Gerir ekki meira (Ljóð, 2. apríl 2020).

Gerir ekki meira.

Gefur ekki meira, launin lítil.

 

Það hefur verið þaggað niður í sannleikanum

og snilldinni.

Áhugaleysið sá til þess.

Þannig gat skekkjan sigrað,

og athyglin farið í tilgangsleysið.

 

Vantar auðmagn fyrir hinn vinnandi mann,

en hinar spilltu afætur fitna meira.

Að meta til fjár slíka hæfni, hæfileika

myndi gera landið merkilegra, þjóðina.

Menninguna annað en ómenningu.

 

Þú tekur ekki eftir þeim sem þegja,

sem ekki hafa þrek eða kjark,

sem hefur verið lækkað niður í,

eða þú telur rök þeirra röng.

Það er ekki alltaf þannig.

Nútíminn skautar oft framhjá sannleikanum.

 

Fátæktin tók allan kraft.

Sjúkdómarnir tóku þá fátæku,

höfðu ekki tíma til að bíða í biðröð,

höfðu ekki efni á að leita læknis.

 

Froðupoppið fékk allar vinsældirnar, peningana.

Auðvelt líf fyrir einfaldar stelpur?

Systurnar einföldu

syngja sama söng

um trúna á böðlana af kvenkyni.

Dásamleg er einfeldnin,

fávissan er sæla.

 

Sæll er sá maður

sem getur þagað,

og sætt sig við afrakstur sinn

og verk sín.

 

Ömurleg er vinna án launa.

Verkamaðurinn í myrkrinu.

Verkalýðsfélög af öðru tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 107180

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband