Afhroð Miðflokksins

Tölur þessara kosninga staðfesta það að Miðflokkurinn ætlar ekki að vinna sig uppúr mikilli lægð. Ég er með ákveðna skýringu á lélegu fylgi Miðflokksins, nánast útþurrkun hans á landsvísu. Miðflokkurinn fór nefnilega að tapa fylgi einmitt þegar hann reyndi að þurrka af sér rasistastimpilinn fyrir nokkrum árum með því að setja á listana fólk af erlendum uppruna, þvert á ímynd flokksins, en ímynd flokksins eftir Klaustursbarsmálið sérstaklega var að Miðflokkurinn væri hinn rétti flokkur fyrir rasista og karlrembusvín landsins. Slíkir kjósendur hafa verið kallaðir af sumum "gruggugt fylgi", og flokkar sem eru með slíkan málflutning að "fiska í gruggugu vatni", en það sama gerði Trump með frábærum árangri reyndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma hækkaði Miðflokkurinn í fylgi, eftir Klaustursbarsmálið, á sama tíma og vandlætingarfólkið í fjölmiðlum skammaði þá mest og hneykslaðist á þeim.

Einn flötur á þessu er einnig tveir foringjar hinna stóru og traustu flokka, annarsvegar Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins og hinsvegar Sigurður Ingi formaður Framsóknar.

Kapítalisminn sem Bjarni gerist sekur um minnkar flokkinn hans mikið í þessum kosningum en kynþáttahyggjan sem Sigurður Ingi lætur sér um munn fara óvart eða viljandi gefur Framsókn kosningasigur, eða kannski.

Allavega, þetta er einn flötur eða skýring á því af hverju fylgi fer frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Framsókn.

Miðflokkurinn ætti að gefa sig aftur út fyrir að vera skúrkaflokkurinn. Kannski það sé hans rétta staða, það sem gefur flokknum sérstöðuna og fylgið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 742
  • Frá upphafi: 106824

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband