Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023
Oft finnst mér gott það sem kempan Björn Bjarnason skrifar, sem hefur haft áhrif í þjóðfélaginu lengi. Pistill hans um spjallmennin (29. apríl 2023) er vissulega ágætur, en það eru þarna alþekktir frasar sem hann notar sem mig langar aðeins að mótmæla, en fleiri en hann nota þá frasa að vísu.
Frasinn er á þá leið að tungumálin skapi menninguna, að tungumálin skapi goðsagnirnar, lög, guði, peninga, listir, vísindi, vináttu og þjóðir, eins og upptalningin er hjá honum hjá honum, en örlítið umorðuð hér.
Ég hef nú lengi haft áhuga á goðsögnum, og ég er bara algjörlega ósammála því að tungumálið skapi goðsagnir eða þá að menn skapi guði og gyðjur, ekki frekar en guð Biblíunnar eða Kóransins.
Ég hef einnig haft áhuga á málvísindum lengi, og þótt ég kunni ekkert í þeim til hlítar veit ég sumt.
Til dæmis er merkilegt að indóevrópsk tungumál þróuðust frá frumtungumáli, sem einna flestir telja að hafi sprottið upp nálægt því svæði þar sem nú er hvað mest barizt í, Svarthafið, Úkraína, en kenningarnar um það upprunaland eru margar og ná yfir mikið landsvæði.
Ég tel þvert á móti að goðsagnir skapi tungumál, að íslenzkan sé tungumál guðanna í Valhöll, sem eru íbúar annarra hnatta, og að indóevrópska tungumálið hafi komið hingað til jarðarinnar með þeim, ásamt forfeðrum okkar og formæðrum fyrir langa löngu.
Ég tel að guðaheiti sem nú eru týnd geymist í tungumálinu, sérstaklega nöfn yfir dýr og jurtir og náttúrufyrirbæri, þar sem vitað er að náttúrufyrirbæri, fossar, fjöll, tré, dýr og jurtir voru tignuð sem guðir, gyðjur eða vættir.
Að öllum líkindum voru það heiti yfir Vani og Vanynjur, sem tengdust þannig dýrkun.
En umræðan um hættuna af gervigreind svo annað mál, og tek ég undir það hjá Birni og fleirum að sú hætta er vissulega til staðar, og ókannaður frumskógur þar á ferðinni og eiginlega óþekkt furðuland eins og sérfræðingar eru sammála um. Ég er einnig sammála því að tungumál okkar tengist sjálfstæði okkar órjúfanlegum böndum og þarf að vernda það með öllum ráðum. Það mun móta okkar menningu og framtíð hvernig það tekst.
Mjög mikið afrek er það að koma íslenzkunni inní tölvur og snjalltæki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2023 | 11:19
Opinber afneitun á sannleikanum?
Ósigur fyrir lýðræðið, sigur kosningavélanna frá Dominion. Nú er hart sótt að Donald Trump fyrir smáatriði, vegna þess að hann ógnar spilaborg sem gæti hrunið. Þöggunartilburðir gegn trumpistum, virka þeir traustvekjandi fyrir bidenista?
Það verður nú ekki þaggað svo auðveldlega niður í vinsælum fjölmiðlamanni eins og Tucker Carlsson. Hann sagðist hata Trump af ástríðu, en það dugði bara ekki til, það sem hann sagði áður um að Trump hefði sigrað en ekki Biden ógnaði valdhöfum samt. Pétur afneitaði líka Kristi þrisvar, og þó útnefndi Kristur hann sem steininn sem kirkjuna skyldi byggja á, og kaþólskan miðar við páfadóminn. Jafnvel hinir stærstu menn trúarinnar snúast gegn henni stundum og eru þó steinar sem byggt er á.
Brottrekstur Tucker Carlsson virkar fyrir suma eins og staðfesting á því að hann hafi sagt sannleikann, að Donald Trump hafi unnið síðustu forsetakosningar, en stafrænt misferli hafi látið líta út fyrir að Joe Biden hefði sigrað. Kosningafyrirtækið Dominion Voting Systems hefur væntanlega á bakvið sig moldríka menn eins og Bill Gates. Samkvæmt orðabók Sverris Stormsker merkir moldríkur sá sem er dauður og sem orðinn er að mold. Já, og ef við heimfærum þetta uppá kristna trú má segja að allt hold sé mold, og sá sem eigi milljónir sé of tengdur því jarðneska.
Hvernig er það hægt spyrja einhverjir. Jú, heiminum er stjórnað af örfáum einstaklingum sem eru moldríkir, og með peningum er hægt að stjórna heiminum, bæði hvaða skoðanir þú hefur og hvernig þú hegðar þér, hvað þú telur rangt, hvað þú telur rétt, og svo framvegis. Hjörðin fylgir valdinu og valdið er skapað af billjónum, og billjónerum, sem eru fáir.
Fox sjónvarpsstöðin hefur þurft að greiða 787 milljónir að auki sem bótagreiðslur til Dominion kosningavélanna, vegna meiðyrðamálsins sem Dominion sigraði en Fox tapaði.
Enn einu sinni þarf almenningur að spyrja sig hvort hann eigi að trúa því sem opinberlega er sagt.
Bloggarinn Inga Halldórsdóttir skrifaði nýlega um það í pistli að Bill Gates ætti um það bil helming allra jarða í Bandaríkjunum!!! Hann vinnur að fólksfækkunaráætlun ásamt mörgum öðrum. Bill Gates og George Soros hafa keypt tugmilljónir eignasafna þrotabúa banka, og Bill Gates á Open Border Society, Rauði krossinn alþjóðlegi þar undir, þrýstihópasamtök glóbalista og flóttamannaiðnaðar, Evrópusambandið, fréttaveitur, menntastofnanir, útlendingastefnur, og fleira.
Halda menn virkilega að svona réttarhöld gegn Fox, sem hefur oft staðið með Trump og komið með annan vinkil en Reuters/Rúv dæmið hafi komið úr lausu lofti og að pólitík óréttlætisins komi þar ekkert við sögu, pólitík valdanna gegn sannleikanum?
Reynt er að láta fólk trúa yfirlýsingum sem hafa kostað milljónir á milljónir ofan í réttarsölum. Hafa menn heyrt um hugtakið að trúa keyptum sannleika? Hversu dýr var þessi "sannleikur?"
Sættir í máli Fox News og Dominion | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér finnst það í rauninni bara ágætt að hámenningin skuli láta undan síga á þessu landi. Ég sem ómenntaður alþýðulistamaður hef ekki notið þeirrar hylli sem ég hef talið mig eiga skilið í seinni tíð, eftir að femínistar hafa hert tökin á samfélaginu, en það er í rökréttu framhaldi af stórfelldum innflutningi flóttamanna sem allir innviðir landsins grotna niður, og það er í rökréttu framhaldi af þeirri stórfelldu og algeru hryðjuverkastarfsemi sem hefur verið stunduð á Vesturlöndum í áraraðir að femínisminn sé látinn ráða og taka yfir stofnanir og útrýma hefðum.
Menningarstofnanir svonefndar eru fyrirbæri sem ekki endilega styðja við sanna list, sem sprettur í grasrótinni meðal fólks, og er ekki endilega kerfislist eins og sú tónlist sem fær að heyrast í Vikulokum Gísla Marteins á föstudögum, og list er ekki endilega það sem sprettur uppúr tónlistarskólum, myndlistarskólum eða öðru sem hátimbrað er á listasviðinu.
Ísland hefur æ meira farið að líkjast Sovétríkjunum sem féllu 1991, og múrnum sem var felldur tveimur árum áður í Austur Þýzkalandi, og Vestur Þýzkalandi, en upphaflega var hann reistur af kommúnistastjórninni í Þýzka alþýðulýðveldinu (kommúnistunum í Austur Þýzkalandi) 1961 sem "varnarveggur gegn fasisma" eins og það var orðað.
RÚV er DDR-RÚV eins og einn snjall bloggari hefur orðað það, Gunnar Rögnvaldsson. (DDR var skammstöfun á Deutsche Demokratische Republik). Eins og segir í Lifandi vísindum: "Austur Þýzkaland var aðeins lýðræði að nafninu til."
Þöggun, dauðaritskoðun (sem felur sannleikann og gerir allt dauðhreinsað af mennsku sem leyfir sér stjórnmálalegan fjölbreytileika og heimspekilegan efa), innrætingarstefna og hlýðnihyggja, þetta eru fyrirbærin sem dafna í RÚV, ekki og þessvegna visnar fyrirbærið eins og Stundin sem breyttist í Heimildina.
Sporin hræða, því alveg eins og DDR féll þegar fólkið fékk nóg, þannig eru öll Vesturlönd orðin núna, nema auðrónarnir eru snjallari sem þar stjórna, og til að öllum Vesturlöndum sé hætta búin af svipuðu falli og Múrnum í Þýzkalandi þarf almenningur á Vesturlöndum að geta bent á eitthvað betra stjórnarfyrirkomulag og heimta það.
Af þessari ástæðu er Rússland hættulegur óvinur Vesturlanda, því á meðan Úkraínustríðið hafði ekki byrjað voru stjórnarhættir Pútíns ótrúlega lýðræðislegir og fólkið hafði það gott, og þar var þó meiri rækt lögð við hefðbundin kristileg gildi, sem hafa verið á undanhaldi mjög lengi í okkar heimshluta, og eru nú á sífellt hraðara undanhaldi, og upplausnin magnast á öllum sviðum í samræmi við þá þróun.
Jafnvel ennþá er hægt að efast um að fréttir RÚV séu réttar um að fólkið í Rússlandi hafi það svo skítt. Að minnsta kosti hefur fólk flúið til Rússlands frá Úkraínu í stórum stíl, og af fúsum og frjálsum vilja að minnsta kosti mikill fjöldi, þótt erfitt sé að vita það með vissu.
Stærsta ógnin sem Rússland skapar Vesturlöndum er ímyndin, ímyndin um valmöguleika á móti Vestrinu, sem sagt eitthvað annað en Metoo, femínisma, hræsniáherzlur í umhverfisvernd, lýðstjórnun, þjóðfélagsverkfræði jafnaðarmanna, öfgafemínisma, karlhatur, og margt slíkt.
Mannkynið verður að hafa valmöguleika til að lifa af. Vestrið er of mikið farið að minna á einræðisríki, og til dæmis hefur Arnar Þór Jónsson vel fjallað um þá þætti okkar samfélags.
En ég ætlaði að fjalla um menninguna í þessum pistli.
Menningin finnst nefnilega ekki síður á bílaverkstæðum en inni á menningarstofnunum fínum og hátimbruðum. Menning er allt það sem gerist sem fer fram á milli manna, á milli fólks. Samskipti eru menning.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi (sem þá var við völd og er enn við völd) hafði ekki áhuga á að reisa safn að Digranesheiði 8 þar sem verkstæðið hans afa var til húsa um 2020, þá var mér það fullkomlega ljóst að slík bæjarstjórn hefði ekki styrk til að viðhalda neinni menningu.
Ég gerði mér einnig grein fyrir því á þessum tíma að Sjálfstæðisflokkurinn á öllu Íslandi er ekkert nema skelin tóm eða umbúðir utanum ekkert innihald - eða andstætt innihald því sem var byrjað með fyrir langa löngu. Valdasjúkir einstaklingar fórna hugsjónum fyrir peninga og völd. Sama gerist útí löndum.
Ég gerði mér grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnaði Kópavogi væri sama fyrirbæri og Samfylkingin sem stjórnaði Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem sinn foringja.
Það var mjög biturlegt að sjá það að Sjálfstæðisflokkurinn sem afi hafði trúað á virti hans ævistarf ekki mikils og hafði ekki trú á það sem áður var mikilvægt Sjálfstæðisflokknum, heldur var orðinn enn einn jafnaðarflokkur landsins.
En afi minn var löngu, löngu hættur að hafa áhuga á pólitík. Hann hugsaði um vinnuna og heilsuna, að hreyfa sig og synda, og að þjóna viðskiptavinum sínum. Hann mætti líka alltaf kurteisi og virðingu og fólk kunni alltaf vel við hann. Hann var lífsglaður og gæfumaður að auki. Hann gat ekki ímyndað sér að auðrónar stjórnuðu heiminum.
Afi minn bjó til díselvél úr benzínvél sem var einstætt afrek á þeim tíma, og ekki víst að það hafi verið leikið eftir í öðrum löndum heldur síðar.
Það bæjarfélag sem kennir ekki ungu fólki hvaða afrek eldri kynslóðir unnu, það hefur ekki nægan styrk til að halda úti sérkennum sínum eða mikilli menningarstefnu til lengdar, því miður.
Þó hefur ekkert vantað uppá að nóg hefur verið um fjármagnið, og mörgu vel stýrt fjárhagslega. En sama vandamálið er allsstaðar á Íslandi sem reynt er að þagga niður: Gríðarlegur fjöldi útlendinga sem flyzt til landsins kostar mikið fé í húsbyggingar og annað. Ísland er loftbóluhagkerfi sem vel kann að springa af þeim orsökum.
Reykjavík er fyrirmyndin í þessum efnum. Dagur B. Eggertsson er hástéttarmanntegund sem rekur mjög hátimbraða stefnu. Hátimbraðri stefnu er hætt við falli eins og dæmin sanna. Segja má að Samfylkingin eigi vígi sitt í Reykjavík.
Vestræn menning á enga framtíð fyrir sér og femínistar allra sízt. Ofdrambið í íslenzkum konum mun ekki lifa lengi. Það má segja það með vissu hvernig framtíð Norðurlanda verður og þar með Íslands. Islam verður ríkistrúin innan fáeinna áratuga, og það fólk sem nú telst innfætt verður í algerum minnihluta og þá hluti af lágstétt sem vinnur lægst launuðu störfin, því á heimsvísu er mest þróun í heimshlutum sem áður voru fátækastir. Letin er langmest á Vesturlöndum, þar fer offitan vaxandi, og fólk verður óvinnufært, fjörgamalt og sjúkt.
Við völdum á Íslandi munu taka einstaklingar að sunnan og austan á jörðinni, með svipaða menningu og sú menning sem ríkir í Afganistan. Afkomendur íslenzkra femínista munu þurfa að beygja sig undir þann veruleika og þjóna þeim. Ranghugmyndir og alheimska femínista og jafnaðarmanna verður beygð í duftið eins og hver önnur synd, en syndum er vel lýst í Biblíunni.
Það er norrænu og vestrænu fólki mátulegt að fá þessi örlög. Hér voru möguleikar til alls, en þeir voru allir látnir fara til spillis.
Yfirlýsingar í íslenzkum fjölmiðlum sem gefnar eru af hámenntuðu fólki á Íslandi eru jafn mikið úr takti við veruleikann sama hvaða fag eða menningarkimi um er að ræða, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða aðra sérfræðinga. Þar er um sömu öfugmælin að ræða og rétt fyrir Hrunið 2008, þegar öll valdamál voru "ímyndarvandi"!!!
Héraðsskjalasafnið lagt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrri byggðir, kóngsríki aría.
Viðlag:
D6 E7/G Dsus4 D6
Fyrri byggðir, kóngsríki aría.
D6 E7 D5 D6
Fyrri byggðir, kóngsríki aría.
G7
Ef ég bara... maðurinn tók allt frá þér, frú,
C G7
ef fjarstýrð varstu inní þína niðurför.
G7
Ef kvennamenningin þig missa lét allt,
F C D6
mundu að í sálinni finnast svör.
Kunnum við aðeins annað fólk að dæma,
ekki að þroskast og bæta fyrir mistökin?
Við höfum allt lært en viljum ekki hlýða...
en veiddu úr sálinni sterkustu og beztu rökin.
Ef samskiptin mæla... eitthvað uppá vantar.
Auðveldlega ferðu í skóna sem geymast þar,
þókt aðrir reyni þinni framrás að fresta
finnur þú í sálinni loksins nothæft svar.
Prófið úr fortíðinni... guðirnir gefa aftur.
Þeir geta látið þig taka það á ný.
Þannig muntu fara í föt þeirra dánu,
ef flest þú gerir rétt birtast píramídar aría við ský.
Samið 2001.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2023 | 02:12
Eru Færeyingar góð fyrirmynd fyrir íslenzk stjórnvöld í Rússamálinu?
Aðkoma Rússa að stríðinu í Súdan ratar ekki mikið í fjölmiðla hér á landi, en þó var tæpt á þessu í Stöð 2 fyrir fáeinum dögum eða RÚV. Það var sem sagt á annarrihvorri stöðinni að Wagnerherliðar Rússlands hafi séð þeim fyrir þungavopnum sem eru í RSF uppreisnarliðinu. Síðan munu Rússar vera að auka áhrif sín á svæðinu og sækjast eftir auðlindum, samkvæmt CNN að minnsta kosti. Í þeirri frétt er þó sagt að Rússar séu alls ekki að skipta sér af Súdanátökunum, fyrir utan vopnasendingar.
Þetta vekur enn furðu, og er í mótsögn við RÚV fréttir um að Rússar séu að verða uppiskroppa með vopn og geti ekki séð öðrum fyrir þeim.
Haft var eftir Antony Blinken að þeir ættu að semja vopnahlé því þetta væri sóun á mannslífum. Undarlegt er það að sjaldan eða aldrei koma slíkar setningar um Úkraínustríðið, að það sé sóun á mannslífum og að þar ætti að semja um frið. Segir kannski ýmislegt um að þær kenningar séu sannar að um staðgengilsstríð sé að ræða og sekt Vesturlanda augljós.
Ef það er rétt sem sumir halda fram að Úkraínumenn muni tapa þrátt fyrir allan þennan stuðning og að BRICS þjóðirnar munu taka fram úr Vesturlöndum svo mjög að Norðurlandaþjóðirnar muni iðrast þess að taka þessa stefnu, þá ættu Íslendingar frekar að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar en önnur Norðurlönd, í því að standa ekki gegn Rússum heldur velja hlutlausari leið.
Segir átökin geta breiðst út fyrir landamærin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2023 | 02:36
Fleira en boðorðin tíu úr Biblíunni á erindi inní landslögin hjá hverri þjóð, í hverju landi.
Margir eru á því að Vesturlönd séu Kölski sjálfur, og þessvegna sé baráttan svona hörð við aðrar þjóðfélagsgerðir, því eins og maður lærir í kristnum söfnuðum eru það örlög Kölska að verða sigraður, það lærir maður allsstaðar þar sem er meira en yfirborðskristni að Kölska tími er takmarkaður, og því tími syndarinnar.
DV segir frá því að unglingur var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt. Ef menn vilja skýringar á þessu ættu þeir að lesa Biblíuna, sérstaklega þar sem húðflúr er bannað. Þegar ég samdi lagið "Húðflúr er frá Helvíti" árið 1996 hafði ég fengið vitranir úr framtíðinni hvernig hún yrði. Það lag er á kristilegum hljómdisk eftir mig frá 2010, "Kristur kemur".
Ég býst ekki við að tekið verði mark á þessu. Þetta er af frjálslyndum og léttúðugum einstaklingum talið sérvizka eða trúaröfgar. En stundum er rétt að skilja að Biblían hefur rétt fyrir sér, eða þeir sem skrifuðu hana, Guðs orð þar sem bezt tókst til.
Þessvegna ef menn vilja snúa af braut helstefnunnar þurfa ríkin, yfirvaldið í hverju landi fyrir sig að banna líkamsskraut, húðflúr, lokka og slíkt, ekkert síður en fóstureyðingar og margt annað.
Er ég þá bókstafstrúar? Trúi ég að nauðsynlegt sé að fara eftir Lögmálinu í öllum atriðum? Nei, alls ekki.
Hinsvegar fylgir meginhluti mannkynsins boðorðunum tíu, til dæmis. Lagasetningar næstum allra landa og þjóða eru miðaðar eftir þeim og mótaðar. Ég er að segja það einfaldlega að sumt annað í Biblíunni er jafn nauðsynlegt að nota sem landslög sem þarf að fara eftir af sömu hörku og að ekki megi drepa fólk og annað slíkt, til dæmis þetta. Þegar spámenn fá vitranir eins og ég eða Guðjón Hreinberg getur er sumt af því kannski ekki rétt eða mikilvægt, en svo getur annað átt erindi við nútímann, og verið jafn mikilvægt og það sem Móse boðaði gyðingum til forna í sínu landi.
Ég geri mér grein fyrir því að svona boðskapur kemst aldrei til skila fyrr en fjöldinn meðtekur hann og viðurkennir sem sinn stóra sannleik. Þannig er þetta einnig með fóstureyðingarnar og bannið við þeim. Nú er svo að vísu að baráttan gegn fóstureyðingum er ekki töpuð, og víða er farið að telja það brýnt að láta ekki léttúð þar ráða eða femínisma. Það sýnir okkur að mannkynið heldur áfram að þróast, það er ekki staðnað. Þessvegna er mögulegt að þessi boðskapur muni einnig sigra að lokum. Þetta er eitt af því sem stendur í Biblíunni sem er mikilvægt.
Mannkynið í heild þiggur tilboð Satans, fellur fram og tilbiður hann, til að fá allan heiminn. Það er vegna þess að í manninum er uppreisnarandinn, það er erfðasyndin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2023 | 01:10
Afsökunarbeiðni er aldrei nóg fyrir fólk í hefndarþorsta
Þessi frétt hefur verið sett í rétt samhengi af lesendum DV, en samskonar frétt er þar með fullt af athugasemdum undir. Þar kemur í ljós að það er söngkonan Elísabet Ormslev, sem vill ekki fá afsökunarbeiðni, blokkar Pétur Jesús á samfélagsmiðlum og hefur jafnvel lokað á símanúmerið hans, en kvartar samt undan að hann gefi henni ekki afsökunarbeiðni beint heldur í fjölmiðlum. Bæði þessi frétt er því einhliða og röng, segir aðeins frá annarri hliðinni og upphaflega fréttin í DV, og lesendur hafa útskýrt þetta betur.
DV er annars með lokað á athugasemdir oft þegar fjallað er um slík mál, því nú er svo komið að fólk stendur ekki með "fórnarlömbunum" alltaf (konunum), heldur strákunum, körlunum, og það þola ekki femínistar á svona fjölmiðlum. Almenningsálitið er farið að breytast eitthvað feðraveldinu aftur í hag.
Allt það sem femínistar hata Pétur Jesús útaf er að hann byrjaði með henni þegar hún var 16 ára, og þá er kenning femínista sú að stúlkur séu of viðkvæmar á þeim aldri, ekki nógu harðir, grimmir og hatursfullir femínistar. Búið er að fylla hana af þeim ranghugmyndum að hún eigi að hata hann þessvegna. Þetta er sorglegt og sárgrætilegt.
Þau voru saman í 11 ár frá því hún var 16 ára, en þegar hún var orðin 27 ára taldi hún sig hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi misnotað hana úr því að hann byrjaði með henni svona ungri. Ætli einhverjir femínistar hafi ekki kennt henni það eða sagt? (En hver vildi það upphaflega? Hún hlýtur að hafa viljað það líka). Hann hefur þurft að þola útskúfun út af þessu Metoomáli, en þetta er eitt af þessum skelfilegu og alræmdu Metoomálum, sem fólk hefur á mjög misjafnar skoðanir.
Hún segir að hún fagni allri sjálfsvinnu (af hans hálfu), en öðrum finnst dæminu snúið við, að öfgafemínistar þurfi að vinna í sínum málum en ekki aðrir.
Eitt sinn sögðu stuðningsmenn hinseginfólks að andstæðingar þeirra væru að gera ástina að vandamáli. Þó virðist ljóst að öfgafemínistar kunna það betur en allir aðrir að gera ástina að vandamáli. Öfgafemínistar eru færir um að breyta ást í hatur. Dæmin eru útum allt þjóðfélagið og fólk í sárum, jafnvel í öðrum löndum, og ekki síður.
Fátt hefur valdið eins miklum skaða og sársauka og kvenréttindi, femínismi, jafnréttismál og andfeðraveldisismi
Segist ekki hafa fengið afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Burtséð frá hvaða landi maðurinn var ættaður sem var drepinn með þessum hryllilega hætti verður þetta að teljast ógnvænlegur atburður á alla mælikvarða. Fram að þessu hefur okkar þjóð talið að svona dráp tengist mjög sérstökum kringumstæðum, eiturlyfjaneyzlu, klíkum, geðveiki eða ofsareiði, eða skipulagðri glæpastarfsemi.
Það sem er nýtt við þetta ef maður skilur fréttirnar rétt er að venjulegir unglingar og þessi maður sem voru í deilum sem yfirleitt enda ekki svona frömdu verknaðinn! Það hlýtur að vera sérlega skelfilegt. Ein stelpa og þrír strákar, eða ein kona og þrír karlmenn, samkvæmt fréttum á Stöð 2.
Þetta minnir einna mest á fréttirnar um ofbeldisverkin sem unglingar taka uppá síma, og eru hluti af þeirra menningu, eða sumra, samkvæmt fréttum síðastliðna mánuði. Nema hér hefur allt farið úr böndunum og eitthvað gerzt sem enginn bjóst við.
Það er tvennt í þessu sem stendur uppúr. Í fyrsta lagi, hvernig er unglingamenningin orðin í landinu og kannski í öllum hinum vestræna heimi, því manni skilst að þessi Tiktok menning, eða svona árásir sé alþjóðlegt fyrirbæri, og í öðru lagi vaknar spurningin um það hvort þetta sé endanlegt skipbrot þeirrar hugmyndafræði sem ráðherrar landsins og aðrir vilja fullyrða að sé í fullu gildi, að fjölmenningin sé ekki ávísun á vandræði, eins og í öðrum löndum. Spurningar hljóta að vakna og það er víst að þetta er skelfileg þróun, miðað við mörg alvarleg manndráp núna á síðastliðnum árum og meiri hörku hjá ungu fólki. Án þess að þjóðerni hafi endilega skipt máli í þessu tiviki, er þó hægt að segja að svona atvik tengjast einhverri stigmögnun að undanförnu sem tengist samfélagsmiðlum.
Pólverjar hafa staðið sig mjög vel á Íslandi og eru algjörlega til fyrirmyndar, hafa farið inní störf víða sem innfæddir Íslendingar hafa því miður sinnt minna og minna. Samt þekkir maður ekki hvað er að gerast inni á samfélagsmiðlum hjá unglingum nútímans. Margt bendir til þess að full ástæða sé til að eitthvað hafi farið úrskeiðis í samfélaginu öllu meira en lítið, en kannski er þetta bara alþjóðleg þróun, það kann að vera.
Var þetta manndráp af gáleysi? Ennþá hefur fátt verið upplýst. Maður skilur betur það fólk sem vill banna snjallsímanotkun barna, eins og nýleg frétt fjallar um, ef kringumstæður þessa voðaverks eru athugaðar, sem virðast vera.
Svo mikið er víst að svona atburður verður ekki í tómarúmi, og ekki er hægt að koma í veg fyrir svona ef afneitun á sér stað í samfélaginu á þróun sem er í gangi. Þetta tengist áreiðanlega fréttum af svipuðum árásum.
Þeir handteknu eru Íslendingar undir tvítugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2023 | 00:04
Loftlagsráðstefna VG
Umhverfisverndaáherzlur Vinstri grænna hafa ýtt mér útí að kjósa þá stundum. Áherzlur þeirra í að hjálpa minnimáttar eru líka góðar. Loftslagsráðstefna VG var vel sótt nýlega, ekki vantar það.
Ég er bara róttækari en Vinstri grænir. Þarna á ráðstefnunni töluðu sprenglærðir sérfræðingar eins og búast mátti við. Sumir halda því fram að Vinstri grænir hafi eitthvað bremstað af kapítalistana í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í þessari ríkisstjórn, en þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfisráðherra fannst manni meira gert í umhverfismálum, eins og í sambandi við hálendisþjóðgarðinn sem er mjög metnaðarfullt mál.
Allir flokkar hafa ömurlega galla. Í þessari ríkisstjórn finnst mér allir gallarnir uppi á yfirborðinu en kostirnir komast síður til framkvæmda eða birtast síður. Sjálfstæðismenn hamla umhverfisverndinni sem Vinstri grænir vilja stuðla að og sjálfstæðismenn stöðva ekki alltaf femínísku hryðjuverkin eða öfgavinstrivitleysuna í Vinstri grænum.
Vinstri grænir hefðu ekki átt að selja samvizku sína og baráttumál fyrir völd.
En þegar ég les svona fréttir finnst mér allt fallegt og gott sem þar er sagt og reynt er að stefna að, og þá finnst mér ég eiga heima í Vinstri grænum.
Jafnrétti og kvenréttindi eru fallegar hugsjónir, en raunveruleikinn hefur ekki verið jafn fallegur í þeim efnum. Enda er sagt að þegar fólk reynir að koma á útópísku kerfi sem er of gott til að vera satt snúist það í andhverfu sína. Þannig að eins og margir hafa ritað og sagt, kommúnisminn endurvakinn, og gallar hans ekki sízt.
Nú er svo komið að Samfylkingin, Vinstri grænir og Píratar hafa komið í gegn miklu af mannúðarmálum sínum. Stór hluti landsmanna er ættaður frá öðrum löndum, transfólk hefur hér réttindi, samkynhneigðir, og fjölmargir aðrir sem eiga undir högg að sækja erlendis.
Þannig að ég væri til í hreina vinstristjórn eða að þjóðin fari í Evrópusambandið. Ég er nefnilega mjög þreyttur á hálfkáki Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Nú þegar Vinstri grænir hafa komið í gegn fóstureyðingafrumvarpi sínu og fleiri mannréttindamálum væri gott að þeir kæmu í gegn hærri almannabótum, virðingu fyrir minnihlutahópum, meiri og harðari umhverfisvernd og slíku.
Evrópusambandið er þrátt fyrir allt félagsskapur Evrópuþjóða, og menningarlega eigum við þar heima.
Smátt og smátt ýtumst við lengra inní þeirra regluverk og stjórnmálamenn okkar verða kerfisbundnari og ófrjálsari. Ekkert virðist hægt að gera gegn þeirri þróun.
Er ekki kapítalisminn á Íslandi búinn að vinna nægan skaða?
Átti ekki nýfrjálshyggjan stóran þátt í Hruninu 2008?
Er úr mjög háum söðli að detta núna með að missa sjálfstæðið enn frekar og klára umsóknarferlið inní Evrópusambandið?
Fullt út að dyrum á loftslagsráðstefnu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2023 | 02:45
"Rússland er sterkara en nokkru sinni fyrr", segir hernaðarsérfræðingurinn Douglas MacGregor í Bandaríkjunum.
Það er fróðlegt að lesa pistil á heimasíðu Útvarps Sögu sem var ritaður 16. apríl á þessu ári af Gústaf Skúlasyni.
Fyrst ætla ég að minnast á RÚV og hvernig þar er fjallað um þessu stríðsmál. Þar er vitnað í Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra landsins næstum daglega og það er haft eftir henni með svipuðu orðalagi að Íslandi sé ekki hætta búin þótt rússneskir kafbátar séu hér að sniglast og norrænar sjónvarpsstöðvar fjalli um stigmögnun stríðsins, og að hér fá bandarískir kafbátar að stoppa og fá þjónustu frá Helguvík.
Það setur að manni hroll, hvort sem það er kjánahrollur eða venjulegur hrollur. Maður nefnilega skynjar það að verið er að þvæla landi og þjóð inní stríðsátök sem landsmenn báðu ekki um, og vilja sennilega flestir halda friðinn og standa utan við hernaðarátök.
Þessar stöðugu yfirlýsingar utanríkisráðherrans okkar um að ekkert sé að óttast eru ekki alveg nógu traustvekjandi.
En Gústaf Skúlason ritaði þann 16. apríl pistil með innihald sem ratar ekki í RÚV og fæsta fjölmiðla á Íslandi.
Douglas MacGregor heldur því fram að Pentagon lekinn nýlegi svonefndi geri meira gagn en skaða, þar sem almenningur fái nú betur að vita um spillingu og baktjaldamakk og þennan stríðsrekstur.
Hann vill að bandarískur almenningur stöðvi það sem er á ferðinni, fjölmiðlasirkusinn og staðgengilsstríðið í Úkraínu.
Hann segir það hreint út að það sé 99% kjaftæði að Rússar séu spilltir, geti ekki neitt, að Rússar séu óhæfir og heimskir, að Úkraínumenn séu ofurmenni, allir fái heiðursmerki.
Douglas MacGregor er ofursti og herfræðingur í bandaríska hernum og með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum. Það skyldi þó ekki vera ástæðan fyrir því að hann þorir að tjá sig með þessum hætti að hann er kominn á eftirlaun? Það virðist vera algengt, að einungis slíkir tjái sig um eitthvað slíkt sem skiptir máli.
Einnig segir hann að Nató sé sennilega eyðilagt til lengri tíma litið.
Ef við bara lítum til þess hvernig hættustigið er talið meira við Íslandsstrendur og útum næstum öll lönd, þá má spyrja sig hvort þessir sérfræðingar sem véla um þessi mál erlendis fyrir hönd Vesturlanda hafi gert einhver mistök.
Allt er þetta orðið með eindæmum fáránlegt eða óraunverulegt. Sérstaklega þó að Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir, sem spruttu uppúr Natóandstæðingunum í Alþýðubandalaginu skuli taka þátt í þessu.
Alveg eins og í sambandi við bóluefnin umdeildu á þjóðin að fá meira að ráða um mál eins og þessi, og fólk þarf að láta sig þetta varða. Lýðræðið virkar aðeins ef sterk hagsmunasamtök á sem flestum sviðum eru virk, og ef umræðan er lifandi og sterk, andstæð sjónarmið koma fram og upplýsingar birtast sem áður voru ekki kunnar.
Á æ fleiri sviðum sjáum við að fólk er sofandi og dragnast áfram, hlýðir og efast ekki, veit ekki, skilur ekki, lætur sér standa á sama.
Davos og strengjabrúðurnar frá Íslandi sem fara á þær ráðstefnur er í raun ígildi Sovétríkjanna fornu eða allra þeirra einræðisríkja sem áður voru í sögunni.
Margir benda þó á að umfjöllun RÚV er tröll sem hefur dagað uppi. Það eru ráðherrarnir sem fleygja risafjárhæðum í vitleysu og láta hnignun verða ríkjandi sem verða að víkja, og það áður en bíða þarf eftir næstu kosningum.
Því það er kominn tími á nýja búsáhaldabyltingu, og nú hægribyltingu, og þótt fyrr hefði verið.
Eftirlitið er að aukast og mun aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 18
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 133097
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 476
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar