta dæmið, kreppan 2008 þar á undan, og þannig mætti lengi telja. Áfram inní búrin á hlaupahjólin, hræðast, ráðast á náungann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2021 | 16:34
Fjórða sætið í Júróvisjón, frábær árangur, til hamingju Daði og Ísland.
Fjórða sætið í ár þýðir frábær landkynning og búst fyrir íslenzka tónlistarmenn. Daði fær nóg að gera næstu árin í sinni tónlist og Gagnamagnið hans. Dýrara hefði verið að vinna.
Að vera tónlistarmaður í dag er 99% fjármálavit, auglýsingamennska, og kynningarstarf en 1% hæfileikar. Á þessu flaskaði ég á sínum tíma. Ég lærði ekki lögin sem ég var að flytja, kunni ekki textana og varla lögin, þótt þau væru eftir mig.
Á þessum leiðindatímum Covid-19 er gott að gleðja sig yfir því að árangur þjóðarinnar í tónlist er frábær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2021 | 06:17
Þú verður að þjóna einhverjum eftir Bob Dylan, túlkun á sjötta erindinu.
Þá er komið að því að túlka sjötta erindi hins kristilega söngtexta, "Þú verður að þjóna einhverjum" eftir Bob Dylan frá 1979.
Svona er þýðingin yfir á óbundna íslenzku:
"Þú mátt kjósa að klæðast bómullarfötum, þú mátt kjósa að klæðast í silki. Þú mátt kjósa að þamba viskí, þú mátt kjósa að drekka mjólk. Þú mátt kjósa að borða kavíar, þú mátt kjósa að borða brauð. Þú mátt sofa á gólfinu, eða sofa í risastóru rúmi, en þú verður að þjóna einhverjum. Já svo sannarlega verður þú að þjóna einhverjum. Jæja, það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum".
Upptalningin heldur áfram, stöður og stéttir eru nefndar. Bómullarfötin eru oft nefnd verkamannaföt, en silkiklæðnaðurinn fyrir ríka fólkið. Hann er þarna einfaldlega að segja að ríkir sem fátækir þurfi að taka afstöðu til trúmála.
Viskí eða mjólk? Almennari er mjólkurdrykkjan en viskídrykkjan. Næstum allir drekka einhverja mjólk. Það er því hinn venjulegi maður, og neðst niður í aldurshópana. Viskídrykkjan er tengd eldra fólki og ráðsettara, forstjórum af karlkyni hér áður fyrr, til dæmis.
Kavíar eða brauð? Þetta eru sömu andstæður, almenn fæða, brauðið, kavíarinn frekar tengdur ríkara fólki og eldra fólki, sérstökum stéttum, yfirstéttum.
Fólk sem sefur í risastórum rúmum (king sized á enskunni), ríkt fólk, fólk sem sefur á gólfinu, öreigar, flækingar, neðsta þrep samfélagsins. Upptalningin á andstæðunum heldur einfaldlega áfram. Svo kemur viðlagið með allar sínar endurtekningar enn einu sinni.
Þetta erindi bætir ekki neinu nýju við það sem fyrir var komið. Þetta er sama upptalningin, sömu andstæðurnar, ríkir og fátækir.
Hér líður að lokum lagsins og hann innrammar það með þvældum klisjum, svo allir skilji þetta og meðtaki. Hann syngur um eitthvað sem fólki er næst til að boðskapurinn komist betur til skila. Ekkert kemur á óvart, ekkert er skáldlegt, þetta er bara allt venjulegt og klisjukennt.
Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að þessi söngtexti er talinn með þeim verstu eftir Dylan. Þetta er svo almennt að þetta sýnir enga sérstaka hæfileika til að búa til texta eða ljóð. Þetta sýnir þó þessa trúarlegu hlið á Dylani, að hann hafði þessa þörf fyrir kristna trú og tjáði hana þarna.
Ég held að í dag þyki þetta úreltara en þegar þetta kom út. Fleiri hafa yfirgefið kristnina og þessa fjölmörgu kristilegu söfnuði, annað hvort til að standa utan trúfélaga eða gerast islamistar, búddistar, heiðingjar eða eitthvað allt annað.
Fólki er meira sama í dag en því var þá, býst ég við. Kaldlyndi, afhelgun, allt er þetta meira áberandi nú en þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2021 | 20:23
Er syndin einkamál einstaklinganna?
Er syndin einkamál einstaklinganna? Satan notar ýmsar aðferðir til að stjórna fólki. Húðflúr eru móttökutæki fyrir hatursgeisla og það hatur er farið að brjótast út í samfélaginu sem hatur á milli kynjanna og öðruvísi einnig, samfélagið er að liðast í sundur. Femínisminn er egócentrísk, húmanísk niðurrifsstefna sem konur hvorki kjósa né vilja en eru neyddar til að taka á sig. Frjáls vilji er varla til á okkar jörð, langfæstir stjórna sér sjálfir. Setningin "að stjórna líkama sínum" er innihaldslaus frasi, því hver veit hvaðan viljinn kemur? Að utan, frá öðrum, á meðan fólk hefur ekki sjálf, eigin vilja, þekkingu á sálinni og sjálfu sér.
Dýrmæt er hjálpin, en hún er sjaldan þegin. Fólk sem vill hjálpa í þessum efnum, sannarlegir englar meðal okkar manna hér á jörð, ættu vera milljónamæringar, en þessir englar verða oftast að vinna kauplaust og fá ekki hæfileika sína metna að verðleikum fyrir fimmaura, því miður. Það er eitt af því sem gerir jörðina að víti.
Hins vegar er fólkið sem er þrútið af púkum í sál sinni hátt launað, vinsælt og mikils metið, því heimskur fjöldinn vill ekkert frekar en að falla sem dýpst í gryfjuna miklu. Eða, kannski er búið að vegvilla fjöldann svona að framferðið er með þessum hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2021 | 00:32
Bob Dylan grímulaus á nýrri mynd, að verða áttræður.
Það mætti halda að Bob Dylan trúi ekki á Covid-19. Einu myndirnar sem papparassar (sorpritaæsifregnaljósmyndarar í felum) hafa náð af honum í 10 ár eru nú í heimspressunni, hann er unglegur með ungri vinkonu, hugsanlega kærustu, og grímulaus, og alveg að verða áttræður.
Á "Expecting Rain" segir einn að hann undrist að Dylan fagni ekki tækifæri til að vera með grímu. Þá er hægt að velta fyrir sér hvort hann sé nú einn af Covid-19 afneitunarsinnunum, kominn á þennan aldur. Textar hans eru torskildir sem fyrr og gefa ekkert upp um það, en þetta er það sem hægt er að gizka á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2021 | 14:59
Leiðrétting á beygingarvillu
Síðasta orðið í nafni pistilsins hér á undan átti að vera "börnum", ekki "börn". Það væri hægt að leiðrétta aðra allan sólarhringinn, en bezt er að reyna að vera fyrirmynd í íslenzku máli.
Þessi villa sem ég gerði tel ég bera vott um ensk áhrif sem birtast sem tilhneiging til að hætta að beygja orð. Ég hef nefnilega ætlað að skrifa um þetta pistil áður því þetta er útbreitt vandamál í íslenzkunni og vaxandi.
Þetta byrjar til dæmis með því þegar fólk hættir að beygja erlend nöfn, sem áður var gert ótakmarkað. Ég held að málsmetandi menn ættu að taka þetta upp og fjalla um þetta áður en þetta verður jafn hvimleitt vandamál og þágufallssýkin var hér áður fyrr, til dæmis.
Mér finnst þýðingar á bíómyndum og framhaldsþáttum fara versnandi, þegar Derrick var sýndur og Dallas fyrir 40 árum var mjög vönduð þýðing á ferðinni, held ég.
Þetta er með bjálkann og flísina, ef maður ekki gagnrýnir sjálfan sig ætti maður síður að gagnrýna aðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2021 | 00:04
Hvernig væri að gefa Afríku bóluefnin í staðinn fyrir 12 ára börn?
Ég horfði á myndband í fyrra á netinu þar sem sagt var frá aukaverkunum af Pfizer bóluefninu, þar fjallaði bandarískur vísindamaður um að mýs og önnur tilraunadýr hefðu ekki veikzt af bóluefninu strax, en ónæmiskerfi þeirra hefði veikzt og þau mörg drepizt við næstu sýkingu sem herjaði á þau. Hann sagði Pfizer og Moderna bóluefnin verri með þetta en Astra Zeneca sem þó er þekkt fyrir aukaverkanir. Ætli þetta myndband hafi ekki verið látið hverfa í þjóðernishreinsunum/menningarhreinsunum þeim sem fram fóru eftir að Trump fór frá völdum. Í annarri nýlegri frétt segir frá því að þessir hópar séu sífellt að stækka sem mótmæla og andmæla framferði vísindasamfélagsins og yfirvaldanna í þessum bólusetningarherferðarmálum. Skyldi það vera tilviljun?
Hvaða siðferði er bak við það að bólusetja 12 ára börn með bóluefni sem ekki er komin full reynsla á eins og Pfizer? Rýrt virðist það siðferði eða ekkert. Þau þurfa ekki á þessu að halda. Punktur.
Eitthvað hangir hér á spýtunni. Þessi bólusetningarherferð er orðin undarlega þráhyggjuleg.
Pfizer fyrir 12 ára mögulegt í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta lízt mér vel á. Kínverjar lenda geimfari á Marz eins og fréttin segir. Dr. Helgi Pjeturss var óþreytandi að reyna að sannfæra fólk um að líf væri í geimnum og að menningarlegt hástig hæfist þegar friðsamleg samskipti komast á og líf finnst á öðrum hnöttum. Þetta gerði hann á fyrri hluta 20. aldarinnar og var langt á undan sinni samtíð og kom með margar aðrar kenningar um margt þessu tengt.
Jörðin lifir ekki að eilífu. Mannkynið hefur farið illa með þessa plánetu. Vonandi það fari ekki eins með aðrar plánetur líka. Mikil framtíðarsýn felst í því að nema aðrar plánetur. Lengi hef ég velt því fyrir mér af hverju hlé var gert á geimferðum eftir að menn komust til tunglsins.
Kínverjar sýna að þeir eru stórhuga, ekki bara á þessu sviði heldur öllum.
Kínverjar lenda geimfari á Mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2021 | 16:26
Stuðningur við Palestínumenn eins og Black Lives Matter?
Ég hreifst af mörgu við Donald Trump. Ég var ekki sammála honum eða mörgum sjálfstæðismönnum í stuðningi þeirra við hörmungarnar á Gazasvæðinu.
Ég er bara sammála þeim vinstrimönnum sem segja að ef menn vilja fordæma margt sem gerðist í sögunni verði að fordæma þegar samskonar stefnu er beitt gegn Palestínumönnum.
Það er ekki sambærilegt við Ísland þegar sagt er að Ísaelsmenn þurfi að verja sig. Við erum fámenn þjóð, Ísraelsmenn eru hernaðarstórveldi.
Netanyahu: Árásir áfram eins lengi og þörf er á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2021 | 18:18
Þú verður að þjóna einhverjum eftir Bob Dylan, túlkun á fimmta erindinu.
Þá er komið að því að túlka fimmta erindi kristilega ljóðsins "Þú verður að þjóna einhverjum" eftir Bob Dylan frá 1979. Eins og fyrr er lítið um ljóðrænar líkingar, varla neitt. Að minnsta kosti er ég að vekja athygli á boðskap ljóðsins með þessari umfjöllun.
Svona er þýðing erindisins yfir á óbundna íslenzku:
"Þú mátt vera predikari með þitt andlega stolt. Þú mátt vera borgarstarfsmaður sem þiggur mútufé í laumi. Þú mátt vinna á rakarastofu, þú mátt hafa kunnáttu í því að klippa hár. Þú mátt vera hjákona einhvers, mátt vera erfingi einhvers, en þú verður að þjóna einhverjum. Já, þú verður að þjóna einhverjum. Jæja, það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum".
Í fyrstu beinir hann athygli sinni að þeirri stétt manna sem einna bezt þykjast vera kristnir, predikarar. Hann bendir á að einnig þeir geta verið undir stjórn Djöfulsins hvað sem þeir (eða þær) halda fram eða aðrir um þeirra störf. Þetta er nokkuð snjallt hjá honum og óvenjulegt þegar um sálma er að ræða, að beina spjótum sínum að söfnuðinum sjálfum.
Næst beinir hann athygli sinni að opinberum starfsmönnum, sem sumir telja yfir gagnrýni hafna, þar sem slíkt kerfi er verndað af samheldni og reglugerðum, formfestu og yfirvaldi margskonar. Einnig hér bendir hann á að spilling getur þrifizt og viðkomandi geta verið eign Djöfulsins og handbendi hans, erindrekar hans.
Síðan bendir hann á rakara, sem dæmi um þjónustustétt. Þar getur einnig verið spilling, ambáttir og þrælar Djöfulsins að verki.
Hann bendir á orðið kunnátta, menntun er ekki allt, eins og lesa má út úr þessum orðum. Í skjóli hennar getur djöfuldómurinn verið til einnig, opinber eða óopinber menntun, leynihyggja eða opinber hyggja, skiptir ekki máli, allt er þetta tvíhyggjunni ofurselt.
Hjákonur nefnir hann næst sem dæmi um konur almennt. Einnig mætti túlka orðið "mistress" sem frú, kennslukona, unnusta. Ég túlka þetta sem hjákonu, því Dylan vill gjarnan sýna öfga mannlífsins, þá sem bregða um sig helgislepjunni og þá sem hunza slíkar tilraunir og fara eftir fýsnum sínum jafnt.
Loks talar hann um erfingja. Það er hlutskipti sem fólk ræður ekki við, sem fellur því í skaut. Hér er hann því almennt að tala um þetta sem fólk ræður ekki við, að það geti ekki notað aðstæður til að afsaka sig eða eðli sitt, eða hvort það er undir stjórn Djöfulsins eða Guðs, að hans mati.
Síðan kemur viðlagið með hefðbundnum hætti sem ég hef fjallað um áður, meginboðskapurinn endurtekinn sem gengur í gegnum allt verkið.
Þegar maður fer svona yfir þetta orð fyrir orð þá sér maður snilld Dylans þrátt fyrir allt. Hún felst í upptalningu sem er óvanaleg, farið yfir öfga mannlífsins, fólk sem þykist yfir aðra hafið, í virðulegum þjóðfélagsstöðum og svo fólk sem er talið úrhrak, syndsamlegt og útskúfað.
Hæfileikar Dylans felast í þessu meðal annars. Þótt þetta sé með hans lélegustu ljóðum má sjá glytta í eitthvað óvanalegt þarna sem getur kennt manni eitthvað. Hann reynir að taka sér ekki stöðu með neinum, hann reynir að dæma alla jafnt, taka dæmi úr öllum stéttum og þjóðfélagsstigum sem er gott og merkilegt, enda er hann mikið skáld. Hann lyfti popptónlistinni á hærri stall og gerði þá kröfu til tónlistarmanna að þeir væru vel máli farnir og kynnu að yrkja sómasamlega. Megas er dæmi um slíkan mann á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar