Þorskastríðin

 

Ég rataði inná þáttinn Heima er bezt á Hringbraut óvart og sá þáttur var fróðlegri og betri en ég hélt. Af því að Sigurjón, bróðir Gunnars Smára sér um þáttinn hélt ég ranglega að þetta væri einhver áróðursþáttur eins og í RÚV, en þetta var raunar mjög góður þáttur, þar sem Guðni forseti fjallaði um þorskastríðin á lifandi og skemmtilegan hátt.

Ég var of ungur til að hafa áhuga á þessu öðruvísi en með frásögnum annarra, 5 ára 1975 þegar síðasta þorskastríðið var háð. Mig rámar örlítið í þetta í fréttunum, en man þó betur eftir því sem afi og amma sögðu og voru stolt af ráðherrunum að geta þetta.

Síðan myndaði ég mér skoðun á þessum afrekum í gegnum lagið sem Haukur Morthens söng, "Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið", og ég söng þetta lag sjálfur á tónleikum 1995 ásamt lögum eftir sjálfan mig, Bob Dylan og Megas og fleiri, enda fann ég gamla bók með gítargripum á heimilinu, sem systir mömmu hafði skilið eftir sig eftir að hún fluttist að heiman, og þar lærði ég þetta lag og af plötu.

En Guðni forseti sagði frá þessu í þættinum og lýsti því hvernig þetta voru raunveruleg stríð, sjóorrustur eins og í gamla daga á tímum Karþagómanna og Rómverja, siglt á bátana og slitið stjórnmálasambandi.

Einnig var það fróðlegt að heyra að miklar deilur voru um þetta innanlands, en sannar hetjur hér á landi í pólitíkinni sem héldu þessu til streitu og komu í gegn.

Einnig var það sláandi að bæði stórveldin stóðu saman gegn okkur, Bandaríkin og Sovétríkin ásamt Bretum að sjálfsögðu, en þá voru það smáþjóðir víða um heim sem studdu kröfur okkar. Mjög merkileg saga.

En það er hægt að bera þetta saman við aðra landhelgisdeilu, sem er deilan um flóttamenn og opin landamæri sem lúta stjórn Evrópusambandsins, Pírata og vinstriflokkanna, eða landamæri sem lúta okkar stjórn, stjórnmálamanna sem vilja sjálfstæði.

Það kom fram í því sem Guðni forseti sagði í þessum sjónvarpsþætti að þegar samstaðan var þetta mikil hjá okkar þjóð fengum við alþjóðasamfélagið með okkur að miklu leyti, að þetta væri spurning um þjóðarhagsmuni og sjálfstæði.

Það hefur komið fram hjá til dæmis Sigríði Andersen að það er rangt sem margir vinstrimenn halda fram að ein lög gildi í öðrum löndum eða einar reglur í þessum málum. Sem þýðir að vilji Íslendingar móta harða stefnu og að taka vel á móti fáum og láta það nægja þá ætti það að vinnast eins og þorskastríðin.

Ég hvet alla til að horfa á þennan þátt á Hringbraut og fyllast af þjóðernisstolti yfir því hversu vel gekk í þorskastríðunum. Það ætti að vera hvatning til að halda áfram á sömu braut og móta skynsamlega stefnu í öðrum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 673
  • Frá upphafi: 107135

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband