Margir komnir á þá skoðun að Vinstri græn ættu að kallast Hægri blá.

Ögmundur Jónasson er kominn á þá almennu skoðun að rétt sé að VG breyti nafni flokksins, felli burt "vinstri" og "græn" þannig að eftir standi "hreyfingin". Ég held að mörgum finnist þessi frétt hreinlega fyndin, sem er í DV, "Ögmundur segir réttast að Vinstri græn breyti nafni flokksins".

 

Ögmundur gefur út nýja bók eftir áramótin sem heitir "Rauði þráðurinn" og þar mun þetta koma fram.

 

Það er mjög sjaldgæft að lesendur og virkir í athugasemdum DV séu sammála, en þarna eru allir sammála Ögmundi sem tjá sig, og einn segir:"Hægri blá mætti nýja nafnið vera, nema að HB (VG) hafa aldrei staðið við nokkurn skapaðan hlut af kosningaloforðum. Hægri blá mega fyrir mér fara að gera eitthvað annað en að vera í stjórnmálum og þó fyrr hefði verið".

 

Annar segir: "Það er fátt annað eftir hjá VG en að ganga formlega í Sjálfstæðisflokkinn, ætli það sé ekki það sem búast má við á nýju ári."

 

Ögmundur Jónasson er ekta vinstrimaður, þeim fer fækkandi, eins og ekta hægrimönnum. Miðjumoðið sigrar, að selja hugsjónir sínar.

 

En á hinn bóginn má segja að Vinstri græn séu hinn nýi Framsóknarflokkur, og að samræðustjórnmál eru vænlegri til vinsælda fyrir vinstrimenn, miðað við að ekki græddu þeir flokkar fyrir síðustu kosningar sem neituðu að vinna með Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 106
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 765
  • Frá upphafi: 107227

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 580
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband