Nýársnóttin með sína töfra, ekki sízt í dægurlagagerð

Samkvæmt þjóðtrúnni er nýársnóttin tími þegar undur gerast og dyrnar á milli heimanna opnast. Minn tónlistarferill geymir tvö lög sem ég samdi þegar aðrir voru að djamma, "Björgunarlag" 1. janúar 1986 og "Náttúran" 1. janúar 1988. Bæði þessi lög hafa haft mikil áhrif, á mig að minnsta kosti.

 

Reyndar var ég alltaf semjandi tónlist á þessum árum, og erfitt að velja úr hvað ég ætti að flytja, en þessi verk stóðu uppúr og gera enn. Lagið "Náttúran" er samið í spuna fyrir framan hljóðnemann, ekkert skrifað niður fyrr en eftir flutninginn, engir stuðlar eða höfuðstafir, en ein endurtekin lína, og mikill kveðskapur þrátt fyrir allt. Ekki eftirhermun á lagi John Lennons "God" frá fyrstu sólóplötu hans árið sem ég fæddist, jafnvel þótt hann telji þar upp ýmislegt sem hann trúir ekki á eins og í þessu lagi eftir mig. Lagið "Náttúran" er andleg sjálfstæðisyfirlýsing hvaða unglings sem er sem ekki ætlar að vera háður menntakerfinu en vill verða rokksöngvari.

 

"Björgunarlag" var örvæntingarfull tilraun til að falla ekki niður í þunglyndi nokkrum dögum eftir að amma dó, sem hafði alið mig upp að miklu leyti. "Björgum jörðu brátt, byrjum strax í nátt" kemur fram í viðlaginu. Íslenzkukennarinn minn las þetta yfir og gaf mér álit sitt, Skafti Þ. Halldórsson síðar, og sagði þetta bernskan kveðskap sem sé einkennandi fyrir ungan höfund á unglingsaldri. Hann sem sagt var á þeirri skoðun að margt sem ekki var ort með ljóðstöfum eftir mig frá þessum tíma þegar ég var að yfirgefa Digranesskóla væri skárra, merkilegra.

 

Já, það er rétt, þetta var ort eftir vélrænum hætti, eins og púsluspil, og fyrirmyndin var að hluta til "Let It Be" eftir Bítlana, en ekki nema að litlu leyti. Laglínan er örlítið skyld þeirri laglínu, en ekki nema í nokkrum tónbilum þó.

 

En þetta lag varð samt vinsælt í MK nokkrum árum seinna, því það er grípandi. Mér finnst þetta gott lag, því það fangar á einfaldan hátt aðferð til að halda í von. Ljóðmælandinn er ekki einn, talar við mannfélagið og heldur því fram að hægt sé að bjarga jörðinni. Það er bara eitthvað sem ekki er hægt að tala niður, það er þessi eilífa von sem er alltaf eins, barnaleg en nauðsynleg.

 

Í þessu lagi er einnig þessi afneitun, þegar ég yrki um að bjarga jörðinni reyni ég að afneita því að amma sé dáin og að hægt sé að bjarga henni.

 

Í rauninni er ég á þeirri skoðun að Björgunarlag eftir mig sé jafn stórt og Blowing In The Wind eftir Bob Dylan. Bæði lögin eru einföld á yfirborðinu en hafa dýpri hliðar einnig sé betur að gáð. Bæði lögin eru grípandi en um leið tímalaus.

 

Ég hef spurt mig að því hversvegna ég er ekki jafn frægur og Bob Dylan ef ég hef jafn mikla hæfileika og hann. Mér hefur fundizt áhugavert að glíma við þessa spurningu og hef fengið mörg svör við henni.

 

Í fyrsta lagi eru tímarnir aðrir. Í öðru lagi þarf maður að skoða sjálfan sig utanfrá til að fá rétt svar. Félagsleg staða okkar er misjöfn og var, og hann lagði meira á sig en ég og var á réttum stað á réttum tíma, en ekki ég, því tónlistin var að drukkna í tölvupoppi þegar ég byrjaði á 9. áratugnum, og ég lagði ekki jafn mikið á mig fyrir frægðina og hann í upphafi, og í röngu landi á kolröngum tíma.

 

Lagið Náttúran eftir mig er stærra en nokkurt dægurlag sem hefur verið samið. Það opnar dyrnar að heiðna heiminum og meira til, það opnar dyrnar að hægrimennskunni, rómantíkinni, nýrómantíkinni, þjóðernishyggjunni og ýmsu öðru. Það er hreinn andi og ekkert efni. Ég hefði þó aldrei verið fær um að semja það án Sverris Stormskers og plötunnar Stormskersguðspjöll sem kom út fyrir jólin 1987, þannig að allt sem markvert er styðst við eitthvað eldra sem er fyrir, og fjölmargt, því fleira því betra, eins og lögin hans Dylan eru að styðjast við gömul þjóðlög jafnan.

 

En ég held að ég hafi haft áhrif á þróun íslenzkrar tónlistar. Þessir ungu tónlistarmenn eins og Bríet trúa á sjálfa sig, en viðlagið í laginu Náttúran er :"Ég trúi bara á mig og náttúruna". Það er boðskapur sem er gegnumgangandi í list unglinganna í dag, myndi ég segja, og gegnumgangandi í tízkunni, nútímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Farsælt komandi ár Ingólfur, alltaf ánægjulegt og fróðlegt að lesa pistlana þína.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2022 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það sem Magnús sagði.

Guðjón E. Hreinberg, 1.1.2022 kl. 20:52

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sömuleiðis. En að árið verður farsælt fyrir okkar þjóð og hinar er erfitt að ímynda sér miðað við hvað á hefur gengið, af mannavöldum!!

Vonandi þó, og óska ykkur gleði og gæfu sömuleiðis.

Ingólfur Sigurðsson, 1.1.2022 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 124
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 108405

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband