Merkilegar hræringar í stjórnmálum í Frakklandi

Stórkostlegur er sigur Þjóðernisfylkingar Marine Le Pen á franska þinginu, og þetta eru gleðitíðindi ársins, ef úrslit verða samkvæmt útgönguspám. Franska byltingin hrinti af stað lýðræðishreyfingu í öðrum löndum, og í Frakklandi er vagga jafnaðarstefnunnar, og nú er Frakkland enn í forystu í breytingum á evrópskum stjórnmálum. Frakkar eru að leiðrétta gömul mistök, að kalla má.

Þetta myndi jafngilda því að Miðflokkurinn yrði risastór á Íslandi, eða Frelsisflokkurinn eða Íslenzka þjóðfylkingin, sem yrði vel. En Íslendingar nútímans eru fullir af minnimáttarkennd og þora ekki að vera brautryðjendur, því miður.

Ennfremur kennir þetta í eitt skipti fyrir öll að ekki er rétt að gefast upp þótt flokkar fái lítið sem ekkert fylgi kosningar eftir kosningar.

Flokkur Marine Le Pen er kallaður hægriöfgaflokkur á Íslandi, en í raun er hann íhaldsflokkur miklu frekar, flokkur sem er svipaður þeim flokkum sem voru á Íslandi fyrir nokkrum áratugum og stuðluðu að góðæri á öllum sviðum. Jafnvel vinstriflokkarnir voru þjóðernissinnaðir, Alþýðubandalagið vissulega, jafnvel Alþýðuflokkurinn að einhverju leyti.


mbl.is Meirihluti Macrons fallinn samkvæmt útgönguspám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 587
  • Frá upphafi: 105983

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband