Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Endursýking fólks opinberlega viðurkennd - spurningum ósvarað

Valdhafar tala sumir um upplýsingaóreiðu í sambandi við Covid-19. Jón Magnús Jóhannesson kemur fram með þær upplýsingar á vísindavef Háskólans að fólk geti endursmitazt og endursýkzt eins og kemur fram í þessari frétt.

 

Er því ekki margt óljóst í þessum málum enn? Hvernig er hægt að treysta því að samsæriskenningarnar um Covid-19 eigi ekki við rök að styðjast?


mbl.is Getur fræðilega orðið smitberi að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælið hans Jónasar í gær

Jónas Hallgrímsson átti afmæli í gær og dagurinn hans löngu orðinn hátíðisdagur sem er vel. Lítið fór fyrir dagskrárgerð að þessu sinni vegna dagsins, en endursýndur þáttur frá 1989 fannst mér helzt sæta tíðindum. Nafn hans er "Hrakar tungunni - íslenzk tunga". Eiður Guðnason þáverandi alþingismaður var þáttarstjórnandi, og fjórar manneskjur sem allar voru sammála um mikilvægi verndunarstefnu voru viðmælendur, Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra, Þóra Kristín Jónsdóttir kennari, Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri og Valdimar Gunnarsson kennari.

 

Það gladdi mig að rifja upp þátt frá þeim tíma þegar fólk þurfti ekki að rífast um svona málefni, allir voru sammála um verndun íslendzkunnar. Fyrir okkar samtíma er svona þáttur gullkorn, því hann opnar glugga að tíma sem er eiginlega nýliðinn, en margt má læra af.

 

Árið 1989 er merkilegt að því leyti að þetta var korter í Alnetið. Enginn minntist þarna á Alnetið, enda voru örfá ár í að það fengi útbreiðslu. Aðrar ógnir var talað um. Þessu ágæta fólki varð tíðrætt um útlendar teiknimyndir og ógnina sem stafar af þeim. Voru allir sammála um að nauðsynlegt væri að talsetja slíkt barnaefni, og það gekk eftir árin í kjölfarið. Nú er barnaefni talsett langoftast, eins og það á að vera.

 

Annað sem vakti athygli mína var að allir fordæmdu búðir með útlend heiti, og var harkan mikil í þeirri fordæmingu og reiðin. Valdimar Gunnarsson kennari sagði að slíkt væri hlægilegt og eiginlega fyrirlitlegt, að verzlanir á okkar ágæta landi væru ekki með íslenzk nöfn. Þóra Kristín Jónsdóttir kennari færði umræðuna á plan samfélagslegra aðgerða og virkrar andstöðu og kom með þá tillögu að búðir með útlend heiti yrðu sniðgengnar af almenningi og samstaða yrði virkjuð til þess, hunzaðar, þannig að þær yrðu gjaldþrota. Fór svo talið út í annað, en ekki var þessu mótmælt, að vísu.

 

Var þarna minnzt á að í sambandi við búðir með útlend nöfn væri hægt að miða við mannanafnanefnd og setja álíka hörð lög til samræmis. Svavar Gestsson var helzt að efast um þetta, en þó ekki af neinni hörku.

 

Þetta tvennt er áhugavert. Annað hefur gengið eftir en ekki hitt. Búðum með útlend nöfn hefur fjölgað, þar hefur lausung og frelsi ríkt, en teiknimyndir eru næstum allar talsettar.

 

Annað atriði vil ég nefna, þetta almenna. Minni áherzla er í dag lögð á verndun íslenzkunnar en meiri ástæða er til þess þar sem við lifum í fjölþjóðlegra umhverfi. Það sem vantar er þessi einróma stuðningur við íhald í þessu efni.

 

Nokkur atriði í þessum þætti eru mikilvæg. Talað var um mikilvægi lesturs gamalla bóka til að efla orðaforðann, það á alltaf við. Svo var talað um að börnin umgengjust afa og ömmur, og það er enn í fullu gildi. Svo eru önnur atriði sem hægt er að deila um, eins og hversu mikil útlend áhrif eigi að leyfa eða hvort yfirleitt eigi að setja lög og reglugerðir um slíkt.

 

Að setja standardinn hátt, það er byrjunin, að vita við hvað er miðað, og síðan að ræða út frá því tilslakanir ef fólki finnst þær við hæfi.

 

Skemmtiþátturinn á föstudagskvöldum er mjög jákvæður sem byrjun í þessu efni undir stjórn Braga Valdimars og Bjargar Magnúsdóttur.

 

Auðvitað væri einnig hægt að vera með vikulega umræðuþætti um íslenzkuna á RÚV með alvarlegra yfirbragði, í sjónvarpinu frekar en útvarpinu, enda vekur það meiri athygli, og væri hægt að vera með skemmtiatriði á milli til að létta stemmninguna.

 

Það skýtur skökku við að hugmyndir séu uppi á alþingi um tilslökun í þessu og að dómsmálaráðherra vilji leggja niður mannanafnanefnd. Það virðist allra sízt eiga við á okkar tímum þegar þörf er á að grípa til verndaraðgerða og lagasetninga í því efni frekar en tilslakana, í ljósi fjölmenningarinnar sem ríkir nú en ríkti ekki áður nema mjög lítið.

 

Ráðherrarnir verða að gera sér grein fyrir því að þörfin fyrir þá hverfur um leið og sjálfstæðið hverfur. Án tungumálsins hverfur sjálfstæðið og þörfin fyrir þá um leið. Í kjölfarið verður krafan um inngöngu í ESB háværari, það hlýtur bara að vera óhjákvæmilegt, ef ráðherrarnir vilja leggja niður mannanafnanefnd. Þetta tvennt hlýtur að tengjast órjúfanlegum böndum. Annað er heimska, að ímynda sér að svo sé ekki. Þjóð sem gerir málvillur, týnir niður orðaforða og finnst auðveldara að tala ensku er að missa sjálfstæðið. Ég fagna því afmælinu hans Jónasar í gær og vona að það veki fólk til umhugsunar.


Um smitin og dauðsföllin á Landakoti

Ég horfði á fréttafundinn frá Landspítalanum í gær á RÚV þar sem skýrslan var kynnt um smitin á Landakoti og dauðsföllin þess vegna. Hafa raddirnar gleymzt sem sögðu að peningana í flóttamennina mætti nota í uppbyggingu spítalans? Hvar er "góða/einfalda" fólkið núna? Það segir í orði kveðnu að það vilji líka vera gott við gamla fólkið okkar, en sömu peningarnir verða ekki notaðir tvisvar, eins og oft hefur verið sagt.

 

Grein eftir Þorstein Siglaugsson sem birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember lýsir reyndar vel fórnfúsri hlið á opnunarstefnunni og er allrar athygli verð. Það er mjög fróðlegt að lesa deilur manna um þetta, og rökin eru til fyrir bæði sjónarhornin. Hann lítur á málið alheimslega, en líka í hans máli finnst mér rök og staðreyndir vera togaðar í ákveðna átt til að sannfæra lesendur. En málið er að menn vita ekki með 100% vissu hvað réttast er að gera, og rökrétt að reyna að verja landsmenn með þeim tólum sem eru þekkt.

 

Mér finnst við ekki geta borið ábyrgð á öðrum þjóðum eða löndum. Við erum ábyrg gagnvart okkar landsmönnum fyrst og fremst. Enda eru fullar heimildir í lögum til að bregðast þannig við.

 

Mér fannst sum svör loðin á þessum fundi í gær. Eiginlega komu spurningarnar með svörin í ákveðnum tilfellum, eins og að hentugra hefði verið að dreifa þjónustu spítalans, koma þessum viðkvæmu sjúklingum á fleiri staði, ef mögulegt var.

 

En hvað má þá segja um Svíþjóð og lönd þar sem heilbrigðiskerfin hafa lagzt á hliðina og við fátt eða ekkert verður ráðið? Ég tek undir að þar eru fjöldamorðingjar á ferð, þar sem kapítalisminn hefur kvænzt alþjóðahyggjunni með blóðugum afleiðingum og svívirðilegum fyrir okkar frændþjóð, Svía. Fyrst Ísland gat gert betur á það við um aðrar þjóðir ekki síður. Alþjóðahyggjan hefur eyðilagt heilbrigðiskerfin víða.


Giftist hún stjúpafanum fyrir ömmuna?

Eva Ruza skrifar um stúlkuna sem giftist stjúpafa sínum. Eitthvað hlýtur þetta að vera tengt framandi menningu, því þegar amman biður hana á dánarbeðinu að giftast eftirlifandi eiginmanni sínum hlýtur eitthvað að búa þar að baki, auk ástarinnar til hans. Jú, það kemur fram í fréttinni að hún hafi verið neydd í þetta hjónaband.

 

Samt segir konan að hún sé hamingjusöm í hjónabandinu sem staðið hefur í 21 ár og þau eigi eitt barn saman. Evu Ruzu finnst þetta hrikalegt af ömmunni, en gat barnabarnið ekki neitað þessu? Kannski hafði hún áhuga á þeim gamla.

 

Samkvæmt túlkun Evu Ruzu lifir konan í sjálsblekkingu. Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hversu margir hún telji sig lifa í sjálssefjun og sjálfsblekkingu. 

 

Það væri áhugavert ef fólk væri til í að ræða um annarskonar hópþrýsting í okkar samfélagi og öðrum, og hvort hann geti haft áhrif á skoðanir af margvíslegu tagi.


mbl.is Útskýrir hvers vegna hún giftist stjúpafa sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg grein um Trump

Ég var að lesa grein eftir þýzkan stjórnmálafræðing um Trump úr Speglinum þýzka. Það kom mér á óvart hversu mikla aðdáun á Trump mátti lesa útúr þessari grein, þótt á yfirborðinu væri reynt að segja að hann væri ómerkilegur lýðskrumari, en með virðingarkenndum blæ var það orð ritað út alla greinina, ólíkt því sem verið hefur undanfarin 4 ár á stjórnartíð Trumps.

 

Einna mest er aðdáun hins þýzka Lütjens á því að Trump skyldi hafa aukið við sig fylgi á þessum fjórum árum, þrátt fyrir að hafa haft alla heimspressuna á móti sér og meira til. Í grein hans er gengið svo langt að segja að menn leiti yfirnáttúrulegra skýringa á miklu fylgi hans enn, eða frumspekilegra. Í öðru orðinu talar hann um Trump sem slíka skömm að endurtekning á svipuðu fylgi og 2016 sé stórkostlegur ósigur fyrir frjálslynda Bandaríkjamenn.

 

Já, heimsmyndin er að breytast á margan hátt, ekki sízt í Evrópu. Macron Frakklandsforseti er ekki einn um það að skammast sín ekki fyrir að taka undir málflutning sem lengi hefur verið fordæmdur opinberlega í Evrópu og víðar, en vel að merkja, taka undir hann með mjög hóflegum hætti, en þó skýrum. Einnig má merkja áherzlubreytingar hjá hinum sænska Stefani Löfven sem hefur verið óvinsæll af ýmsum fyrir ýmislegt.

 

Svo ég minnist aftur á greinina í þýzka Speglinum þá er hún ein bezta lýsingin á Trump og ferli hans sem ég hef lesið. Hún er skrifuð af miklum skilningi og yfirvegun, og finnst mér stjórnmálafræðimenntunin ekki gagnslaus þegar hún skilar slíkum árangri. Það sem mér hefur fundizt dapurlegt er hversu margir eru fanatískir gagnvart núverandi Bandaríkjaforseta. Höfundur þessarar greinar er ekki einn af þeim, heldur sér hann marga mismunandi fleti á Trump.

 

Að vísu skulum við spyrja að leikslokum. Ef pólitískum andstæðingum hans tekst að smána hann svo að sagan fordæmi hann er ekki rétt að fullyrða að hann hafi gert merkilega hluti. Hann gæti til dæmis enn framið valdarán að suður amerískum stíl, það er aldrei að vita. Bandaríkin eiga þetta nefnilega sameiginlegt með Kína, að fáir þora að ráðast á Bandaríkin, sem flokkast enn sem stórveldi, svo ógnin kemur kannski frekar innanfrá.

 

Svo er annað sem er merkilegt við þessa grein, höfundurinn veltir því fyrir sér hvort Trump sé lýðskrumari eða messías, en kemst þó að þeirri niðurstöðu að hann sé lýðskrumari.

 

Já, Trump verður umfjöllunarefni um ókomna tíð, svo mikið er víst, ef að líkum lætur.


Línur skýrast fyrir kosningar

Jafnvel fólk sem er ekki sammála stefnu Samfylkingarinnar að öllu leyti hlýtur að hafa áhuga á að kjósa hana þar sem hún er stærsti flokkurinn sem hefur áhuga á að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu og verst settu. Jafnvel þótt fólk kunni vel við Flokk fólksins eru litlar líkur á að hann komist í ríkisstjórn og til valda, því þannig virkar stéttskiptingin á Íslandi. Það eru bara sumir sem fá gæðastimpla og komast almennilega inná þing.

 

Það er svo margt við stefnu Sjálfstæðisflokksins sem mér finnst gott og eftirsóknarvert, en fólkið sem er þar í forystu er eiginhagsmunagæzlufólk, það hefur mjög takmarkaðan áhuga á hugsjónum, miðstétt, lágstétt eða hástétt, í mesta lagi þeim sem hafa um áraraðir haft tengsl við flokkinn og varla það.

 

Það er eiginlega óþægilegt að spillingin hefur farið þannig með flokkana að það er erfitt að ákveða hvern er réttast að kjósa næst. Sjálfstæðisflokknum treysti ég samt sízt til að bæta kjör þeirra lægstsettu. Samfylkingin hefur metnað til að verða stærsti flokkur landsins, og veit að þetta er leiðin til þess, að efna svona kosningaloforð eins og hægt er, að gera vel við þá verst settu, og ég trúi því allavega að Heiða Björg Hilmisdóttir og Logi Einarsson vilji standa við eitthvað af því sem þau hafa lofað. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt andlit sitt, þar er hvorki stuðningur við hefðina né öryrkja og gamalt fólk, en Bjarni Benediktsson má eiga það að hann er hæfur fjármálaráðherra sem slíkur. En að færa flokkinn svona langt inná miðjuna og til vinstri, það finnst mér óhæfa.


mbl.is „Fatlað fólk er svelt til hlýðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra RÚV!

Loksins í kvöldfréttunum á RÚV að þessu sinni kom frétt um að Macron Frakklandsforseti vilji endurskoða Schengensamninginn. Það er eins og það sé farið að síast inn býsna víða að draumurinn um fjölmenninguna gekk ekki upp.

 

Sumir bloggarar hér hafa verið duglegir að minna á þetta, að kóvíðfaraldurinn sé sennilega endanlegi klukknahljómurinn í þessu efni, sem boði breytta tíma.

 

Allar stórar breytingar gerast á löngum tíma og ekki án bakslaga. Sigur Bidens, ef réttur er, sem margir efast um, er eitt slíkt bakslag. Það hefur verið of sársaukafullt fyrir marga að viðurkenna þetta. Sigur Bidens er því draumur um það samfélag sem var til fyrir (á undan) Trump, og fyrir deilurnar um flóttamannamálin, og fyrir Angelu Merkel, og hennar stjórnsýslu.


Þrír kristilegir textar unnir uppúr Mósebókunum

Guðspjallamenn og spámenn á tímum Gamla testamentisins voru mikils metnir. Þeir sáu fyrir óorðna tíma og komu með varnaðarorð. Þeir voru oft reiðir og refsandi, bendandi á það sem var á móti Orði Guðs. Ræður prestanna voru einnig þannig hér á árum áður, þær voru siðvandandi, þær voru ádeila til úrbóta í samfélaginu.

 

Þetta breyttist allt með húmanismanum, jafnréttinu og mannréttindahreyfingunni eftir miðja síðustu öld. Nú eru prestarnir á Íslandi annað hvort konur sem tala um sitt daglega líf í predikunum eða gagnrýna feðraveldið, eða hræddir karlprestar sem taka í sama streng, og kannski örfáir af gamla skólanum sem þegja um skoðanir sínar að mestu.

 

Ég ólst upp við bókstafstrú á mínu heimili, ég gerði að vísu uppreisn gegn henni með trúleysi og kommúnisma snemma á unglingsárunum, en um tíma samdi ég talsvert mikið af kristilegum lögum, um svipað leyti og ég gaf út fyrstu diskana mína, 1996 - 2003.

 

Stundum finnst manni eins og betra væri að fara eftir varnaðarorðum Biblíunnar og boðum og bönnum hennar, ekki bara boðorðunum 10. Lögleysi og siðleysi, upplausn og uppreisn, stjórnleysi og mannaboð, þetta finnst manni víða í samfélaginu, ekki sízt með No Borders samtökunum og Pírötum, svo dæmi sé tekið. En ef þetta er það sem koma skal verður maður að sætta sig við það og stökkva á þann vagn.

 

Spámannlegar opinberanir eru í svona kvæðum. Menn geta verið ósammála þessu, en vandamálin eru mörg í nútímanum, svo kannski hefði verið betra að fara eftir Biblíunni í þessu efni.

 

Húðflúr er fordæmt í Biblíunni

 

Samið 6. apríl 2001. Gefið út á hljómdisknum "Kristur kemur" árið 2010.

 

G6

Húðflúr er fordæmt í Biblíunni,

Em7                         G6

heyrið þetta mann og þú kristni lýður.

G6

Hvað er að þessum syndurum öllum?

Em7                                                                           G6

Heimurinn er fullur af syndurum? - Ein synd er ekki verri en önnur.

Gbm7

Því er ekki skárra að láta brennimerkja sig Djöflinum en að fremja morð

D7                                                 G6

eða hór samkvæmt kristinni trú og Biblíunni

Gbm7

eða að ræna menn eða að leita til spákvenna

D7                                        G6

eða leita frétta af framliðnum.

 

Viðlag:

D                                                                      Db

Skrifað stendur í Mósebók hinni þriðju, 19, 26:

Ab

"Þér skulið eigi fara með spár né fjölkynngi,

Ab

þér skulið eigi kringluskera höfuð yðar,

Ab

né heldur skalt þú skerða skeggrönd þína,

Ab

og þér skulið eigi skera skurði í hold yðar

Ab

fyrir sakir dauðs manns,

Ab

né heldur gjöra hörundsflúr á yður.

Ab

Ég er drottinn!"

 

Annars staðar skrifað stendur

í Mósebók 3, 19, 31:

"Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda,

farið eigi til frétta við þá,

svo að þér saurgizt ekki af þeim,

ég er drottinn guð yðar".

Svo húðflúr er frá Helvíti

samkvæmt Biblíunni og kristninni svo prédikið samkvæmt því prestar og guðfræðingar.

 

Viðlag:

 

Hvernig er okkar heimur samkvæmt þessu?

Er hann ekki syndugur og vonlaus samkvæmt þessu?

Hvað segja allir þessir bókstafstrúarmenn yfir þessu?

Ættu þeir ekki að tryllast út af þessu?

Ættu þeir ekki að brjálast út af þessu

allir þessir ágætu bókstafstrúarmenn sem ganga lausir

og trúa á Jesúm Krist eða Adolf Hitler eða fleiri guði,

eða Napóleon eða Stalín eða Maó formann eða forseta Bandaríkjanna?

 

Viðlag:

 

Femínistar ættu að berjast gegn líkamsskrauti.

Það er hin eina sanna hlutgerving líkamans.

Það er synd gegn öllum guðum að skreyta líkamann.

Meiri vantvirðing er ekki til gagnvart sköpuninni.

Meiri fyrirlitning er ekki til gagnvart náttúrunni og sköpuninni.

Er ekki komið nóg af virkjunum og hórdómi?

Er ekki komið nóg af kapítalisma, júðsku og jafnaðarstefnu?

Þurfum við ekki sanna trú, nazismann eða bókstafstrúarkristni?

 

Viðlag:

 

Húðflúr er frá Helvíti

 

Samið 20. nóvember 1996. Gefið út á hljómdisknum "Kristur kemur" frá 2010.

 

G6

Viltu láta kvelja þig?

G6

Viltu láta pína þig?

G6

Viltu verða þræll djöflanna?

G6

Viltu verða að vélmenni?

 

Viðlag:

A9                     G6

Húðflúr er frá Helvíti.

A9                     G6

Húðflúr er frá Helvíti.

A9                     G6

Húðflúr er frá Helvíti

A9                                      G6

svo við ættum að forðast það.

 

Viltu láta stjórna þér?

Allar húðflýrur kveljast.

Það er alveg pottþétt,

allir vita það.

Viðlag:

 

Djöflar stjórna húðflýrum,

en sá sem getur sagt nei

getur sigrað illskuna

og styrkt sjálfan sig.

Viðlag:

 

Í Helvíti er ekkert frelsi.

Þar eru bara húðflýrur.

Þær eru píndar þar öllum stundum

af djöflunum.

Viðlag:

 

Viðlag:

 

"Né heldur gjöra hörundsflúr á yður"

 

Samið 7. marz 2001. Gefið út á hljómdisknum "Kristur kemur" árið 2010.

 

A9

Húðflúr er fordæmt í Biblíunni.

G6

Heyrið þetta kristnu menn.

A9

Þið sem trúið Mósebókunum,

G6

þið sem eruð gyðingar og kristlingar - eða sannkristnir menn og sem teljið Biblíuna guðs orð.

Viðlag:

D7

Mósebækurnar segja:

D7

"Þér skulið eigi skera skurði í hold yðar

D7

fyrir sakir dauðs manns,

D7

né heldur gjöra hörundsflúr á yður!

D7                                               A9

Ég er drottinn!" - Móse, 3, 19. 26!

 

Bókstafstrúarmenn trúa á Jesúm Krist eða Adolf Hitler

eða valdamann ríkjandi

eða Napóleon eða Stalín eða Maó formann.

Er þessi heimur ekki syndugur?

Viðlag:

 

Femínistar ættu að berjast gegn líkamsskrauti.

Það er hin eina sanna hlutgerving líkamans.

Það er synd gegn öllum guðum að skreyta líkamann.

Meiri vantvirðing er ekki til gagnvart sköpuninni.

Viðlag:

 

Er ekki nóg komið af skrauti, virkjunum og hórdómi?

Er ekki nóg komið af kapítalisma, júðsku og jafnaðarstefnu?

Þurfum við ekki sanna trú, natzismann, klönskuna eða bókstafstrúarkristni?

Er ekki nóg komið af því að gera lítið úr sér og náttúrunni og öllu?

Viðlag:


Engar umbúðir - texti og lag frá 1984 sem ég gerði vinsælt í MK 1993. Plastpokabann á undan sinni samtíð.

Afabróðir minn kenndi mér að yrkja, það er að segja, hann kenndi mér bragfræðireglurnar, Ingvar Agnarsson, forstjóri Barðans, mikill Nýalssinni. Þetta kvæði sem ég ætla að birta hér er afrakstur af virðingu minni fyrir speki sem ég lærði af svona kennurum, en Árni Waag líffræðikennari kom þó með fræðsluna og innihaldið að stórum hluta sem birtist í kvæðinu.

Ég ólst upp hjá ömmu og afa að mestu leyti og varð því fyrir áhrifum af mér eldra fólki í málfari og stafsetningu. Einnig lærði ég að virða og tileinka mér öðruvísi málfar en jafnaldrar mínir, enda fólk duglegt að gagnrýna fyrir villur þá.

Ég gerðist vinstrisinnaður vegna áhrifa frá íslenzkukennara mínum, honum Skafta um 1983, og líka þegar ég fór að hlusta á kommúnista eins og Bubba Morthens og Megas, sem þóttu flottastir þá. Svo varð ég hægrisinnaður þegar ég fór að hlusta á Sverri Stormsker 1987 og lesa Nýalana um svipað leyti almennilega.

Það var mér mikil opinberun að hlusta á líffræðikennarann í Digranesskóla tala um mengun og hvað hún væri hneykslanleg. Ég drakk þennan boðskap í mig og þetta varð mitt helzta baráttumál um langt skeið.

Það eru nokkrir bragfræðihnökrar á þessu kvæði, en svona var þetta sungið og frumflutt á Myrkramessunni í Menntaskólanum í Kópavogi seint á árinu 1993. Svona var þetta skrifað, og erfitt að breyta texta sem maður hefur lært utanað. Línan "Já, ætíð dýrka gyðju þessa eina"... er auðvitað röng bragfræðilega, því of langt er á milli stuðla. Er ekki eðlilegt að 13 ára krakki geri villur í bragfræðinni?

Annars kom ég reglulega í heimsókn til þeirra á Hábrautinni og hann fór yfir kvæðin mín, leiðrétti braglýtin og kenndi mér að temja mér fullkomnunaráráttu og sjálfsgagnrýni.

Það vildi bara þannig til að þetta kvæði varð eftir, og var óyfirfarið þegar hann dó, árið 1996. Það lá gleymt og grafið fram til 1993 að mestu, þegar ég fór að syngja það, en einhverra hluta vegna varð það útundan að láta hann fara yfir það. Þrátt fyrir að það sé ekki fullkomið bragfræðilega veit ég að það er ágætt eins og það er, og það naut vinsælda. Hvernig er svo innihaldið og boðskapurinn? Það er eins og ég sé að blanda þarna saman heiðnu goðafræðinni sem ég lærði fyrst hjá honum frænda mínum og svo umhverfisverndinni sem hann Árni Waag innrætti mér svo duglega. Síðan kemur kommúnistaáróðurinn inn líka, frá Skafta íslenzkukennara, í línunni ..."eða herbúðir"...

Ég var eini krakkinn í bekknum mínum sem tók þetta inná sig, hjá mér varð þetta mikið hjartans mál að berjast fyrir umhverfisvernd, því mér fannst það svo heimskulegt og fáránlegt að enginn skyldi sýna þessu athygli og áhuga nema örfáir, og enginn af mínum jafnöldrum. Ég varð því ákafari og þrjózkari eftir því sem áhuginn varð minni hjá öðrum.

Núna löngu síðar er farið að banna plastpoka. Merkilegt hvernig gamalt þráhyggjumál og réttlætismál hjá manni verður loksins viðurkennt, þegar maður er löngu hættur að sinna því og er næstum búinn að gleyma því.

 

 

Engar umbúðir (Frá 10. janúar 1984).

 

Viðlag: E A         E

Engar umbúðir

A                 E

engar umbúðir,

A                 E

engar umbúðir,

A               E

eða herbúðir.

 

E                         A                     E

Hygg að því er götu þína þú gengur

D                          H                E

að gæta þess að jörðin lifi vel.

E                        A                   E

Já, ætíð dýrka gyðju þessa eina,

D                              H                     E

þá aldrei mun þig kvelja nokkur él

 

Ef viltu forða þér frá öllum eymdum

þess aðeins gæt að hugsa um þína jörð,

sem fegurst er, og gefur okkur gleði,

svo græða skulum öll nú strindar svörð.

 

Já, hygg að því, að hugsa um alla jörðu,

henni skaltu þjóna sem guði hér,

því þannig munu geimför hérna á holdi

hennar loksins kynnast sjálfum þér.

 

Fjarlægum stjörnum við fáum öll að kynnast

er fólkið kann að meta sína strind,

því önnur leið er ekki fær til lífsins

en einmitt sú að fría hennar mynd.


Samfylkingin hélt fast í sín stefnumál og það hefur borið ávöxt

Tæknilega lít ég svo á að Áslaug Arna sé formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki Bjarni Ben. Gamla liðið er búið að missa völd sín greinilega og er ófært um annað en að hlýða ungu kynslóðinni. Eins og Styrmir Gunnarsson hefur fjallað um er líklegt að hrein vinstristjórn sé í kortunum. Ég get bætt um betur. Viðreisn og Samfylkingin gætu þar leikið lykilhlutverkið og svo Píratar og Vinstri grænir sem aukahjól. Aðildin að Evrópusambandinu yrði endurvakin, og margir innan Sjálfstæðisflokksins myndu styðja hana.

 

Sá Sjálfstæðisflokkur sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn í dag er allt annar flokkur en sá flokkur sem amma og afi héldu tryggð við. Þessi nýi Sjálfstæðisflokkur er einhverskonar undarlegt sambland af miðjuflokki. Ég virði meira flokka sem hafa styrk og standa við stefnumál sín. Samfylkingin fór niður í fylgi um tíma, en hélt fast í sín stefnumál. Það kann ég að meta. Samfylkingin vill útiloka Sjálfstæðisflokkinn, og af hverju ekki?

 

Nei, það er hreinlegra að kjósa Pírata, Viðreisn eða Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokkinn, því sá flokkur sem er á flótta undan sjálfum sér er ekki neitt. Ómögulegt er að treysta slíkum flokki.

 

Evrópusambandið hefur líka uppá ýmislegt að bjóða.


mbl.is Alexandra nýr ritari Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 107246

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 455
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband