Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2023

Loksins birtist heimspekilegur pistill í Stundinni en ekki stjórnmálaáróður, þar sem efazt er um ýmislegt eins og margt sem talið er sjálfgefið við Úkraínustríðið á RÚV

Andri Snær Magnason skrifaði pistil á gamlársdag sem birtist í Stundinni, sem heitir "Stríðsárið". Fyrst ætla ég að taka það sem mér finnst bezt þar og er sammála.

Ein setning er svona í grein hans: "Á meðan hægt er að skilja hvernig hugmyndir og hugsjónir breiðast út, hvernig landamæri breytast, þá er ekkert í Úkraínustríðinu sem gefur tilefni til þess að þar sé á ferðinni stríð sem gæti breiðst út um Evrópu".

Þessu er ég sammála.

Hann endar grein sína með setningunni sem er eiginlega klisja: "Við eigum allt okkar undir því að styðja lýðræðisöfl í heiminum í orði og verki. Allt."

Það er spurning hvernig maður skilur síðustu setninguna. Eru lýðræðisöflin í Rússlandi eða í Evrópu og Bandaríkjunum? Greinilega hvergi í heiminum í dag, að mínu áliti. Þessvegna er síðasta setningin háð, útópískt háð, finnst mér augljóslega, sé maður ekki þeim mun trúgjarnari og taki allt sem sannleika úr RÚV.

En einnig fjallar hann um það í greininni að honum finnst ómögulegt að ímynda sér að nokkur á Vesturlöndum muni reyna að boða pútínskt stjórnmálatrúboð eða pútínisma, (fyrst talað og ritað er um stalínisma).

Hann veltir upp spurningum um raunverulegan tilgang Úkraínustríðsins en kemur ekki með samsæriskenningar, leyfir lesendum að geta í eyðurnar.

Hann bendir á það að stjórnmálamenn í Evrópu hafi skyndilega hysjað uppum sig buxurnar og fundið tilgang í lífinu, þann "göfuga" tilgang að hatast útí Pútín (í stað Trumps áður), til dæmis hinn fallni Boris Johnson, en ekki síður Joe Biden.

(Ég tek það fram að allt sem ekki er í gæsalöppum er orðað á annan hátt og nöfnum bætt inní frásögnina sem aðeins er ýjað að hjá honum).

Skyndilega hefur Nató fundið tilgang sinn að nýju.

Sérlega góðar eru setningarnar um að þetta sé fyrsta "góða" stríðið frá seinni heimsstyrjöld, þar sem skilin á milli skúrka og frelsara séu ljós.

Lesandinn gerir sér ljóst að atburðarásin í Úkraínustríðinu gæti hafa verið hönnuð og sviðsett fyrirfram, en af hverjum?

Er íslenzk blaðamennska loksins aftur að verða krassandi og beitt en ekki einhliða áróður? Stundin sem áður var með hreinar femínískar greinar og wokeáróður er farin að breytast örlítið, og DV, með greininni "Dauðalistinn og tjáningarfrelsið", sem ég hef áður talað um og hrósað sem stefnubreytingu hjá DV.

Ætli ritstjórarnir á Stundinni og DV séu ekki að fatta að það eru lesendur þarna úti sem gera meiri kröfur en svo að vefritin og fréttamiðlarnir eigi að vera léttúðugt efni og áróður eingöngu, eins og skólablöð menntaskólanna, þar sem áhrifavaldar og froðutízka ber hæst.

Maður segir bara, húrra fyrir þeim sem stjórna DV og öðrum svona vefritum sem sýna lesendum sínum þá virðingu að þeir geti hugsað sjálfstætt og rökrétt og valið á milli tveggja eða fleiri skoðana sem fram eru settar, en séu ekki sammála öllu sem fram kemur frá vinstrimönnum og jafnaðarmönnum eins og það sé heilagur sannleikur.

Auðvitað er þetta líka vandamál hjá hægrimönnum, og þar mætti vera meira um skoðanaskipti sem byggjast á dýpri pælingum og minna um bergmálshella.

 


Samfylking, sigrandi flokkur, ljóð frá 3. janúar 2002.

Þetta er gamalt ljóð, en aftur eru vonir bundnar við Samfylkinguna eins og þegar hún var stofnuð, um það leyti sem ljóðið var samið, og aftur hefur hún mikið fylgi. Ljóðið á því enn vel við, þótt ýmislegt hafi breyzt eins og að Vinstri grænir séu andvígir að þjóðin sé í Nató.

 

C6    G6   Dsus4   Dm7    G    C6    G6   Dsus4   Dm7    G   C6

 

C6

Samfylking, sigrandi flokkur.

D7

Sannlega Össur á toppnum.

Em7

Kraftlega vaxinn á kroppnum.

E                               C6

Kannast viðð hetjuna nokkur?

 

C6    G6   Dsus4   Dm7    G    C6    G6   Dsus4   Dm7    G   C6

 

Vefandi rógburðarrokkur,

rænandi glófanum loppnum,

kemur að vininum kropnum

kvennanna voldugi stokkur.

 

C6    G6   Dsus4   Dm7    G    C6    G6   Dsus4   Dm7    G   C6

 

Fm

Grænleitir vinstrungar vilja

Db

víkjast úr kvenleika og Nató fljótt,

G                    G7         C6

en íhaldið oftlega græta.

 

C6    G6   Dsus4   Dm7    G    C6    G6   Dsus4   Dm7    G   C6

 

Íhaldsins skarpmenni skilja

að skapfestan hjálpar oft, fatti drótt

að breytingar hæggengar bæta.

 

C6    G6   Dsus4   Dm7    G    C6    G6   Dsus4   Dm7    G   C6


« Fyrri síða

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 813
  • Frá upphafi: 133758

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 632
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband