Sagan endurtekur sig

Giordano Bruno skrifaði bækur sínar á latínu og ítölsku. Þegar hann var uppi þótti það í sumum löndum ekki mjög fínt að skrifa á þjóðtungunum og spekingar gerðu það helzt ekki ef þeir vildu vera teknir alvarlega. Enda voru ítölsku bækurnar hans einfaldari og auðskiljanlegri en þær latnesku.

 

Ég fann þýzkar útgáfur ítölsku bókanna hans sem höfðu verið gefnar út um 1900 í Þýzkalandi og með gotnesku letri. Þessar bækur fann ég í Þjóðarbókhlöðunni um 2004.

 

Ég las talsvert í þessum bókum, nóg til að skilja stíl og efni að nokkru leyti.

 

Setningarnar voru langar, oft heil blaðsíða eða meira, í ætt við kanselistílinn sem þá var notaður oft, en ekki er að marka þýzkuna, sem var þannig á þessum tíma.

 

Ég leitaði í þessum bókum að einhverju krassandi guðlasti, því ég vissi að Giordano Bruno hafði verið brenndur á báli fyrir guðlast og að fara útfyrir þrönga heimsmynd kirkjunnar á þeim tíma. Ég leitaði að guðlasti eins og því sem ég dáðist að eftir Sverri Stormsker og Megas, til dæmis, en ég fann það ekki.

 

Giordano Bruno var mjög gætinn í orðavali en mannkynið á hans tímum var brjálað, eða vesturlönd að minnsta kosti. Klikkunin bjó í því opinbera frekar en því óvenjulega.

 

Flest rita hans eru í formi leikrita eða samræðna. Oft stillir hann saman fróðum og ófróðum manni, heimskingja og spekingi. Spekingurinn segir oft eitthvað sem sprengir af sér heimsmynd þess tíma og hinn er eins og froskur sem reiðist eða mótmælir.

 

Þetta er það sem heimspekingar þurftu að gera, til að halda lífi. Þeir urðu að stilla saman andstæðum. Þeir komu með þá afsökun að þeir væru að sýna heilagri valdstjórninni það og öllum sem lásu hversu heimskulegar "vísindalegar" mótbárurnar voru og nýju kenningarnar um að jörðin væri ekki miðja alheimsins eða eitthvað slíkt.

 

Þegar Bruno var fangelsaður og yfirheyrður neitaði hann staðfastlega að taka nokkuð aftur sem hann hafði fjallað um. Hann var fangelsaður í sjö ár, frá 1593 til 1600 og sennilega pyntaður. Alla vega var reynt að fá fram játningu margsinnis og viðurkenningu á villutrú og ranghugmyndum, sem ekki fengust.

 

Af þolinmæði var reynt að fá hann til að afneita skrifum sínum ár eftir ár. Ekki fyrr en árið 1600 var hann dæmdur sem trúvillingur af Clement páfa VIII.

Það las ég í Nýölum dr. Helga Pjeturss að það hafi verið sérstök hátíð kirkjunnar og háttsettra valdamanna þess tíma sem valin var sem aftökutími, 17. febrúar 1600. Rétt eins og á tímum rómverska hringleikahússins þar sem virðulegir, fínir og snobbaðir leikhúsgestirnir fylgdust með þegar þrælar börðust við villidýr fyrir lífi sínu, þannig þótt það mjög Almættinu og elítunni til dýrðar að horfa á slíkan atburð.

Rétt áður en hann var brenndur á báli var höfð eftir honum setning sem varð fræg og er svona: "Það kann að vera að þið sem lesið upp dauðadóm þennan berið meiri skelfingu í hjarta en ég sem tek á móti honum".

 

Síðan var séð til þess að kefli var sett upp í mun hans svo vesalings lýðurinn þyrfti ekki að hlusta á óp hans eða guðlast eða annað sem hættulegt gæti orðið hreinum sálum þeirra og frómum.

 

Bækur hans voru settar í geymslur Páfagarðs yfir bönnuð rit, og þau sem ekki náðist að brenna meðal almennings lifðu meðal almennings. Hann má þó teljast heppinn, því talið er að flest sem hann skrifaði hafi varðveizt þrátt fyrir allt, en sömu örlög fengu alls ekki allir snillingar mannkynssögunnar, langt frá því.

 

Hann byrjaði sem Svartmunkur eins og oft var með fræðimenn þess tíma, en gerðist óvinsæll með því að styðja kenningu Kópernikusar og koma með eigin kenningar sem voru ekki samhljóða valdinu. Hann var á sífelldu flakki og ferðalagi þar til hann var handsamaður, og skrifaði bækur sínar á flakkinu. Oft fékk hann kennarastöður í ýmsum löndum á flakkinu og flóttanum sífellda, því til voru firna margir sem voru þyrstir í þekkingu hans.

 

Valdið er oft ekki að verja neitt sem er merkilegt. Grimmdarverkin eru framin vegna þess að spillingin er orðin svo mikil, rotnunin svo gífurleg að almenningur má ekki skilja, má ekki fá vitneskju, nema að takmörkuðu leyti.

 

Í dag er þetta öðruvísi. Allt er stútfullt af upplýsingum. Til að stjórna eru notuð hugtök sem skipta valdi og valdaleysi í tvo hópa. Falsfréttir tilheyra þeim valdalausu, en mannúð, jafnrétti, kvenréttindi og góðmennska í hinum hópnum. Svo þegar betur er skoðað er þetta ekki þannig. Jákvæðu hugtökin eru notuð sem afsökun.

 

Þrátt fyrir allt eru hliðstæðurnar augljósar. Satan fer aldrei nema þangað sem lífið er. Hann fer aldrei í taparana, hann fer alltaf í sigurvegarana. Á kirkjuöldunum var Satan í kirkjunni. Okkar tímar eru kvennaaldir, og því er Satan í konunum og femínismanum núna, augljóst mál.

 

Þeir sem þekkja þetta út og inn og hafa pælt í þessu lengi vita að þetta er svona. Satan þolir ekki að vera tapari. Grimmdin brýzt fram þar sem ekki er hægt að stöðva hana, þar sem réttlætingin er fyrir valdinu, þar sem hið skelfilega kemur ekki í ljós fyrr en eftir á.

 

Hvort sem fólk er dáleitt eða ekki, sem getur verið rétt og getur líka verið rangt þá er alltaf meirihluti fólks fylgjendur en ekki leiðendur, stjórnendur öðru nafni.

 

Það fólk sem getur ekki unnið vegna andlegra kvilla og sjúkdóma er margvíslegt. Ekki skortir alla rökhyggju, dómgreind eða raunveruleikaskyn. Sumir eru þreklausir, því til er nokkuð sem heitir andlegt þrek, að hafa sig til að gera eitthvað, og það er ekki það sama og leti.

 

En hin duglega alþýða sem unir sér vel í litlum kössum á lækjarbakka vill setja annað fólk í kassa líka. Það er vegna þess að allt þarf að vera skilgreint. Eitt sinn voru geðsjúklingar taldir andsetnir. Það má því segja að um þá skilgreiningu sé hægt að deila mikið.

 

Jesús Kristur væri pottþétt á geðlyfjum eða á hressingarhæli í dag. Hann talaði við ósýnilegan pabba sinn og talaði í dæmisögum sem ekki allir skildu.

 

Dr. Helgi Pjeturss sagði að Íslendingar skildu ekki spámenn sína og andlega leiðtoga og það var alveg rétt hjá honum, enda var hann sjálfur einn slíkur.

 

Við verðum því að læra af þeim þjóðum sem lyftu spámönnum sínum uppá stalla og gerðu þá fræga, virta og elskaða. Landlæg öfund, níð og rógur þurfa að hverfa, smásálarhátturinn.

 

Íslenzka þjóðin verður aldrei það sem henni var ætlað án þess að viðurkenna sína meistara og spámenn. Ekki vantar þýlundina í okkar þjóð, en meira þarf til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mér skilst á sumum, en ég hef ekki lesið Bruno sjálfur, að hann hafi einnig verið næmur dulspekingur og að það sem mest hafi farið fyrir brjóstið á sumum leiðtogum kirkjunnar hafi verið andlegt innsæi á hið yfirskilvitlega.

Ég hef oft gert grín að fólki í nútímanum sem ásakar mann um "að trúa ekki á vísindin" ef maður bendir einhversstaðar á svarthol í nútímavísindum, með að spyrja þetta fólk; Hver var Giordano Bruno. Yfirleitt veit það ekki  hver hann var, fyrir hvað hann dó, eða hvaða áhrif hugmyndir hans ku hafa haft á nútíma heimsmynd, og þá sérstaklega stjarneðlisfræði og kenningaeðlisfræði (Theoretical Physics).

Íslenska þjóðin er held ég eins djúp og klár eins og hún neitar sér um að vera. Þó ég skrifi ekki á þeim nótum. Oft er það þannig að djúpvitrasta fólkið getur verið mótsagnakenndasta fólkið.

Í langan tíma, hugsanlega í aldir, höfum við litið svo niður á sjálf okkur að við elltumst við það lélegasta erlendis frá og tökum það upp, ef það lítur nógu fallega út eða ef sjeffarnir okkar hér heima eru að eltast við eitthvað, en á sama tíma sjáum ekki að margir þeir klárustu (en um leið minna sýnilegu) erlendis, eru að elltast við að finna upp hugmyndir sem okkur væru mjög eðlislægar ef við værum ekki sjálf að flýja þær.

Afaskið orðalengdina. Það er ekki hægt að skrifa um Bruno án þess að ég svari, og ég elska langar setningar. Lærði þær af Umberto Eco og Laurens van der Post. Þeir voru öfga meitlarar en snjallir.

Hvers vegna að segja frá hinu einfalda með skýrum hætti ef flækjan og þröngstígið eru skemmtilegri?

Guðjón E. Hreinberg, 29.12.2021 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Afsakið. Elltast á að skrifast eltast. Held ég.

Guðjón E. Hreinberg, 29.12.2021 kl. 13:00

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir gott svar, Guðjón. Sljóleiki almennings er sennilega svipaður og hann var á Brunos tímum. Það er einnig til marks um skort á menningarlegum metnaði hjá stalínistum á Íslandi, sem eru mest áberandi í bókaútgáfu og öðru fjölmiðlum að ekki hafi verið þýddar bækur eftir hann. Já, hann var dulspekingur, það skildist mér á þessu sem ég las. Þeir sem þekkja vel verk hans segja að hann hafi notað innsæið meira en vísindalegar rannsóknir, en niðurstöðurnar góðar engu að síður.

Hann þorði að vísu að gagnrýna allskonar spillingu í menningunni og kirkjunni, og það vakti líka neikvæða athygli hjá yfirvöldum.

Ég er sammála þér með langar setningar. Ef þær koma sjálfkrafa þannig í dagljósið eiga þær erindi, finnst mér. 

Annars var áhugavert spjallið sem við áttum um daginn. Margt sem ég vil spyrja um betur við tækifæri.

Já, Bruno er stórt nafn, hann er einn af þeim frægustu sem var þrjózkur og frægur fyrir það að standa á sannfæringu sinni - og verða frægari seinna fyrir vikið.

Ingólfur Sigurðsson, 29.12.2021 kl. 14:53

4 Smámynd: Arnar Sverrisson

Þakka! Verulega góður pistill. Bestu kveðjur.

Arnar Sverrisson, 29.12.2021 kl. 15:42

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér hrósið Arnar. Ég kann einnig vel við pistlana þína. Maður reynir sitt bezta.

 

Ingólfur Sigurðsson, 30.12.2021 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 764
  • Frá upphafi: 106846

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband