"Rússland er sterkara en nokkru sinni fyrr", segir hernaðarsérfræðingurinn Douglas MacGregor í Bandaríkjunum.

Það er fróðlegt að lesa pistil á heimasíðu Útvarps Sögu sem var ritaður 16. apríl á þessu ári af Gústaf Skúlasyni.

Fyrst ætla ég að minnast á RÚV og hvernig þar er fjallað um þessu stríðsmál. Þar er vitnað í Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra landsins næstum daglega og það er haft eftir henni með svipuðu orðalagi að Íslandi sé ekki hætta búin þótt rússneskir kafbátar séu hér að sniglast og norrænar sjónvarpsstöðvar fjalli um stigmögnun stríðsins, og að hér fá bandarískir kafbátar að stoppa og fá þjónustu frá Helguvík.

Það setur að manni hroll, hvort sem það er kjánahrollur eða venjulegur hrollur. Maður nefnilega skynjar það að verið er að þvæla landi og þjóð inní stríðsátök sem landsmenn báðu ekki um, og vilja sennilega flestir halda friðinn og standa utan við hernaðarátök.

Þessar stöðugu yfirlýsingar utanríkisráðherrans okkar um að ekkert sé að óttast eru ekki alveg nógu traustvekjandi.

En Gústaf Skúlason ritaði þann 16. apríl pistil með innihald sem ratar ekki í RÚV og fæsta fjölmiðla á Íslandi.

Douglas MacGregor heldur því fram að Pentagon lekinn nýlegi svonefndi geri meira gagn en skaða, þar sem almenningur fái nú betur að vita um spillingu og baktjaldamakk og þennan stríðsrekstur.

Hann vill að bandarískur almenningur stöðvi það sem er á ferðinni, fjölmiðlasirkusinn  og staðgengilsstríðið í Úkraínu.

Hann segir það hreint út að það sé 99% kjaftæði að Rússar séu spilltir, geti ekki neitt, að Rússar séu óhæfir og heimskir, að Úkraínumenn séu ofurmenni, allir fái heiðursmerki.

Douglas MacGregor er ofursti og herfræðingur í bandaríska hernum og með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum. Það skyldi þó ekki vera ástæðan fyrir því að hann þorir að tjá sig með þessum hætti að hann er kominn á eftirlaun? Það virðist vera algengt, að einungis slíkir tjái sig um eitthvað slíkt sem skiptir máli.

Einnig segir hann að Nató sé sennilega eyðilagt til lengri tíma litið.

Ef við bara lítum til þess hvernig hættustigið er talið meira við Íslandsstrendur og útum næstum öll lönd, þá má spyrja sig hvort þessir sérfræðingar sem véla um þessi mál erlendis fyrir hönd Vesturlanda hafi gert einhver mistök.

Allt er þetta orðið með eindæmum fáránlegt eða óraunverulegt. Sérstaklega þó að Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir, sem spruttu uppúr Natóandstæðingunum í Alþýðubandalaginu skuli taka þátt í þessu.

Alveg eins og í sambandi við bóluefnin umdeildu á þjóðin að fá meira að ráða um mál eins og þessi, og fólk þarf að láta sig þetta varða. Lýðræðið virkar aðeins ef sterk hagsmunasamtök á sem flestum sviðum eru virk, og ef umræðan er lifandi og sterk, andstæð sjónarmið koma fram og upplýsingar birtast sem áður voru ekki kunnar.

Á æ fleiri sviðum sjáum við að fólk er sofandi og dragnast áfram, hlýðir og efast ekki, veit ekki, skilur ekki, lætur sér standa á sama.

Davos og strengjabrúðurnar frá Íslandi sem fara á þær ráðstefnur er í raun ígildi Sovétríkjanna fornu eða allra þeirra einræðisríkja sem áður voru í sögunni.

Margir benda þó á að umfjöllun RÚV er tröll sem hefur dagað uppi. Það eru ráðherrarnir sem fleygja risafjárhæðum í vitleysu og láta hnignun verða ríkjandi sem verða að víkja, og það áður en bíða þarf eftir næstu kosningum.

Því það er kominn tími á nýja búsáhaldabyltingu, og nú hægribyltingu, og þótt fyrr hefði verið.


mbl.is „Eftirlitið er að aukast og mun aukast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær pistill og þú "stingur" á mörg kýli og mýtur sem full þörf er á og gerir þessum EINHLIÐA fréttaflutningi um flest viðkvæm málefni góð skil...

Jóhann Elíasson, 21.4.2023 kl. 13:14

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir Jóhann. Þessi pistill virðist hafa fengið góðar viðtökur hjá mér. Um það bil 200 gestir í dag.

Eftir því sem fréttirnar skortir í RÚV sem eiga erindi við fólk verða fleiri að vera vakandi yfir þeim.

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2023 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 107240

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 451
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband