Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Áfram heldur hnignun íslenzkra atvinnuvega

Það er alveg ótrúleg þversögn að flytja inn bakkelsi á meðan reynt er að vinna gegn mengun og útblæstri frá flugvélum. Sömu sögu er víst að segja úr mörgum öðrum starfsgreinum, þær leggjast af vegna erlendrar starfsemi sem er hagkvæmari sökum stærðarinnar, fréttir um lokun prentsmiðja er dæmi um það hérlendis.

Sú umræða er orðin öflug á Íslandi að þjóðin verði sjálfri sér næg um hráefni, bæði vegna umhverfissjónarmiða og stjórnmálalegra sjónarmiða, sjálfstæðis. Með gróðurhúsum er það orðið raunhæfara, en hitaveitan er leynivopnið sem gerir það mögulegt á fleiri sviðum.

En markaðslögmálin eru risakrumla sem aðeins stækkar og herðir tökin á innlendri framleiðslu, á meðan alþjóðavæðingin heldur áfram. Það þýðir að risamarkaðirnir erlendis eru með mestu hagkvæmnina, og sífellt er leitazt við að niðurgreiða slíkt.

Núna uppá síðkastið hef ég orðið tvisvar fyrir vonbrigðum með Subway staðina og grænmeti sem farið er að súrna hjá þeim. Þar er á ferðinni alþjóðleg risakeðja.

Erlend frétt frá 8. júlí 2021 fjallaði um tap risakeðjunnar á heimsvísu, og var ekki sú eina, þær eru margar. Skýringin er talin að fyrirtækið hafi farið fram úr sér með of mikilli veltu og of mörgum stöðum sem voru opnaðir. Þótt risakeðjurnar hafi yfirhöndina á markaðnum á heimsvísu núna getur verið að þannig verði þetta ekki eftir 10 ár.

Þetta er bara eitt dæmi um hvað gerist þegar kaupmaðurinn á horninu tapar fyrir erlendri samkeppni. Þekkingin glatast, áhuginn, fólk fer í annað, menningin breytist og eftir stendur þjóð í kreppu með eitt stórt spurningamerki sem hefur týnt sjálfri sér, menningu sinni og sjálfsmynd.

Þegar og ef kreppa kemur sem mun láta fjölmenninguna og alþjóðavæðinguna hrynja til grunna, þá verður það of seint fyrir marga sem eru hættir rekstri og erfitt að byggja þjóðfélagið upp frá grunni að nýju.

Sigmundur Davíð er sá eini sem ber skynbragð á þetta af núverandi stjórnmálamönnum, eins og Inga Sæland er hann lagður í einelti fyrir að segja sannleikann. Vigdís Hauksdóttir var flæmd úr borgarmálunum í Reykjavík fyrir að segja sannleikann. Eftir standa glóparnir og glópalistarnir.


mbl.is „Tími svona bakaría er liðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10. janúar 1984. Þá samdi ég "Engar umbúðir", sem fékk athygli í Menntaskólanum í Kópavogi á Myrkramessunni 1993, og á tónleikum síðar, mörgum sinnum beðið um það.

Ingvar frændi fylgdist með börnum og barnabörnum til að athuga hver væri móttækilegur fyrir Nýalsspekinni. Sum barnabarnanna hans sýndu þessu áhuga og svo ég, og nokkur fleiri. Hann sagði að ég spyrði skynsamlegra spurninga og þannig börn væru efni í heimspekinga.

Þegar hann komst að því að ég hlustaði mikið á Megas og vildi verða dægurlagasöngvari 1982 og var farinn að semja lög og texta þá kenndi hann mér bragfræðina. Hann sagði mér að koma í heimsókn til sín ekki sjaldnar en einu sinni í viku og skyldi hann gefa ljóðum mínum einkunn og segja til hvort námið bæri árangur.

Hann var strangasti kennari sem ég hef haft. Ég varð honum náinn þar til hann dó árið 1996 og sumt skildi hann betur en aðrir sem ég pældi í.

Hann var sjálfur farinn að yrkja ljóð á þeim tíma, og kenndi mér að dagsetja kveðskapinn og leiðrétta og lagfæra eftirá. Ég var mislatur við það.

Um veturinn 1982 fór ég að semja lög á leiðinni úr skólanum án texta. Það var einfaldlega æfing fyrir mig, því ég tók það skipulega að ætla að verða poppari. Þá átti ég ekki gítar en lítið hljómborð eða skemmtara sem ég hafði fengið í jólagjöf nokkrum árum áður.

Ég fór að reyna að gera vísur eða texta en það var allt frekar mikið rangt bragfræðilega, en Ingvar frændi kenndi mér grunnreglurnar, þannig að ég kunni að beita þeim þegar ég var að vanda mig upp frá því. Mér fannst það ekki erfitt, en nennti ekki alltaf að leggja þetta á mig, sem mér fannst eins og krossgáta. Þannig að sumir textar eða ljóð voru órímuð og óstuðluð strax í byrjun. Það kallaði hann prósur, þessi nútímaljóð, og sagði að það væri ekki alvörukveðskapur.

Ég man að það var mikill snjór 10. janúar 1984. Þá var ég farinn að taka þetta mjög alvarlega að verða poppari. Í skólanum gáfu kennararnir okkur ljósrituð blöð þegar við áttum að læra fleira en stóð í skólabókunum. Þannig að hver nemandi var með nokkrar lausblaðamöppur, eina fyrir hvert fag og blöðin voru auð öðrum megin. Í frímínútunum gerði ég oft ljóð og texta á bakhliðar blaðanna og gerði lög við þetta heima og söng á spólur, og fékk lánaða potta hjá ömmu og sleifar til að búa til takt, eða notaði hljómborðið, sem ég kunni lítið á, en gat notað til að framleiða einhver hljóð.

Síðan fékk ég gítarinn í fermingargjöf vorið 1984, en fór ekki að læra á hann fyrr en 1986, þegar ég fór að læra grip og nótnafræði sjálfur eftir bókum, ekki vel, en svolítið, til að kunna að spila eftir söngbókum Megasar, til dæmis.

Allar spólurnar endurgerði ég frá þessum fyrstu árum, tíu árum seinna, á árunum 1993 til 1997, auk þess að semja nýtt efni á þeim tíma og var þá búinn að setja grip við lögin og tók þannig betur upp. Demóupptökur frá og með 1987 fengu að halda sér. Þá kunni ég grip.

Þegar ég samdi lagið "Engar umbúðir" og um það bil tíu lög í viðbót í sama stíl þennan dag, þá var það mjög meðvituð ákvörðun en ekki háð mikilli andagift.

Ég var kominn með mjög ákveðnar skoðanir um það hverskonar ljóð væru merkilegir og hverskonar textar. Ég taldi allt í sambandi við rómantík og ástina hallærislegt, en allt sem væri þjóðfélagsgagnrýni eins og Bob Dylan hafði sungið um, og jafnvel Bubbi Morthens eða Bjartmar Guðlaugsson, þegar hann kom fram 1984, það væri töff og flott, góður kveðskapur.

Þannig að dægurlagagerð var framleiðsla að mínu áliti þá þegar.

Þegar Jón Ólafsson í Nýdanskri vildi fá mig í hljóðverið sitt 1992 til að taka upp plötu var ég of feiminn og dró það í heilt ár að láta hann hafa kassettu. Það varð úr að ég sendi honum myndbandsspólu sem var tekin upp 30. september 1992 og 1. október 1992.

Ragnheiður, systir hennar mömmu gaf mér ráð sem ég fór eftir. Hún sagði mér að læra lögin mín utanað í fyrsta lagi. "Hvaða lög?" spurði ég eins og glópur? "Þú verður að velja það sem þér finnst bezt drengur", sagði hún.

Þetta gerði ég og tók mig um það bil viku. Ég man enn þessi lög utanbókar, nokkurnveginn, hef annars ekki nennt að læra neitt eftir mig utanað. Árið 1990 hafði ég raðað saman lögum um umhverfisvernd, frá 1983 til 1990. Þá fór ég fyrst að láta mig dreyma um plötuútgáfu, tvítugur. Þennan lagalista fann ég aftur og lærði lögin, "Engar umbúðir" var inni í þessum lagalistapakka.

Þetta voru lögin sem ég sendi Jóni Ólafssyni á myndbandsspólu. En árið 1993 var hann orðinn mjög upptekinn við vinnu í Verzlunarskólanum, uppfærslur á söngleikjum og fleira. Ekki varð úr samstarfi.

Á þessum árum var dýrt að gefa út á vinyl og ekki fór ég til útgefenda. Það var ekki fyrr en 1998 sem ég fór að gefa þetta út sjálfur, en þá var hægt að gefa út á hljómgeisladiskum í eins litlu upplagi og maður vildi.

En ég vil fjalla svolítið meira um hversu strangur kennari Ingvar frændi var. Hann var meiri málræktarmaður en nokkur annar sem ég hef þekkt. Hann tók út allar slettur og jafnvel viðurkennd íslenzk orð ef hann taldi þau dönskuslettur eða enskuslettur. Hann kenndi mér að ofstuðla ekki, og að kveðskapur ætti að vera léttur og leikandi þótt mikil vinna væri lögð í hann.

Í sjálfu sér fannst mér þetta hundleiðinlegt og fann ekki tilganginn með þessu, en ég vissi að þessi fullkomnunarárátta kenndi mér eitthvað. Allt sem hann skrifaði var bæði fullt af góðmennsku og stílsnilld. Ég skildi það og virti óendanlega mikils.

Hann kenndi mér að hugsa um rætur orðanna, ef ég gerði y-villur eða aðrar villur. Z- regluna lærði ég reyndar síðar af Þorgils vini mínum, sem kunni hana en notaði ekki sjálfur.

Stuttar og skrýtnar setningar sem hann sagði vöktu athygli mína snemma. Með því að spyrja útí þær nánar fékk ég áhuga á Nýalsspekinni, og fleiru, til dæmis Ásatrú. En ég varð fallisti í skóla og olli honum vonbrigðum með því, þegar ég kom í menntaskóla.

Ég hafði engan áhuga á náminu. Einu skiptin sem ég náði prófum var þegar ég var með áhuga á flottum skvísum í bekknum, og fann þá félagslega hvatningu. Ekki lærði ég þó heima, heldur bara fyrir prófin.

Tvisvar féll ég viljandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Í fyrra skiptið 1989 og í seinna skiptið 1994.

Ég var mjög einmana og dapur þegar ég byrjaði í þessum menntaskóla 1986. Þá var amma nýdáin og ég var tættur andlega. Ég kom með góðar einkunnir úr Digranesskóla.

Í raungreinum hafði ég staðið mig sérlega vel en einnig í öðrum fögum. Skólaráðgjafi ráðlagði mér að fara á raungreinabraut í september 1986 sem ég gerði.

Ég fann enga tengingu við skólann. Ég opnaði ekki bækurnar heima og heldur ekki fyrir prófin. Ég náði sumum prófum, það sem ég mundi úr tímum, en ekki stærðfræði, þar sem hún byggist á þjálfun og æfingu, ekki skilningi á efninu.

Árið 1987 fór ég aftur í fyrsta bekk eftir nokkuð viðamikið fall í flestum fögum, nema dönsku og íslenzku, minnir mig. Það var almenn deild. Í þessum bekk voru virkilega vel vaxnar stúlkur sem vöktu áhuga minn. Þannig að ég náði fyrsta bekknum bæði vor og haust. Það var einhver tilgangur með þessu annar en að verða þræll kerfisins.

En síðan gerðist það haustið 1988 þegar ég fór í annan bekk að námsráðgjafi kom aftur að því að velja úr grunndeildinni árið áður í bekki. Mínar einkunnir skipuðu mér á málabrautina á meðan skvísurnar fóru á félagsfræðibrautina.

Ástæðan fyrir því að námsráðgjafinn setti mig á málabrautina var sú að ég náði fínum einkunnum í íslenzku, ensku, dönsku, þýzku, félagsfræði og sögu, en ekki í stærðfræði. Mínar aðferðir við námið höfðu verið eins. Aldrei að læra heima, en að þessu sinni las ég fyrir prófin, veturinn 1987 til 1988, og náði prófum.

Ég var ekki hamingjusamur veturinn 1988 til 1989. Enn á ný tengdist ég engum úr bekknum nema einum sem varð vinur minn. Var ég nú orðinn virkilega pirraður.

Auk þess hafði ég sungið á skólaskemmtunum öll þessi ár frá 1986, því ég var beðinn um það. Veturinn 1988 til 1989 fór ég að syngja enn lengri lög en venjulega með engu viðlagi, hvert lag meira en 10 mínútur, og varð enn óskýrmæltari en áður. Þá gerðist það að skvaldrið fór að byrja bæði á milli laga og í lögunum sjálfum og ég varð feimnari fyrir vikið.

Einkunnir mínar fyrir jólin 1988 voru frekar slæmar, ég náði örfáum fögum en lærði ekkert fyrir prófin þannig að þetta var ekki glæsilegur árangur.

Hinsvegar vann ég það skemmtilega afrek fyrir prófin 1989 að láta mig falla viljandi. Ég skrifaði eintóma þvælu á prófblöðin og snéri út úr öllum spurningunum jafnvel þegar ég vissi svörin.

Námsráðgjafi ráðlagði mér að taka frí þar til ég hefði ákveðið mig, sem ég gerði.

Ég fór í kvöldskóla í MH haustið 1990. Með góðar einkunnir þaðan fór ég svo í annan bekk 1991 um haustið, eftir að hafa verið í nokkrum fögum vorið 1991 og gengið vel.

Öðrum bekk náði ég 1992 og þriðja bekk náði ég 1993. Veturinn 1993 til 1994 gerðist hins vegar það sem ýfði mitt skap og kom mér í fýlu. Ég tapaði í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir Emelíönu Torrini. Þá lét ég mig falla í annað sinn viljandi, vorið 1994, skrifaði þvælu á prófblöðin, rétt fyrir lokaprófin í fjórða bekk.

Ég var kominn með þá stöðu að vera skólaskáld á þessum tíma. Ég skrifaði ritgerðir í skólablöðin og kom þar ljóðum á framfæri. Emelíana Torrini var stórstjarna á uppleið, fyrst á landsvísu en svo á heimsvísu. Ég hafði unnið mér inn sess sem skólaskáld, og trúbador, en hún var félagslega sterk, ég alls ekki.

Ég gerði mér grein fyrir því að niðurstöður söngkeppninnar voru ákveðnar fyrirfram. Við vorum mörg sem kepptum, allskonar atriði, strákar og stelpur. Strax og hún fór á æfingar og prufur fór það að vera umtalað milli krakkanna sem ég þekkti að hún myndi vinna.

Ég var með lagið "Visthrun", samið 1989. Á þeim tíma var ég farinn að láta mig dreyma um að brjótast útúr því að vera bara trúbador. Þetta lag er órímað ljóð sem er sungið með hálfgerðu rapplagi. Ég bað þá sem spiluðu með mér á æfingum að útsetja lagið nútímalega, það er að segja eins og danslag og diskólag miðað við rapp og reiflögin sem voru vinsæl á þeim tíma. Ég virkilega braut hömlur utan af mér og vonaðist eftir frægð og vinsældum.

Ég fékk verðlaun fyrir sviðsframkomu, en komst ekki í 1. 2. eða 3. sæti, sem voru í boði. Árið áður hafði ég hafnað í 2. sæti í undankeppninni innan skólans fyrir lagið "Þitt ljóð er", við ljóð skáldsins Jóns Trausta. Árið 1992 tók ég fyrst þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna og flutti þá lagið "Ó græni þollur" eftir sjálfan mig, en ég man ekki hvort undankeppnin skilaði mér nokkrum verðlaunum eða verðlaunasætum.

En þetta var svolítið sérstakt vorið 1994. Ég var orðinn afhuga náminu aftur og tók þá ákvörðun að ef ég myndi ekki sigra söngkeppnina myndi ég hætta í skólanum, sem ég gerði.

Ég vissi að ég myndi ekki sigra þegar forkeppnin var haldin 1994. Ég vissi að niðurstöðurnar voru fyrirfram ákveðnar. Þessvegna nennti ég í raun ekki að flytja lagið og var virkilega svekktur á sviðinu og þessvegna var þetta "one in a lifetime" sviðsframkoma sem ég fékk verðlaun fyrir og verðlaunablað.

Ég man að eftir hvert erindi snéri ég baki í sviðið, ellegar þá að ég gekk næstum því baksviðs, eins og til að gefa til kynna að ég ætlaði ekki að syngja lagið til enda. Síðan rétt í tæka tíð til að koma inní sönginn í næsta erindi var ég mættur og greip um hljónemann og hreytti útúr mér orðunum hátt og skýrt eins og Megas hafði gert á Drögum að sjálfsmorði 1978, einni af uppáhaldsplötunum sínum. Nokkrum sinnum á milli söngerinda vafraði ég um svifið á milli hljóðfæraleikaranna og var ekki fastur við hljóðnemann eins og áður. Síðan þegar laginu lauk fór ég ekki bara af sviðinu heldur beint heim, og vissi að ég myndi ekki sigra, þannig að ég ætlaði fyrst ekki að mæta fyrr en næsta dag aftur í skólann.

Forkeppninni innan skólans lauk rétt fyrir miðnætti og forvitnin rak mig aftur í skólann að athuga hvernig úrslitin myndu raðast.

Þá var strax tekið vel á móti mér og mér sagt að þau hafi leitað að mér. Já, ég fékk þessi verðlaun fyrir sviðsframkomu, sem ég hafði ekki vitað af, enda ekki haft áhuga á. Það voru ýmis aukaverðlaun, bezti nýliðinn, bjartasta vonin, og eitthvað þannig. Ég hafði bara áhuga á að sigra keppnina og síðan aðalkeppnina eins og söngkonan unga gerði Emiliana Torrini.

Ég var sérlega stoltur af því að strákunum í hljómsveitinni tókst að umbreyta laginu mínu fullkomlega í það sem ég vildi. Þeir voru nemendur við skólann einnig. Það sem hafði verið þula hjá mér með kassagítarnum, eins og "Subterranean Homesick Blues" eftir Bob Dylan, það er að segja mjög eintóna lag og texti, það varð allt öðruvísi lag í meðförum þeirra af því að ég bað þá um þá á æfingum og heimtaði rétta útkomu, ég heimtaði að leikið yrði á hljómborðið og trommurnar eins og í þessum nýju lögum í útvarpinu. En allt kom fyrir ekki. Ég sigraði ekki í keppninni eins og ég ætlaði mér.

Í raun var þetta söngkeppni en ekki keppni um bezta lagið. Ég áttaði mig ekki á því. Þetta lag bauð ekki uppá tilþrifamikinn söng. Jafnvel í þessari rapp eða reif útsetningu með þessum dynjandi danstakti þá var söngurinn tilþrifalítill og eintóna. Það voru strákarnir sem lögðu meira í lagið en ég, nema sviðsframkoman var vissulega öðruvísi hjá mér en áður, sem var verðlaunuð.

Emiliana Torrini söng betur en ég. Hún sigraði með tilþrifum enda góð söngkona, og lagasmiður, sem hún sannaði seinna.

En hinsvegar var ég einn um að koma með lög eftir sjálfan mig í öllum þessum undankeppnum, minnir mig, í flestum tilfellum, þannig að ég var á undan minni samtíð með það.

En eitt af því sem er minnisstætt frá þessum tíma er að þarna var ég tilbúinn að búa til tónlist í takt við tíðarandann, og þeir sem spiluðu með mér kunnu það vel.


Í Silfrinu var talað um ójafnvægi á milli RÚV og hinna fjölmiðlanna enn. Einnig talað um vanda spítalanna. Sömu vandamálin ár eftir ár, ekkert gert í málunum. Spillingu um að kenna?

Í Silfrinu var fjallað um vanda heilbrigðiskerfisins. Fyrsta frétt á RÚV var þó Edda Falak og raunir hennar. Ef ég væri fjármálaráðherra væri það skylda mín að láta heilbrigðiskerfið hafa nægt fé, en freistandi væri að láta flokkseigendafélögin hindra það. Ef ég væri menntamálaráðherra væri það skylda mín (eins og annarra sem gegna því starfi) að reka alla sem þar starfa og skipa hlutlaust ráð sem veldi bæði hægrimenn og vinstrimenn til að starfa þar. Hvað er það sem hindrar alla menntamálaráðherra í því að stokka upp í RÚV spillingunni? Er það þessi landlæga íslenzka spilling sem sumir kenna við frændhygli vegna smæðar samfélagsins? Jafnvel í Silfrinu í gær var talað um að endurskoða þyrfti RÚV og minnka umsvif þess á auglýsingamarkaði, að skattleggja þyrfti erlendu samfélagsmiðlarisana og svo framvegis. Þetta er söngur sem búið er að syngja í mörg ár, en framkvæmdirnar hafa látið bíða eftir sér. Lilja Alfreðsdóttir lýsti á sínum tíma fullum vilja til að stefna í þessa átt, þegar hún var menntamálaráðherra, en nú er búið að breyta nöfnum á ráðuneytum og færa til ráðherra þannig að maður veit ekki lengur hvar ábyrgðin liggur.

Það er eins og það hafi ekki komið skýrt fram hvað Ásmundur Einar Daðason vill gera við Ríkisútvarpið, hann sem núna er menntamálaráðherra og barnamálaráðherra. Skyldi maður ætla að nauðsynlegt sé að spyrja hann að því fyrir framan myndavélarnar.

Annars skil ég ekki alveg þessa tilhneigingu að hrúga mörgum ráðuneytum á einn ráðherra. Það er eins og það dragi úr ábyrgð ráðherranna að mörgu leyti, því almenningur vill vita hvað hver ráðherra ætlar að gera og hvort staðið sé við loforðin eða ekki þegar næst er kosið.

Framsóknarflokkurinn hefur valdið mörgum vonbrigðum, bæði í Reykjavíkurborgarstjórninni og landsmálunum. Margir héldu að Willum Þór myndi bæta vanda heilbrigðiskerfisins, en enn er þar mjög erfið staða, og kannski sem aldrei fyrr.

Sá bloggari sem mér finnst blogga einna bezt um réttlætismál í nútímanum er Ómar Geirsson. Hann nær til fólks í öllum flokkum þegar hann er í essinu sínu. Vona ég að hann láti þetta til sín taka, hann vandar ekki íhaldinu kveðjurnar eða öðrum þegar sá gállinn er á honum.

Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa svikið kjósendur sína í þessari ríkisstjórn eins og Vinstri grænir. Jafnvel Framsókn er ekki flokkur eins mikilla framkvæmda og áður, eða eins mikils dugnaðar.

Það sem þessir flokkar hafa sameinazt um er að magna alla sína verstu galla en fela kosti sína sem mest. Sérgæzkan, samheldnin um spillinguna, þetta er allt til staðar, sjálfstæðismenn leyfa fóstureyðingafrumvarpi að verða að lögum fyrir samstarf og Vinstri grænir leyfa virkjanir og græðgivæðingu fyrir samstarf, þrefa og þumbast í málefnum fátækra Íslendinga og útlendinga. Framsókn sýnir dugnaðartakta stundum, en ekki alltaf.

Svanhildur Hólm Valsdóttir kom með þá óvinsælu skoðun í Silfrinu í gær að vandinn í heilbrigðiskerfinu væri ekki bara fjárhagslegur.

Kári Stefánsson sagði vandann margþættan, sem er auðvitað rétt.

Eins og kom fram í Silfrinu er álagið of mikið á fólkinu sem þarna vinnur. Þetta verður vítahringur. Um leið og álagið eykst segir fólk upp, og færra starfsfólk er ávísun á meira álag á það sem fyrir er. Einhverja leið þarf að finna til að leysa þetta vandamál.

Ég hef áður skrifað í bloggi að mér finnst nauðsynlegt að opna fleiri bráðamóttökudeildir, ef álagið er mest þar.

Til að læknar og hjúkrunarfólk finni árangur af starfi sínu og næga ánægju í starfi þar streitan að vera undir ákveðnum mörkum eins og hjá öllum öðrum, og ekki of mikið að gera.

Plássleysi á bráðadeildinni og annarsstaðar er staðreynd.

Núverandi heilbrigðisráðherra ætti að vera í fréttum einmitt núna á þessum álagstímum og segja frá opnun nýrra deilda. Á meðan ekki er hægt að sækja starfsfólk auðveldlega myndi þetta teljast eina úrræðið sem mögulegt er að grípa til, þannig að fleiri komi til baka, fyrir utan launahliðina sem augljóslega þarf að vera í samræmi við það sem gerist erlendis.

Síðan vakna spurningin: Gerðu Covid-sprauturnar fólkið veikara eins og sumir halda fram, eða er þetta bara tilviljun að núna sé þetta mikla álag á spítalana?

 


mbl.is Allir að tala og vinna þvers og kruss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um orðsifjar til grundvallar orðinu náð.

Áður en ég fer að fjalla um þetta vil ég taka undir með tveimur bloggurum, Rúnari Kristjánssyni og Arnari Loftssyni. Þessi nýjasti pistill Rúnars lýsir mjög vel hörmungum Rússlands í gegnum tíðina og átökum við Vesturlönd, og hvers vegna þetta stríð er. Hann lýsir einnig ágætri sagnfræðiþekkingu. Á sama hátt lýsir Arnar því í pistli sínum hvernig Rétttrúnaðarkirkjan er eins og eitt síðasta skipið sem er ósokkið af öllum kirkjudeildunum sem upphaflega héldu fast í bókstafinn og upphaflega boðskapinn. Ég veit að til eru fleiri þannig söfnuðir að vísu, en pistill hans er áhugaverður og vekur athygli á þessu. Það útskýrir einnig að hluta til hvers vegna Pútín hefur andúð á Vesturlöndum hvernig Rétttrúnaðarkirkjan er trú bókstafstrúnni.

Ég er ekki sáttur við að nota orð nema ég skilji þau til fulls. Ég vil vita upprunalegu merkinguna, finna hljóminn í orðinu og hvort það rímar við guðatungumálið, og þótt íslenzkan sé eitt hreinasta og upprunalegasta málið í því sambandi, hafa merkingar breyzt, orð hafa týnzt og önnur komið í staðinn.

Náð er eitt af þessum orðum sem hafa fylgt kirkjunni frá upphafi, nóg er að minnast á orðið gnade á þýzku, sem merkir það sama og er sama orðið. Í gotnesku var til orðið niþan og merkti að hjálpa. Það er áhugavert að það orð er dregið af orðinu styrkur á fortokkarísku, sem er orðið nete, og er náskylt guðaheitinu og Vanaheitinu Njörður en upphafleg kona hans var systir hans Nerða, eða Njörð.

Sögnin að gnadda gæti verið skyld þessu, úr nýíslenzku, sem merkir að mögla eða kvarta. Hún er dregin af sögninni að gnaða, skrapa eða urga, en orðið gnaddur eða naddur er smáoddur eða drenghnokki, trjákvistur. Á lettnesku er til orðið naids, sem er sama orð og neyð á íslenzku, en það merkir á lettnesku hatur. Á litháísku er hinsvegar orð þveröfugrar merkingar sem er svipað, nauda, og merkir notkun, velvild, og gæti því verið skylt íslenzka orðinu nauðsyn.

Forindóevrópska orðið net þýddi að verja eða kjósa fram yfir eitthvað annað, ginaða á fornsaxnesku þýddi það sama.

Náð þekkist ekki eða lítið úr máli heiðinni Íslendinga fyrir kristnitökuna, nema þá helzt í merkingunni friður og aðgerðaleysi, svefn og næði. Óverðskulduð gæzka, "að syndga uppá náðina", syndga í trausti þess að vera fyrirgefið, þetta er hin kristilega merking sem við þekkjum einna bezt í nútímanum, en þó er til orðtakið "að taka á sig náðir", sem sennilega á sér enn eldri rætur.

Gnáð mun vera eldri orðmynd og jafnvel genáð eða genáða. Indóevrópska forskeytið gn- er talið dregið af indóevrópskra orðinu ghen, sem þýddi að skrapa eða stinga. Þessvegna er orðsöguleg saga þessa orðs nokkuð flókin og krókaleiðakennd, að því er virðist.

Uppruni allra þessara orða getur jafnvel hafa verið dreginn af gyðjuheiti, sé því trúað að gyðjur og guðir Valhallar hafi komið með forfeður okkar og formæður fyrir þúsundum eða milljónum ára til jarðarinnar og að þá hafi gyðjuheitið Gná fyrst komið fram.

Gná merkir sú háleita eða tigna. Ennfremur tel ég að þetta orð sé náskyld sögninni að knega, know á ensku, að þekkja, skilja og vita. Gnobils á latínu er göfugmennska eða tign, eða frægð, og gnarus á latínu er fróður eða vitur, þjálfaður, hæfur.

Ásgeir Blöndal taldi að náð gæti verið dregið af ginada á fornháþýzku, að beygja sig niður, sem einnig getur þýtt náð og hylli. Þaðan er sennilega kominn sá skilningur að undirgefnin sé mikilvæg til að hljóta náð Guðs. En undarlegt er ef orðið naður er skylt þessum orðum, höggormur eða slanga.

Á ensku er notað orðið grace yfir náð. Orðsifjalega er það talið komið úr frönsku, grace, sem þýðir afsökun, miskunn, þakklæti, guðleg náð, góðvild, glæsileiki eða dyggð. Franska orðið er svo komið úr latínu, gratia, góðir eiginleikar, velvild, þakklæti, mannorð, álit. Það orð er svo komið úr indóevrópsku, gwere, að kjósa fram yfir eitthvað annað.

G í latínu svarar oft til k í okkar málum, og því kann orðið grace eða gratia að vera skylt orðinu krás á íslenzku, eða kraklegur, grannur, veiklulegur. Síðan er gracilis á latínu grannur eða smágerður, óskreyttur, venjulegur, blátt áfram.

Erfitt er að vita hvaða merking kom fyrst og hvernig elztu orðin voru eða hverrar merkingar. Náð getur hafa komið inní kirkjumálið vegna þess að þegar Íslendingar voru nýkristnir hugsuðu þeir sér náðina sem frið frá stríðum, eða grið, og einnig vegna áhrifa frá gnade á þýzku, sem merkir náð, og skyldra orða á norrænum málum og germönskum,

Náð hefur þannig margvíslegar merkingar. Orðið grace á ensku tengist einnig eldri orðum af ýmsu tagi sem hafa aðrar merkingar.


Donovan og Bob Dylan, líkir, ekki eins.

Tónlistarmaðurinn Donovan átti blómaskeið sitt á hippatímanum en í raun hefði hann átt að gefa út miklu fleiri plötur. Eftir að útgáfusamningur hans við Epic plötufyrirtækið rann út 1976 dvínuðu vinsældir hans mikið, en sú þróun hafði byrjað allan áttunda áratuginn. Hann er enn á lífi og heldur tónleika en áhugi hans á tónsmíðum virðist minni en áður, þar sem nýtt efni kemur sjaldan frá honum og þannig hefur það verið lengi.

Donovan var frumkvöðull í sýrutónlist árið 1966 með Sunshine Superman plötunni, og notkun framandi og austrænna hljóðfæra. Hann var í góðu vinfengi við Bítlana um þetta leyti, og Paul McCartney söng oft bakraddir og George Harrison samdi aukaerindi í eitt lag eftir hann, sem hann söng síðar á tónleikum. Í Indlandsferðinni frægu var hann með Bítlunum.

Sagt er að Donovan hafi verið nánari Bítlunum en aðrir í þeirri ferð. Allavega er frá því sagt á einni vefsíðu um Donovan. Áhugi hans á framandi útsetningum hafði áhrif á Lennon og McCartney, og lagasmíðar allra þessara höfunda eru í hæsta máta melódískar, þannig að kannski hafa þeir skipzt á hugmyndum að lagasmíðum á þessum tíma.

Mér finnst það eiginlega ráðgáta hversvegna Donovan hætti að vera stórstjarna.

Oft eru menn að bera saman Donovan og Bob Dylan. Báðir urðu þeir fyrir miklum áhrifum frá Woody Guthrie, sem er talinn einn helzti faðir kántrítónlistarinnar í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa veikzt af Huntingtonveikinni býsna snemma, áður en starfsævi hans varð mjög löng.

Halldór Ingi í plötubúðinni ræddi oft við kúnna sína og var mikill fróðleiksbrunnur. Ég man að hann orðaði þetta þannig eitt sinn þegar við ræddum um tónlist, að Donovan hafi ekki höndlað rokkið, eða að fara að spila með hljómsveit, en það hafi Dylan gert.

Bob Dylan hefur alltaf verið blúshundur, en sá sem fílar blúsinn í tætlur er rokkari af lífi og sál. Lagasmíðar Donovans héldu áfram að vera meira í ætt við þjóðlög en rokk og textar hans barnalegri en Dylans. Dylan varð hið dulúðuga stórskáld og óskiljanlega, en Donovan varð táknmynd hippatímans, og þegar hippatíminn leið undir lok var Donovan afskrifaður sem úreltur af mörgum.

Alltaf hefur Donovan átt sinn trygga aðdáendahóp, og hann hefur fjallað um spíritisma í textum sínum mikið á seinni árum.

Í kringum Bob Dylan er hinsvegar sértrúarsöfnuður og hann er hylltur sem spámaður, gúru og endurlausnari af sumum. Til eru þeir sem telja Bob Dylan ofmetinn, og vissulega er hann umdeildur eins og Megas og fleiri snillingar.

Af hverju er Bob Dylan talinn gúrú en ekki Donovan? Bob Dylan hefur kunnað að skapa dulúð í kringum sig, með því að gefa skít í blaðamenn og móðga og særa aðdáendur sína æ ofaní æ. Hann er ráðgáta, sem hefur aðeins aukið vinsældir hans.


Aðeins maðurinn hefur tækni til fóstureyðinga.

Góður bloggari ritaði nýlega um fóstureyðingar, sem kallaðar eru þungunarrof af mörgum, til að réttlæta gjörninginn.

Í svari mínu til hans komst ekki nema örlítið til skila sem ég vildi tjá. Þetta er eitt af því sem maður myndar sér snemma skoðun á, svo maður þarf að rifja upp þankaganginn og það sem maður eitt sinn hafði um þetta að segja.

Það er rétt hjá honum að í dýraríkinu er það regla með einhverjum undantekningum að móðirin ráði yfir afkvæmum eða afkvæmi í fyrstu. Faðirinn ræður oft yfir móðurinni ef hann leitar fæðunnar, og ber því eins mikla ábyrgð á fjölskyldunni í dýraríkinu, og afkvæmum, hvort þau lifa af eða ekki. Síðan eru til dýrategundir þarsem karlinn hugsar meira um afkvæmin. David Attenborough hefur verið með marga þætti þar sem fallega er því lýst hvernig ýmsar útfærslur eru til á þessu. En reglan er sú að kvendýrið sinni afkvæmum, rétt er það.

En náttúrulögmálsbundnu dýrin, sem Satan skildi frá manninum með syndafallinu, þau nota fæst aðferðir til að drepa afkvæmin í móðurkviði, nema það fylgi náttúruþróun í sambandi við erfðagalla hugsanlega hjá einhverjum tegundum, það er svo margt til í náttúrunnar ríki.

Nálargasklefin er önnur umræða og þörf.

En að raunverulegri umræðu um fóstureyðingar.

Rökin sem oft eru notuð er að konan eigi að ráða yfir eigin líkama.

Til að ráða yfir eigin líkama þarftu að ráða yfir eigin huga. Það gera nútímakonur alls ekki, nema kannski örfáar.

Sjálfsræktarstefnur kenna manni ýmsar klisjur. Til dæmis að að maður eigi að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Í nútímanum er þetta yfirleitt lúmsk stjórnun geimvera á öðrum hnöttum á okkur. Þér er kennt hvernig þú átt að ná stjórninni á meðan stýrið er hrifsað af þér einmitt á meðan, þú samþykkir dáleiðslu kennarans eða andans og þar með er sjálfstjórnin farin.

Í nútímanum er sífellt verið að hafa áhrif á konur og segja þeim hvað þær vilja eða ættu að vilja. Oftast fer sá boðskapur í þá átt að frelsast undan körlum og feðraveldinu, frelsast undan eigin kynhvöt og matarlöngun, vera grannar og sjálfstæðar, heilbrigðar og fullkomnar eins og það er kallað eða orðað, ljóst og leynt, ranglega að vísu, því nútíminn er geðveiki og klikkun, allt raunsæi hvarf eins og einn hefur orðað það.

Hjónaband í kristnum skilningi er milli tveggja einstaklinga af sama kynþætti en gagnstæðu kyni, þannig er hefðin að minnsta kosti. Nútíminn er uppreisn gegn öllum hefðum og ekkert að marka hann nema sem uppreisn sem kölluð er frelsi. Þetta er ekki allt tekið fram í Biblíunni, en þetta með að fólk skuli vera af gagnstæðu kyni vissulega, karl og kona.

Í ásatrú til forna var greddan allsráðandi. Blótin voru kynsvallsveizlur og börn voru getin í gríðarlegu magni, engar getnaðarvarnir og lítil eða engin neikvæðni kvenna gagnvart körlum.

Í daglega lífinu milli karla og kvenna var gert ráð fyrir fullkomnu frelsi. Greddan var allsráðandi og aðrar hvatir, dýrslegar eða mannlegar. Gyðjur gegndu yfirleitt alltaf því hlutverki að auðvelda getnað eða samgang, eins og það var kallað. Frigg er dæmi um slíka ástargyðju úr heiðinni og norrænni trú, eða Freyja, Vanadísin fræga. Frigg er einnig gyðja hjónabandsins og fastra og harðra reglna. Freyja er meira gyðja frjálsra ásta og lauslætis.

Börn voru borin út í heiðni og kristnir menn nota þau rök einatt til að gagnrýna heiðnina eða finna á henni galla. Enda fæddust svo mörg börn í heiðnum siðtil forna að offjölgun var reddað með því að bera út börn, þegar hart var í ári eða börnin ekki velkomin.

En í sambandi við fóstureyðingar kvenna í nútímanum þarf að rannsaka hver er vilji kvenna, hver er raunverulegur vilji þeirra og hver er sá vilji sem ýttur er uppá þær, og þær dáleiddar til að hlýða?

Við menn erum dýr að mestu leyti. Það þýðir að tilgangur okkar er að fjölga okkur, að koma genum okkar til skila, að sem flest afkvæmi erfi okkar útlit og eiginleika, erfðaþætti í hvívetna sem sagt. Þetta er innprentað í alla og hluti af genamenginu en það er búið að rækta þetta úr fólki nútímans að allmiklu leyti.

Við erum með sál en við eigum ekki að nota hana sem drullupoll fyrir allskonar anda til að stjórna okkur.

Trúarbrögðin reyna að setja varnagla. Nú er búið að fjarlægja þá með því að skilgreina trúarbrögð sem eitthvað úrelt, feðraveldi, og bla bla. Í staðinn eru mannasetningar almættið sem fólk á að fylgja, samkvæmt vestrænum boðskap dauðamenningarinnar okkar.

Sál nútímamannsins er drullupollur tilraunastarfsemi.

Áttavitinn er einhver vefsíða sem fjallar um fóstureyðingar og þær kallaðar þungunarrof einnig, að sjálfsögðu.

Af þeirri vefsíðu ætla ég að þylja upp atriðin sem nefnd eru sem ástæður:

1) Líkamlegri eða andlegri heilsu konunnar er stefnt í voða vegna þungunarinnar.

2) Hætta er á alvarlegum erfðagöllum eða fósturskaða.

3) Félagslegar aðstæður móður (og/eða beggja foreldra) eru þannig að móðirin sér ekki fyrir sér að hún geti sinnt barninu nægilega vel.

4) Að kona geti ekki hugsað sér að eignast barn.

5) Tímasetning þungunarinnar er ekki heppileg.

6) Nauðgun.

 

Í ásatrúnni fyrir langa löngu var það þannig að karlmenn komust aðeins til Valhallar (Himnaríkis) með því að deyja í bardaga. Hvað þurftu konur að gera til að komast til Valhallar? Jú, ef kona dó af barnsförum átti hún vísa vist í Valhöll. Þetta hefur kannski ekki ratað inní allt sem varðveittist en svona var þetta nú samt.

Á bakvið þetta er hugsunin um að gera allt fyrir kynþáttinn, að konan eignist eins mörg ljóshærð börn og hægt er, (10 til 20 helzt) og að karlinn berjist og fórni lífinu fyrir genin, ættbálkinn, trúna heiðnu, hefðirnar, siðina.

 

Í kristninni er það gegnumgangandi að fólk eigi að fórna sér fyrir Guð, samfélagið og trúna, fjölskylduna og ekki setja sjálft sig í fyrsta sæti.

Konur voru alltaf óléttar í gamla daga og dóu af barnsförum og það þótti óhjákvæmilegt. Enda var lífsbaráttan hörð, drepsóttir, hungur, ofbeldi yfirvalda og fleira sem ógnaði.

 

Hvað þýðir það hér að ofan að andlegri heilsu móðurinnar geti verið stefnt í voða með þunguninni?

Það getur þýtt til dæmis að konan sé ekki sátt við karlinn sem gat barnið með henni. Það getur þýtt að hún geti ekki sætt sig við að þola hann nálægt sér við uppeldi barnsins. Það þýðir sem sagt í sumum tilfellum að minnsta kosti á mannamáli að móðirin hræðist að þurfa að þroskast, og að geðheilsu hennar sé stefnt í voða með því að þroskast, að láta af eigingirni og sjálfhverfu. Af hverju ætti það að ógna geðheilsu kvenna að eignast börn nema vegna þess að samskiptin við barnsföðurinn eru léleg?

Um lélegar félagslegar aðstæður þeirra mæðra sem eignast börn vil ég segja þetta, að langmestur hluti allra barna sem fæðist í heiminum fæðist við lélegar félagslegar aðstæður. Nóg er að benda á fæðingatíðnina sem er alltaf mest í löndum þar sem fátækt er mest. Um leið og fólk hefur meira á milli handanna dragast fæðingar saman og frjósemi. Þetta er bara regla. Undantekningar eru auðvitað á öllum reglum samt.

En af hverju er þetta tekið fram þegar fólk er frætt um þungunarrof? Þetta þýðir í raun á mannamáli, að þessar fáu konur sem þetta á við um (á heimsvísu miðað við þann mikla fjölda barna sem fæðist í fátækt utanlands) vilja kannski bara leika sér áfram telur að léttúð sinni yrði lokið með barneignum. Það á síður við um samfélög þar sem fátækt er mikil, frekar þar sem hún er minni.

Með því að rýmka reglur um fóstureyðingar er verið að veita rými fyrir þessar vondu ástæður fyrir þessari skelfilegu athöfn, sem er fóstureyðing. Ef þröskuldurinn er ekki nógu hár gerast fleiri slík sorgleg atvik.

Skilgreiningar á nauðgun hafa sífellt verið að breytast og þröskuldurinn verið að færast neðar. Það er varla hægt að nauðga konu án hennar samþykkis að einhverju leyti og þetta hafa rannsóknir sýnt. Þessvegna býr annað að baki þessu orðalagi en í fyrstu sýnist. Þetta er allt gert til að þjóna hagsmunum öfgafemínista.

Tímasetningar barneigna eru misjafnar. Greddan lætur ekki stjórnast af Excel skjölum eða langsjaldnast.

Fólk sem vill ekki eignast börn hefur mengazt af okkar samfélagi sem er mannfjandsamlegt í raun, og það er reynt að bæta upp með flóttamannastraumi. Samfélag okkar er gegnsýrt af niðurrifi Frankfurt-skólans, og það er ekkert eðlilegt ástand.

 

Þessi pistill er að verða óþarflega langur. Oftast er bezt að vera vera hnitmiðaður.

 

Niðurstaða pistilsins er þessi:

 

Fóstureyðingar og þungunarrof eru einkenni á nútímanum, nútímamenningunni.

Eðlilegur og heilbrigður vilji er að stunda barneignir, elska sem mest.

 

Ég viðurkenni í þessum pistli að þegar um er að ræða erfðagalla eða að staðfest sé að konan verði í lífshættu við fæðinguna sé hægt að taka fóstureyðingu til greina sem möguleika. Þegar lögum er breytt þannig að reglur eru rýmkaðar um fóstureyðingar er það gert til að þóknast femínistum, sem eru háværar og frekar, en ekki þverskurður þjóðfélagsins.

 

En samfélag sem er að deyja út vegna fækkandi fæðinga þarf ekki á þessu að halda, að konur fái aukinn rétt til fóstureyðinga, þegar allt samfélagið hefur gengið of langt í þá átt að auka völd kvenna en minnka völd karla og trúfélaganna.

 

Veraldlegt fólk sem er í margskonar vanda ætti að leita í kirkjurnar með áttavitann í svona málum. Þar eru vonandi íhaldssamir prestar ennþá til, en ekki bara þeir frjálslyndu, kvenprestar oft, sem vilja fara sömu leið og heimurinn.


Enn um Keltabókina hans Þorvaldar Friðrikssonar. Það er margt gott í henni og sumt miðar að framförum, en varast ber að halda að svo mikil bylting sé þetta. Ágizkanir að stórum hluta er innihald bókarinnar, enda margt af þessu ósannanlegt.

Það er sorglegt ef sagnfræðin, þessi virðulega fræðigrein skuli vera farin að lúta markaðslögmálum, eins og annað, það er að segja, að sé kenningin nógu vel kynnt þá fari menn að trúa henni. Þorvaldur Friðriksson er góður markaðsfræðingur, það má hann eiga, hann hefur unnið að þessu lengi, að koma að þessari söguskoðun.

Þeir sem eru duglegir að koma skoðunum sínum og túlkunum á framfæri uppskera eftir því. Ég hef verið að glugga í þessa bók Þorvaldar um Keltana og auðvitað tekur maður undir margt í henni, en ekki allt.

Hann nefnir Gaulverja í bók sinni sem dæmi um Kelta. Ég hef haft sérstakan áhuga á þeim og drúíðum, þeirra seiðmönnum, en Sjóðríkur seiðkarl úr Ástríksbókunum er frægasta dæmið um drúíða í bókmenntasögu seinni ára.

En hætt er við því að ef þessi söguskoðun verður hin almenna söguskoðun verði litið á forna íbúa Norðurlanda sem menningarsnauða skrælingja sem ekkert kunnu fyrir sér.

Eitt af því sem Þorvaldur reynir að gera með bók sinni er að sannfæra lesendur um að gullaldarbókmenntirnar sem við Íslendingar erum svo stoltir af hafi komið vegna gelískrar hefðar frá landnámi.

Það er rétt hjá Þorvaldi að Íslendingar og Írar eiga það sameiginlegt að hafa varðveitt hinn heiðna og norræna goðsagnaarf betur en aðrar þjóðir. En hvort draga megi þá ályktun af því að norrænir víkingar hafi verið menningarsnauðir finnst mér of mikið sagt. Það er vitað að trúin á Óðin og Þór var þeirra, og trúin á Frey og Freyju og öll þau goð.

Hitt er spurning, kom ritlistin frá Írum og frá Keltum, Gelum?

Eitt er mjög gott við bók Þorvaldar: Hann lyftir gaulverskri og keltneskri menningu á stall. Ég er mjög ánægður með það. Óþarfi er þó að rýra sess Norðmanna í sögunni.

Ég varð mest hneykslaður þegar ég las að hann telur að hof hafi varla eða ekki verið notuð við trúariðkanir heiðnar á Íslandi. Eins og Einar Pálsson skrifaði um á sinni tíð er það ekkert nýtt að fræðimenn eða alþýðufræðendur reyni að gera sem minnst úr öllu sem norrænt er og heiðið.

Hann dregur ályktanir af skorti af heimildum, skorti á fornleifafundum úr heiðnum hofum og hörgum. Nei, við vitum það ótvírætt og 100% af heiðnir Norðurlandabúar áttu sér mjög ríkt trúarlíf, bókmenntir, myndlist, leiklist, og hörgar og hof voru þeirra kirkjur.

Eins og ég hef áður sagt er margt gott í bókinni, en orðsifjakaflarnir sem taka yfir helming bókarinnar eru ekki fræðilegir, heldur alþýðlegir. Allir geta fundið sér sitt uppáhaldstungumál og reynt að finna orð sem líkjast íslenzku í þeim.

En sem mikill aðdáandi keltneskrar menningar finnst mér þessi bók fagnaðarefni.

 


mbl.is Umdeild kenning um Ísland vekur athygli erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Talíbana í Afganistan 2021 hrinti kannski Pútín útí Úkraínustríðið, hann hefur talið að sama myndi gerast í Úkraínu

Allir núlifandi Íslendingar muna eftir hruninu 2008, sem á annað borð muna eitthvað eða eru ekki alveg úr tengslum við veruleikann, eða sem afneita ekki því sem gerðist.

Útrásarvíkingarnir hreyktu sér hátt af því að vera trúgjarnari en aðrir á hinn mikla mátt peninganna og froðuhagkerfisins.

Hrunið kom og uppreisn var gerð.

Eftir stendur að gildrur voru egndar, og þeir ríkustu urðu ríkari, en hinir fátækari.

Nú heyrum við í fréttum að búist er við nýju hruni eða þá svo miklum samdrætti að fá verði þess fordæmi. Þá má hundrað prósent búast við því að reynt verði að finna sökudólga sem bera einhverja ábyrgð, en litla miðað við aðalsökudólganna sem plotta og verða ríkari.

Ef Pútín verður króaður af mun hann kannski verða hvattur til að nota kjarnorkuvopn. Þá gæti hann jafnvel talið skynsamlegast að drita öllu sem hann á, telji hann stöðu sína tapaða, sem nálgast. Vesturlandastríðshaukar telja sig enga ábyrgð bera í þessu máli, telja Rússa bera alla ábyrgð, eins og innrásin í Úkraínu hafi verið gerð í tómarúmi, eins og Úkraína hafi ekki verið notuð sem inngönguleið fyrir vestræn áhrif í þetta mikla heimsveldi, sem áður hékk saman í kommúnismanum.

Vesturlandastríðshaukarnir eru líka til á Íslandi, sem finna alla sök hjá Rússum. Þannig manngerðir voru líka í Þýzkalandi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og töldu að rétt væri að hætta öllu, jafnvel að rétt væri að gera árás á Rússland (Sovétríki Stalíns) um hávetur, þótt hætta væri á að menn frysu þar í hel, sem gerðist.

Þetta stríð er fyrir löngu orðin algjör klikkun. Það er hægt að skilja frekar rökin fyrir innrás Rússa en óstjórnlegum ótta Vesturlanda við að Pútín sigri heimsbyggðina og að þetta sé upphaf að einhverjum alheimssigri hans á öðrum löndum.

Sigur Talíbana í Afganistan tel ég að hafi verið það sem hrinti Pútín útí innrásina. Þegar hann sá að Talíbönum var tekið opnum örmum af hrjáðum landsmönnum taldi hann að Rússum yrði tekið opnum örmum í Úkraínu. Þar misreiknaði hann sig herfilega. Stór hluti Úkraínumanna þráir að sameinast Evrópu, og Evrópusambandinu, en Afganistar samsama sig meira áróðrinum gegn Vesturlöndum, að öllum líkindum, sem er hluti af fjölmiðlun í múslimaríkjum einatt.

Sama hvort heimurinn ferst vegna heimsku og haturs í Vestri og annarsstaðar, eða valdasýki, þá verður áróðursstríðið áfram háð í rústum heimsins.

Okkur verður sagt að Rússar beri alla sökina, hvað sem gerist. Það skiptir engu hvort heimsbyggðin muni brenna í kjarnorkubáli eða efnahagshruni, Rússum verður kennt um allt.

Það verður að gera ráð fyrir jafnvel þeim möguleikum sem eru hryllilegastir. Kolsvartur djöfuldómurinn er hjá þeim sem plotta stríð og gjöreyðingu, hjá þeim sem ræna fólki aleigunni, lífinu, mannorðinu, hverju sem er, og kenna alltaf öðrum um.

Ég er kominn á þá skoðun núna að það hafi verið réttlátt af þjóðinni að fyllast af stolti yfir útrásarvíkingunum. Þeirra synd og þeirra glæpur var græðgi og trúgirni. Margt af því sem þeir gerðu það gerðu þeir samt í góðri trú og einfeldni.

Ég held að það verði að gera greinarmun á þeim syndum sem menn fremja af trúgirni og meðfæddum hvötum, eins og græðgi, sem útrásarvíkingarnir voru sekir um, og þeim syndum sem menn fremja af yfirvegun og miskunnarleysi, vitandi að svo mikið verði fallið, að það eina sem forði því sé að halda áfram á hinni röngu braut.

Eina leiðin til að koma á raunverulegu lýðræði er að hætta meðvirkninni, að hætta að trúa elítunni. Jú, það ber að refsa einhverjum eins og útrásarvíkingunum, en það dregur þróttinn úr þjóðinni um leið, dreifir kröftunum, tvístrar einbeitingunni.

Hvað vannst á áratugnum 2010 til 2020? Hreyfingin... Píratar.... Borgarahreyfingin... Björt framtíð, hvað gerðu þessir flokkar? Þeir hjökkuðu í sama farinu.

Á Íslandi hefur gilt merkilegt lögmál í stjórnmálunum. Vinstriflokkarnir hafa komið með kröfur en fólk úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur hrint þeim til framkvæmda. Það sama hefði gerzt ef Frjálslyndi flokkurinn hefði náð nægilegri lýðhylli um 2007. Þá hefði ekki verið tekið við eins mörgu fólki frá útlöndum, að kröfu fólksins í landinu, og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hefðu breytt þeim kröfum í landslög.

En þegar allt kemur til alls hefur þjóðin aðeins verið að draga úr sér þrótt og vit með því að efla vinstriflokkana, en hunza "hægriöfgaflokkana", þar sem raunveruleg þjóðerniskennd er, vörn fyrir fólkið í landinu.


Gott áramótaskaup

Áramótaskaupin verða betri frá ári til árs nú seinni árin. Þetta nýjasta var óvenju gott, eins og flestir eru sammála um. Handritið að því kannski það bezta frá upphafi, en erfitt er að toppa stjörnuleikinn sem Laddi og Spaugstofumennirnir áttu 1981 og næstu árin á eftir.

Annars voru skaupin eftir 1981 einstök. Snilld Gísla Rúnars kom þar vel í ljós.

Dóra stóð sig frábærlega vel í þessu nýjasta áramótaskaupi og ætti að sjá um leikstjórn oftar.

Spaugstofan fékk eigin þætti 1989 eftir að hafa verið viðloðandi áramótaskaupin þar á undan. Ef RÚV ætlar ekki að borga Spaugstofumönnum fyrir nýja þætti gætu svona nýir grínistar búið til betri þætti en margt af því sem er á dagskránni nú um stundir.

Eitt af því sem mér fannst standa uppúr var að Spaugstofumennirnir komu saman að nýju í skaupinu, þótt það væri aðeins í mjög stuttu atriði. Gaman væri ef þeirra þáttur yrði endurlífgaður á RÚV, hæfileikarnir ábyggilega enn til staðar og húmorinn.

Annað ógleymanlegt atriði með boðskap sem hitti í mark var atriðið um Vinstri græna með útsölu á hugsjónum sínum, sama hvað það var.

Greinilegt er að teymið er að slípast sem unnið hefur að gerð skaupsins undanfarin ár. Það var að vísu endurnýjun núna, Dóra Jóhannsdóttir var leikstjóri en ekki Reynir Lyngdal. Sömu andlit í leikaraliði að hluta, nokkrir nýir leikarar samt.


Baldur, guð jólanna

Af öllum þeim goðum sem nefnd eru í Snorra Eddu hygg ég að Baldur sé einna verst leikinn, það er að segja goðsagnir um hann úr lagi færðar og langt frá þeim firnamörgu sögum sem af honum voru sagðar á þeim firnalanga tíma sem hann var aðalguð norrænna manna.

Í Snorra Eddu er Baldur sagður sonur Óðins og þar er Óðinn sagður elztur guðanna, ættfaðir nokkurskonar. Sumir fræðimenn hafa gizkað á það að þessi snyrtilega fjölskyldusaga sem Snorri segir okkur sé einfölduð mynd gerð úr flóknari þáttum.

Í raun hef ég komizt að því að þessu er þveröfugt farið. Óðinn og bræður hans þrír eru yngstir guðanna, eða mögulega. Vili, Véi og Vóðinn hétu þeir upphaflega. Nöfn þeirra eru stórkostlega fróðleg. Vili þýðir í raun vilji, eða guð viljans. Véi er guð heilagleikans, hin heilögu vé eins og sagt er. Vóðinn gæti verið sá sem æðir eins og ljósgeislinn sjálfur, en þannig útskýrði Eiríkur Kjerúlf nafn Óðins í bók sinni um Völvuspá árið 1946, og hygg ég fáa hafa gert það betur. Það er ljósið sem veitir okkur innsýn í alheiminn, og stjarnvísindin byggjast á rannsóknum á margskonar ljósbylgjum, Óðni.

Sé gerð orðsifjaleg rannsókn á nafni Baldurs kemur í ljós að það nafn er ævafornt og upplýsir firnamargt. Orðið ball á ensku er sennilega dregið af þessu guðaheiti eins og mörg önnur orð, en ball merkir hnöttur eða bolti eins og menn vita, og hvað er sólin annað en hnöttur?

Margt er falið í Snorra Eddu sem er augljóst að var öðruvísi ef skynsemin er notuð. Það má alveg vera viss um það að sólarguði áttu fornmenn fleiri en einn.

Baldur var helzti sólarguð norrænna manna um mjög langt skeið, ég hygg að hann sé með elztu guðunum, jafnvel eins gamall og Helja, sem er sennilega elzt ásamt kannski tröllum sem ekki endilega bera þarna rétt nöfn, og slík goð hafa verið tignuð á ísöldunum fyrir meira en 10.000 árum. Það passar við þær rannsóknir sem sýna að norrænt og germanskt fólk hefur í sér mest af Neanderdalsmannagenum, við erum skyldust þeim, og okkar goðsagnir ættu því að geyma menjar um trúarbrögð þeirra skiljanlega.

Upphaflega goðsögnin um Baldur er eitthvað á þá leið að hann hafi farið til Heljar til að endurheimta sólina og fella Hel.

Í trúarjátningu kristninnar segir um Krist að hann hafi stigið niður til Heljar, sitji við hægri hönd Guðs föður og komi þaðan að dæma lifendur og dauða. Þetta er í raun samhljóða Baldursblótinu um sumt að minnsta kosti, en það eru til margar gerðir af því að vísu, Baldursblótinu, þessar langlífu goðsögn, sem kölluð er jólablót núna oft.

Baldur rís aftur frá dauðum þegar sólin hækkar á lofti samkvæmt goðsögninni. Hann kemur í vagni sínum, sem er sólarvagninn.

Guð áramótanna var Janus meðal Rómverja. Ég hygg að nafnið algenga á Íslandi, Jón, sé dregið af þessu guðaheiti en ekki nafninu Jóhannes.

Janus er guð breytinga og möguleika. Einar Pálsson taldi að dvergurinn Durinn væri sá sem í norrænni goðafræði gegndi hlutverki hans, en mörgum finnst það undarlegt og telja dverga ekki nógu merkilega til að teljast guðir.

Á öðrum stað í ritum Einars Pálssonar, sem eru stórmerkileg, telur hann að Freyr geti hafa gengt svipuðu hlutverki og Ósíris í fornegypzkri goðafræði, sá sem rís upp að vori, kornguð nokkurskonar. Freyr var þó Vanur, en meðal Ása hefur Baldur án efa gegnt þessu mikilvæga hlutverki, sem var oft miðlægt í heiðnum trúarbrögðum til forna, og er enn.

Ef Durinn var ekki samsvörun Janusar kann Baldur að hafa verið samsvörun hans í okkar heimshluta.

Merkilegt er að nútímavísindin staðfesta nokkurnveginn allt sem kemur fram í jólablótinu/Baldursblótinu.

Því var trúað að hvert ár væri nýtt, að árið endurfæddist, að gamla árið myndi deyja, því við erum í Helju, og Baldur vegur Helju þegar hann mætir henni um áramótin. Ný Helja fæðist þannig um hver áramót, Helja, sem við erum í og tilheyrum.

Hvað kenna stjörnuvísindin okkur? Sagt er að allar frumur okkar endurnýist, og að við séum öll gerð úr stjarnefnum. Skammtafræðin kennir okkur að sífellt skammtaflökt á sér stað, og að það sem við upplifum geti verið hreyfing á skammasviðinu, að stöðug endurnýjun einda geti verið eðli tilverunnar og tímans, hvernig hann líður og hvernig allt breytist.

Ásatrúin var aldrei trú, heldur vísindi. Heiðnir fornmenn voru ekki fyrir undirgefni við goðin.

Allt passar þetta við goðsagnirnar um að Baldur vegi Helju og að nýr Baldur komi á hverju ári, ný sól, hið lífgefandi afl sem allir trúðu á til forna.

Það flækir þetta eitthvað að guðinn Jólnir er talinn hafa verið Óðinn. Það er þó auðvelt að leysa úr því. Þegar guð drap annan guð tók hann á sig nafn hins drepna guðs, og var einnig kallaður hans nafni.

Þetta kann að hafa verið hluti af þessum stríðum á milli ættbálka og þjóðflokka til forna, en það sýnir að öll þessi nöfn sem Óðinn ber í Snorra Eddu eru afleiðing af langri þróun.

Hvað sýnir nafnið á bústaði Baldurs, Breiðablik? Það gæti verið annað nafn yfir regnbogann, sem flutti goðin til Miðgarðs, mannanna, en gæti einnig þýtt annað. Breiðablik væri hægt að þýða sem hinn mikli og víðfemi ljómi, sem á vel við himininn, enda ekkert eðlilegra en að sólin eigi heima á himninum, Baldur eigi heima þar.

Trúin á Baldur lifði mjög lengi. Mörg trúskipti hafa orðið í heiðna heiminum, eða yfirtökur trúarbragða, á löngum tíma. Sigur Ásatrúarinnar á Vanatrúnni hefur kannski verið enn átakameiri en sigur kristninnar á Ásatrúnni.

Baldur eða einhver samsvarandi og kannski með svipað nafn hefur einnig verið tignaður fyrir langa löngu af Vanadýrkendum.

Fólkið hafði mjög mikla þörf fyrir Baldur. Þessvegna gerði Snorri Sturluson hann eins líkan Kristi og hægt var, og um leið var þagað um margt í sambandi við hann, eins og að Baldur var ekki síður stríðsguð í heiðninni.

Enginn atburður var eins átakanlegur fyrir fólk í heiðninni eins og veturinn og kuldinn, dauði Baldurs. Þessvegna snýr Snorri Sturluson goðsögnunum lipurlega á villigötur, einmitt þegar fólk var farið að gleyma þessu, og þessar sagnir voru orðnar hálfgert tabú, sem þó var enn sagt frá á kvöldvökum og börnum var kennt þetta, sumsstaðar á landinu, án efa.

Með tímanum var þó reynt að búa til skemmtisögur úr þessu, en ekki þann heilagleika sem finnst í Biblíunni til goðsagnanna þar.

Með því að kalla Baldur son Óðins var einnig gert lítið úr honum. Að vísu er það rétt að í ævafornum goðsögnum var alltaf talað um harm Friggjar við dauða Baldurs, og einmitt það goðsagnaminni hafði gríðarlega áhrif á öllum Vesturlöndum á kristnina, og breyttist í goðsögnina um Maríu mey með Jesúbarnið.

Eða öllu heldur, sumsstaðar, þar sem breytt var frá trúnni á Baldur yfir í trúna á Krist. Samræmd kristni komst ekki á fyrr en löngu síðar, og kannski er hún ekki enn samræmd að öllu leyti. Staðbundnar áherzlur finnast að minnsta kosti enn, þótt samræmingin sé býsna mikil.

Hitt er svo annað mál að kristnin er að deyja út, og islam tekur við víða, með fólkinu sem kemur frá öðrum löndum og er þeirrar trúar sem það ólst upp við. Eða þá að fólk vill vera trúlaust, eða taka upp allskonar trúarbrögð framandi héðan og þaðan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 133624

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband