Hver skyldar fólk til að fylgja tízkunni eða eltast við tæknina?

Í gær lágu nokkrir risanetfjölmiðlar niðri. Varla undrunarefni því öll tæki bila fyrr eða síðar eins og sagt er. Það kom mér á óvart eftir áhorf á Kastljós í gær að sumt fólk er farið að nota Fésbókina til að eiga samskipti sín á milli innan heimilisins! Heimilisfaðir lýsti því að eftir þögn Fésbókar í klukkutíma vissi hann ekki hvaða verkefnum hann ætti að sinna fyrir eiginkonuna, fara með börnin hvert, og svo framvegis.

Ja, sem betur fer kom fram þarna þetta sem framsýnir menn hafa sagt fyrir löngu, að við erum varan á Fésbókinni, og það kemur sérlega vel í ljós þegar varan er orðin svona vélræn að hún kann ekki að eiga samskipti öðruvísi en með tækninni.

"Z-kynslóðin fær þvottaaðstoð með iPhone - "við erum dauðadæmd!"", er svo DV frétt sem einnig kemur inná það sama, að yngri kynslóðir eru svo háðar tækninni að það er orðið vandamál.

Z-kynslóðin, fólk fætt frá 1997 til 2012, það mun fá alla sína vizku úr Netinu eða þar um bil, símum og slíkum gersemum.

Minnisleysi þessa unga fólks er mikið, og skilningsleysi á til dæmis tákn á þvottavélum. Þá má spyrja sig um námshæfileika, nú þegar nemendur fá lélega útkomu úr PISA, eru í símum og þekkja hvorki eigið tungumál vel né önnur, nema enskuna.

Annar langafi minn lærði allar Íslendingasögurnar utanað, hann hafði þannig sjónminni að hann mundi orðrétt það sem hann las. Þó var hann sjóndapur og varð blindur á gamalsaldri. En það sem hann lærði og las sem ungur maður, það mundi hann alltaf.

Þetta var víst ekki óþekktur hæfileiki í gamla daga.

Amma mín Sigríður fór með setningar úr Biblíunni sem hún lærði í kirkjum eða hjá foreldrum sínum eða öðrum. Hún og afi fóru líka með kvæði og sálma utanað einsog ekkert væri.

Minnið er eins og vöðvi. Ef honum er ekki haldið við, eins og í nútímaþjóðfélagi ofurtækninnar, þá fer honum aftur.

En látum orð spekingsins af Z-kynslóðinni verða lokaorðin, hann var með þetta:"Við erum dauðadæmd!"


mbl.is Facebook liggur niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 597
  • Frá upphafi: 106073

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 462
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband