Þú verður að þjóna einhverjum eftir Bob Dylan, túlkun á sjötta erindinu.

Þá er komið að því að túlka sjötta erindi hins kristilega söngtexta, "Þú verður að þjóna einhverjum" eftir Bob Dylan frá 1979.

 

Svona er þýðingin yfir á óbundna íslenzku:

 

"Þú mátt kjósa að klæðast bómullarfötum, þú mátt kjósa að klæðast í silki. Þú mátt kjósa að þamba viskí, þú mátt kjósa að drekka mjólk. Þú mátt kjósa að borða kavíar, þú mátt kjósa að borða brauð. Þú mátt sofa á gólfinu, eða sofa í risastóru rúmi, en þú verður að þjóna einhverjum. Já svo sannarlega verður þú að þjóna einhverjum. Jæja, það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum".

 

Upptalningin heldur áfram, stöður og stéttir eru nefndar. Bómullarfötin eru oft nefnd verkamannaföt, en silkiklæðnaðurinn fyrir ríka fólkið. Hann er þarna einfaldlega að segja að ríkir sem fátækir þurfi að taka afstöðu til trúmála.

 

Viskí eða mjólk? Almennari er mjólkurdrykkjan en viskídrykkjan. Næstum allir drekka einhverja mjólk. Það er því hinn venjulegi maður, og neðst niður í aldurshópana. Viskídrykkjan er tengd eldra fólki og ráðsettara, forstjórum af karlkyni hér áður fyrr, til dæmis.

 

Kavíar eða brauð? Þetta eru sömu andstæður, almenn fæða, brauðið, kavíarinn frekar tengdur ríkara fólki og eldra fólki, sérstökum stéttum, yfirstéttum.

 

Fólk sem sefur í risastórum rúmum (king sized á enskunni), ríkt fólk, fólk sem sefur á gólfinu, öreigar, flækingar, neðsta þrep samfélagsins. Upptalningin á andstæðunum heldur einfaldlega áfram. Svo kemur viðlagið með allar sínar endurtekningar enn einu sinni.

 

Þetta erindi bætir ekki neinu nýju við það sem fyrir var komið. Þetta er sama upptalningin, sömu andstæðurnar, ríkir og fátækir.

 

Hér líður að lokum lagsins og hann innrammar það með þvældum klisjum, svo allir skilji þetta og meðtaki. Hann syngur um eitthvað sem fólki er næst til að boðskapurinn komist betur til skila. Ekkert kemur á óvart, ekkert er skáldlegt, þetta er bara allt venjulegt og klisjukennt.

 

Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að þessi söngtexti er talinn með þeim verstu eftir Dylan. Þetta er svo almennt að þetta sýnir enga sérstaka hæfileika til að búa til texta eða ljóð. Þetta sýnir þó þessa trúarlegu hlið á Dylani, að hann hafði þessa þörf fyrir kristna trú og tjáði hana þarna.

 

Ég held að í dag þyki þetta úreltara en þegar þetta kom út. Fleiri hafa yfirgefið kristnina og þessa fjölmörgu kristilegu söfnuði, annað hvort til að standa utan trúfélaga eða gerast islamistar, búddistar, heiðingjar eða eitthvað allt annað.

 

Fólki er meira sama í dag en því var þá, býst ég við. Kaldlyndi, afhelgun, allt er þetta meira áberandi nú en þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 108422

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband