Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

Til þess að íslenzka þjóðin fái aftur reisn þarf Sigmundur Davíð að fá aftur allt sem frá honum var tekið, fylgi og mannorð þó öðru fremur.

Er það eðlilegt að fámennur hópur manna sem er búinn að kaupa okkur, þjóðirnar, ef svo má segja, stjórni því hvenær koma kreppur og hvenær ekki, og hvenær ráðamenn eru settir af, hvaða ráðamenn, hvenær búsáhaldabyltingar byrja, eða Wintris mál og annað slíkt? Er það eðlilegt að Íslendingum sé fjarstýrt eins og öðru fólki á Vesturlöndum almennt? Nei, auðvitað ekki, það er fasismi og MIKLU FREKAR FASISMI EN ÞAÐ SEM GERÐIST Í ÞRIÐJA RÍKINU, ÞVÍ ÞAR VAR ÞETTA AUGLJÓSARA OG EKKI EINS ERFITT AÐ BERJAST GEGN ÞVÍ.

Þetta er ekki samsæriskenning. Gamlir og góðir kratar eins og Jón Baldvin hafa viðurkennt þetta, hann hefur fjallað um þetta í viðtölum á Útvarpi Sögu margsinnis. Það kann að vera ástæðan fyrir því að glæpaelítan vinstrisinnaða, sem er í bandi frá Soros og Gates, og Davoselítunni leggur hann í einelti, en menn eru teknir niður fyrir að vera mannlegir í stjórnmálalegum tilgangi, eins og vitað er. Þetta er sá fasismi sem er ríkjandi, jafnaðarfasisminn.

Jón Baldvin hefur réttlætiskennd, en meðvirkni er einkenni á alltof mörgum.

Kreppan 2008 var ekki kreppa sem slík, heldur arðrán á almenningi, og mannorðsmorð á kjánum eins og okkar íslenzku útrásarvíkingum og almenningi. Þetta var gildra. Þeir voru jú sekir um að ginnast af gildrum og því sem var of gott til að vera satt, lánum og vafningum og slíku frá fjármálakerfinu sem hafði þann eina tilgang að veiða fólk og láta það missa peninga og æruna. Þetta er svo siðlaust af fjármálaelítunni að hún er fyrir löngu búin að vinna sér inn réttarhöld á við Nürnberg réttarhöldin eftir seinni heimsstyrjöldina.

Almenningur á Íslandi og víðar er jafn sekur og fólkið sem vann skítverkin fyrir stríðsböðla fyrri tíma, Stalín, Maó og fleiri. Almenningur sem gerir ekki uppreisn gegn jafnaðarstefnunni og alþjóðavæðingunni, fjölmenningunni, tekur þátt í glæp gegn mannkyni, sem felst í útrýmingu á norrænu fólki, eyðileggingu á náttúrunni, stórfelldum þjófnaði og kúgun á almenningi og hugstjórnun gjörsamlega siðlausri, á við það sem lýst var í skáldsögunni "1984" eftir George Orwell.

Þeir sem segja þetta samsærisþvælu í hægriöfgarugludöllum ætti að athuga að til eru jafnaðarmenn og vinstrimenn sem viðurkenna þetta, Jón Baldvin er ekki einn um það.

Bill Gates og George Soros eru með her stjörnulögfræðinga af klókasta taginu sér til verndar, og þeir eru því á pari við Al Capone og slíka, þeir eru ósnertanlegir vegna valda sinna og fjármagns, og á yfirborðinu eru þeir velgjörðarmenn og hetjur, stórkostlegir menn, en það að stjórna lýðnum getur varla talizt löglegt og hvað þá siðlegt.

Svona manngerðir eru gjarnan á kafi í mannúðarmálum og gefa stórfé í hitt og þetta, til að líta sem bezt út í augum almennings, sérstaklega unglinga sem hafa ekki lífsreynslu og trúa þeim.

Eiturlyfjaframleiðsla og sala er hluti af ríkidæmi þeirra sem eru ofurríkir mjög oft, og önnur skipulögð brotastarfsemi og þetta er svo sem vitað, nema oftast er erfiðast að komast nálægt þeim voldugustu af þeim ástæðum sem raktar eru hér að ofan, peningarnir vernda mannorðið.

Sem sagt, lögleg og ólögleg iðja blandast þarna saman. Þetta eru eins og akfeitar og risastórar köngulær í vefjum sínum sem ná yfir alla jörðina og til allra landa, og flestra manna, sérstaklega í iðnvæddum þjóðfélögum.

Mótmæli á Íslandi eru skipulögð frá eigendum þrælanna og ambáttanna. Þetta er nokkuð sem ég þoli ekki, því ég vil að fólk sé frjálst, og ég ann vinstrisinnuðu fólki eins og hægrisinnuðu, og vil að augun opnist á öllum og að fólk hætti að hengja bakara fyrir smið, ráðist gegn samsærisöflunum.

Ef þetta gerist hættum við að eyða orku í innbyrðis deilur og stöndum saman sem þjóð.

Sigmundur Davíð bauð þessa lausn og því var hann tekinn niður, sviptur völdum, af miskunnarlausum böðlum. Winstrismálið var árás á hann, þótt vissulega hafi hann gefið tilefni, rétt eins og útrásarvíkingarnir. En svona mál eru ekki svarthvít, og Guðbjörn Jónsson fyrrverandi ráðgjafi hefur skrifað frábærlega vel um þetta víða.

Með því að einblína alltaf á það sem hinir valdaminni gera af sér viljandi eða óviljandi er verið að verja Bill Gates, George Soros og slíka.

Reynt var að gera það að aðalsök Sigmundar að hann sagði ekki þjóðinni frá þessu. Hvað með leynimakk annarra ráðamanna og valdhafa? Nei, Wintrismálið var svívirðilegt múgæsingarhneyksli gegn frábærum stjórnmálamanni sem alltaf hefur gert meira gagn en ógagn, sama hvað óvinir hans hafa viljað halda fram.

Takið eftir þeim svívirðilegu atburðum sem gerast núna. Eigendur mannkynsins, forrík elítan, hún kann á bankakerfið og peningakerfið í heiminum, spilar á það eins og leikfang sem hlýðir fullkomlega. Þannig stjórna þessir aðilar hvenær kreppa kemur og hvenær ekki.

Þannig er búið að bremsa af hrun á fjármálamörkuðum með klækjabrögðum, og í staðinn tekur almenningur á sig svívirðilega kjaraskerðingu um allan heim í formi verðbólgu og annarra slíkra fyrirbæra sem rýra kjörin.

Það gerir mann svo innilega reiðan hvernig hægrimönnum er alltaf kennt um þetta, þótt þetta sé ekkert annað en leikrit og fjárhættuspil. Síðan á endanum missir almenningur meiri vitund, almenningur missir frelsi sitt og völd sífellt meira. Fólk jafnvel hættir að hugsa, þorir ekki að tjá sig og annað slíkt.

Ef við ætlum að verða aftur sjálfstæð þjóð og fá sjálfstæði okkar sem einstaklinga, verðum við að gefa Sigmundi Davíð aftur allt sem frá honum var tekið, virðinguna, völdin, ábyrgðina, fylgið við flokkinn hans og mannorðið þó fyrst og fremst.

Atlagan gegn Sigmundi Davíð var atlaga að okkur öllum, íslenzkum almenningi sem hann hjálpaði hundrað sinnum meira en "heilög" Jóhanna og slíkt fólk. Hann vildi sameina vinstrimenn og hægrimenn, og var að gera þjóðina ríka aftur, þá kom öfundin og hatrið í vinstrimönnunum og felldi hann, alveg eins og með Donald Trump, þegar "hægriöfgamaður" sýndi og sannaði að þar voru ekki bara innantóm loforð, heldur framkvæmdir í þágu fólksins, alvöru framfarir og dugnaður, óeigingirni, og kosningaloforð efnd, aldrei þessu vant.


Merkilegar hræringar í stjórnmálum í Frakklandi

Stórkostlegur er sigur Þjóðernisfylkingar Marine Le Pen á franska þinginu, og þetta eru gleðitíðindi ársins, ef úrslit verða samkvæmt útgönguspám. Franska byltingin hrinti af stað lýðræðishreyfingu í öðrum löndum, og í Frakklandi er vagga jafnaðarstefnunnar, og nú er Frakkland enn í forystu í breytingum á evrópskum stjórnmálum. Frakkar eru að leiðrétta gömul mistök, að kalla má.

Þetta myndi jafngilda því að Miðflokkurinn yrði risastór á Íslandi, eða Frelsisflokkurinn eða Íslenzka þjóðfylkingin, sem yrði vel. En Íslendingar nútímans eru fullir af minnimáttarkennd og þora ekki að vera brautryðjendur, því miður.

Ennfremur kennir þetta í eitt skipti fyrir öll að ekki er rétt að gefast upp þótt flokkar fái lítið sem ekkert fylgi kosningar eftir kosningar.

Flokkur Marine Le Pen er kallaður hægriöfgaflokkur á Íslandi, en í raun er hann íhaldsflokkur miklu frekar, flokkur sem er svipaður þeim flokkum sem voru á Íslandi fyrir nokkrum áratugum og stuðluðu að góðæri á öllum sviðum. Jafnvel vinstriflokkarnir voru þjóðernissinnaðir, Alþýðubandalagið vissulega, jafnvel Alþýðuflokkurinn að einhverju leyti.


mbl.is Meirihluti Macrons fallinn samkvæmt útgönguspám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgun femínista á fólkinu, þjóðfélaginu, kemur í ljós á hátíðisdögum

Á RÚV gildir það lögmál að veruleikinn sé ekki eins og almenningur skynji hann, heldur eins og fréttirnar af honum er sagðar þar. Enn fremur að ein kommúnísk ríkistúlkun eigi að gilda fyrir alla, sérstaklega börnin sem láta túlkun gilda sem þeim er rétt.

Í gær var sagt í fréttum að landsmenn hefðu ekki látið veðrið stöðva sig. Hm... einkennilegt, það var örlítil gola yfirleitt, vindur öðru hvoru, jafnvel hvass einstaka sinnum, sérstaklega um kvöldið, örfáir dropar féllu en sól inn á milli allan daginn, en örfáir á ferli, varla neinn. Þessi fréttaskýring er 40 árum á eftir tímanum, að minnsta kosti, að fólk hafi ekki látið veðrið stöðva sig. Veðrið var býsna gott en ekki mannfjöldi.

Fréttamyndskot eru þannig stillt að fámennið kemur ekki í ljós. Allt fótósjoppað og snyrt, mannfáar götur allavega ekki sýndar. Þegar Katrín hélt ræðuna var jú aðallinn að hlusta og myndskeiðin sýndu það, en einn kommúnisti fékk að hrópa um þörfina á nýrri stjórnarskrá. Kannski var það einnig æft fyrirfram. Ef einhver hægrisinnaður hefði hrópað á sama hátt hefði því varla verið sjónvarpað.

Tónlistarlíf landsins er lamað eftir Metooárásir undanfarinna ára. Sjaldan eða aldrei hefur 17. júní verið eins daufur og hann var í gær, til dæmis vantaði alveg tónleikana á Rútstúni í gær, sem hafa verið fastur liður síðastliðin 40 ár eða meira, ég man varla lengra aftur, man varla hvernig þetta var í minni barnæsku, en mig minnir að Rútstún hafi þá líka verið notað.

Það eru femínistar sem hafa lagt tónlistarlífið í rúst og rekið fleyg á milli vina og samstarfsfélaga í tónlistinni, sem er félagslegt ofbeldi og brot á mannréttindum.

Eftir standa jú fáeinir dauðhreinsaðir tónlistarmenn sem margir eða flestir eru ágætir eða mjög góðir, en þegar búið er að vekja upp tortryggni og úlfúð að óþörfu er mórallinn heldur sorglegur og paranoid, vænisjúkur.

Sé maður undrandi á ofsaskelfingu femínista kemur manni ekki á óvart hversu mikið dópið flæðir um þjóðfélagið, eins og nýjasta stóra málið sýndi fyrr í sumar.

Hér áður fyrr var oft alvöru úrhelli á 17. júní, samt var andlit við andlit og flestir í regnfötum, olíubornum. Þá lét fólk ekki veðrið stoppa sig, en í dag er búið að sundra anda fólks svo mikið að það hefur ekki tilfinningu fyrir þessu lengur.

Megas samdi lag árið 1969 sem kom út löngu síðar, það var held ég á plötunni hans frá 2011, "Hugboð um vandræði", lagið heitir: "Hann á afmæli, 17. júní". Grunnurinn er Honky Tonk Women eftir Stones, en því er breytt af meistaranum.

Þar lýsir hann þessum veruleika, hvernig mannmergðin er ógurleg í grenjandi rigningunni og ræðurnar uppþemdar þjóðernisrembingi.

En femínistar hafa ekki aðeins rústað skólakerfinu, heldur líka tónlistarlífinu og menningarlífinu, eins og kemur í ljós á fámenninu á 17. júní, eins og áður.

Eitt af megineinkennum dystópískra framtíðarskáldsagna er hvernig hugum fólksins er þar stjórnað. Hvernig er hægt að segja að 17. júní sé vel sóttur og fjölmennur þegar almenningur getur sannreynt að svo er ekki?

Er hægt að treysta öðrum fréttum frá RÚV og hinum kratamiðlunum? Til dæmis um Rússa og Úkraínustríðið?


mbl.is Fjallkonan hreyfði við hjörtum margra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennaguðfræðin er ágæt til að sættast við nútímann

Ég hef verið að lesa í bókinni "Gleði Guðs" (hennar Guðs), eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttur, sem Kvennakirkjan gaf út árið 2004. Áður las ég bókina ekki til enda, nú er ég kominn á þá skoðun að við erum öll konur. Það er að segja, tilgangur femínismans sem ræður öllu á Íslandi í ár og hefur gert lengi er að þurrka út karlkynið, og er það vel.

Til að lesa þessa bók þarf maður skilning nútímans, þann að karlkynið sé óþarft, og að það eina sem maður þurfi til að vera nútímamaður sé að upplifa sig sem konu, burtséð frá vitund annarri um sig eða hvernig maður fæddist, þá hlýði maður femínismanum. Ég man enn eftir viðtali við Auði Eir Vilhjálmsdóttur á Rás 2 árið 1987, þegar plata Megasar var nýkomin út, "Loftmynd". Hún seldist bezt af plötum Megasar og fékk gífurlega athygli.

Ég skildi ekki andsvör hennar, en skil þau eftir að hafa lesið í þessari bók.

Það sem ég skildi ekki af því sem hún sagði í viðtalinu var um lagið "Reykjavíkurnætur". Um það sagði hún að sér fyndist sem lítill drengur hefði samið ljóðið. Svo sagði hún að í kjölfarið hafi sér fundizt sem lítill drengur hefði samið aðra texta plötunnar einnig. Í þessum áfellisdómi hennar fannst mér karlahatur vera fólgið, því ekki fannst mér eða finnst enn allir textar plötunnar barnalegir hjá Megasi. Hinsvegar var hann að rifja upp barnæskuna í laginu "Reykjavíkurnætur", og því ekki skrýtið að Auður Eir segði slíkt um það lag. "Ég er bara lítill strákur", er ein línan þar.

Viðhorf hennar til karla í þessari bók er að þeir séu allir viðfang, eitthvað sem þurfi að bæla og berja niður. Ég er að reyna að tileinka mér þetta viðhorf.


Í Biblíunni er speki sem hefur ekki verið fullnýtt ennþá

Deilur standa nú um SÁÁ. Þau samtök hafa verið mörgum gagnleg, og ekki í fyrsta skipti sem menn deila um það sem skiptir máli. Ég ætla ekki að skipta mér af því nema að í DV grein er sagt að "Hersingin" hafi gert árás á Þórarin Tyrfingsson, (mannorð hans) og er þar vísað í alkunn orð Krists, hverju andinn svaraði sem ofsótti einstakling.

Önnur frétt í DV fjallaði um það að kaþólskir prestar sem hafa það af atvinnu að stunda andasæringar eru að komast í kulnun vegna álags. Guðjón Hreinberg hefur haldið því fram að margir sem hafa völd og nota þau rangt séu andsetnir. Spurning hvort uppeldi kynslóðanna hafi ekki mistekizt síðastliðin 50 - 80 ár og ástæðuna sé að finna þar. Aginn, feðraveldið, kristnin og trúarbrögð almennt, íslenzka menningin og hreintungustefnan, gömul gildi, þetta sem var svo dýrmætt á í vök að verjast.

Þegar mannasetningar toppa eitthvað sem stendur í Biblíunni mætti segja að hersing sé þar á bakvið, þar sem vald margra er þá farið að stjórna, vald hinna mörgu sem telja að ekki beri að fara eftir bókstafnum heldur túlkuninni á bókstafnum, eða gleyma því sem stendur í Biblíunni algerlega og fara nýjar leiðir.

Í gegnum margar aldir voru um það bil óbreyttar reglur sem lágu til grundvallar uppeldi barna. Agi var þar eitt af stóru atriðunum, að fullorðnir ættu að ráða, og leggja lífsreglur samkvæmt reynslu og slíku.

Í dag er varla til það mannlega svið tilverunnar til sem ekki er togazt á um, og gjarnan vísað í háskólamenntaða spekinga eða fræðimenn, útlenda, enda flestu hægt að finna stað í fræðaheiminum og flest hægt að rökstyðja þannig.

Sem betur fer hefur mannkynið þokazt eitthvað áleiðis í skilningsáttina og vísindaáttina, en hversu mikið af mestu framförunum voru gerðar fyrir miðja 20 öldina?

Sandkassaleikur í staðinn fyrir vísindasamfélag og stjórnmál? Eitt útilokar ekki annað. Fólk getur verið stórgáfað og hámenntað en látið samt stjórnast af því sem er rótfast í eðlinu og stundum kallað synd, en um það hugtak er auðvitað deilt einsog önnur nú til dags.

Ég tek undir með Snorra í Betel, að uppbyggingarstarf innan kirkjunnar sé orðið brýnt, eða þannig túlka ég hans nýjasta pistil.


Fylgi flokkanna - Framsókn og Píratar á mikilli siglingu uppávið eins og áður

Ný skoðanakönnun á fylgi flokkanna sem sagt var frá í kvöldfréttum sýnir að sömu tilhneigingar halda áfram, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar jafnstærstir með um 17 prósent hver. Sósíalistaflokkurinn nær inn manni samkvæmt könnuninni, en frekar ættu flokkar eins og Íslenzka þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn að ná inn manni, nema hvað þeir hafa ekki boðið fram lengi, enda hljómgrunnurinn dapur hjá almenningi, að því er virðist. Jafnvel tel ég þörf á flokkum lengra til hægri við þá tvo flokka, sem ættu að fá dágott fylgi, það væri gott fyrir fólkið í landinu, sem hefur ekki vit á að kjósa slíka flokka.

Aðrir segja að Vinstri grænir sé kominn í hóp hægriflokkanna í landinu, að það sé ekki lengur vinstriflokkur. Alla vega, þá þýðir það að allir fara á miðjuna, því munurinn á stefnu flokkanna er orðinn sífellt minni.


Snilldargrein á DV um plánetu kvalanna, líkri því sem trúarrit fjalla um.

Fæstir gera sér grein fyrir því að innanum sjálfhverfar slúðurfréttir eru vísindalegar snilldargreinar á DV. "NASA rannsakar "helvítisplánetu" - hrauni rignir úr skýjunum" er ein slík grein eftir títtnefndan Kristján Kristjánsson, sem er vel að sér í ýmsu.

Það er skemmst frá því að segja að þessi grein staðfestir vísindi og fræði dr. Helga Pjeturss um framlífið, um himnaríki og helvíti, og hvernig hnettir það eru. Hann var mjög langt á undan sinni samtíð, taldi sig frelsara, sem hann sennilega var.

Hann skrifaði og talaði í ræðum á Skólavörðuholtinu um kærleikann og samstillinguna, til dæmis, að við Íslendingar ættum að vera forystuþjóð, og flykkjast um kenningar hans og samstillast í kærleika og friði, og það var aðeins hluti af því sem hann boðaði reyndar.

Taldi hann réttilega að okkar mannkyn væri á helstefnubrautinni. Einkenni helstefnunnar er aukin sundrung og minnkandi líforka, óhamingja, drepsóttir, styrjaldir og skortur á almennri yfirsýn þannig að hnötturinn bjargist, skortur á samhæfðum aðgerðum til að sporna gegn helstefnuöflunum.

 

Þetta er nokkur einkenni helstefnunnar. Lesandi getur spurt sig hvort eitthvað passi við nútímann:

 

1) Sífellt fleiri hópar sundrast og finna ástæður til að vera ekki sammála. Það heitir sundrung og ósamstilling, eða andstilling.

 

2) Kvenkyn og karlkyn berjast.

 

3) Trúarbrögðin snúast uppí styrjaldir og klisjur, áherzlan á kærleikann minnkar, svipað og gerðist með spænska rannsóknarréttinum, nornabrennunum og slíku, þegar mannkynið var hvað verst statt.

 

4) Veðurfarið spillist á helstefnuhnetti af völdum helstefnumannkyns af þessu tagi. Helstefnumannkynin sjálf verða þess valdandi. Hvað er búið að vera í fréttum undanfarna áratugi? Einmitt þetta.

 

5) Stríðsbröltið getur af sér gereyðingarvopn sem ógna lífi hnattarins alls. Jú, það passar einnig, því miður.

 

6) Drepsóttir og aðrir sjúkdómar magnast vegna minnkandi líforku.

 

7) Tæknin sem kemur fram og eflist verður svonefnd ólífræn tækni, það er að segja, nauðsynlegt er að búa til tæki og tól sem menga. Að lokum verða til vélmenni, hálfmenn, með vélahlutum sem varahluti.

 

8) Allt er gert til að líkja eftir lífstefnumannkynjunum. Ígræddir hlutir gera hugsanaflutning mögulegan að lokum, nokkuð sem lífstefnumannkynin geta án véltækni.

 

9) Menningin felst í blekkingu og að lokum andlegu lífi, það er að segja líkamarnir lokast inni í hylkjum, og lifað er blekkingalífi og draumlífi eins og sýnt var í Matrix-þríleiknum snilldarlega um og uppúr aldamótunum 2000.

 

10) Að lokum verður öll tilveran dystópísk, án þess að ég fari nánar útí það. Nóg er að benda á kvikmyndir sem fjalla um slíkt líf.

 

Í þessari DV grein er notað hugtakið "bundinn snúningur", en "bundinn möndulsnúningur" er hugtakið sem dr. Helgi Pjeturss notaði og er nákvæmara, en þetta skilst fullkomlega og er vísindalegt.

 

Því má bæta við að vísindagreinar nýlegar hafa fjallað um lækningar við sjúkdómum og framfarir í vísindum. Já, það eru lítil takmörk fyrir því hvað vítismannkynin geta þolað af sársauka og erfiðum aðstæðum, þar sem líkamarnir styrkjast og eflast á helstefnubrautinni eins og lífstefnubrautinni, og það gerir vítisvistirnar mögulegar án þess að dauði allra sem þar búa hljótist af.

 

Menn ættu að spyrja sig að því hvort húmanísk vísindi nútímans séu ekki að búa okkur undir að lenda á svona stöðum. Kærleikurinn virðist því miður ekki fara vaxandi, heldur andstilling og sundrung.

 

Það sem kirkjan kenndi í gegnum aldirnar getur verið satt og rétt. Nýalsfræðin útskýra það vísindalega, og nú rannsóknir á himingeimnum, loksins.

 

Dr. Helgi Pjeturss vildi sameina allt mannkynið með það að markmiði að finna líf í geimnum friðsamlega og eiga friðsamleg samskipti við önnur mannkyn samkvæmt hans draumakenningum, og kenningum um að guðirnir séu raunveruleiki, íbúar annarra reikistjarna, sem vilja hjálpa okkur, en djöflarnir, tröll, þursar og slíkt, einnig raunveruleiki, sem einnig vilji spilla fyrir, kallað Satan í kristinni trú svo dæmi sé tekið.

 

Guð kallaði hann "Hinn mikla verund", það er að segja æðstu veruna, sem innifelur alheiminn í sér og leitast við að fullkomna aðra. Hann var ekki trúlaus, en misskilinn af mörgum, því miður, og enn er það þannig um marga, að þeir njóta sín ekki vegna skammsýni, tortryggni og ótta við það óþekkta. Það eru fordómar og ekkert annað, að dæma áður en maður hefur hlustað eða lesið sér til gagns.

 

Stundum þegar fólk úr Samfylkingunni talar finnst mér það tala fallega eins og hann gerði. Ekki veit ég þó hvort hann hefði tekið undir ESB drauminn þeirra. Hann var nefnilega sjálfstæðissinni, vildi efla sjálfstæði landsins og þjóðarinnar.

Ég hvet fólk til að lesa þessa grein í DV, Nýalsfræðin og annað sem tengist þessu.

 

Þörfin á friðarstefnunni sem hann boðaði er mikil, og kannski aldrei meiri en nú.

 

 


Hið mikla menningarefni:"Vikan á Instagram" og álíka snilld.

Fókus í DV er með fastan lið á mánudögum sem heitir "Vikan á Instagram", þar sem farið er yfir heitustu beibin af báðum kynjum og myndefni af þeim. Greinilegt að þessi mikla menning er að rata inn á fleiri fjölmiðla.

Eitt eru þó DV snillingarnir með sem vantar á Morgunblaðið, en það er fréttamann eins og Kristján Kristjánsson á DV, sem er margra manna maki. Hann kemur með geimverufréttir, fréttir af fræga fólkinu, samsærisfréttir, hneykslisfréttir, glæpafréttir, eða sem sagt hefur nef fyrir öllu sem er öðruvísi og framandi, og les gulu pressuna erlendis greinilega grimmt.

Sumar fréttir Kristjáns fá skammir í kommentakerfunum, þar sem þær eru taldar jaðra við persónuníð, ófréttnæmar, slúður og utanvið allt mögulegt. Þó fær hann jafn oft gott hrós fyrir að vekja athygli á einhverju, eins og nýjustu tækni og vísindum sem aðrir fjalla ekki um.

Ég er aðdáandi fréttanna hans Kristjáns á DV. Gullkornin hans eru það mörg og góð að þau vega það upp þótt drasl sé innanum.

En þessar Instagramfréttir á DV fá nú sinn skammt af skömmum í kommentakerfum einnig. Hér eru nýlegar athugasemdir lesenda um "Vikuna á Instagram" í DV: (Glysheimsstjörnufréttir).

Guðni Stark:

"Er þetta eina fólkið sem býr á Íslandi? Alltaf sömu lummurnar, gömlu krumpuðu lummurnar. Er ekki hægt að fá pönnukökur eða Djöflatertu...?"

Hilmar Sigvaldason:

"Auðvitað má maður ekki missa af þessu. Ég skrapp nú í Húsasmiðjuna um daginn og ekki var verið að fjalla um það!"

En að öllu gamni slepptu. Þessar miklu glysfréttir nú til dags minna á stemmninguna sem var 2007. Þá voru útrásarvíkingarnir svona glyshetjur sem alltaf var verið að fjalla um á jákvæðan hátt. Það er einhver hrunbragur á þessu öllu.


mbl.is Instagram: Bjarni í prímaloft meðan landsmenn kveiktu í kortunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt ógnar mannkyninu - og sumt af mannanna völdum, kannski fleira en ætlað er

Ég hlustaði á þátt á Útvarpi Sögu nýlega þar sem einhver sagði að vísindafólk Anthony Fauci hefðu einnig verið að rannsaka apabólu einmitt í Wuhan nýlega, þannig að grunur leikur á að hún sé einnig manngerð eins og Covid-19 er líklega, og jafnvel Joe Biden hefur gefið í skyn, sem ólíklegastur er að viðurkenna slíkt. Sést nú að moldviðrið út af Trump og "árásinni" á þinghúsið, er sennilega gert til að hylja svona spillingu.

Annars er allt sem viðkemur atburðunum 6. janúar nátengt persónuleika Trumps, en hann viðurkennir sig aldrei sem tapara, eins og kemur fram í heimildamyndum um hann, og ekki var því af öðru að búast af honum. Raunverulegir valdaræningjar eru aðrir, enda hefði flókið og varnaglafullt stjórnkerfi Bandaríkjanna ekki látið alvöru valdarán líðast af Trump, en lét það líðast þegar fólk hafði verið drepið í hrönnum af Covid-19, og annað gert sem ekki eða varla er hægt að sanna.

Bill Gates og þessir billjarðamæringar vara við farsóttum, og síðan koma þær, veirur sem voru rannsakaðar í Wuhan eða annarsstaðar. Eitthvað meira en tilviljanir. Glæpir gegn mannkyninu eru ekki bara stríð og það sem nazistar Hitlers gerðu í annarri heimsstyrjöldinni, eða það sem Pútín gerir núna og Rússar, því fer fjarri. Sú saga er hluti af falsfréttum síðustu áratuga, þar sem ofuráherzla er lögð á sumt og það ýkt, en annað falið eða þagað um, allt eftir því hvar í pólitíkinni "gerendur" og "þolendur" standa.

Það sem ég er að vonast til er að vinstrimenn á Íslandi og annarsstaðar taki samræðuna um þetta og hætti að kalla þetta samsæriskenningar. Stríðin sem flestir vilja losna við verða til þegar fólk kemst ekki uppúr skotgröfunum.


mbl.is Búum okkur undir fleiri smitsjúkdóma frá dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaður í kreppu

Það er hörmulegt hvernig staða sauðfjárbúskapar er í landinu, og óneitanlega er það samkeppnin við hina stóru aðila erlendis sem hlýtur að vega þungt. ESB frekjast framyfir á svo mörgum sviðum. Um leið verður allt einsleitara, með slíkum samræmdum einingum. Eitt sinn voru bændur ímynd sjálfstæðisins, þegar lifað var á landinu einu saman. Nú er það áburður, fóður og annað innflutt sem skekkir þá mynd.

Miðflokksmenn hafa verið duglegir að halda því fram að landbúnaður sé nauðsynlegur til að sporna gegn ófyrirsjáanlegum atburðum erlendis sem geta ógnað fæðuöryggi þjóðarinnar. Auðvitað er þetta mikilvægur sannleikur, sem hinir flokkarnir þurfa að tileinka sér meira.

Hinar hagkvæmu risaeiningar ESB og stórra bandalaga annarra, þar sem dýr eru jafnvel ekki vel meðhöndluð ógna sjálfstæðum og þjóðlegum landbúnaði víða í heiminum. Gæðaeftirlit er þannig að þótt það sé gott á einum tíma getur því hnignað á ótrúlega skömmum tíma, rétt eins og okkar tungumál er að deyja út, og hreinleiki þess minnkar stöðugt, vegna metnaðarleysis og skorts á aga, þessari hörku sem fylgdi þjóðernishyggjunni á 20. öldinni, og gerði engar tilslakanir, en krafðist árangurs.

Þannig getur gæðaeftirlit matvæla einnig skyndilega orðið lélegt, og dæmin þekkjast um aukaefni sem hafa sloppið framhjá gæðaeftirlitsstofnunum, og fréttir um það komið til Íslands, eða verið hluti af okkar markaði.

Það má almennt segja það að kommúnismi leiði til stöðnunar. Auðvitað er ESB-isminn kommúnismi af ákveðinni tegund, því alger samhæfing og yfirstjórn eins og þessi minnir mjög á rússnesk samyrkjubú og kínversk.

Ennþá er það svo að hið lága verð stóru eininganna heldur öðrum niðri. Þó eru vísbendingar um að hugsanlega stærri hópur vilji sérhannaðar vörur, einsog náttúrulega framleiðslu.

En Úkraínustríðið virkar þannig að fólk leitar í ódýru vörumerkin, því þetta hefur áhrif á verðlag. Á sama tíma hækkar áburður og fóður.

Venjulegt alþýðufólk er í klónum á risum, sem þarf að fella. Það er ekki aðeins á einu sviði heldur öllum sviðum sem þetta er þannig.

Af hverju vex ekki upp sjálfstæðishreyfing fólks á Íslandi sem segir sig úr lögum við allt sem er hluti af umheiminum og lifir af landsins gæðum? Eða er eitthvað sem hindrar það?

Peningar eru undirrót öfundar og neikvæðra tilfinninga. Við erum föst í viðjum margskonar vítahringa vegna gróðahyggjunnar og markaðshyggjunnar sem við losnum ekki útúr.


mbl.is Forsendur sauðfjárbúskapar brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 740
  • Frá upphafi: 107202

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband