Auður Ava rithöfundur - listilega góður lýðskrumari meðal listamanna, eins og Bubbi Morthens.

Í Kiljunni fékk nýjasta bók Auðar Övu glimrandi dóma eins og venjulega, en hún er nú orðin ástdóttir gagnrýnenda. Ég hef raunar allt aðra skoðun á henni en þessir tízkugagnrýnendur.

Þegar ég eignaðist mína fyrstu bók eftir hana fyrir nokkrum árum, skáldsöguna Ör bar ég væntingar til hennar um að þar færi rithöfundur á borð við Halldór Laxness, miðað við lofið sem hún hafði fengið.

Já, bókin Ör er listilega vel skrifuð, en um innihaldið er ég ekki svo viss. Þetta er dæmigerð kjaftabók, kvennabók, þar sem tilfinningar og ljóðrænn orðavaðall fá að fylla bókina. Þannig eru kvennabókmenntir almennt nú til dags, en ekki áður endilega.

Nýjasta bókin hennar fjallar um transkonu og heitir DJ Bambi. Sú bók þykir ljá þeim hópi rödd sérlega vel og sannfæra jafnvel harðasta efasemdafólk um að hinseginleikinn sé engin ímyndun heldur eitthvað raunverulegt.

Ég hef ekki lesið þessa nýjustu bók hennar, en miðað við bókina Ör býst ég við að hún sé klókindalega saman sett til þess eins að hljóta náð gagnrýnenda og þess hóps þjóðarinnar sem þetta á við um.

Auður Ava er ofmetin eins og eiginlega allir kvenrithöfundar nútímans. Þetta eru draumórabókmenntir um hvernig andlegt líf litar veruleikann, þannig að veruleikinn er talinn annar en hann er.

Blekkingin er í aðalhlutverki, og femínisminn, óskhyggjan um kvenlægan heim frá upphafi til enda, þar sem allt hið kvenlæga er upphafið og feðraveldið niðrað sem mest.

Ísland er á nákvæmlega sama stað og Sovétríkin á Stalínstímanum. Listin lýtur lögmálum ríkisins. Aðeins ríkislist fær viðurkenningu, sölu og vinsældir. Það er að segja, femínísk svonefnd list, framleiðsla væri þó réttara orð.

En gleymum því ekki að góð listaverk gera ekki sannindi að sannleika. Þau hinsvegar geta talið fólki trú um það. Góð listaverk gera lygin sennilegri en sannleikann. Í því felst gildi listarinnar - að margra mati, ekki allra þó.

Þannig að vel má vera að þetta sé bezta bók Auðar Övu, og kannski er hún betri en Ör. Án efa fær hún viðurkenningar og verðlaun. Það breytir samt ekki veruleikanum. Skáldskapur verður áfram skáldskapur og veruleiki verður áfram veruleiki, nema fyrir það fólk sem gerir ekki greinarmun þarna á milli, hvort sem það lifir á því að vera geðveikt eða ekki, sem kannski skiptir ekki öllu máli.

Afi minn vildi að listin væri nytsamleg, eins og stálið sem hann vann með. Það vildi Ingvar frændi líka, bróðir hans, sem kenndi mér langmest í listum. Jónas frá Hriflu var hugmyndafræðingur þessarar kynslóðar, ásamt öðrum. Merkileg eru hans spor, og mega ekki gleymast, að öll list þurfi að þjóna veraldlegum, þjóðlegum, nytsamlegum markmiðum, en stuðla ekki að draumlyndi og óraunsæi, eins og öll list á að gera í dag, til að njóta hylli og seljast vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 666
  • Frá upphafi: 108422

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband