Um smitin og dauðsföllin á Landakoti

Ég horfði á fréttafundinn frá Landspítalanum í gær á RÚV þar sem skýrslan var kynnt um smitin á Landakoti og dauðsföllin þess vegna. Hafa raddirnar gleymzt sem sögðu að peningana í flóttamennina mætti nota í uppbyggingu spítalans? Hvar er "góða/einfalda" fólkið núna? Það segir í orði kveðnu að það vilji líka vera gott við gamla fólkið okkar, en sömu peningarnir verða ekki notaðir tvisvar, eins og oft hefur verið sagt.

 

Grein eftir Þorstein Siglaugsson sem birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember lýsir reyndar vel fórnfúsri hlið á opnunarstefnunni og er allrar athygli verð. Það er mjög fróðlegt að lesa deilur manna um þetta, og rökin eru til fyrir bæði sjónarhornin. Hann lítur á málið alheimslega, en líka í hans máli finnst mér rök og staðreyndir vera togaðar í ákveðna átt til að sannfæra lesendur. En málið er að menn vita ekki með 100% vissu hvað réttast er að gera, og rökrétt að reyna að verja landsmenn með þeim tólum sem eru þekkt.

 

Mér finnst við ekki geta borið ábyrgð á öðrum þjóðum eða löndum. Við erum ábyrg gagnvart okkar landsmönnum fyrst og fremst. Enda eru fullar heimildir í lögum til að bregðast þannig við.

 

Mér fannst sum svör loðin á þessum fundi í gær. Eiginlega komu spurningarnar með svörin í ákveðnum tilfellum, eins og að hentugra hefði verið að dreifa þjónustu spítalans, koma þessum viðkvæmu sjúklingum á fleiri staði, ef mögulegt var.

 

En hvað má þá segja um Svíþjóð og lönd þar sem heilbrigðiskerfin hafa lagzt á hliðina og við fátt eða ekkert verður ráðið? Ég tek undir að þar eru fjöldamorðingjar á ferð, þar sem kapítalisminn hefur kvænzt alþjóðahyggjunni með blóðugum afleiðingum og svívirðilegum fyrir okkar frændþjóð, Svía. Fyrst Ísland gat gert betur á það við um aðrar þjóðir ekki síður. Alþjóðahyggjan hefur eyðilagt heilbrigðiskerfin víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 108270

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband