Stórsigur Vina Kópavogs

Samkvæmt tölum sem varla breytast mikið eru Vinir Kópavogs sigurframboðið í Kópavogi, með 15-17% fylgi, eða þar um bil. Hefur fólk áttað sig á því hversu stórkostlegur kosningasigur þetta er? Þessi flokkur er grasrótarflokkur sem hefur ekki fjármagn á bakvið sig, flokkur sem var stofnaður mjög nýlega! Ég kaus ekki þennan flokk því ég bjóst aldrei við þessum stórsigri hans, hefði kannski kosið hann ef skoðanakannanir hefðu verið gerðar og sýnt þennan stuðning við hann. Ég taldi ranglega að þessi flokkur fengi 0-5% fylgi eins og mörg ný framboð sem byggja á hugsjónum en ekki erlendri spillingu og djöfuldómi elítustjórnmála og alþjóðaspillingu.

Nei, ég kaus Pírata í Kópavogi og veðjaði þar á réttan hest, því sá flokkur er á uppleið, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir hefur staðið sig prýðilega fyrir þann flokk og verið sannfærandi og trúverðug.

Raunar var það þáttur á Útvarpi Sögu sem vakti fyrst áhuga minn á að kjósa Pírata, þar sem hún var í viðtali. Þar kom fram í máli hennar að hún efast um Borgarlínuna og einnig umdeildar risablokkir í Hamraborginni og annað slíkt.

Þar að auki sá ég hana á stofnfundi gegn framkvæmdum í Kópavogi, og tók ég eftir að þar voru ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar, eins og þeir sýndu þessum mótmælum engan áhuga og teldu sig ekki þurfa að hlusta á gagnrýni eða mótmæli.

Vel má vera að reynsla Helgu Jónsdóttir sem er efst á lista flokksins hafi haft áhrif á gott fylgi, en þó tel ég málefnin hafa skilað mestu um að fólk kaus þennan flokk í stórum stíl, fólk er einfaldlega sammála málflutningnum, sem hefur þó ekki ratað í RÚV eða stærstu fjölmiðlana nema að mjög litlu leyti. Hér sannast enn að stórkostlegur sigur getur unnizt með svona grasrótarsamtökum. Þetta minnir á sigur Bezta flokksins fyrir rúmlega tíu árum, og sigur Jóns Gnarr, þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík.

Ég er mjög ánægður með sigur þessa flokks. Þarna er lýðræðið að verki, ekki stóra spillingin. Tap Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er sama marki brennt, það er tap Borgarlínunnar og stórkallalegra framkvæmda, án samráðs við íbúana.

Bæði Píratar og Vinir Kópavogs unnu sigur, Pírata kaus ég, en báðir þessir flokkar eru líklegir til að stöðva Borgarlínuútgjaldafylleríið.

Þetta ætti að segja Degi B. Eggertssyni eitthvað og þeim sem vilja rangtúlka kosninganiðurstöður sem sigur Borgarlínunnar og þéttingar byggðar.

Orð Dags B. Eggertssonar um að "60% vilji borgarlínu" samkvæmt kosninganiðurstöðum byggist á þeirri hæpnu túlkun að allur Framsóknarflokkurinn vilji Borgarlínuna og þéttingu byggðar. Þannig er þetta ekki.

Framsóknarflokkurinn er sammála síðasta ræðumanni og sterkasta valdinu. Þeir tóku undir með borgarlínuhugmyndunum þegar þeim fannst þær vera staðfestar og ákveðnar, ekki sízt af Sigurði Inga, voldugum formanni Framsóknar á landsvísu.

Nú er þetta mjög svo breytt, og efasemdir vakna um að landsmenn vilji þéttingu byggðar eða Borgarlínuna. Dagur B. Eggertsson reynir að sannfæra fólk um annað, en áköfustu trúmennirnir eru oft þeir sem mest efast, og reyna að sannfæra sig og aðra með sterkum orðum og fullyrðingum, til að breiða yfir efann.

Úrslit kosninganna eru ekki eins og Dagur B. Eggertsson túlkar þau. Samfylkingin, aðalflokkurinn á bakvið Borgarlínuna og þéttingu byggðar tapar umtalsvert í þessum kosningum. Það tap Samfylkingarinnar er erfitt að túlka öðruvísi en tap Borgarlínunnar og þéttingu byggðar.

Ennfremur, borgarbúar vilja breytingar eins og Framsókn boðar, að Dagur B. Eggertsson haldi ekki áfram sem borgarstjóri, heldur að einhver annar verði borgarstjóri í Reykjavík, Hildur eða Einar. Það má lesa út úr niðurstöðum kosninganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 733
  • Frá upphafi: 106815

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband